Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 6

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Audi Q5 Sport Quattro Listaverð 8.650.000 kr. Tilboðsverð frá 7.290.000 kr. 18” álfelgur 5-arma design, bílhitari með fjarstýringu, dráttarbeisli innfellanlegt, LED aðalljós og LED afturljós, þriggja svæða miðstöð, Audi Sound System, Audi Smartphone interface, sportsæti með tauáklæði, rafmagnsopnun á skotthlera, skynjarar að framan og aftan, bakkmyndavél, hraðastillir. Audi Q5 Notadrjúgur og glæsilegur Sérstaklega vel búinn og tilbúinn fyrir íslenskar aðstæður. HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Engin úrræði eru fyrir starfsmenn heilbrigðiseftirlita þegar kemur að því að taka á hundum sem bíta og ógna fólki. Þetta segir Magnús H. Guðjónsson, dýralæknir og fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, HES. Hann segist taka heilshugar undir gagnrýni Hafrúnar Önnu Sigur- björnsdóttur og Óskars Veturliða Sigurðssonar, móður og fóstur- föður Sólons Brimis, drengs í Kópavogi sem varð fyrir árás hunds, um að óljóst sé hvernig koma eigi ábend- ingum um grimma hunda á framfæri, en þau voru í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Árið 2013 var HES gert að greiða eigendum hunds, sem það lét aflífa, bætur, en starfsmenn eftirlitsins mátu hundinn afar hættulegan. „Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert heil- brigðiseftirlit á landinu grípur til að- gerða gegn grimmum hundum eftir þetta mál okkar,“ segir Magnús. „Við höfum enga lagalega heimild til að koma í veg fyrir almannavá sem getur skapast af völdum hunda.“ Forsaga málsins er að bæði lög- reglu og HES höfðu í nokkur ár bor- ist ítrekaðar kvartanir og kærur vegna hundsins, sem var Schäfer- tík. Árið 2010 barst sveitarfélaginu Vogum, þar sem eigendur hundsins voru þá búsettir, bréf frá Matvæla- stofnun þar sem eftirlitsdýralæknar stofnunarinnar vekja athygli á því að tíkin „geti verið varhugaverð“, eins og segir í bréfinu. Þar segir að tíkin hafi verið flutt inn frá Evrópu og við móttökuskoðun á Keflavíkurflugvelli hafi hún sýnt mjög ógnandi hegðun. Engu að síður var hún útskrifuð úr einangrunarstöð þar sem hún var vistuð í nokkrar vikur og eiganda gerð grein fyrir „alvarleika málsins“. Hljóp inn í bílskúr og beit mann Næstu árin kom tíkin alloft við sögu lögreglunnar og heilbrigðis- eftirlitsins á Suðurnesjum en ítrekað var tilkynnt um bit, árásir og lausa- göngu hennar. Til dæmis kom hún inn í bílskúr manns sem var þar við vinnu sína og beit hann. Annar íbúi tilkynnti um að hundurinn hefði ver- ið laus, geltandi og urrandi úti á götu og þorði íbúinn ekki út úr húsi. Þá til- kynnti karlmaður nokkur að hund- urinn hefði ráðist að sér þar sem hann var fyrir utan hús sitt og tókst manninum að flýja inn í hús sitt við illan leik. Tiltal lögreglu við eigendur hundsins eftir þessi atvik bar tak- markaðan árangur, samkvæmt skýrslum lögreglu. Það var svo um miðjan mars 2013 að lögreglu barst tilkynning frá leik- skóla í Reykjanesbæ um að „stór þýskur fjárhundur væri í lausagöngu við leikskólann“. Hann væri mjög ógnandi og ekki væri hægt að fara með börnin út úr húsinu. Lögregla kallaði til hundafangara sem kom á staðinn og var bitinn af hundinum. Kallað var á liðsauka, auk dýralækn- is, og að lokum tókst að fanga hund- inn. Koma átti honum fyrir á hunda- hóteli, en starfsmenn þar neituðu að taka við honum. Ekki þótti ásætt- anlegt að senda hundinn á heimili sitt og var þá sú ákvörðun tekin að hundinum yrði lógað sem var gert. Hélt hverfi sínu í gíslingu Eigendur hundsins kærðu það til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni kemur m.a. fram að þeir hefðu aldrei fengið neinar tilkynningar um að hundur- inn hefði bitið fólk og að þeim hefði ekki verið tilkynnt um að til stæði að aflífa hann. Ekki hefði verið staðið rétt að málum, þetta væri brot á stjórnsýslulögum og farið var fram á fjárbætur fyrir hundinn. Í málsrökum HES var m.a. skír- skotað til þess að hundurinn hefði verið óskráður, sem er brot á sam- þykkt um hundahald á svæðinu. Heimilt væri, samkvæmt samþykkt- inni, að aflífa óskráða hunda, en þótt hann hefði verið skráður hefði það engu breytt um afdrif hans, þar sem hann hefði verið stórhættulegur um- hverfi sínu og hefði eigendunum átt að vera það ljóst. „Hundurinn hafði lengi haldið hverfi sínu í gíslingu með lausagöngu og ógnandi atferli, en kærandi hafði lítið gert til að koma í veg fyrir það,“ segir í máls- skjölum og þar hafnar HES jafn- framt ásökunum um brot á stjórnsýslulögum. Með almannaheill í huga Nefndin úrskurðaði eigendum hundsins í hag, lagastoð hefði skort fyrir fyrirvaralausri aflífun hundsins og verulegir annmarkar hefðu verið á meðferð málsins. HES var gert að greiða þeim 500.000 krónur. Magnús hefur starfað sem dýra- læknir í 30 ár og segist aldrei á starfsævi sinni hafa séð jafn hættu- legan hund. Niðurstaða Úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála hafi komið honum og öðrum hjá HES verulega á óvart. Þeim hafi þótt málið liggja svo ljóst fyrir að þeim hafi ekki komið til hugar að leita liðsinnis lögfræðings. „Þetta var gert með almannaheill í huga,“ segir hann um aflífun hunds- ins „Það var einfaldlega ekki hægt að bjóða íbúum upp á þetta ástand lengur og þegar ekki var hægt að leyfa litlum leikskólabörnum að vera úti þá var ekkert annað í stöðunni.“ Magnús segir að ef áþekkt tilvik kæmi upp í dag myndi HES halda að sér höndum. „Við höfum engin tök á að greiða skaðabætur sem þessar. Eftir þennan úrskurð vitum við fyrir víst að ef við fengjum spurnir af grimmum hundi, sem væri óáreiðan- legur og gengi laus, þá vissum við að við gætum ekkert gert í því.“ Engin úrræði gegn grimmum hundum  Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja var dæmt til bótagreiðslu vegna lógunar hunds sem ógnaði og beit  Engin lagaleg heimild var til að taka á hættulegum hundum  Leikskólabörnum haldið innandyra Hundur „Það var ekki hægt að bjóða íbúum upp á þetta,“ segir Magnús.Magnús H. Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.