Morgunblaðið - 08.06.2018, Qupperneq 25
að hjálpa, finna svör við erfiðum
spurningum og tengingum. Hann
var líka skemmtilega sérvitur og
batt ekki bagga sína sömu hnút-
um og samferðamennirnir.
Hann tók stanslaust í nefið,
vann á nóttunni og svaf á daginn
og engum datt í hug að hringja í
hann fyrir hádegi. Hann hafði
ótakmarkaðan aðgang að Héraðs-
skjalasafninu á Sauðárkróki þar
sem ljósið logaði heilu og hálfu
næturnar, líkt og það gerði á
lestrarsal Landsbókasafnsins
forðum daga, þegar Pétur Zóp-
hóníasson sat þar með þjóðar-
gersemarnar.
Ráðamenn Héraðsskjalasafn-
ins eiga sannarlega heiður skilið,
þeir kunnu að meta Gussa og
verkin hans.
En það er gömul saga og ný að
heimurinn kann sjaldan að meta
snillinga, og þegar ekkert fékkst
greitt fyrir ættfræðina og að
kreppti, saltaði þessi mikli ætt-
fræðingur gærur og flatti fisk. Ís-
lensk ættfræði hefur misst sinn
besta mann og hans skarð verður
vandfyllt.
Eitt síðasta verkið hans var að
hnýta endahnútinn á Borgfirsku
æviskrárnar sem Þuríður Krist-
jánsdóttir hafði helgað krafta
sína, en það voru einmitt tvö
fyrstu bindin af Borgfirsku ævi-
skránum sem Gussi fékk í ferm-
ingargjöf frá afa sínum og ömmu
fyrir margt löngu. Ættfræði-
áhugamenn minnast Gussa með
aðdáun og þökk og Ættfræði-
félagið þakkar honum hans frá-
bæru störf. Einkadóttur hans,
Guðnýju Klöru, og öðrum ástvin-
um sendum við innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Sigurð Jó-
hannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
klárað með miklum sóma þannig
að eftir var tekið.
Ingi kom að margskonar verk-
efnum og virtist alveg sama hvað
hann gerði, allt lék í höndum hans.
Horfði oft á hversu vandvirkur
hann var og spurði hann eitt sinn
af hverju hann væri svona vand-
virkur. Þá sagði hann söguna um
föður sinn sem gerði miklar kröf-
ur um vandvirkni í sínum verkum
og sinna afkomenda. Þannig var
Ingi alinn upp við að skila góðu
verki og það sjáum við af þeim
fjölmörgu verkefnum sem hann
vann fyrir okkar félag.
Ingi var þannig einstaklingur
að ekki bara starfsmenn þekktu
hann og einkum þeir elstu, heldur
hafði hann svo ljúfa nærveru að
börn okkar vissu vel um „hann
Inga“. Það var svo áhugavert að
börnunum fannst hann vera hluti
af fjölskyldunni en til slíks þarf
einstakan karakter. Þann karakt-
er hafði Ingi í ríkum mæli.
Oft ræddum við um tónlist enda
aldir upp á tímum þungarokks,
talandi ekki um svokallaðan
hippatíma. Maður náði Inga á allt
annað tilverustig þegar rætt var
um ZZ Top eða aðrar þunga-
rokkshljómsveitir. Við þessar um-
ræður var eins og kæmi allt annar
glampi í augu hans eins og hann
væri með gamla draumatíma í
hugskoti sínu. Vonandi er eitthvað
um álíka tónlist þar sem hann er
núna og þar getur hann notið
hennar í meira mæli en hann gerði
hér sem vinnandi maður í þessari
tilveru. Kannski er það þannig að
Ingi mat þungarokk sem alheim-
sorku sem er allstaðar um alla
himingeima og á öllum tilverustig-
um.
F.h. allra í Norðurflugi þá
þökkum við Inga samveruna og
vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð en minning um
skemmtilegan og ljúfan einstak-
ling lifir. Reyndar væri það við
hæfi gagnvart Inga að kveðja
hann með því að segja „Rock on“,
skála og gera friðartáknið og
segja „hér sé friður“!
F.h. Norðurflugs,
Birgir Ómar Haraldsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Brekkugata 5, Akureyri, fnr. 215-6264 , þingl. eig. Arnar Gústafsson,
gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, fimmtudaginn 14. júní nk.
kl. 12:00.
Uppsalir, Eyjafjarðarsveit, fnr. 152817 , þingl. eig. Ingólfur Jóhann-
sson, gerðarbeiðendur Eyjafjarðarsveit og Landsbankinn hf., þriðju-
daginn 12. júní nk. kl. 14:00.
Ægissíða 17, Grýtubakkahreppur, fnr. 216-1024 , þingl. eig. Madell
ehf., gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Grýtubakkahreppur,
miðvikudaginn 13. júní nk. kl. 14:00.
Vetrarbraut 4, Fjallabyggð, fnr. 213-1009 , þingl. eig. Joachim ehf.,
gerðarbeiðendur Fjallabyggð og Birta lífeyrissjóður og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 10:00.
Aðalgata 10, Fjallabyggð, fnr. 213-0062 , þingl. eig. Joachim ehf.,
gerðarbeiðendur Fjallabyggð og Birta lífeyrissjóður og Sjóvá-Almen-
nar tryggingar hf., fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 10:30.
Grenivellir 18, Akureyri, fnr. 214-6686 , þingl. eig. Stefanía Rós
Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn
12. júní nk. kl. 10:30.
Skarðshlíð 14, Akureyri, fnr. 215-0283 , þingl. eig. Drífa Sól
Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og
Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 12. júní nk. kl. 10:00.
Þingvallastræti 36, Akureyri, fnr. 215-1886 , þingl. eig. Hjörleifur
Harðarson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Byko ehf. og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 12. júní nk. kl. 10:45.
Laugartún 19E, Svalbarðsstrandarhr, fnr. 216-0500 , þingl. eig. Elín
Svava Ingvarsdóttir og Haraldur Ævarsson, gerðarbeiðandi Arion
banki hf., þriðjudaginn 12. júní nk. kl. 13:30.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
7 júní 2018
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir:
INGI, ÞH, Þingeyjarsýslur, (FISKISKIP), fnr. 2484 , þingl. eig. Doddi
Ásgeirs ehf, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 13. júní
nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
7 júní 2018
Tilboð/Útboð
Skútustaðahreppur
Auglýsing um deiliskipulag og
breytingu á aðalskipulagi Jarðbaðanna
Þann 24. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn Skútustaðahrepps að endurskoðuð deiliskipulagstillaga og samhliða
breyting á aðalskipulagi, með breyttri afmörkun og endurskoðaðri greinargerð deiliskipulagsins, yrðu auglýstar
að nýju samkvæmt 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunum fylgir einnig
umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Markmið með gerð nýs deiliskipulags er m.a. að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu, bregðast við aðstöðuleysi, bæta
möguleika til baða í jarðgufu og jarðhitavatni og tryggja gæði uppbyggingar með því að beina uppbyggingu á
ákveðin svæði, leggja göngustíga o.s.frv.
Deiliskipulagið er byggt á núgildandi deiliskipulagi, en er uppfært í takt við ný lög og reglugerðir sem og þróun
þjónustunnar á svæðinu. Gildandi deiliskipulag verður fellt úr gildi með samþykkt og gildistöku nýs deiliskipulags.
Samhliða er lögð fram breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem leiðrétt er uppgefið flatarmáli svæðisins en
einnig er gerð breyting á landnotkun. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á svæðinu samfélagsþjónusta en gerð
er tillaga um að breytt landnotkun verði verslun og þjónusta.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660
Mývatni frá og með föstudeginum 8. júní til og með föstudeginum 20. júlí 2018. Þá eru tillögurnar einnig
aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir Skipulagsauglýsingar (efst
á forsíðu).
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 20. júlí 2018. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests. Skila skal athugasemdum
skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið:
gudjon@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.
Skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Opið
hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið
fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt
á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9.10. Vöflukaffi kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30.
Leikfimi kl. 12:50-13:30. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13:35,
Færeyar. Opið kaffihús 14:30-15:15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl.10.15.
Garðabær Jónshúsi/ félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að
panta hádegismat með dagsfyrirvara. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10:00. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13:00. Bíll fer frá Litlakoti kl.
12:20, Hleinum kl. 12:30, og frá Garðatorgi 7. kl. 12:40 og til baka að
loknu félagsvist ef óskað er.
Gerðuberg Kl. 08:30-16:00 opin handavinnustofa, kl. 09:00-12:00
glervinnustofa (sumarfrí), kl. 10:00-12:00 prjónakaffi kl. 10:00-10:20,
leikfimi gönguhóps kl. 10:30, gönguhópur um hverfið kl. 13:00-16:00,
bókband m/leiðbeinanda kl. 13:00-15:00, kóræfing (sumarfrí) kl. 12:20-
13:30 Qigong (sumarfrí)
Gullsmári Handavinna kl 9.00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Boccia kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó
kl 13:00, kostar ekkert og allir velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, bingó kl.
13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, boccia kl.10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16,
síðdegiskaffi kl.14.-15, allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í
Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum klukkan 10:30. Spilað í króknum
klukkan 13:30. Bridge í Eiðismýri klukkan 13:30. Minnum á sumargleði
félagstarfsins miðvikudaginn 13.júní. Gleðin fer fram á Skólabraut
klukkan 15:00. Skemmtum okkur saman, grillum, syngjum, dönsum
og tröllum. Verð þúsund krónur. Léttvín og bjór selt gegn vægu verði.
Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr 10 er boðið upp á
kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl. 10.00.
Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13.00. Allir eru hjart-
anlega velkomnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu í síma 568-2586.
Stangarhylur 4 Dansað sunnudagskvöld kl. 20.00-23.00. Hljómsveit
hússins leikur fyrir dansi. Ferð í Þjórsárdal 12. júní, um helsta virkj-
anasvæði landsins. Brottför frá Stangarhyl kl. 8.30 og ekið um Hellis-
heiði upp Skeið og um Þjórsárdal. Farið í Þjóðveldisbæinn með
leiðsögn. Ekið upp fyrir Búrfellsvirkjun. Kaffihlaðborð í Árnesi, farið í
Þjórsárstofu. Hellisheiðarvirkjun skoðuð. Fararstjóri Sigurður
Þórðarson.
Smáauglýsingar
Hljóðfæri
Gítarinn ehf. Stórhöfði 27,
sími 552 2125, gitarinn.is
Ukulele
í úrvali
Verð við
allra hæfi
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Palacký University í Olomuc
Tékklandi heldur inntökupróf í
læknisfræði og tannlækningum í
MK í Kópavogi 23. júní.
Uppl. kaldasel@islandia.is og
í fs 8201071
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Vantar þig
pípara?
FINNA.is