Morgunblaðið - 08.06.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
BASE LONDON
HERRASKÓR
16.995
BASE LONDON
ST 40-46
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Ný sending af
gallabuxum
frá
MARC LAUGE
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég hafði nóterað hjá mér í mínum
málflutningspunktum að muna eftir
að leiðrétta þetta. Síðan fyrir mistök
mín ferst það
fyrir,“ segir Einar
Karl Hallvarðs-
son, ríkislögmað-
ur, um efnisatriði í
dómsmáli sem ný-
verið var leitt til
lykta í Hæsta-
rétti.
Tilefnið er
grein Kristjáns
Gunnars Valdi-
marssonar, lög-
manns og lektors við lagadeild Há-
skóla Íslands, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær. Gagnrýndi
Kristján Gunnar að ríkislögmaður
skyldi í umræddu máli hafa fullyrt að
ekkert stjórnmálasamband væri við
Máritaníu. Hæstiréttur Íslands hefði
byggt niðurstöðu sína á þessari full-
yrðingu.
Skal tekið fram að Kristján Gunnar
var ekki lögmaður í málinu.
Ætti ekki í stjórnmálasambandi
Dómsmálið (418/2017) varðaði
skattalega heimilisfesti Íslendings
sem var skipverji á hentifánaskipi við
Afríkustrendur árin 2006 til 2010. At-
riðið sem Einar Karl gleymdi að leið-
rétta varðaði sem áður segir fullyrð-
ingu um að Ísland ætti ekki í
stjórnmálasambandi við Máritaníu.
Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur. Krafðist áfrýjandi
þess aðallega að felldur yrði úr gildi
úrskurður ríkisskattstjóra frá 2016
um skattalega heimilisfesti hans og
ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi
frá árinu 2006 til og með ársins 2010.
Sagði í dómi Hæstaréttar að áfrýj-
andi hefði lagt fram vottorð til sönn-
unar á búsetu í Máritaníu árin 2006 til
2010. „Varðandi þessi gögn er þess að
gæta, sem kemur fram í úrskurði rík-
isskattstjóra 3. maí 2016 og málatil-
búnaði stefnda, að Ísland á ekki í
stjórnmálasambandi við Máritaníu
auk þess sem hvorki hafa verið gerðir
upplýsingaskipta- né tvísköttunar-
samningar milli ríkjanna. Því sé
ókleift fyrir íslensk stjórnvöld að
sannreyna umrædda staðfestingu eða
hvort hún sé gefin út af bæru stjórn-
valdi,“ sagði í dóminum.
Niðurstaðan var að umrædd gögn
gætu því ekki komið til álita til að
styðja við kröfur áfrýjanda.
Hafði samband samdægurs
Einar Karl segir spurninguna um
stjórnmálasamband ríkjanna vera
aukaatriði í málinu. Aðalatriðið sé að
ekki sé í gildi tvísköttunar- og upplýs-
ingaskiptasamningur milli Íslands og
Máritaníu „auk margra annarra at-
riða sem getið sé um í ítarlegum for-
sendum héraðsdóms sem vísað var til
í dómi Hæstaréttar“. Hann hafi kom-
ið leiðréttingu á framfæri um leið og
dómur féll.
„Ég stóð í þeirri trú að leiðréttingin
hefði komist á framfæri. Þegar ég sá
dóminn setti ég mig samdægurs í
samband við dómendur í málinu og
lögmann áfrýjanda og reyndi að leita
allra mögulegra leiða til að vinda ofan
af þessu mistökum. Það varð til þess
að ég bað um að það yrði komið á
fundi með forseta Hæstaréttar þar
sem leitað yrði leiða til að leiðrétta
þetta. Forseti Hæstiréttar ásamt mér
og lögmanni áfrýjanda funduðu síðan
um málið. Síðan hef ég ekki heyrt frá
lögmanninum. Þótt þetta hafi verið
aukaatriði þá var allt reynt til að
vinda ofan af þessu og koma því rétta
á framfæri samdægurs,“ segir Einar
Karl.
Ríkislögmaður harmar að hafa gert
mistök varðandi Máritaníu í dómsmáli
Einar Karl
Hallvarðsson
Setti sig strax
í samband við
dómarana
BOX matarmarkaður var opnaður í
Skeifunni í Reykjavík í hádeginu í
gær. Á svæðinu er fjöldinn allur af
söluaðilum sem bjóða upp á mat og
drykk. Einnig verður á svæðinu
risaskjár, tónlistaratriði og spretti-
verslanir. BOX-Skeifunni verður
opin alla fimmtudaga til sunnudaga
í sumar, frá 7. júní til 29. júlí.
Síðdegis í gær var opnunarhátíð
BOX þar sem tónlistarmennirnir
Aron Can, Herra Hnetusmjör, Egill
Spegill og DJ B–Ruff komu fram,
þá var vináttuleikur Íslands og
Gana í knattspyrnu karla sýndur á
risaskjá.
Fengu sér í gogginn á matarmarkaði
Morgunblaðið/Hari
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Reykjavíkurborg greiddi 4.183.920
kr. fyrir framleiðslu myndbanda
um Borgarlínu og Miklubraut í
stokk. Þetta
kemur fram í
svari borgar-
innar við fyrir-
spurn Mörtu
Guðjónsdóttur,
borgarfulltrúa
Sjálfstæðis-
flokksins, um
kostnað mynd-
bandanna. Vekur
Marta athygli á
því í fyrirspurn
sinni að svar hafi ekki borist fyrr
en eftir kosningar og segir hún það
athyglisvert að hér er um helstu
kosningaloforð Samfylkingar fyrir
borgarstjórnarkosningarnar að
ræða. Í svari Reykjavíkurborgar
segir að gerð myndbanda sé hluti af
nýrri nálgun við miðlun upplýsinga
hjá borginni. Kynningarmynd-
bandið um borgarlínu hafi verið
hluti af þeirri nýmiðlun og hafi ver-
ið framleitt í samráði við stjórn
SSH. Myndband um Miklubraut í
stokk hafi verið gert að frumkvæði
umhverfis- og skipulagssviðs en
samkvæmt upplýsingum frá sviðinu
var kostnaðurinn við myndbandið
3.461.000 krónur. Að lokum segir í
svarinu að gea megi ráð fyrir að í
náinni framtíð verði myndbönd not-
uð til þess að auka sýnileika og að-
gengi að upplýsingum hjá Reykja-
víkurborg.
Sakar borgarfulltrúa meiri-
hlutans um rangfærslur
Í bókun borgarráðsfulltrúa Sam-
fylkingarinnar, Bjartrar framtíðar,
Vinstri grænna og Pírata segir að
þrívíddarlíkan og myndband um
Miklubraut í stokk hafi verið unnið
fyrir umhverfis- og skipulagssvið
sem hluti af frumhönnun og athug-
un á framkvæmdinni. Segja borgar-
fulltrúarnir að slíkt hafi verið gert
með stuðningi allra flokka í borg-
arstjórn og að tillögu Sjálfstæð-
isflokksins. Marta Guðjónsdóttir
segir það vera beinlínis rang-
færslur og ósannindi að gerð mynd-
bandsins sé að beiðni fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins enda komi fram í
svari við fyrirspurn hennar að um-
hverfis- og skipulagssvið hafi átt
frumkvæði að gerð myndbandsins.
Borgin greiddi millj-
ónir fyrir myndbönd
Marta
Guðjónsdóttir
Borgarlína og Miklabraut í stokk