Morgunblaðið - 08.06.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þeim mun meira sem þú seilist eftir
heiminum öllum, þeim mun hamingjusamari
verður þú. Leitaðu að stærri og betri tæki-
færum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki nóg að fá hugmyndir ef þú
hrindir þeim ekki í framkvæmd. Sjálfsöryggi
þitt hjálpar þér til að vinna fólk á þitt band.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist
langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfri/
um þér í öllum önnunum. Gættu þess að tala
svo skýrt að aðrir efist ekki um meiningu þína.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú býrð yfir mikilli einbeitingu og ættir
því að geta afrekað margt í starfi. Leitaðu
samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru
við höndina.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Góður vinur leitar ásjár hjá þér og þú
verður að gefa þér tíma til þess að sinna hon-
um. Ekki þreyta vinnufélagana með endalaus-
um sögum af einkahögum þínum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga
góða vini svo leggðu þig fram um að halda
þeim. Þú kemst að leyndarmálum í dag í sam-
ræðum við skyldmenni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur óaðfinnanlegan smekk og vilt
endilega veita fólki ráð. Leyfðu sköpunarþrá
þinni að njóta sín og losaðu þig þannig við innri
spennu og kvíða.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu af öllum ótta um það hvort
og hvernig þú eigir að tjá tilfinningar þínar.
Mikilvægir einstaklingar, áhrifafólk og yfir-
menn kunna að meta það sem þú hefur fram
að færa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Taktu enga ákvörðun nema að vel
athuguðu máli í dag. Mikil hætta er á misskiln-
ingi og því er þetta mjög slæmur dagur fyrir
mikilvægar samræður.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur haft slæmar afleiðingar
að rugla saman draumi og veruleika. Haltu
þeim sem gerir eitthvað sem þér mislíkar í
hæfilegri fjarlægð – fjarri ástvinum þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhverjir vilja fá þig til þess að gefa
vanhugsaðar yfirlýsingar um viðkvæma hluti.
Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um
líf annarra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Óvæntar gjafir og greiðasemi gæti
staðið þér til boða í dag. Notaðu tækifærið og
hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum
fyrir sjálfa/n þig í framkvæmd.
Þessi limruleikur byrjaði 1. júní
þegar Gunnar J. Straumland tókst
á hendur „sjálfskoðun miðaldra
hagyrðings“:
Gunnar var öllum til ama,
upphófst þá grátur og rama-
kveinin og væl,
hann kallaði um hæl:
„Ætli mér sé ekki sama?“
Því Gunnar var leiðinda lúði
svo lítið að öðrum hann hlúði.
Hann röflaði og vældi
og ragnaði og skældi,
svo beint hann í fýluna flúði.
Hagyrðingar skiptast á hring-
hendum og limrusmiðir limrum.
Örn Guðjónsson yrkir „Sumar“:
Í sólbaði Sunna að vana
á sólpalli reyndi að „tana“.
Hún sólina sleikti
er sauð hana’ og steikti
uns hitinn varð henni að bana.
Erni Guðjónssyni verður „ís-
lenska rokið“ að yrkisefni:
Að mæna á meyjar og góna
Margeir oft gerði með dróna.
En flygildið fauk
og fjörinu lauk.
Veðrið er vont fyrir dóna.
Gunnar J. Straumland aftur:
Þó sumarið sólinni týni
er samt eins og örlítið hlýni.
Ég vakna í þoku
en varla er loku
fyrir það skotið hún skíni.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
gat ekki orða bundist: „Við á Vest-
fjörðum höfum ekki farið á mis við
sólina, fáir vordagar liðið, svo að
ekki skini sól en votviðri hefur ver-
ið mikið.“
Skaparinn hefur nú skenkt okkur sól
skreyta nú jörðina blómin.
Allt hefur lifnað sem áður hér kól
allir fuglarnir skerpa hér róminn,
Hallmundur Guðmundsson tekur
upp limrutaktinn – „vesen“:
Ef Bóthildur reyndi við Reyni
þá reyndar varð Sveinn fyrir meini,
ó væru þau glöð
og þónokkuð gröð,
– því Bóta var samvaxin Sveini.
Hjálmar Freysteinsson skrifaði
„glæpasögu“ á Fésbókarsíðu sína á
þriðjudag:
Þegar Kormákur kossinum stal
um kvöl inn í bláfjallasal,
þótti aðferðin hæpin,
umbar þó glæpinn
mærin úr Melrakkadal.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Limruleikur á Boðnarmiði
Í klípu
„ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ SEMÍ-HÆTTA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SKAL GEFA ÞÉR BÍLINN MINN OG
HLJÓMFLUTNINGSGRÆJURNAR EF VIÐ
HÆTTUM VIÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... uppskrift að örlæti.
ÞETTA SKÝ LÍTUR
ÚT EINS OG KÝR
MUU!
ÞAÐ BLÆS
Í DAG
ÞÚ GETUR EKKI
EINU SINNI
ÍMYNDAÐ ÞÉR
ÞAÐ SEM DREPUR
ÞIG EKKI GERIR ÞIG
STERKARI!
GASTU EKKI BARA SAGT
„GJÖRÐU SVO VEL“?
Víkverji telst ekkert sérlega fríður.Útlit hans er upp og ofan, sumir
dagar eru vissulega betri en aðrir en-
hann er í mesta lagi krútt þegar best
lætur. Þegar verst lætur er vart á
Víkverja horfandi.
x x x
En Víkverji lætur þetta sér að öllujöfnu í léttu rúmi liggja, enda hef-
ur hann búið við þetta ástand alla ævi.
Að eigin mati býr hann yfir fjölmörg-
um kostum sem skipta meira máli en
fríðleiki, sem er reyndar ansi hverfull
þegar út í það er farið. Þess fyrir utan
hefur hann ýmsum öðrum hnöppum
að hneppa í daglegu amstri sínu en að
góna armæðufullur í spegil og óska
sér að spegilmyndin væri önnur.
x x x
Þó runnu á Víkverja tvær grímur ívikunni þegar Tekjublað Frjálsr-
ar verslunar kom út og fréttir bárust
af himinháum launum hinna og þess-
ara. Víkverji fletti blaðinu spenntur,
ekki vegna þess að hann vonaðist til
að laun hans birtust í blaðinu heldur
vegna þess að hann var áhugasamur
um hvernig laun hans væru í saman-
burði við laun annarra í áþekkum
störfum.
x x x
Víkverji samgleðst af öllu hjartaþeim sem bera vænan skerf úr
býtum fyrir dagsverk sitt. Hann veit
af eigin reynslu af maður hefur sjald-
an of mikið umleikis og hefur heyrt af
afspurn að alltaf er hægt að finna nýj-
ar og spennandi leiðir til að koma um-
framfé í lóg. Hann getur þó ekki ann-
að en velt því fyrir sér hvers vegna
hans eigin laun koma svona illa út í
samanburði við laun margra annarra.
Víkverji er nefnilega býsna röskur til
vinnu og leggur sig fram við að vera
góður vinnufélagi.
x x x
Fyrir nokkru las Víkverji um rann-sókn sem sýndi fram á að fríðir fá
hærri laun en ófríðir. Gæti þetta verið
ástæðan fyrir vesölum launum Vík-
verja? Hann ætlar altént að gera al-
varlega gangskör að því skoða mögu-
leika á að bæta eigið útlit, en í þeim
efnum eru víst margar leiðir. vikver-
ji@mbl.is
Víkverji
Sérhver ritning er innblásin af Guði
og nytsöm til fræðslu, umvöndunar,
leiðréttingar og menntunar í réttlæti
(Síðara Tímóteusarbréf 3.16)