Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 1
F Ö S T U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  133. tölublað  106. árgangur  WAPPIÐ VEGVÍS- IR GÖNGUFÓLKS UM LANDIÐ ALLT GRILL EÐA EKKI GRILL – ENGIN SPURNING YFIRLITSSÝNING UM LIST GERÐAR HELGADÓTTUR MATARBLAÐ MBL.IS FJÁRSJÓÐUR 30ÚTIVISTARAPP 12 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gamalt Hugsanlegt er að undir reitnum aftan við Stjórnarráðshúsið finnist minjar frá fyrstu árum Íslandsbyggðar.  Fornleifarannsókn á baklóð Stjórnarráðshússins hefst í haust ef allt gengur eftir. Talið er að mögulega finnist mannvistarleifar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, en í nýlegri skýrslu Minjastofn- unar um Stjórnarráðsreitinn segir að fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið nálægt húsinu sýni að á svæðinu sé að finna ummerki um búsetu manna frá 9. öld. Stjórnarráðshúsið er eitt elsta hús Reykjavíkur, en það var byggt árið 1765. Nú stendur yfir sam- keppni milli arkitekta um hönnun viðbyggingar á reitnum fyrir aft- an húsið, en dómarar í keppninni leggja áherslu á ímynd og hlut- verk hússins og sögulegt mikil- vægi þess. Fornleifarannsóknin og bygg- ingaframkvæmdirnar haldast í hendur. »7 Fornleifarannsókn og viðbygging á Stjórnarráðsreit Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Þetta var gert með almannaheill í huga. Það var einfaldlega ekki hægt að bjóða íbúum upp á þetta ástand lengur.“ Þetta segir Magnús H. Guð- jónsson, dýralæknir og framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, HES. Fyrir nokkrum árum ákvað eftirlitið að hundi, sem bæði lögregla og HES höfðu haft ítrekuð afskipti af vegna lausagöngu, árása og ógnandi hegðunar, yrði lógað. Á ýmsu hafði gengið áður en það var gert, t.d. þorði fullorðið fólk vart út úr húsum sínum, leikskólabörnum var haldið innan- dyra og Magnús segir að hundurinn hafi haldið hverfinu í gíslingu. Eig- endur hundsins kærðu verknaðinn til úrskurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála á grundvelli þess að um brot á stjórnsýslulögum hefði verið að ræða. Niðurstaða nefndarinnar var að HES var gert að greiða þeim hálfa milljón króna í bætur. Magnús tekur heilshugar undir orð þeirra Hafrúnar Önnu Sigurbjörns- dóttur og Óskars Veturliða Sigurðar- sonar í Morgunblaðinu í gær um að óljóst sé hvernig koma eigi ábending- um um grimma hunda á framfæri. Þau eru móðir og fósturfaðir Sólons Brimis, drengs í Kópavogi sem varð fyrir árás hunds. „Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert heilbrigðiseftirlit á landinu grípur til aðgerða gegn grimmum hundum eftir þetta mál okkar,“ segir Magnús. „Við höfum enga lagalega heimild til að koma í veg fyrir almannavá sem getur skap- ast af völdum hunda.“ Hundur hélt hverfi í gíslingu  Heilbrigðiseftirliti var ekki heimilt að lóga hundi sem ítrekað ógnaði og beit  Dæmd til að greiða bætur  Engin lagaleg heimild til að koma í veg fyrir vá af völdum hunda MEngin úrræði … »6 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Ískönnunarleiðangur Landhelgis- gæslan kannar legu íssins Hafís sem borist hefur frá austur- strönd Grænlands er næst landi í að- eins sjö sjómílna fjarlægð norður af Hornströndum. Núverandi vindátt veldur því að ísinn færist sífellt nær og er því ekki ólíklegt að jaka beri að landi. Landhelgisgæslan og lög- reglan á Vestfjörðum fylgjast náið með málum og eru í viðbragðsstöðu, m.a. vegna ísbjarna. „Ísbirnir una sér best á ís og því kemur mikil bráðnun íss sér illa fyrir þá. Erfitt er að áætla hvort og hvenær ísbirni rekur hingað en það er alltaf mögu- leiki,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur. »4 Ekki ólíklegt að hafís- jaka reki að landi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu heldur til Rússlands á morgun á sitt fyrsta heimsmeistara- mót með ekkert sérstaklega gott veganesti. Liðið lék vel í fyrri hálfleik gegn Gana á Laugar- dalsvelli í gær og var 2:0 yfir að honum loknum, með mörkum Kára Árnasonar og Alfreðs Finn- bogasonar. Í seinni hálfleik jafnaði Gana hins vegar metin og íslenska liðið kveður því landið án sigurs í síðustu leikjum. » Íþróttir Morgunblaðið/Eggert Gott og slæmt í kveðjuleik  Tækniframfarasjóður veitir styrki til hugmynda og fyrirtækja upp á allt að 2,3 milljarða árlega. Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnar- formaður Tækniþróunarsjóðs, tel- ur að aukin áhersla á nýsköpun í samfélaginu skili sér inn í hag- kerfið. Nauðsynlegt sé að styðja við nýsköpunarfyrirtæki til að tryggja fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf. „Hagkerfið er byggt á hugviti,“ segir Hrund sem segir umsóknum fara sífellt fjölgandi en í ár bárust sjóðnum 377 umsóknir og 64 hlutu styrki. »14 Nýsköpun í mikilli sókn á Íslandi Formenn allra stjórnmálaflokka á Al- þingi hittust á fundi kl. 22 í gærkvöldi í von um að ná samkomulagi um hvaða mál verða sett á dagskrá Al- þingis fyrir þinglok. Nokkur stór mál eru enn undir en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins eru flokkarnir að ræða um allt að 50 mál sín á milli. Þinglok eru í augsýn, að sögn Stein- gríms J. Sigfússonar, forseta Alþing- is. Umræður um ríkisfjármálaáætlun fóru fram í gær og voru enn í gangi þegar Morgunblaðið fór í prentun. Önnur mál, eins og nýja persónu- verndarlöggjöfin, eru enn í nefnd. Páll Magnússon, formaður alls- herjar- og menntamálanefndar, segir nefndina vinna hörðum höndum að því að ljúka við persónuverndarlög- gjöfina en líklegt er að nefndin starfi áfram inn í helgina. Persónu- verndarlöggjöfin er nú þegar orðin viðmið í sambandi við meðferð á per- sónuupplýsingum í Evrópulöndum og verður málið að klárast fyrir þing- lok, annars eru sektir og aðrar refs- ingar yfirvofandi. Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra hefur boðið stjórnarandstöðunni að halda veiði- gjöldum óbreyttum fram að áramót- um ef samkomulag náist um önnur mál. »2 Stíf fundahöld en þinglok í augsýn  Kristrún Stefánsdóttir vann fyrir sænskum dómstólum réttinn til að skrá sig sem foreldri dóttur sinnar og Ingu Óskar Pétursdóttur í Sví- þjóð á dögunum. Inga Ósk fæddi dóttur þeirra haustið 2012 eftir að þær leituðu til Art Medica. Fjölskyldan fluttist síð- ar til Svíþjóðar en við komuna í landið var ekki hægt að skrá Krist- rúnu sem foreldri dótturinnar hjá þjóðskrá Svíþjóðar. Þær eru allar þrjár íslenskir ríkisborgarar og kom svarið þeim í opna skjöldu og taldi fjölskyldan sér vera mismunað. Hjónin hafa nú sigrað sænsku þjóð- skrána á tveimur dómstigum en málið, sem er mögulega fordæmis- gefandi, hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og hafa samtök samkyn- hneigðra þar í landi m.a. boðið þeim lögfræðiaðstoð. »15 Hjón vinna tíma- mótamál í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.