Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Speglun Ekkert vantaði upp á fegurðina og litagleðina þar sem bátar og hús spegluðust í sléttum sjó í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum. Náttúrunnar listaverk gleðja oft augu vegfarenda. Ómar „Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum.“ Þannig komst Þórarinn Guðna- son, formaður Læknafélags Reykjavíkur, að orði á Sprengisandi Bylgjunnar síðastliðinn sunnudag. Þar ræddi hann þá stöðu sem upp er kominn í heilbrigðiskerfinu. Óvissa er um hvort og þá með hvaða hætti rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sér- fræðilækna verði endurnýjaður þegar hann rennur út um komandi áramót. Samkvæmt ákvörðun heil- brigðisyfirvalda hafa nýir læknar ekki fengið aðild að samningnum þrátt fyrir að skortur sé á sér- fræðilæknum m.a. í gigtar- lækningum, hjartalækningum, öldr- unarlækningum, taugalækningum, húðlækningum og svæfingalækn- ingum. Hagsmunir hinna sjúkratryggðu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur lýst því yfir að ákvörðun heilbrigðis- ráðherra um að nýir læknar komist ekki á rammasamning Sjúkratrygg- inga, gangi gegn lögum. Allt frá því að Steingrímur Ari tók við starfi forstjóra Sjúkratrygg- inga hefur hann lagt áherslu á að heilbrigð- isþjónustan sé skipu- lögð út frá hags- munum hinna sjúkra- tryggðu og gera eigi allt til að standa vörð um réttindi þeirra. Anna Björnsdóttir taugalæknir fær ekki aðild að rammasamn- ingnum. Hún er með sérmenntun í park- insonsjúkdómi og öðr- um hreyfiröskunum. „Ég hef lokið 12 árum af formlegu háskólanámi til að sérmennta mig í meðferð parkinsonsjúklinga, nú síðast á Duke-háskólasjúkrahúsinu í Banda- ríkjunum,“ skrifaði Anna í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 6. júní síðast- liðinn. Í bréfinu vekur Anna athygli á því að heilbrigðisráðuneytið hafi hafnað því að hún fái að starfa hér á landi samkvæmt samningi sér- fræðilækna við að sinna parkinson- sjúklingum og öðrum taugasjúk- lingum: „Þetta var gert án þess að taka tillit til fyrirliggjandi gagna frá Landlækni um skort á taugalækn- um, álits Sjúkratrygginga um að brýn þörf væri á taugalæknum og raka minna og annarra taugalækna. Ég hef ekki áhuga á málaferlum til að geta sinnt mínum sjúklingahópi á Íslandi. Það er ósanngjarnt að fólk þurfi að bíða svo mánuðum skipti til að komast til læknis eða að ákveðnir sjúklingahópar þurfi að bera meiri kostnað af sínum lækn- isheimsóknum því að ráðuneyti þitt hefur ákveðið að hætta aðkomu rík- isins að kostnaði við lækn- isheimsóknir til nýrra sérfræði- lækna, óháð þörf á þjónustu þeirra.“ Vondir ráðgjafar Heilbrigðisráðherra vill fara aðr- ar leiðir en að nýta þekkingu sjálf- stætt starfandi sérfræðilækna. Efla á göngudeild Landspítalans og ráða fleiri taugalækna þar til starfa. Tómas Guðbjartsson, hjartalækn- ir á Landspítalanum, segir ráðherra hins vegar byrja á röngum enda. Hann skrifar á fésbókar-síðu sína 6. júní: „Hugmyndin að efla göngudeild- arþjónustu er í sjálfu sér ekki slæm – en því miður algjörlega óraunhæf í því aðstöðuleysi sem nú ríkir á LSH.“ Tómas bendir á að sjálfstæður stofurekstur lækna henti vel til að sinna parkinsonsjúklingum: „Síðan má ekki gleyma því að flestir læknar sem reka stofur gera það í samvinnu við aðra lækna úr ýmsum öðrum sérgreinum, sjúkra- þjálfara og hjúkrunarfræðinga – sem auðveldar þverfaglega nálgun. Um leið er rekstrarkostnaði haldið niðri og starfsmenn geta haft meiri áhrif á starfsemina og stuðlað að eigin starfsánægju.“ Tómas segist ekki í vafa um að ráðherra vilji vel en „í þessu til- tekna máli er hún með lélega ráð- gjafa – einstaklinga sem virðast í stríði við lækna“: „Slík nálgun getur aldrei talist vænleg til árangurs – og bitnar á þeim sem síst skyldi – sjúklingum.“ Stjórn Læknafélags Íslands [LÍ] hefur lýst þungum áhyggjum af stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa. Þjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðilækna byggist á samningi Læknafélags Reykjavíkur við Sjúkratryggingar Íslands. Í ályktun stjórnar LÍ er bent á að slíkan samning megi rekja allt aftur til ársins 1909 við stofnun fyrsta sjúkrasamlagsins. Samkvæmt fyrirmælum heilbrigð- isráðuneytisins hafi ákvæði gildandi samnings um nýliðun sérfræði- lækna ekki verið virt: „Án slíkra samninga um sér- hæfða heilbrigðisþjónustu er hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heil- brigðiskerfi, þekking og þjónustu- stig dali og upp komi viðvarandi læknaskortur á mikilvægum sviðum nútíma læknisfræði.“ Tvöfalt kerfi og jafnaðar- mennska Stjórn LÍ bendir á að afleiðingar þess að virða ekki ákvæði samninga um nýliðun sé sú að læknum í ýms- um sérgreinum hafi fækkað sem leiði til „skorts á sérhæfðri þjón- ustu við langveika sjúklinga, töf á greiningum alvarlegra sjúkdóma, óviðunandi eftirfylgni á meðferð og skorts á meðferðarúrræðum“. Gengið sé gegn atvinnufrelsi lækna og öryggi sjúklinga ógnað: „Virk endurnýjun í læknastétt og aðgengi að nægjanlegum fjölda sér- fræðilækna hérlendis á öllum svið- um læknisfræðinnar er þjóðarör- yggismál.“ Í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins bendir Þórarinn Guðnason á hið augljósa; læknisfræðin er þekking- ariðnaður. Ákvörðun heilbrigðis- yfirvalda að stöðva nýliðun sér- fræðilækna hafi áhrif á framþróun í heilbrigðiskerfinu. Þórarinn er ekki sá eini sem hefur áhyggjur. Það hefur verið styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins að læknar fari í sérnám til annarra landa og snúi til baka með dýrmæta þekkingu. Þeg- ar yfirvöld heilbrigðismála koma í veg fyrir að sérfræðilæknar hafi samning við Sjúkratryggingar, er grafið undan styrkleika heilbrigðis- kerfisins. Íslenskir sérfræðilæknar geta ekki snúið heim að loknu löngu námi. Hverjum er verið að þjóna? Ekki hinum sjúkratryggðu. „Sjúkling- arnir eru ekkert að hverfa,“ sagði Arna Björk Kristinsdóttir, sérfræð- ingur í húð- og kynsjúkdómalækn- ingum, í samtali við Vísi fyrir skömmu. Henni var neitað um að komast á rammasamning sér- fræðilækna. Afleiðingin: „Biðlist- arnir lengjast og bráðamóttakan er yfirfull.“ Hægt og bítandi verður til tvöfalt heilbrigðiskerfi með einkareknu sjúkratryggingakerfi. Efnafólk mun nýta sér þjónustu sjálfstætt starf- andi sérfræðinga en við hin þurfum að skrá nöfn okkar á biðlista í þeirri von að við fáum nauðsynlega þjón- ustu innan veggja ríkisins áður en það verður of seint. Þetta er sann- arlega jafnaðarstefna sem kennd er við þann sem býr í því neðra. Eftir Óla Björn Kárason » Þegar yfirvöld heil- brigðismála koma í veg fyrir að sérfræði- læknar hafi samning við Sjúkratryggingar, er grafið undan styrkleika heilbrigðiskerfisins. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.