Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær fregnirbárust í gærað banda- ríska utanríkis- ráðuneytið hefði þurft að flytja suma af sendiráðsstarfs- mönnum sínum frá sendiskrifstofu sinni í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína. Ástæðan var sú að starfsmennirnir voru farn- ir að finna fyrir óþægindum sem sneru að hljóðum og minntu ein- kenni þeirra helst á þau sem sendiráðsstarfsmenn Banda- ríkjanna á Kúbu hafa sagst hafa orðið fyrir á síðustu misserum. Á Kúbu hafa minnst 24 sendi- starfsmenn eða meðlimir fjöl- skyldna þeirra orðið fyrir skaða vegna þessa hljóðáreitis sem svo er lýst og hefur einkennunum meðal annars verið líkt við að fólkið hafi fengið heilahristing án þess að nokkur skýring feng- ist á honum. Reynist þessi lýsing rétt er um grafalvarlegt mál að ræða. Friðhelgi sendiráðsstarfsmanna er ein af grundvallarreglum al- þjóðasamskipta. Í ágætri grein Finns Magnússonar hæsta- réttarlögmanns í Viðskipta- mogganum í gær var fjallað um þetta og bent á að ríki leggi „sig fram um að virða meginreglur Vínarsamningsins um stjórn- málasamband frá 1961 enda ljóst að ef þau brjóta gegn ákvæðum samn- ingsins þá er ekki sjálfgefið að sendi- erindrekar þeirra njóti sömu réttinda á erlendri grundu“. Komi í ljós að þarna hafi erlent ríki ráð- ist beint að skiln- ingarvitum sendierindreka með áreiti verður slíkt væntanlega ekki látið óátalið. Fyrir sitt leyti hafa bæði gistiríkin, Kúba og Kína, neitað því að þau beri nokkra sök í mál- inu, en Bandaríkjamenn töldu það ekki trúverðugt í tilfelli Kúbu og vísuðu 15 sendistarfs- mönnum þeirra úr landi vegna málsins á síðasta ári. Enn er þó margt óupplýst um þessar árás- ir og hugsanlega ástæðu þeirra. Sú spurning hefur vaknað vestanhafs hvort að þessi atvik tengist þeim viðkvæmu að- stæðum sem nú ríkja á milli Kín- verja og Bandaríkjamanna varð- andi viðskipti, Suður-Kínahaf og Kóreudeiluna. Það gæti þó varla verið annað en dómgreindar- skortur á hæsta stigi ef það reyndist rétt að Kínverjar væru að reyna að ná yfirhöndinni gagnvart Bandaríkjunum með aðferðum sem minna einna helst á lélega njósnareyfara. Að sama skapi er brýnt að komist verði sem fyrst að rótum þessara „árása“ svo hægt verði að koma í veg fyrir þær í framtíðinni. Komast þarf til botns í hvort „hljóð- árásir“ á Kúbu og í Kína eiga við rök að styðjast} Ráðgáta breiðist út Hvort sem þaðer vitandi vits eða lýtur leiðsögn undirvitundarinnar þá er fullyrt að manneskjan sé sú dýrategund sem sé uppteknust af því að elta hamingjuna uppi. Sam- kvæmt endalausum viðtölum telja margir sig hafa iðulega náð í skottið á henni. Því er lýst með tungutaki nútímans sem kann svo að verða ríkjandi um aldir: „Ég er svo ótrúlega ham- ingjusöm eða svo ofboðslega hamingjusamur að það er svo ótrúlega ofboðslega ótrúlegt.“ Sem er gaman að heyra. Í gær birti háskóli í Valencia á Spáni ítarlega rannsókn á því hvaða þjóðir Evrópu væru ham- ingjusamastar samkvæmt vís- indalegum mælikvarða. Var tekið fram að könnun skólans væri með mun öruggari vís- indalegar undirstöður en fyrri kannanir annarra um efnið, enda byggt á aðgengilegum og sambærilegum opinberum hag- talnagrunni. Þrettán ham- ingjusömustu þjóðir í Evrópu voru gefnar upp og miðað við 100 sem hina taumlausu og endanlegu hamingju (ekki orða- lag vísindamann- anna). Þau ríki sem mældust með 50 stig af hundrað eða meir töldust í hópi hinna hamingjusömustu. Þær voru: 13) Portúgal 50 stig 12) Lettland 51 stig 11) Litháen 58 stig 10) Króatía 60 stig 9) Slóvenía 61 stig 8) Kýpur 62 stig 7) Tékkland 63 stig 6) Spánn 63 stig 5) Frakkland 66 4) Bretland 69 3) Austurríki 74 2) Svíþjóð 76 1) Ísland 76 Útbreitt breskt blað taldi að þessi „úrslit“ yrðu augljóslega áfall fyrir Merkel kanslara. Auðvitað af þeirri ástæðu að forystuland álfunnar kæmist ekki á blað yfir hamingjusöm- ustu þjóðir þar. Og svo hitt að þrjár af fjórum hamingjusöm- ustu þjóðum Evrópu væru ekki með evru. Það gæti varla verið tilviljun. En kannski hefur Ítalía höndlað hamingjuna næst þeg- ar vísindamenn mæla hana. Hamingjusamasta þjóðin eftir „hrun“} Hamingjukeppni hentar betur en söngvakeppni U m þessar mundir ganga glaðir stúdentar út í lífið fullir tilhlökk- unar eftir fjölda ára í námi. Þeirra bíður nú að taka ákvörðun um hvort leggja eigi stund á frekara nám, hvort tími sé kominn til að sækja út á vinnumarkaðinn af fullum krafti eða jafnvel leggja land undir fót, fá reynslu og upplifun úr öðrum menningarheimum. Flest ungt fólk er að eðlisfari bjartsýnt. Það hefur væntingar um framtíðina, að það fái að njóta góðra lífskjara og því bjóðist tækifæri á vinnumarkaði þar sem þau geta nýtt menntun sína, virkjað hæfileika, metnað og áhuga. Ungt fólk á að gera ríkar kröfur til okkar sem sitjum á Alþingi. Við þurfum að tryggja frjóan jarðveg til framtíðar og að valfrelsi til orða og at- hafna sé tryggt. Það er stórt verkefni að marka stefnu um hvernig við búum ungt fólk undir það að mæta kröfum framtíðarinnar. Háskólamenntuðum ein- staklingum hefur fjölgað hratt en á sama tíma þarf sér- hæfðum störfum að fjölga bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði svo að ábati menntunarinnar minnki ekki. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að skapa störf, en það er hlutverk stjórnvalda að haga málum þannig að um- gjörðin hér á landi ýti undir að hugvit og nýsköpunar- starfsemi blómstri. Það eru gömul sannindi og ný að frum- kvöðullinn er drifkraftur framfara og bættra lífskjara. Hann kemur auga á tækifærin, býður upp á nýja vöru og þjónustu, skapar ný störf og eykur þannig lífsgæði sam- ferðamanna sinna. Sprotafyrirtæki eru aflvakar framfara og breytinga. Þau mynda farveg frjórrar hugsunar og nýrra aðferða. Menntakerfið þarf að mæta kröfum framtíðar og ýta þannig undir sjálfstæði og hugsunarhátt frumkvöðla. Það er ein skylda stjórnmálamanna að tryggja að ríkisvaldið setji ekki bönd á ungt framtakssamt fólk. Á þetta leggur ríkis- stjórnin mikla áherslu, meðal annars með af- námi þaks á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar. Með því hættum við að senda þau skilaboð að nýsköpun eigi sér einungis stað í litlum fyrirtækjum, hugvit og nýsköpun á sér jafn mikilvægan sess í stærri og rótsettum fyrirtækjum. Nú er einnig verið að setja á fót starfshóp um nýsköpunarstefnu með það að markmiði að efla nýsköpun í opinberum rekstri og ein- falda regluverk. Það mun meðal annars hjálpa til við eflingu innviða sem verða sífellt dýrari ef aldrei er horft til meiri hagkvæmni í rekstri. Með þessu erum við að stíga mikilvæg skref til að bæta enn frekar lífskjör almennings, byggja upp fjölbreyttara samfélag, með sérhæfðum störfum. Við erum að byggja upp samfélag fjölbreytileikans til að tryggja ungu fólki val- frelsi og góð lífskjör. Við erum með öðrum orðum að sinna því verkefni sem okkur er falið, að móta jarðveginn þannig að ungt fólk geti horft með björtum augum til framtíðar. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Að ganga inn í framtíðina Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjöldi farþega um Kefla-víkurflugvöll í maímánuðivar meiri en gert hafðiverið ráð fyrir, að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar ferðamálastjóra. Hann segir að nú sé stóra spurningin hvað gerist í ferða- þjónustunni á næstu mánuðum og hvort samdráttur verði í júlí og ágúst eins og spár Isavia hafi gert ráð fyrir. Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkur- flugvöll í maí voru um 165 þús- und talsins sam- kvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia í Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar, eða um 19.200 fleiri en í maí á síðasta ári. Fjölgunin nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlutfallsleg aukning en aðra mánuði þessa árs. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár. Aukningin í maí hefur verið að jafnaði 25,6% milli ára síðastliðin fimm ár. Sérstakur mánuður Skarphéðinn segir að fara þurfi varlega í að draga ályktanir út frá einum mánuði og taka þurfi lengri tíma til þess að geta áttað sig á þró- uninni. Maímánuður hafi alltaf verið sérstakur mánuður í ferðaþjónustu, millimánuður á milli vors og sumars. Á tímabili hafi fjölgun ferða- manna hérlendis verið það mikil að fólk hafi tæpast sætt sig við annað en aukningu upp á tveggja stafa tölu í hverjum mánuði. Það sé hins vegar aukning sem í raun sé ekki eðlileg nema í mjög stuttan tíma og í sjálfu sér ekki gott fyrirkomulag hvort sem er í rekstri þjóðfélags eða fyrirtækis. „Ef spár um fækkun ferðafólks í júlí og ágúst ganga eftir yrði það af- ar óheppilegt,“ segir Skarphéðinn. „Þetta eru stærstu og mikilvægustu mánuðirnir fyrir ferðaþjónustuna al- mennt í landinu. Samdráttur í júlí og ágúst þegar verð er til dæmis hæst fyrir gistingu og líklegast er að ferðamenn skili sér út á land getur haft nokkur áhrif á greinina. Heildarfjöldi sæta inn og út úr landinu sem í boði er í ár er meiri en var á síðasta ári og þetta á örugglega við um júlí og ágúst. Það sem hefur hins vegar breyst er að íslensku flug- félögin bjóða stærri hluta af sæt- unum í tengiflug heldur en áður og þá minna hlutfall í að sinna ferða- þjónustunni til landsins eða ferðalög- um Íslendinga til útlanda.“ Óvarlegt að álykta út frá bókunum Spurður hvort hann hafi upplýs- ingar um bókanir á næstu mánuðum segir Skarphéðinn að óvarlegt sé að draga miklar ályktanir út frá þeim. Bókunarfyrirvari sé að styttast al- mennt í heiminum og stöðugt stærri hluti ferðaþjónustunnar sé að færast úr því að vera sala í hópferðir á veg- um ferðaskrifstofa í að vera ein- staklingsferðir. Þannig komi ¾ ferðamanna til landsins á eigin vegum. Þetta sé ekki endilega góð þró- un fyrir innlenda ferðaþjónustu því bókunarsíður taki frá 15% og upp í 35% fyrir þjónustu sína. Spurningin sé meðal annars um hvort sala til ferðamanna á eigin vegum vegi upp samdrátt í skipulögðum hópferðum. Á heimasíðu Ferðamálastofu kemur fram að dregið hefur úr aukn- ingu frá öllum mörkuðum fyrstu mánuði ársins í samanburði við fyrri ár. Norðurlandabúar standa í stað, Bretum fækkar um 6%, Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgar um 7% og fjölgun frá stærsta markaðs- svæðinu, N-Ameríku, var 2%. Óheppilegt verði sam- dráttur í júlí og ágúst Tólf fjölmennustu í maí 51.608 11.921 10.651 9.581 8.890 8.192 5.448 5.218 4.868 4.125 3.891 3.815 51.608 Heimild: Ferðamálastofa Bandaríkin Þýskaland Bretland Kanada Pólland Frakkland Svíþjóð Noregur Holland Danmörk Kína Spánn 2018 2017 Skarphéðinn Berg Steinarsson Alls fóru 51.608 Bandaríkjamenn frá Keflavíkurflugvelli í maí og voru þeir langfjölmennastir. Næstir komu Þjóðverjar, Bretar og Kanadamenn. Í fimmta sæti voru Pólverjar og af einstökum þjóðum var hlutfallslega mest fjölgun í brottförum þeirra í maímánuði. Þeir voru 77% fleiri í ár en í fyrra og fóru tæplega níu þúsund Pól- verjar um Keflavíkurflugvöll í mánuðinum. Leiða má líkur að því að það sé í talsverðum mæli umferð pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir atvinnu sinnar vegna, segir á heimasíðu Ferða- málastofu. Íslendingar ferðast meira Um 62.800 Íslendingar fóru utan í maí í ár eða 22,5% fleiri en í maí 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til maí um 251.600 tals- ins, eða 11% fleiri en á sama tímabili árið 2017. Pólverjar á faraldsfæti BROTTFARIR FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.