Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 08.06.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Úthlutun styrkja til nýsköpunar- og tækniþróunarverkefna úr Tækniþróunarsjóði hefur nú verið gerð ljós. Alls hlutu 63 verkefni styrki fyrir allt að 700 milljónum króna en umsóknir voru alls 377, sem var 17% aukning frá því í fyrra. Opinbert hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rann- sóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku at- vinnulífi. Tækniþróunarsjóður fell- ur undir nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamálaráðuneytið og er upp- hæð styrkja u.þ.b. 2,3 milljarðar á ári, í formi opinbers fjár og hreinna styrkja. Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur er stjórnar- formaður Tækniþróunarsjóðs en hún býr að áratugareynslu á al- þjóðavettvangi, ásamt því að hafa sinnt ýmsum stjórnarstörfum á Ís- landi tengdum þróunar- og ný- sköpunarverkefnum. Hrund segir hlutverk sjóðsins gífurlega mikil- vægt og ljóst að styrkir sem þess- ir eigi sinn þátt í fjölbreyttara at- vinnulífi hér á landi. „Við sjáum að styrkir Tækniþróunarsjóðs stuðla í raun að stórbættri sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og rannsóknarstofnana. Þetta sýni nýtt áhrifamat á styrkjum Tækni- þróunarsjóðs, unnið af Rann- sóknarmiðstöð um nýsköpun og al- þjóðaviðskipti í Háskóla Íslands. Þar komast skýrsluhöfundar m.a. að því að styrkirnir skila sér í áþreifanlegum auði í formi auk- innar þekkingar, sjálfbærni í ný- sköpun, fjölgun starfa til lengri og skemmri tíma, aukins útflutnings, eflingu tengslanets og aðgengiað fjármagni, bæði innanlands og er- lendis.“ Verkefnin öðlast meira vægi Þau fyrirtæki og verkefni sem sækja um styrk hjá sjóðnum eru metin eftir þrepum út frá stærð verkefnis og á hvaða stigi hug- myndin er. Fór Tækniþróunar- sjóður í gegnum kröftuga stefnu- mótun nýverið, í víðtæku samráði við atvinnulífið og samstarfsaðila og var styrkjakerfið aðlagað sam- kvæmt því. Hrund segir aðkomu Tækniþróunarsjóðs að nýsköp- unarverkefnum á öllum stigum hafa gífurlega þýðingu fyrir þau, tengslanet þeirra stækki mikið í kjölfarið og þeim opnist nýjar dyr. „Nýlegt mat og reynsla okkar sýnir að með styrkveitingum öðl- ast þessi verkefni meira vægi, eru gjarnan betur í stakk búin til að nálgast fjárfestingarsjóði hér- lendis og erlendis, og sýnir reynsl- an einnig að verkefni sem fá þessa styrki standa sig vel í alþjóðlegri samkeppni, t.d. Horizon 2020- sjóðnum, en íslensk fyrirtæki hafa dregið til landsins 1,5 milljarða króna bara frá þeim samkeppnis- sjóði. Það er frábær árangur og mjög hátt árangurshlutfall. Þetta getur því munað öllu fyrir þessi verkefni og þetta er eins konar trampólín fyrir íslenskt nýsköp- unarumhverfi.“ Þá sýndi áhrifa- mat fyrir árin 2009-2013 að verk- efnin sem hlutu styrk juku hlut- deild ungs fólks og kvenna í nýsköpun og ný störf sköpuðust í 70% tilfella. Gott samstarf lykilatriði Fyrirtækin sem hljóta styrk eru valin af fagráði sem samanstendur af fulltrúum af öllum sviðum at- vinnulífsins og þurfa að vera kom- in á þann stað að þau hafi burði til að vaxa og eiga möguleika á tekjum og vexti innanlands eða ut- anlands. „Þá skiptir nýnæmi auð- vitað miklu máli í þessu samhengi og við lítum líka til ávinnings sem hefur umhverfislegt eða sam- félagslegt vægi,“ segir Hrund. „Þá er nauðsynlegt að samstarf sé til staðar milli t.d. rannsóknarstofn- ana og fyrirtækja, eða aðila sem hafa burði til að láta verkefnið verða að veruleika.“ Þau verkefni sem hlotið hafa styrk undanfarin ár hafa tengst ýmist nýtingu sjávarafurðalíftækni og heil- brigðistækni eða menningu og af- þreyingu svo dæmi séu nefnd. Brúa bil milli háskóla og atvinnulífs Hrund segir ljóst að Íslendingar standi sig vel í að gera rannsóknir og birta ritrýndar greinar en skort hefur upp á að hagnýta þessa þekkingu í atvinnulífinu. Nauðsynlegt sé hinsvegar að brúa bilið milli atvinnulífs og háskól- anna: „Við byrjuðum á nýjum styrkjaflokki, Hagnýtum rann- sóknarverkefnum, til að brúa þetta bil. Í kjölfarið sjáum við ólíklegustu tengingar milli greina og sviða, og það er það sem skap- ar svo frumlega hugsun.“ Gróska í góðærinu Þá er gott að hafa til hliðsjónar efnahagsaðstæður hverju sinni þegar nýsköpun á í hlut. „Reynsl- an hefur sýnt okkur að þegar stöðugleiki ríkir í efnahagslífinu og svokallað góðæri ríkir í sam- félaginu dregur úr styrk- umsóknum eða þær standa í stað. Nú sjáum við hinsvegar að um- sóknum fer sífellt fjölgandi og at- vinnulífið einkennist af nýsköpun á flestum sviðum.“ Spurð hverju það sætir á þessum tímapunkti segir Hrund hugarfarsbreytingu hafa átt sér stað í samfélaginu: „Í fyrsta lagi höfum við verið dug- legri við að kynna okkur út á við og fleiri vita af okkur. Í öðru lagi held ég að við höfum öll áttað okkur á því að hagkerfið er byggt á hugviti og hlúa þarf að nýsköp- unargreininni til að hún eflist enn frekar.“ Hrund telur gróskuna mega rekja til þess að Íslendingar hafi öðlast aukið sjálfstraust með reynslunni í gegnum árin og séu orðnir vel samkeppnishæfir um stærri styrki í öðrum löndum. Íslendingar samkeppnishæfir Ef horft er til stöðu Íslands er varðar nýsköpun og þróun utan landsteinana eru Íslendingar að koma vel út. „Við erum hlutfalls- lega að komast lengst inn af öðr- um þjóðum hjá samkeppnissjóðum utan landsteinanna, og langflest þeirra fyrirtækjahafa fengið styrki hjá Tækniþróunarsjóði, sem þýðir að þau fá góða þjálfun innan okkar vébanda og verkefnið stend- ur vel undir sér.“ Skilgreining Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á nýsköpun felur í sér verkefni sem stefna á alþjóðamarkað og hefur Tækniframfarasjóður horft sér- staklega til þess. Segir Hrund að slík nýsköpun geti krafist langs tíma og mikils fjármagns. „Þess vegna skiptir máli að við sjáum í áhrifamatinu okkar að styrkirnir hafi hjálpað fyrirtækjunum að öðl- ast fjármagn og nælt sér í sam- starf erlendis, ásamt því að bæta samkeppnisstöðu sína á alþjóða- markaði. Þetta eru atriði sem gefa okkur þá tilfinningu að styrkirnir hafi mjög mikilvæg áhrif.“ Nýsköpunarumhverfi í mótun Íslenskt fjárfestingakerfi er í einskonar þroskaferli, margt þarf að efla en margt jákvætt hefur gerst síðustu árin. Telur Hrund umhverfið vera að þroskast í rétta átt. „Maður verður að hugsa um opinbera styrki sem þolinmótt fjármagn á meðan hugmynd eða rannsókn verður að veruleika, en svo er það fjárfestingasjóða eða annarra fjárfesta að koma inn og taka við taumunum þegar það á við. Við erum því að búa til ágætt kerfi fyrir þá sem þurfa þessa inn- spýtingu.“ Þá sé ljóst að meðbyr sé með nýsköpun innan stjórnkerfisins og að flestir hafi nú kveikt á mik- ilvægi nýsköpunar innan allra greina. „Til dæmis sjáum við mikla áherslu á nýsköpunarmálin í stjórnarsáttmálanum og aukna áherslu á stofnumhverfi nýsköp- unar. Þar kemur Tækniþróunar- sjóður sterkur inn og er í raun burðareining í nýsköpun sem kannski of fáir vita af.“ Enn frem- ur er nauðsynlegt að stjórnsýslan og opinberar stofnanir haldist í hendur við taktinn í atvinnulífinu. Í alþjóðlegu samhengi segir Hrund margar uppgötvanir í tækniþróun komnar fram úr lög- um og reglum sem geti haft mjög neikvæðar afleiðingar en stundum sé aðeins um formsatriði að ræða sem þurfi að vinna í og laga. „Þetta eru merki um það að komnir eru brestir í kerfið vegna þess að tækniþróun og nýsköpun vex oft á tíðum hraðar en opinber stjórnsýsla og stofnanir. Þetta undirstrikar enn og aftur mikil- vægi þverfaglegrar samvinnu, samtals og samstarfs hins opin- bera og atvinnulífsins.“ „Hagkerfið er byggt á hugviti“  Fjölgun styrkjaumsókna í Tækniþróunarsjóð í ár  Styrkjaumhverfi er mikilvægt atvinnulífi  Gróska í nýsköpun þrátt fyrir góðæri  Mikilvægt að nýsköpun og stjórnsýsla haldist í hendur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýsköpun í sókn Umsóknum um styrki til Tækniframfarasjóðs fjölgaði í ár. Styrkjafé úr sjóðnum nemur 2,3 millj- örðum árlega. Gróska er í nýsköpun á öllum sviðum að mati Hrundar Gunnsteinsdóttur þróunarfræðings. Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Vanni umgjörð kr. 27.900,- Vanni umgjarðir eru hágæða ítölsk hönnun. Handsmíði fagmanna með áratuga kunnáttu og þekkingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.