Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Ný námskeið hefjast 18. júní Síðasta sumarhraðlestin! TTHRAÐLEST 2 VIKUR -5X Í VIKU STELPUR KONUR STAÐURINN RÆKTIN Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný álma hefur verið opnuð á Hótel Örk í Hveragerði. Með henni bætast 78 herbergi við hótelið og hafa 50 verið tekin í notkun. Stefnt er að því að nýja álman verði komin í fulla notkun um næstu mánaðamót. Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk, segir að eftir stækkunina séu alls 157 herbergi á hótelinu. Það stækki um 3.200 fermetra og verði alls 8.700 fermetrar. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá T.ark arkitektum, teiknaði viðbygg- inguna. Hann hefur jafnframt teikn- að nýtt útlit á veitingastað og ráð- stefnusal í gömlu byggingunni. Hófust í fyrrasumar Grímur Jónsson, eigandi GJ verk- taka, var byggingarstjóri. Rafbogi var rafverktaki og Tröllalagnir sáu um lagnavinnu. Framkvæmdir hóf- ust í júní í fyrrasumar. Jakob segir frekari endurbætur á gömlu byggingunni fyrirhugaðar. Þá verði sundlaugargarðurinn tekinn í gegn. Breytingarnar séu liður í að auka gæðin stig af stigi. Hótelið sé nú fjórar stjörnur. Dökkir litir einkenna nýju her- bergin. Húsgögnin eru sérsmíðuð og frá Ítalíu. Svalir fylgja mörgum her- bergjum. Þau eru í ýmsum stærðar- flokkum. Meðal annars er boðið upp á svítur í tveimur flokkum og eru þær stærri 55 fermetrar. Jakob segir bókunarstöðuna í maí hafa verið svipaða og í fyrra. Nýja álman var þá ekki komin í notkun. Um 50 manns starfa nú á hótelinu en átta stöðugildi hafa bæst við í sumarbyrjun. Jakob segir aðspurður að vel líti út með bókanir frá Íslendingum. Til dæmis sé haustið orðið ágætlega bókað fyrir ráðstefnur og mannfagn- aði. Hefur ráðstefnusalurinn allur verið tekinn í gegn og endurnýjaður. Breytingar Veitingastaðurinn Hver var nýverið opnaður á hótelinu. Móttakan Hótel Örk hefur fengið nýtt yfirbragð með endurbótum. Viðbygging Nýja álman snýr til austurs. Verkinu lýkur um mánaðamótin. Ný Hótel Örk opnuð fyrir gestum  Hótelstjóri segir bókunarstöðu góða  Íslensk hönnun og ítalskar innréttingar  78 ný herbergi Morgunblaði/Arnþór Hótelstjóri Jakob Arnarson segir bókunarstöðuna líta ágætlega út. Hönnun Dökkir litir einkenna herbergin. Þau eru af ýmsum stærðum. Baðið Herbergin hafa snyrtingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.