Morgunblaðið - 08.06.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2018
Anna Margrét Björnsson
amb@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Hákon Aðal-
steinsson hefur gengið til liðs við
hina goðsagnakenndu bandarísku
rokksveit The Brian Jonestown
Massacre sem er leidd af ólíkindatól-
inu Anton Newcombe. Hákon spilar
með sveitinni á tónleikaferðalagi um
Bandaríkin og Ástralíu. Hákon, sem
hefur verið búsettur í Berlín í nokkur
ár, er forsprakki hljómsveitarinnar
Third Sound og hefur spilað á gítar
með hljómsveitum eins og Singapore
Sling og Gunman and the Holy
Ghost. Anton Newcombe er mikill
Íslandsvinur og eyddi sérstaklega
tíma hér á landi á árunum 2007-2009.
Hákon og Anton héldu kynnum sín-
um áfram í Berlín, þar sem sá síð-
arnefndi hefur einnig búið um árabil.
Hákon er fyrsti Íslendingurinn til
að spila með The Brian Jonestown
Massacre, hljómsveit sem var stofn-
uð í San Francisco og öðlaðist frægð
á tíunda áratugnum, ekki síst vegna
heimildarmyndarinnar Dig! frá árinu
2004. Hún fjallaði um stormasamt
samband sveitanna The Brian Jones-
town Massacre og Dandy Warhols
og hlaut Sundance-kvikmyndaverð-
launin.
Hákon segist ekki hafa þurft mik-
inn umhugsunarfrest þegar honum
bauðst að ganga til liðs við hljóm-
sveitina. „Anton spurði mig hvort ég
væri til í þetta þegar annar meðlimur
gat ekki farið með á tónleika-
ferðalagið af persónulegum ástæð-
um. Á þeim tíma var ég í frekar öm-
urlegri tímabundinni vinnu þannig
að ákvörðunin var auðveld,“ segir
hann.
Samdi lag á nýja plötu Hákonar
Hákon segist hafa kynnst Anton
fyrst þegar hann spilaði með ís-
lensku rokksveitinni Singapore
Sling. „Við túruðum með Brian
Jonestown Massacre bæði í Banda-
ríkjunum og svo um England. Eftir
að ég flutti til Berlínar kynntumst
við Anton enn betur og höfum unnið
að ýmsum tónlistarverkefnum
saman.“
Sveit Hákons, Third Sound, hefur
gefið út þrjár plötur en sú síðasta,
All Tomorrow‘s Shadows, kom út ný-
verið. Anton samdi eitt lagið með
Hákoni á plötunni. „Þegar við vorum
að klára demó upptökur fyrir nýju
plötuna sömdum við lag sem við viss-
um ekki hvað við áttum að gera við.
Hvorki ég né gítarleikarinn fundum
sönglínu sem passaði. Mér datt í hug
að senda Antoni lagið og athuga
hvort hann gæti fundið melódíu við
það. Hann hafði samband tveimur
tímum seinna og var búinn að semja
texta og taka upp söng og bæta við
stefi. Svona eins og maður gerir,“
segir Hákon. Útkomuna má sjá í
nýju Third Sound-lagi og myndbandi
sem nefnist „Photographs“.
Skemmtilegast að spila á
vesturströnd Bandaríkjanna
The Brian Jonestown Massacre á
sér stóran og dyggan hóp aðdáenda
og Hákon hefur sannarlega orðið var
við það á tónleikaferðalaginu. „Það
er fólk sem bíður fyrir utan rútuna
okkar tímunum saman bara til að
geta gefið Antoni gjafir eða talað við
hann. Sjálfur hef ég ekki lent í neinu
veseni en alls konar fólk hefur komið
og spjallað við mig, bæði mjög furðu-
legt lið en líka frábært fólk sem hef-
ur verið gaman að kynnast.“
Hákon segir Levitation Festival í
Texas hafa verið eitt skemmtilegasta
„gigg“ ferðalagsins en einnig hafi
verið mjög gaman að spila á vestur-
strönd Bandaríkjanna, í Portland,
San Francisco og Los Angeles. Nú
er hann hins vegar staddur í Ástr-
alíu, þar sem sveitin er að hefja tón-
leikaferðalag sitt.
„Við spilum fyrstu tónleikana hér
á morgun í Perth og munum einnig
spila á Nýja-Sjálandi. Þessi túr end-
ar 25. júní en svo byrjum við annan
túr í Evrópu í ágúst og hann endar
ekki fyrr en í október með ein-
hverjum hléum á milli.“
Datt kylliflatur á sviðinu
En hvernig er lífið „á túr?“ Hefur
sveitin eitthvað róast í drykkjuvenj-
um sínum?
„Mér líkar þetta líf bara mjög vel.
Tíminn hefur liðið ótrúlega hratt.
Menn eru orðnir eldri og sumir
drekka bara lítið sem ekkert lengur.
Miðað við sögurnar sem ég hef heyrt
held ég að þetta sé allt mun rólegra
núna en það var áður,“ svarar
Hákon.
Versta uppákoma Hákonar hingað
til á ferðalaginu var þegar hann var
að leika með sveitinni í Los Angeles.
„Við vorum að ganga á svið í niða-
myrkri og ég var með gítar í hend-
inni. Ég sá ekki mónitor á sviðinu,
datt um hann kylliflatur og braut
gítarinn um leið og sviðstjöldin komu
upp. En hinir meðlimir bandsins
sögðu að þá væri ég loksins orðinn
alvörumeðlimur, maður verður víst
að gera einhvern skandal á sviði til
að vera alvöruhluti af bandinu.“
Hákon ætlar að fara með hljóm-
sveitina sína, Third Sound, á túr um
Evrópu í júlí og Fuzz Club Festival í
Eindhoven í ágúst og slær því hvergi
slöku við. „Okkur langar að koma til
Íslands en erum ekki með plön um
það ennþá. En ég veit að The Brian
Jonestown Massacre langar einnig
mjög mikið að koma aftur til Íslands
þannig að ef það er einhver tónleika-
skipuleggjandi þarna úti að lesa
þetta þá er um að gera að hafa sam-
band.“
Goðsagnakennd Hljómsveitin The Brian Jonestown Massacre var stofnuð í byrjun tíunda áratugarins í San Francisco. Hákon er annar frá vinstri.
Á tónleikum Brian Jonestown Massacre á sér marga og dygga aðdáendur.
„Mér líkar þetta líf bara mjög vel“
Hákon Aðalsteinsson gítarleikari spilar með The Brian Jonestown Massacre á tónleikaferð hljóm-
sveitarinnar um heiminn Þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar honum bauðst starfið
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Einstaklega meðfærilegir og orkunýtnir pottar sem
henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
ICQC 2018-20