Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 27

Morgunblaðið - 08.06.2018, Page 27
ing og Amalíu Björnsdóttur prófess- or. Prófið fékk nafnið HLJÓM og er notað í flestum leikskólum landsins. Jóhanna, Ingibjörg og Amalía hafa birt fjölmargar rannsóknar- greinar sem tengjast HLJÓM og sýna fram á vísbendingar um fyrir- hugað lestrarnám barnanna, náms- gengi þeirra og líðan í grunn- skólanum. Jóhanna stofnaði, ásamt sex öðr- um talmeinafræðingum, Talþjálfun Reykjavíkur, árið 1995, og sérhæfði sig í meðhöndlun stams. Stam og greining þess á leikskólaaldri var umfjöllunarefni doktorsritgerðar Jóhönnu. Hún hefur verið í forsvari fyrir verkefni sem þróar samræmt norrænt kerfi til að greina stam og hefur fengið styrk til að vinna að meðferð barna sem stama á skóla- aldri. Hún hefur haldið fjölda fyrir- lestra um stam, greiningu þess og meðferð á ráðstefnum innan lands og utan. Jóhanna var gerð að heiðurs- félaga Málbjargar, félags um stam, árið 2014. Síðastliðinn áratug hefur Jóhanna starfað við HÍ, fyrst sem lektor á Menntavísindasviði en síðar einnig við nýstofnað nám í talmeinafræði á Heilbrigðisvísindasviði. Alls hefur útskrifast 51 talmeinafræðingur á þessum átta árum sem námið hefur verið við lýði. Meistararitgerðir í tal- meinafræði hafa stuðlað að auknum rannsóknum í faginu og hafa reynst afar mikilvægar. Jóhanna er vakin og sofin yfir því að auka málfærni barna og unglinga: „Samfélaginu ber eftir bestu getu að aðstoða hvern og einn til að ná góðum tökum á eigin tungumáli og geta tjáð sig í ræðu og riti án vand- kvæða. Það eru að mínum dómi grundvallar mannréttindi. Í þeirri viðleitni þarf að rýna í aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árang- ursríkar og finna leiðir sem gera öll- um kleift að koma hindrunarlaust hugsunum sínum á framfæri í mæltu og rituðu máli.“ Þegar Jóhanna er ekki að vinna að málþroska nýtur hún útiveru og hleypur. Hún hefur verið í Trimm- klúbbi Seltjarnarness í þrjá áratugi og hlaupið um Nesið og nágrenni, jafnt að sumri sem vetri. Hún fer auk þess í vor- og sumarferðir með fé- lögum í trimmklúbbnum og er í ferðahópnum Flökkukindum: „Í ár ætlum við á Tindfjöll, ganga á Aust- fjörðum og fara ferð í kringum Mont Blanc. En ég er einnig lestrarhestur og er í leshópnum Ztapanum sem hittist reglulega.“ Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Gunnar Þór Bjarnason, f. 8.4. 1957, sagn- fræðingur. Foreldrar hans: Bjarni Guðbjörnsson, f. 29.11. 1912, d. 29.1. 1999, bankastjóri Útvegsbanka Ís- lands og alþingismaður, og Gunnþór- unn Björnsdóttir, f. 14.11. 1919. Börn Jóhönnu og Gunnars Þórs eru: 1) Bjarni Þór, f. 18.4. 1980, tölv- unarfræðingur og raftónlistarmaður og sambýliskona hans er Marie Gu- illeray, lögfræðingur og tónlist- arkona frá Frakklandi, en þau búa í Hollandi og eiga soninn Evan, f. 2013. 2) Einar, f. 9.12. 1986, stjórn- málafræðingur og starfsmaður Sím- ans, og 3) Jóhann Helgi, f. 3.11. 1994, nemi í tölvunarfræði við HR. Bróðir Jóhönnu er Grímur Ein- arsson, f. 3.1. 1962, tölvunarfræð- ingur í Luneburg í Þýskalandi, en eiginkona hans er Heidrun Hoff kennari. Foreldrar Jóhönnu: Hjónin Thelma Grímsdóttir, f. 25.5. 1936, fyrrv. starfsmaður við Landsbank- ann í Vesturbæ og sinnti fjölda fé- lags- og trúnaðarstarfa, og Einar Grétar Þórðarson, f. 17.12. 1933, d. 30.4. 2017, rafverktaki og vann einn- ig lengi fyrir AA-samtökin. Jóhanna T. Einarsdóttir Björn Þórðarson stórkaupm. í Rvík Guðrún Hreinsdóttir húsfr. í Rvík Þórður Björnsson prentari í Rvík Sigríður Jónsdóttir saumak. í Rvík Einar Grétar Þórðarson raffræðingur á Seltjarnarnesi Jón Þorláksson bóndi Varmadal á Kjalarnesi Salvör Þorkelsdóttir b. í Varmadal í Kjalarnesi Gunnlaugur Jónsson verkfr. og framkvstj. Magnús Guðmunds- son bankam. Elín Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Ívar Páll Jónsson hag- fræðingur og sérfræð- ingur hjá Landsvirkjun Guðmundur Guðmunds- son fv. bankam. í Rvík Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt Guðný Björk Þorgeirs- dóttir mynd- listarkona Jón Steinar Gunn- laugsson lögm. og fv. hæstaréttardómari Hróbjartur Bjarnason stórkaupm. í Rvík Þorgeir Jónsson b. og hestam. í Gufunesi Gunnlaugur Ólafsson leigubílstj. í Rvík Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir og fv. varaform. Frjálslynda flokksins Elsa Þórðardóttir fv. starfsm. Flugleiða í Noregi Gunnar Þorbjörn Gunnarsson forstj. Íslenskra aðalverktaka Bjarni Thoroddsen athafnamaður Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Thoroddsen sálfræðingur Bjarni Grímsson b. og verslunarm. á Stokkseyri Jóhanna Hróbjartsdóttir húsfr. á Stokkseyri Grímur Bjarnason pípulagningarm. í Rvík Helga Ólafsdóttir verslunark. í Rvík Ólafur Þórarinsson steinsmiður í Rvík Þorgerður Vilhelmína Gunnarsdóttir húsfr. í Rvík Úr frændgarði Jóhönnu T. Einarsdóttur Thelma Grímsdóttir fyrrv. þjónustustj. á Seltjarnarnesi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Anna Svanlaugsdóttir Thor-stensen fæddist á Þverá íÖxnadal í Eyjafirði 8.6. 1918. Foreldrar hennar voru Svanlaugur Jónasson, bóndi í Öxnadal , síðar verkstjóri hjá Akureyrarbæ, og k.h., Rósa Þorsteinsdóttir húsfreyja. Foreldrar Svanlaugs voru Jónas Jónsson og Sigurlaug Svanlaugs- dóttir, bændur á Varmavatnshólum í Öxnadal, en foreldrar Rósu voru Þorsteinn Jónasson og Ragnheiður Friðrika Jónsdóttir, bændur í Engi- mýri í Öxnadal. Systkini Önnu urðu 15 en tíu kom- ust til fullorðinsára: Sigurlaug, hús- freyja í Reykjavík; Eva, hjúkrunar- kona í Reykjavík; Ragnheiður, hjúkrunarkona í Reykjavík; Hjalti, verkamaður í Reykjavík; Garðar, leigubílstjóri á Akureyri; Hrefna, húsfreyja á Akureyri; Hulda, hjúkr- unarkona í Reykjavík; Sigríður, framreiðslukona í Reykjavík; Þor- steinn, starfsmaður bæjarfógeta á Akureyri, og Helga, hjúkrunarkona á Akureyri og í Reykjavík. Eiginmaður Önnu var Tryggve D. Thorstensen sem lést 1986, prentari. Hann var sonur Ole Thorstensen, skósmiðs í Reykjavík, og k.h., Anine Thorstensen, húsfreyju. Börn Önnu og Tryggve eru: Sonja Helene, verslunarmaður í Reykjavík; Sig- urður Ingvi sem lést 1999, flug- umferðarstjóri; Tryggve Daníel, vélatæknifræðingur. Anna flutti með fjölskyldu sinni, þá tveggja ára, til Akureyrar og ólst þar upp fram á unglingsár. Á fimm- tánda árinu fór hún til Reykjavíkur þar sem hún réð sig í vist og var þar búsett síðan. Anna starfaði við framreiðslu um áratugaskeið, fyrst á Hótel Skjald- breið, auk þess sem hún var að- stoðarþjónn á sumrin á Hótel Garði. Anna varð aðstoðarstúlka hús- varðar í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík 1950 og tók síðan við því starfi sem reyndi á samviskusemi, háttvísi og áræðni. Hún gegndi því starfi í áratugi eða nokkuð fram yfir sjötugt en dvaldi síðustu árin á Seljahlíð. Anna lést á 11.2. 1996. Merkir Íslendingar Anna Svanlaugsdóttir 100 ára Áslaug Guðlaugsdóttir 95 ára Guðfinna Stefánsdóttir 90 ára Esther Valdimarsdóttir 85 ára Rafn B. Helgason Þóra Ingibjörg Jónsdóttir 80 ára Bára Hildur Guðbjartsdóttir Guðrún Alda Christensen Sigurður Þorsteinn Haraldsson 75 ára Aðalheiður Angantýsdóttir Gísli Guðnason Guðjón Vilinbergsson Hulda Lilý Árnadóttir Nils Erik Gíslason Steina Friðsteinsdóttir 70 ára Anna Ólafsdóttir Einar Jakobsson Einar Jónsson Garðar Kári Garðarsson Guðrún Kristjánsdóttir Halldóra Hermannsdóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Janusz A. Wroblewski Kristín Björnsdóttir Kristján Jakob Pétursson Magnús Ó. Helgi Axelsson 60 ára Einar G. Ársælsson Eygló Jóhannesdóttir Hannes Bergur Andrésson Karen Níelsdóttir Krzysztof C.V. Czupryniak Laufey Helgadóttir Petrún B. Sveinsdóttir Sigurður Thoroddsen 50 ára Anna Sigríður Pálmadóttir Finnur Daníelsson Guðmundur Jóhannsson Helena Hörn Einarsdóttir Inga L. Bjargmundsdóttir Ralfs Stugis Svanhildur Svansdóttir Thi Thu Hao Bui 40 ára Alina Iwona Kubiczek Arngrímur Ingimundarson Dzintars Lakutijevskis Ekaterina Gribacheva Haraldur Óskar Haraldsson Jelena Hara Jón Örn Arnarson Kristín Jóhannsdóttir Kristjana S. Einarsdóttir Magnús S. Tryggvason Romualdas Galdikas Þóra K. Hafdal Flosadóttir Þröstur Snær Eiðsson 30 ára Andrzej Kowalski Baldvin Logi Einarsson Berglind Ýr Kjartansdóttir Birkir Ingason Björg Magnea Ólafs Elías Mar Hrefnuson Erlingur Kr Ævarr Hjörleifsson Guðlaugur Siggi Hannesson Guðmundur Örn Guðjónsson Hafliði Þór Þorsteinsson Helen Rut Ástþórsdóttir Helga Ómarsdóttir Marion Charlotte Benetti Narong Sornyoo Til hamingju með daginn 30 ára Kristleifur ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í vélaverkfræði frá HÍ og er verkefnastjóri hjá Eflu. Maki: Berglind Svana Blomsterberg, f. 1986, í fæðingarorlofi. Börn: Elvar, f. 2015, og Valdís Björk, f. 2017. Foreldrar: Guðjón Krist- leifsson, f. 1953, og Esther Þorvaldsdóttir, f. 1955. Þau eru búsett í Reykjavík. Kristleifur Guðjónsson 30 ára Jón Stefán býr á Akureyri, lauk viðskipta- fræðiprófi frá HA og er vélasölumaður hjá VB Landbúnaði. Maki: Ásdís Helga Sigur- steinsdóttir, f. 1983, tamn- ingakona og reiðkennari. Börn: Klara Lind, f. 2012, og Elmar Freyr, f. 2013. Foreldrar: Sævar Einars- son, f. 1956, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, f. 1960, bús. á Stíflu, V-Land- eyjum. Jón Stefán Sævarsson 30 ára Hólmfríður ólst upp í Reykjavík, Horsens í Danmörku og á Egils- stöðum, býr í Reykjavík, lauk prófi í markaðsfræði og starfar hjá Pipar/ TBWA auglýsingastofu. Maki: Daði Petersson, f. 1988, rafvirki. Foreldrar: Þórunn Guð- geirsdóttir, f. 1965, grunnskólakennari á Eg- ilsstöðum, og Einar Ólafs- son, f. 1965, bygginga- fræðingur á Egilsstöðum. Hólmfríður Rut Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.