Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Í rúst Við niðurrif Landssímahússins birtist ljósmyndara
þessi stigagangur sem ferskt sumarloftið lék um.
Kristinn Magnússon
Það er ávallt áleitin spurning
hve lítið er hægt að komast af
með til að lifa. Þarfir manna eru
misjafnar þannig að til eru þeir
sem varðar ekkert um neyslu-
samfélagið og geta lifað á skyri
og harðfiski einu saman.
Samt er það svo að það sem
kallast „einingar tengdar al-
mannahagsmunum“ er ekki
mjólkurbú og harðfiskhjallar.
Einingar tengdar almannahags-
munum eru fyrst og fremst
fyrirtæki sem tengjast fjár-
málum. Kerfislega mikilvægir bankar, líf-
eyrissjóðir og tryggingafélög tengjast öll al-
mannahagsmunum.
Fjármál og almannahagsmunir
Hagsmunir almennings að þessu leyti eru
þeir að almenningur hefur falið þessum ein-
ingum að takast á við framtíðarskuldbind-
ingar sínar. Þetta er augljósast með lífeyris-
sjóði því lífeyrissjóðir hafa það hlutverk að
tryggja fjármögnun einstaklinga eftir að
starfsaldri lýkur. Þannig er lífeyriseign ein-
staklings oftar en ekki hans einasta fjárhags-
lega eign eftir að starfsaldri lýkur, því ekki
snæða einstaklingar fasteignina sem þeir búa
í á lífstíma sínum.
Þegar lýðskrumarar vilja ráðskast með
eignir lífeyrissjóða, þá er verið að ráðskast
með fjöregg framtíðar þeirra sem eldri eru.
Lífeyrissjóðir hafa aðeins eina skyldu; hún er
að tryggja lífeyri hinna lífeyristryggðu. Líf-
eyrissjóðir hafa ekki skyldu til að standa
undir hagvexti framtíðar, eins og komið hef-
ur fram í skrumskælingu lýðskrumara.
Lífeyrisþegar greiða til baka fyrir þjón-
ustu sem þeir þurfa á að halda með skatt-
greiðslum þegar lífeyristaka hefst.
Það er nokkuð víst að einstaklingar geta
orðið fyrir tjóni. Til að takmarka tjón sitt
semja einstaklingar við vátryggingafélög um
að bæta tjón gegn ákveðnu gjaldi. Það gjald
byggist á áhættu og tjónareynslu. Þá fyrst
var hægt að reka iðnaðarsam-
félag á Íslandi þegar Bruna-
bótafélagið og Sjóvátrygginga-
félagið voru stofnuð á öðrum
áratug síðustu aldar.
Brunatrygging fasteigna
dregur úr áhættu lánveitanda í
fasteignalánum. Svo er einnig
um vátryggingar skipa. Báta-
ábyrgðafélögin og annars konar
samábyrgð var í raun of mikil
áhætta fyrir samlagsaðila.
En hvað á svo til bragðs að
taka ef sú staða kemur upp að
einstök fyrirtæki á fjármála-
mörkuðum verða of stór til að
falla? Á almenningur að bjarga þeim? Eða á
að vernda almenning fyrir falli þeirra eins og
gert var með neyðarlögum í kjölfar hruns ís-
lensku bankanna? Lítum á nokkur fleiri
dæmi.
Veitur og almannahagsmunir
Aðrar einingar sem geta haft veruleg áhrif
á líf almennings og valdið truflunum ef bilun
eða skerðing á starfsgetu kemur upp. Þá er
meðal annars átt við veitufyrirtæki fyrir
heitt og kalt vatn, og rafmagn. Frárennsli
fellur einnig þar undir því enginn vill ganga í
opnu frárennsli frá íbúðabyggð eða iðnaðar-
svæði.
Ef truflun verður á raforkuframleiðslu
leggst atvinnulíf í dvala fyrir utan þau óþæg-
indi, sem verða á heimilislífi. Þegar atvinnulíf
leggst í dvala geta heimili ekki greitt fyrir
neyslu sína og aðrar skuldbindingar. Þó var
það svo að það er aðeins ein öld frá því raf-
magn varð almenningseign og almenningur
varð háður þessu náttúrufyrirbirgði, sem
náðist að beisla til nota, en var þá ekki aðeins
ógn eins og rafmagnið í eldingunni.
Þessar einingar tengdar almannahags-
munum voru í verulegri hættu í fjármála-
hruni fyrir áratug. Ekki vegna þess að hinir
tæknilegu þættir voru í hættu. Hættan var sú
að greiðslufall yrði á einhverjum lánum þess-
ara fyrirtækja en það hefði getað leitt til upp-
sagnar annarra lánasamninga. Samningskjör
í lánasamningum Landsvirkjunar og Orku-
veitu Reykjavíkur voru auðlind, sem nauðsyn
bar til að vernda. Þess vegna eru orkufyrir-
tæki einingar tengdar almannahagsmunum.
Samgöngur og
almannahagsmunir
Samfélag tuttugustu og fyrstu aldar er háð
samgöngum. Herstjórn er reyndar birgða-
flutningar og fólksflutningar. Orrustan er
tæknileg útfærsla. Aukin alþjóðaviðskipti
krefjast skilvirkra samgangna.
Skilvirkar samgöngur leiða af sér nokkrar
atvinnugreinar sem til samans heita ferða-
þjónusta. Sá maður sem kemur aftur er ann-
ar maður en sá sem fór. Svo er einnig um
landið sem ferðast er til. Það land er annað
en áður en ferðalangurinn kom.
Erfiðleikar eins fyrirtækis í ferðaþjónustu
geta leitt til keðjuverkunar í öðrum þáttum
ferðaþjónustu. Þá er staðan ekki ósvipuð og
sú staða sem kemur upp þegar rafmagns-
bilun hefur í för með sér truflun á lífi manns.
Hvenær verður þátttaka ríkis í uppbygg-
ingu innviða áhættusöm? Er Flugstöð Leifs
Eiríkssonar í Keflavík of áhættusöm fyrir ís-
lenska ríkið, sem er þó ekki í eigendaábyrgð
fyrir lánum fyrirtækisins? Tekið skal fram að
íslenska ríkið hefur sennilega aldrei lagt
neitt fram til uppbyggingar flugstöðvar í
Keflavík.
Getur eitt flugfélag orðið of stórt
til að þjóðríki verði að bjarga því?
Áhætta þjóðríkisins er fólgin í röskun á
störfum á vinnumarkaði. Áhætta farþega er
fólgin í því að fá ekki þá þjónustu sem greitt
var fyrir en á eftir að veita. Áhætta fjármála-
fyrirtækis er sú að missa af leigutekjum
vegna flugvélaleigu eða á að hafa innt af
hendi greiðslur vegna greiðslukorta fyrir
þjónustu sem ekki var búið að veita en á eftir
að veita. Það eru nýlegt dæmi um að
greiðslukortafyrirtæki hafi í raun þurrkast
út vegna viðskipta við flugfélag.
Eftirlit og skyldur í
þágu almannahagsmuna
Það er eðlilegt að einingar tengdar al-
mannahagsmunum séu háðar eftirliti ef þær
geta verið skaðlegar þegar þær fara út af
spori og úr böndum. Dæmin hér að framan
sýna að hrakfarir fjármálafyrirtækja geta að
líkindum haft meiri bein og óbein áhrif á
þjóðfélagið en hrakfarir ýmissa annarra ein-
inga þótt tengdar séu almannahagsmunum.
Eftirlitskostnaður er hluti af rekstri slíkra
fyrirtækja og þau eiga að bera þann kostnað.
Ekki má gleyma samkeppniseftirliti. Flest
þessara fyrirtækja búa við náttúrulega ein-
okun. Almenningur þarfnast sérstakrar
verndar vegna þeirrar einokunar.
Þeir sem eftirlitið rækja þurfa að vera til
þess bærir og til þess hæfir. Það brást í eftir-
liti með fjármálastofnunum. Opinberir eftir-
litsaðilar, stjórnir, stjórnendur og endur-
skoðendur fjármálafyrirtækja brugðust,
vitandi um hlutverk sitt.
Í skrifum mínum að undanförnu hef ég lagt
mikla áherslu á hlutverk og upplýsingagjöf
stjórna og endurskoðenda. Í raun varðar mig
ekkert um það hvernig mjólkurbúi, sem
framleiðir skyr, eða húsgagnaframleiðanda
reiðir af. Bóndann kann að varða það hvernig
afurðastöðvum reiðir af. Svo er og um harð-
fiskframleiðandann. Það verður alltaf annar
til sem framleiðir ætan harðfisk.
Það á aldrei að bregðast trúnaði með
þjónkun við þrjóta.
Enginn orðaði þetta betur en góða frúin,
hún sagði: „Hvers vegna vill maður endilega
halda framhjá með einhverju bölvuðu kvik-
indi þó að maðurinn manns sé bæði glæsi-
menni og hetja?“
Eftir Vilhjálm Bjarnason »En hvað á svo til bragðs að
taka ef sú staða kemur upp
að einstök fyrirtæki á fjár-
málamörkuðum verða of stór
til að falla? Á almenningur að
bjarga?
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Einingar og almannahagur
Ekki verður betur séð en að
heilbrigðisráðherra þjóðarinnar
sé í einhverskonar afneitun þeg-
ar kostnaður og gæði heilbrigð-
isþjónustunnar eru annars veg-
ar. Eitt virtasta tímarit heims í
læknisfræði, The Lancet, birti
fyrir nokkrum dögum úttekt á
heilbrigðistengdum gæðavísum
og aðgengi að heilbrigðisþjón-
ustu 195 landa fyrir árið 2016.
Til að gera langa sögu stutta
toppar Ísland þennan lista. Erfitt er að
ímynda sér hvernig hægt er að fá betri
staðfestingu á góðu kerfi og glæsilegri
frammistöðu heilbrigðisstarfsfólks. Sjálf-
sagt er að óska því fólki til hamingju. Við
getum verið stolt af árangrinum enda þótt
ráðherrann virðist ekki mega heyra á hann
minnst.
Hin almenna heilbrigðisþjónusta er
byggð á þremur grunnstoðum: Heilsu-
gæslu, starfsemi sjálfstætt starfandi heil-
brigðisstarfsmanna og sjúkrahúsþjónustu.
Nokkuð góður samhljómur hefur verið um
þessa þrískiptingu fram til þessa. Hér
skiptir mestu að þarfir neytandans séu
ávallt hafðar í forgangi. Sjúklingar hafi
gott aðgengi að þjónustunni á sínum for-
sendum, gæði hennar séu fyrsta flokks og
kostnaður, sem ávallt skal greiddur af hinu
opinbera, sé samkeppnishæfur við það
sem best gerist í nágrannalöndum okkar.
Sérfræðiþjónusta lækna hefur um ára-
raðir verið kjölfesta góðrar læknisþjón-
ustu hér á landi. Á síðasta ári tóku sér-
fræðilæknar á rammasamningi við
Sjúkratryggingar Íslands á móti um 500
þúsund heimsóknum. Þeir framkvæmdu
meðal annars um átján þúsund skurð-
aðgerðir og þúsundir speglana auk margs-
konar lífeðlisfræðilega rannsókna. Á sama
tíma voru um 244 þúsund komur á göngu-
deild Landspítala og um 250 þúsund kom-
ur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þannig er stofustarfsemi sérfræðilækna
stærri en göngudeildarstarfsemi þessara
tveggja stærstu heilbrigðisstofnana lands-
ins.
en að ráðherrann hefði ekki svarið. Margir
sjúklingar eiga bókaða tíma hjá sér-
fræðilæknum eftir áramót og langt inn í
næsta ár. Þeir hafa svarið ekki heldur.
Ein af helstu röksemdum, en um leið
rangfærslum, ráðherrans er að samning-
urinn sé opinn og að til hans streymi ótak-
markað fé. Það er einfaldlega rangt og við
leyfum okkur að fullyrða að ráðherrann
veit betur. Sjúkratryggingar tryggja sér
„einkarétt“ á þjónustu læknis á samn-
ingnum. Nýliðun í stétt sérfræðilækna á
stofu hefur algerlega verið stöðvuð í meira
en tvö ár. Til þess hafa stjórnvöld reyndar
margsinnis þurft að þverbrjóta samninginn
en ráðherrann virðist láta sér það í léttu
rúmi liggja, væntanlega með það í huga að
tilgangurinn helgi meðalið.
Með því að loka á nýliðun og læsa unga
lækna úti í orðsins fyllstu merkingu er ráð-
herrann ekki að draga úr eftirspurn heldur
minnka þjónustu og rýra gæði hennar.
Veruleg hætta er á því að læknar sem ekki
komast heim þegar þeim hentar ílengist er-
lendis og snúi jafnvel aldrei til baka. Samn-
inginn þarf að opna strax. Verði hann látinn
renna út án endurnýjunar er tvöfalt heil-
brigðiskerfi þar sem hinir efnameiri kaupa
sér forgang endanlega orðið að veruleika.
Þjóðin hefur aldrei getað hugsað sér slíkt
fyrirkomulag. Ráðherrann sýnist hins veg-
ar stefna þangað með þessum háskalega
leik sínum.
Um 350 læknar starfa á samningnum í
ýmsum sérgreinum. Til viðbótar eru um
300 önnur stöðugildi fagfólks í ýmsum
greinum. Enda þótt starfsemin sé afar um-
fangsmikil er athyglisvert að hún tekur
einungis til sín um 6% af heildarútgjöldum
til heilbrigðisþjónustunnar. Sérfræðiþjón-
ustan er einfaldlega vel rekin, ódýr miðað
við í nágrannalöndum og með gott aðgengi
sjúklinga. Gæðin þarf enginn að draga í
efa. Það er vandséð annað en að hér sé vel
farið með hverja krónu skattfjárins.
Engu að síður eru þeir til sem þreytast
ekki á að agnúast út í þessa sjálfstæðu
starfsemi lækna. Ýmist virðist sá málflutn-
ingur byggður á vanþekkingu, þráhyggju
eða hagsmunagæslu – og stundum ef til vill
öllu í senn. Við hvetjum embættismenn í
kerfinu, stjórnmálamenn og ekki síst ráð-
herra heilbrigðismála til að viðurkenna
þær staðreyndir um ágæti og hagkvæmni
þessarar þjónustu sem blasa við öllum
þeim sem skilja vilja.
Samningur sérfræðilækna og SÍ rennur
út um næstu áramót. Læknar hafa án ár-
angurs kallað eftir áætlunum ráðherrans
um margra mánaða skeið. Vísbendinguna
fengu þeir loks í gegnum örstutta sjón-
varpsfrétt. Samningurinn er að hennar
mati til óþurftar og stórfelld uppbygging
göngudeilda sjúkrahúsanna það sem koma
skal í staðinn. Nokkuð sem gengur þvert á
þróun í öðrum löndum. Öllum er ljóst að
slík uppbygging tæki mörg ár og enginn
sparnaður mun af hljótast. Við spurningu
fréttamannsins um hvað myndi gerast í
millibilsástandinu kom ekkert svar annað
Háskaleikur heilbrigðisráðherrans
Eftir Stefán E. Matthíasson
og Þórarin Guðnason » Á síðasta ári tóku sér-fræðilæknar á ramma-
samningi við Sjúkratrygg-
ingar Íslands á móti um 500
þúsund heimsóknum. …
Þannig er stofustarfsemi
sérfræðilækna stærri en
göngudeildarstarfsemi
tveggja stærstu heilbrigðis-
stofnana landsins. Stefán E. Matthíasson
Stefán er formaður Samtaka heilbrigðis-
fyrirtækja. Þórarinn er formaður Lækna-
félags Reykjavíkur.
Þórarinn Guðnason