Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 17

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 Skapaðu þinn eigin stíl með Edge skápaeiningunum frá Hammel. Ótal möguleikar á uppröðun og útfærslum. Þú velur hvort þú hengir skápana upp á vegg eða setur fætur undir. Dönsk hönnun og framleiðsla. Ellefu konur og sex karlar sitja í nýrri ríkisstjórn sósíalista á Spáni sem tók við völdum í gær. Aldrei hafa verið fleiri konur í ríkisstjórn Spánar og aðeins ein ríkisstjórn í Evrópu, sú sænska, hefur fleiri konur innanborðs, eða 12 talsins. Hin nýja ríkisstjórn er sú ríkisstjórn sem hefur fæsta þingmenn á bak við sig, 84 af 350, frá því lýðræði var tekið upp í landinu að nýju árið 1970. Á myndinni að ofan tekur Nadia Calvinu, nýr efna- hagsráðherra, við ráðherraembættinu af forvera sínum, Roman Escolano, með hefðbundnum og tákn- rænum hætti. AFP Aldrei fleiri konur verið ráðherrar Ný ríkisstjórn Spánar tók við völdum í gær Þingmenn stjórnarandstöð- unnar í Gvate- mala hafa farið fram á að Sergio Cabañas, yfir- manni almanna- varna í landinu, verði sagt upp störfum. Telja þeir að hann hafi vanrækt skyldur sínar og varað of seint við hættu af eldgosi í eldfjallinu Fúegó sem byrjaði að gjósa á sunnudag. Minnst 99 létust í eldgosinu og 200 er enn saknað. Borin hafa verið kennsl á 25 hinna látnu. 3.000 íbúar þorpa við fjallsræt- urnar þurftu að yfirgefa heimili sín, en Cabañas er sakaður um að hafa gefið óskýr fyrirmæli um rýmingu hættusvæða við eldfjallið. Enn fremur að fyrirmælin hafi verið send út of seint. Forsvarsmenn jarðvísindastofn- unar Gvatemala hafa borið af sér sakir og sagst hafa gefið út við- vörun með miklum fyrirvara. Al- mannavarnir hljóti að vera ábyrgar enda hafi ráðamenn þar hunsað viðvaranir vísindamannanna. Almannavarnir hafi varað of seint við eldgosi í Fúegó Leit Hjálparsveitar- maður við Fúegó. Tíu létust þegar lítil flugvél fórst í Kenía. Flak henn- ar fannst í miðju landinu í gær, en hennar hafði þá verið saknað í tvo daga. Enginn lifði af. Veðurskilyrði í Kenía hafa verið slæm undanfarna daga, víða mikil þoka og úrkoma. Hamlaði þetta leitinni. Vélin var rekin af flugfélaginu East African Safari Air Express og hóf sig á loft frá bænum Kitale á þriðjudag. Förinni var heitið til höfuðborgarinnar Naíróbí. Til stóð að vélin lenti á alþjóðaflugvellinum í Naíróbí en hún hvarf af ratsjám 80 mínútum eftir flugtak í Kitale. Forseti landsins, Uhuru Kenyatta, vottaði fjölskyldum hinna látnu virð- ingu sína og bauð þeim alla aðstoð ríkisins sem möguleg er. 130 þúsund flugfélar taka á loft og lenda í Kenía á hverju ári og eru 35 flugfélög starfandi í landinu. Alþjóða- flugsamgöngustofnunin (IATA) met- ur flugsamgönguinnviði í Keníu sem þá sjöttu bestu í Afríku með tilliti til gæða. Tíu látnir eftir flugslys í Kenía Uhuru Kenyatta Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Spenna er í loftinu fyrir fund G7- ríkjanna í Kanada á föstudag og haft hefur verið á orði að nákvæmara heiti væri G6+1 vegna óvinsælda Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Meðal deiluefna í hópnum er upp- sögn kjarnorkusamkomulags við Ír- an og nýlegir innflutningstollar Trump. Þá hefur verið bent á fjölda smærri mála þar sem forsetinn hefur gengið fram af leiðtogum hinna ríkjanna. Shinzo Abe, forsætisráð- herra Japan, átti fund með Trump í Hvíta húsinu í gær og er samband þeirra talið einna best af leiðtogum G7-ríkjanna. Sagður hafa móðgað Trudeau Á síðasta ári sendi Trump Theresu May, forsætisráðherra Breta, pillu þegar hún hafði gagnrýnt færslu hans með and-múslímskum mynd- böndum á Twitter. Sagði Trump að hún ætti að „einbeita sér að íslömsk- um hryðjuverkahópum heima fyrir“. Nýlega er Trump er sagður hafa móðgað Justin Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, í símtali með um- mælum um að kanadískir hermenn hefðu lagt eld að Hvíta húsinu árið 1812 og að illa hefði farið fyrir þeim. Hið rétta er að Bretar voru að verki. Hefur Trudeau einnig sagt að inn- flutningstollar séu móðgun við kan- adíska hermenn sem látist hafi við hlið Bandaríkjamanna í stríði. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur sagt að Evrópuríki þurfi að taka örlög sín í eigin hendur, nú þegar Trump sé kominn til valda. Samskipti leiðtoganna á fundi þeirra í Washington í apríl voru af grein- endum talin stirð og köld. Vík milli vina í G7-hópnum  Trump hefur bakað sér óvinsældir AFP Leiðtogar Trump og Abe á fundi sínum í Hvíta húsinu í gær. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Rakhmat Akilov, 40 ára gamall hælisleitandi frá Úsbekistan, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi í Sví- þjóð fyrir hryðjuverkaárás. Var hann dæmdur fyrir fimm manndráp af ásetningi og 119 tilraunir til manndrápa með því að keyra sendi- ferðabíl á ógnarhraða niður Drottn- ingargötu í Stokkhólmi í apríl í fyrra. Ætlan hans að lokum var að fremja sjálfsvíg og deyja píslar- vættisdauða. Sprengjubúnaður úr gaskútum og nöglum sem Akilov hafði sjálfur úbtbúið og haft í bílnum virkaði ekki sem skyldi. Meðal-lífstíðarfangelsi í Svíþjóð er 16 ár og hefur enginn setið lengur í fangelsi þar en í 34 ár. Samkvæmt dóminum verður Akilov vísað úr landi eftir afplánun. Vildi deyða sem flesta Akilov var handsamaður nokkrum klukkustundum eftir árásina og ját- aði fljótlega í yfirheyrslum að hafa framið verkið. Í dómsorði er hann sagður hafa framið verknaðinn með þann ásetn- ing að deyða eins marga og hann mögulega gæti. Í réttarhöldunum sýndi hann enga iðrun fyrir dómstól- um og er sagður hafa starað tómlega út í loftið, jafnvel þegar blóðugar myndir og myndbönd af árásinni voru sýnd í réttarsalnum. Kvaðst hann hafa heitið hryðju- verkasamtökunum Íslamska ríkinu hollustu sinni og að samtökin hefðu gefið honum „grænt ljós“ til að fremja sjálfsvígsárás í Stokkhólmi. Hryðjuverkasamtökin hafa þó aldrei lýst yfir ábyrgð á voðaverkunum. Lífstíðardómur fyrir hryðjuverk  Dæmdur fyrir voðaverk á Drottningargötu í Stokkhólmi  5 manndráp og 119 manndrápstilraunir  Sýndi enga iðrun fyrir dómstólum  Fór huldu höfði í Svíþjóð eftir að umsókn um hæli var hafnað Að sögn yfirvalda í Svíþjóð var til- gangurinn með árásinni að neyða Svíþjóð til að hætta þátttöku í alþjóð- legri herför gegn Íslamska ríkinu og valda skelfingu hjá sænsku þjóðinni. Akilov, sem er fjögurra barna fað- ir, kom til Svíþjóðar árið 2014, en kona hans og börn urðu eftir í Ús- bekistan. Þegar umsókn hans um hæli var hafnað fór hann huldu höfði í Svíþjóð og hafa yfirvöld verið harð- lega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft hendur í hári hans. Stjórnvöld hafa nú komið á fót auknu eftirliti í þessa veru. AFP Dómur Niðurstöðu dómsins dreift til fréttamanna eftir uppkvaðningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.