Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 15

Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 15
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 ÁÆTLANIR AIG UM ENDURSKIPULAGNINGU VEGNA BREXIT Sem svar við ákvörðun Bretlands um að ganga úr Evrópusambandinu (ESB) (sem gengur undir nafninu “Brexit”), mun AIG Europe Limited (AEL) endurskipuleggja starfsemi sína til að tryggja að til staðar sé hið allra besta skipulag til að þjóna vátryggingatökum og kröfuhöfum innan Bretlands og um alla Evrópu eftir Brexit. Hvað breytist hjá AIG? Við áætlum að framselja tryggingastarfsemi okkar í Bretlandi til okkar nýja tryggingafyrirtækis, American International Group UK Limited (AIG UK), og evrópska starfsemi okkar til nýs evrópsks tryggingafyrirtækis í Lúxemborg, AIG Europe SA (AIG Europe). Bæði AIG UK og AIG Europe eru hluti af AIG samstæðunni. Endurskipulagningin felur í sér framsalsáætlanir fyrir starfsemina samkvæmt kafla VII breskra laga um fjármálaþjónustu og markaði frá árinu 2000 og samruna yfir landamæri sem fellur undir viðeigandi reglugerði innan Bretlands og Lúxemborg sem framfylgja evrópskum reglum um samruna yfir landamæri fyrirtækja sem eru eignarhaldsfélög. Flutningurinn fellur undir nauðsynlegt lagalegt og reglugerðarbundið samþykki, þ.m.t. frá eftirlitsaðilum í Bretlandi (the Prudential Regulation Authority (PRA) og the Financial Conduct Authority (FCA)), frá eftirlitsaðilum í Lúxemborg (the Commissariat aux Assurances (CAA)) og frá yfirrétti Englands og Wales (High Court). Málið verður tekið fyrir í yfirrétti í október 2018 þar sem rétturinn mun fara yfir áætlanir okkar um endurskipulagningu. Hvað þýðir þetta fyrir þig Hagsmunir tryggingataka og annarra hluthafa eru verndaðir af nákvæmu yfirlitsferli. Í því felst m.a.: (i) útnefning óháðs sérfræðings sem mun koma fyrir yfirréttinn og gefa óháð álit sitt á líklegum afleiðingum endurskipulagningarinnar; (ii) náin samvinna með eftirlitsaðilum - PRA, FCA og CAA um endurskipulagninguna; (iii) krafan um að yfirréttur samþykki endurskipulagninguna; og (iv) möguleiki allra þeirra aðila sem hafa áhuga á því að mótmæla eða láta áhyggjur sínar í ljósi annað hvort til okkar eða til yfirréttar. Tryggingar sem veita tryggingavernd í öðrum EES-löndum munu flytjast til AIG Europe. Endurskipulagningin mun ekki hafa nein áhrif á þá tryggingavernd sem núgildandi tryggingar veita né á það hvernig tryggingunum er stjórnað. Skuldbindingar AEL gagnvart tryggingatökum og öðrum hluthöfum munu ekki breytast vegna endurskipulagningar. Almennt, verða tryggingar sem fluttar eru til AIG Europe ekki lengur njóta verndar skv. Financial Services Compensation Scheme sem gildir innan Bretlands, en óháði sérfræðingurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að tryggingatakar verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vegna framsalsins. Yfirrétturinn mun einungis samþykkja endurskipulagninguna ef hann telur hana viðeigandi í öllum tilvikum. Ef endurskipulagningin er samþykkt af yfirrétti er áætlað að hún taki gildi þann 1. desember 2018. Fá nánari upplýsingar Tryggingatakar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða vegna þessa, en ef þú vilt fá frekari upplýsingar eða vilt koma með athugasemd eða taka þátt í réttarhaldinu, vinsamlegast heimsæktu heimasíðu okkar: www.aig.com/brexit. Umferð um hringveg landsins held- ur áfram að aukast þó að verulega hafi hægt á aukningunni miðað við síðustu ár. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar en aukning í umferð frá áramótum er 5,6% miðað við sama tímabil í fyrra. Ef að líkum lætur verður umferðaraukning um 3,5% á þessu ári en það er talsvert minni aukning en undanfarin ár. Á síðasta ári hafði umferð aukist um 11,3% í maí mánuði en árið þar áður hafði aukning verið 16,1%. Verður því að telja nokkuð ljóst að þrátt fyrir aukningu í ár hafi hægt mikið á henni og er búist við að þessi þróun haldi áfram. Staður og stund Frá áramótum hefur umferðar- aukning verið langsamlega mest á Suðurlandi, 11%, en minnst á Vesturlandi, 4%. Samdráttur mælist í umferð á sunnudögum en í ár hefur verið ekið um 2,6% minna á sunnudögum en í fyrra. Á mánudögum hefur umferðar- aukning mælst mest, 10,4%. Mest er ekið á föstudögum en eins og áður segir er minnst ekið á sunnudögum. Líkt og síðustu ár haldast vísitala umferðar og vísitala hagvaxtar í landinu nokkuð fast í hendur. Allt stefnir í að júlí verði mesti ferðamán- uður landsmanna eins og venja er. teitur@mbl.is Hægt hefur á um- ferðaraukningu  Umferðaraukning er um helmingi minni í ár en var í fyrra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Langferðabíll Sífellt hægir á um- ferðaraukningu á hringveginum. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við erum búnar að vinna málið á fyrstu tveimur dómsstigum,“ segir Kristrún Stefánsdóttir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrir ári um baráttu hennar fyrir að fá sig skráða sem foreldri dóttur sinnar og Ingu Óskar Pétursdóttur, í Sví- þjóð. Saga málsins er að Inga Ósk fæddi dóttur þeirra haustið 2012 eftir að þær leituðu til Art Medica. Eftir að fjölskyldan flutti til Sví- þjóðar fengust þau svör að ekki væri hægt að skrá Kristrúnu sem foreldri dótturinnar hjá Skatte- verket, sem sinnir m.a. skráningum á borð við Þjóðskrá Íslands. Krist- rún og Inga Ósk eru giftar og skráðar foreldrar dóttur sinnar á Íslandi. Þær eru allar íslenskir rík- isborgarar, og kom svarið þeim í opna skjöldu. „Eina leiðin hefði verið langt og strangt umsóknarferli þar sem ég hefði þurft að undirgangast mats- ferli eða þá ættleiðing. Það hefði t.d. sett mig í þá stöðu að verða að ætt- leiða dóttur mína,“ segir Kristrún, en þær hjónin vildu alls ekki sætta sig við þessar leiðir og töldu sér mismunað. Hún segist þekkja til tilfella þar sem einstaka starfsmenn skráning- arstofunnar hafi „beygt reglurnar“ af samúð með aðstæðum fólksins, en réttindi foreldra og barna eigi ekki að þurfa að velta á slíku. Kurr vegna málsins í Svíþjóð Málið hefur vakið athygli á sam- félagsmiðlum í Svíþjóð að hennar sögn, m.a. hafi samtök samkyn- hneigðra í Svíþjóð sett sig í sam- band við þau og boðið þeim lög- fræðilega aðstoð sem þær þáðu. Margir aðfluttir samkynja for- eldrar í Svíþjóð séu í svipaðri stöðu og fjölskyldan. Þær áfrýjuðu ákvörðuninni til úrskurðarnefndar, en fengu aftur synjun og ákváðu því að fara með málið fyrir stjórnsýslu- dómstólinn (s. Förvaltningsrätten) í Jönköping, en hann dæmdi fjöl- skyldunni í hag. „En Skatteverket áfrýjaði til Landsréttar (s. Kammerrätten) sem ákvað að málið yrði tekið þar fyrir og dæmdi okkur aftur í hag,“ segir Kristrún. Hún kveður sig gruna að Skatteverket hafi viljað með áfrýj- uninni fá fram skýra niðurstöðu varðandi meðferð sambærilegra mála í framtíðinni. Óljóst sé enn um áhrif dómsins á réttindi sænskra ríkisborgara, en niðurstaða dómsins gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðflutta með svipaða sögu og þær. Um rökstuðning dómsins segir Kristrún hann hafa m.a. komist að þeirri niðurstöðu að um mismunun á grundvelli kyns væri að ræða og brot á réttindum barnsins til beggja foreldra sinna skv. barnasáttmálum. „Fólk hefur mjög hátt um svona hluti í Svíþjóð, það er mikið að breytast. Ef þetta verður fordæmi, þá gæti það orðið skref í átt að frek- ari breytingum til bóta fyrir al- menning,“ segir Kristrún og segir um framhaldið: „Nú hefur Skatte- verket þrjár vikur til að áfrýja til Hæstaréttar Svíþjóðar, en lögmað- ur okkar hefur efasemdir um að það verði gert þar sem áfrýjanir þeirra hafa nú þegar tapast á tveimur dómsstigum,“ en hún kveðst bjart- sýn á að hægt verði að ljúka skrán- ingunni að áfrýjunarfrestinum liðn- um, verði málinu ekki áfrýjað til Hæstaréttar innan hans. Lögðu sænskt skrif- ræðisbákn fyrir dómi  Gæti haft áhrif fyrir samkynja pör í Svíþjóð í framtíðinni Morgunblaði/Arnþór Fjölskyldan Inga Ósk Pétursdóttir og Kristrún Stefánsdóttir með dóttur sinni sem er að verða sex ára í haust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.