Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS BUMBLERS DÖMUSANDALAR MEÐ MJÚKU MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 VERÐ: 7.995 DÖMUSKÓR Moskvu á laugardag. Tólfan tromm- ar undir víkingaklappi og Jón Jóns- son og Frikki Dór trylla mannskap- inn í hjarta Moskvu, segir í til- kynningu frá utanríkisráðuneytinu. Það eru sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan sem bjóða stuðningsfólki landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu. Við Rauða torgið og Kreml Þar sem hið opinbera stuðnings- mannasvæði er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjóra Moskvu til að skapa íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir leik- inn fer því fram í Zaryadye-garð- inum, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Öruggast og fljótlegast er að taka neðanjarðarlest og frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye- garðinum, er hægt að taka línu núm- er 7 beint á Spartak-leikvanginn. Ferðin tekur rúmlega hálftíma. Morgunblaðið/Golli Íslenskar Tólfur Á góðri stund eftir landsleik við Króatíu á Laugardalsvelli. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil og jöfn sala hefur verið á varn- ingi tengdum íslenska karlalandslið- inu í fótbolta að undanförnu. Fyrsti leikur liðsins á HM í Rússlandi er á laugardag og ljóst virðist að lands- menn ætla að vera vel með á nót- unum í stuðningi sínum. Athygli vek- ur að alls kyns varningur er nú auglýstur til sölu; allt frá treyjum yfir í veifur, fána, bindi og slaufur. „Salan hefur aldrei verið eins góð á þessum treyjum. Við höfum ekki und- an að fylla á standana og erum núna með treyjuna bak við afgreiðslukass- ana til að flýta fyrir,“ segir Ingvi Brynjar Sveinsson, verslunarstjóri í Útilífi í Kringlunni. Opinbera lands- liðstreyjan frá Errea hefur selst afar vel nú síðustu dagana fyrir mót. Ætla má að salan nemi vel á annan tug þús- unda þó að ekkert fáist staðfest í þeim efnum. Ingvi segir að töluvert meira seljist nú en fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Þetta er eitthvað um tvöfalt meiri sala núna. Fyrstu dag- ana var 70% meiri sala en á sama tíma fyrir tveimur árum. Við gerðum stóra forpöntun og héldum kannski að hún myndi duga en höfum þurft að leggja inn tvær pantanir í viðbót,“ segir hann. Aðspurður segir hann að minnstu barnastærðirnar hafi selst upp en von sé á nýrri sendingu fyrir mótið. Þá hafa kvennatreyjurnar ekki verið fá- anlegar síðustu fjórar vikur en sömu- leiðis er von á sendingu með þeim. „Kvennalandsliðið byrjar ekki að spila í þeim fyrr en í haust og það var held ég ekki tekin ákvörðun fyrr en í maí að setja þær í framleiðslu. Þeir bjuggust kannski ekki við því að það væri svona mikill áhugi á þeim meðal stuðningsmanna.“ „Mér sýnist að stemningin sé að byggjast ótrúlega hratt upp síðustu dagana fyrir mót. Fólk er að átta sig á því hvað þetta er gríðarlega stór at- burður. Þetta verður jákvæðasta landkynning sem Ísland hefur Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfram Ísland! Eins og glögglega má sjá eru Halldór Einarsson og sam- starfsmenn hans í Henson komnir í rétta gírinn fyrir fyrsta leikinn á HM. Mikil sala á HM-treyjum – „Við höfum ekki undan“  Stuðningsmenn birgja sig upp af varningi fyrir HM nokkru sinni fengið. Hún toppar leið- togafundinn og er jákvæðari en Eyja- fjallajökulsgosið. Salan hjá okkur hefur verið eftir því mjög góð,“ segir Halldór Einarsson, íþróttavörufram- leiðandi í Henson. Henson hefur framleitt sérstaka stuðningsmannatreyju sem er seld víða ásamt ýmsum varningi. Halldór kveðst hafa selt „þúsundir treyja“, en fjölmörg fyrirtæki keyptu sérmerkt- ar treyjur fyrir starfsfólk sitt. „Við erum alls með 22 vörutegundir. Þar á meðal eru samsettar treyjur, helm- ingurinn Ísland og helmingurinn Argentína, og eins fyrir hina leikina tvo. Svo erum við með þrjár gerðir af fánum, bæði fulla stærð og svo fána til að setja á bíla og á speglana á bíl- um. Ég er fullviss um að öfugt við það sem gerðist fyrir nokkrum árum þeg- ar Íslendingar vildu ekki láta mikið á sér bera viljum við núna láta vita að við séum Íslendingar. Núna höfum við vindinn í bakið og brjóstið út og þá er í lagi að flagga,“ segir Halldór. „Ef spurningin er hvort mér finnist gaman að fara á leiki með íslenska landsliðinu á stórmótum er svarið af- dráttarlaust já.“ Þetta segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður hvort hann harmi að geta ekki farið á leiki íslenska landsliðsins. Eins og fram kom í mars síðast- liðnum verða engir af æðstu ráða- mönnum Íslands í Rússlandi þegar ís- lenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína leiki á heimsmeistara- mótinu sem hefst nú á fimmtudag. Ástæðan eru samstilltar aðgerðir gegn rússneskum yfirvöldum meðal annars vegna efnavopnaárásar sem átti sér stað í borginni Salisbury í Bretlandi en Norðurlöndin, Eystra- saltslöndin og vinaþjóðir Íslands í Nató hafa einnig tekið þátt í aðgerð- unum, með misróttækum hætti. Horfir þó auðvitað á leikina „Við vorum náttúrulega að taka þátt í aðgerðum með okkar nánustu vinaþjóðum af ástæðu. Við höfðum af því áhyggjur, og á því var skilningur, að ef við færum sömu leið og þær þjóðir þá værum við að ganga lengra því þá værum við að höggva svo stór skörð í starfsemi sendiráðsins,“ segir Guðlaugur en víða erlendis var rúss- neskum sendiráðsmönnum vísað úr starfslöndum sínum. Guðlaugur segist þó að sjálfsögðu ætla að horfa á leiki Íslands en er ekki búinn að ákveða endanlega hvar hann verður þegar flautað verður til leiks. „Nú er maður bara að leita að góðum stöðum. Mér skilst að það verði skjár þarna við Gullöldina ef veður leyfir, það hljómar spennandi“ segir Guð- laugur en hann er búsettur í Grafar- vogi. „En svo gæti verið að ég verði úti í Skaftártungu. Ég þekki ekki al- veg hvar er best að horfa á leikinn þar en heyrði þó útundan mér að í Systra- kaffi verði hægt að horfa á leikinn,“ bætir Guðlaugur við að síðustu. En hvar verður forsetinn? Eins og aðrir ráðamenn mun Guðni Th. Jóhannesson forseti ekki sækja leiki Íslands í Rússlandi en hann verð- ur í opinberri heimsókn á Hrafnseyri næsta laugardag. Þá verður hann í heimsókn í Eistlandi þegar Ísland leikur gegn Nígeríu 22. júní. „Nú er maður bara að leita að góðum stöðum“ Guðlaugur Þór Þórðarson Guðni Th. Jóhannesson Það eru ekki einungis íslenskir fót- boltamenn sem vekja á sér athygli í Moskvu þessa dagana því að fólk úr íslensku menningarlífi mun einnig láta á sér bera í kringum heims- meistaramótið í fótbolta. Þar á meðal er rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson, sem mun standa fyr- ir sögusmiðjum í bókasafni er- lendra fræða í Moskvu fyrir rúss- nesk börn og fjölskyldur. Það verður 15. júní, en þá um kvöldið verður einnig blásið til tónleika þar sem fram kemur íslenskt tónlistar- fólk; annars vegar Emiliana Torrini og The Colorist og hins vegar djass- hljómsveitin Tríó Sunnu Gunn- laugsdóttur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, segir för íslenska karla- landsliðsins í fótbolta til Moskvu vera kærkomið tækifæri til að kynna íslenska menningu. „Við leggjum sérstaka áherslu á bók- menntir og tónlist að þessu sinni – og ég er viss um að þetta verður góður upptaktur að auknum menn- ingarsamskiptum,“ segir Lilja. Íslensk menning lætur á sér bera í Moskvu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.