Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Sú var tíðin að ís- lenskir stjórnmála- menn gerðu sér grein fyrir að þjóðin var fá- menn og herlaus. Við stofnun lýðveldisins var lýst yfir ævarandi hlutleysi. Í samræmi við það forðaðist lýð- veldið að blanda sér í óleysanlegar og ill- vígar deilur í fjar- lægum heimshlutum. Þess í stað stóð hún sem einn maður vörð um lífshagsmuni þjóðarinnar, t.d. í landhelgisdeilum. Um þetta var aldrei teljandi ágreiningur. Því þótti Ísland ákjósanlegur vettvangur fyr- ir friðarviðræður stórveldanna, þrátt fyrir að landið væri í Nató. Með þessum hætti skóp þjóðin sér virðingu og lagði í raun meira til mála en ýmsir sem skóku vopn. Það er því ekki einskær heppni að Ís- lendingar eiga sér ekki óvinaþjóðir, þvert á móti hafa margar reynst okkur velviljaðar þegar á hefur reynt. Að öðrum ólöstuðum ber ekki síst að nefna Rússa. Hrossakaup við val á ráðherrum er ekki gallalaus aðferð. Æskilegt væri að utanríkisráðherrar þekktu sæmilega til sögu þjóðarinnar, þ.m.t. samskipta Íslands við önnur lönd, en á því hefur verið afleit brota- löm. Enginn stjórn- málamaður hefur skýr- ara umboð frá þjóðinni en forsetinn, sem kos- inn er beinni kosningu af henni sjálfri. Ég vil því hvetja okkar ágæta forseta Guðna Th. Jó- hannesson til að hafa að engu bann utanríkis- ráðherrans við því að fyrirsvarsmenn þjóð- arinnar fylgi strákunum okkar á HM, þeir eiga það skilið. Þjóðin er stolt af strákunum okkar, sem hafa háleitari markmið en að verða leik- soppar í hráskinnaleik stórvelda. Kæri forseti Eftir Sigurð Þórðarson Sigurður Þórðarson »Enginn stjórn- málamaður hefur skýrara umboð frá þjóð- inni en forsetinn, sem kosinn er beinni kosn- ingu af henni sjálfri. Höfundur starfar við blaða- mennsku siggi@ginseng.is Svo bar við fyrir nokkru síðan að Ísrael vann Söngkeppni evr- ópskra sjónvarps- stöðva. Úrslitin voru ekki fyrr kunn en margir af helstu net- tröllum, kjaftöskum netheima og aðrir hófu upp rödd sína og af heil- agri vandlætingu lýstu þeirri skoðun sinni að Ísland ætti ekki að taka þátt í keppninni að ári sem fram fer í Ísrael. Ef ég skil þetta rétt þá er þetta fólk ekkert á móti þessari keppni per se heldur á móti Ísrael og Ísraels- mönnum. Efnt var til undirskrifta- söfnunar á netinu þar sem þátttaka er að stórum hluta frá útlöndum, meðal annars frá fjarlægum löndum eins og Indónesíu þar sem 90% landsmanna eru múslimar, eingöngu 10% kristnir og engir gyðingar, búið að drepa þá alla eða flæma þá burt. Netið og Fésbókin Eins og vanalega þegar „lækin“ og kjaftavaðallinn fór að streyma inn á netið fór hluti af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar strax á taugum. Núna var það stjórn eða hluti stjórnar RÚV sem kosin er af Alþingi og sumir svignuðu eins og lauf í vindi undan „læk“- storminum. Stjórn RÚV er ekkert smá stjórn, 10 aðalmenn og 10 vara- menn. Í hasti var ákveðið að eyða tíma stjórnarinnar í að ræða á stjórn- arfundi „áskoranir einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva“. Af frétt- um af málinu að dæma má ætla að „málið“ verði rætt á nokkrum stjórnarfundum í sumar og fram eftir hausti. Spurning Nú spyr ég sem einn af um 330.000 eigendum fjölmiðils allra landsmanna: Hefur stjórn RÚV ekkert betra við tíma sinn að gera? Hvað með að ræða fjárhag, skuldaklafa, starfsmannamál, stefnumótun, afnota- gjöld, auglýsingatekjur, dreifikerfi og áætlana- gerð eins og venjuleg- um stjórnum er ætlað að gera? Af fréttum undanfarin ár að dæma virðist ekki vanþörf á að ræða þau mál. Kjarni þessarar greinar Þá er komið að kjarna þessarar grein- ar. Úr því að stjórn RÚV ætlar að sökkva sér ofan í þetta stóra „læk“- mál og eyða tíma sínum í umræðu um að kannski eigi RÚV að hunsa Ísrael og Ísraelsmenn þegar kemur að næstu Söngvakeppni, er ekki rétt að stjórnin komi hið snarasta saman og ræði útsendingar RÚV frá HM í Rússlandi á sömu nótum? Hvers vegna? Jú, Rússar hafa á mjög skömmum tíma ráðist inn á Krím- skaga og þeir hafa ráðist inn í Austur- Úkraníu. Í reynd lagt hvoru tveggja undir sig. Mjög umdeild mál sem hafa kostað það að Rússar eru nú beittir viðskiptaþvingunum. Leikirnir á HM verða að minnsta kosti 3 hjá íslenska liðinu. Sá fyrsti 16. júní næstkomandi. Ef stjórninni tekst ekki að ræða HM-málið fyrir fyrsta leik þá er næsti leikur ekki fyrr en 22. júní og sá síðasti í riðlinum 26. júní, svo nægur er tíminn til að hætta við útsendingu frá HM, alla eða að hluta. RÚV – áskorun til stjórnar Eftir Magnús Magnússon »Núna var það stjórn eða hluti stjórnar RÚV sem kosin er af Al- þingi og sumir svignuðu eins og lauf í vindi und- an „læk“-storminum. Magnús Ægir Magnússon Höfundur er rekstrarhagfræðingur og söngelskur fótboltaaðdáandi. Stormfuglar Einars Kárasonar er grípandi skáldverk, dregið snilldartaki úr söltum veruleikanum. Í les- málinu er titringur úr skrokki togarans þeg- ar vélin og brotsjóirnir takast á. Frásagan er þétt og hvíldarlaus, flæðir og brýst áfram án hiks og miskunnar. Einar hefur föst tök á öllu og hefur kynnt sér og rifjað upp það sem máli skiptir á vettvanginum um borð. Það er engin leið að hætta fyrr en lokið er, hverfa inn í söguna og hrökkva loks upp og varpa önd- inni. Hér er allt eins og var um borð forðum, knappt, stöðugt haldið áfram, harkalegt. Hér eru átakamiklar en ljómandi myndir úr íslenskum veruleika. Skyndimyndum er brugðið upp af mönnum og þjóðlífi. Í örstuttu máli er lífsbjörg Íslendinga lýst, togara- veiðunum sem lyftu þjóðinni upp til nútíma og velsældar. Hér er lífs- baráttan hlífðarlaus og slík var hún á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959. Höfundur segir í skýringu að þar sé kveikja verksins. Enn eru þeir til sem heyrðu af þessu strák- ar, til dæmis á öðrum togara á þessum sömu miðum tæpu einu og hálfu ári síðar. Margt var um þessa atburði tal- að þá, sögur raktar nákvæmlega og hugleitt hvað kynni að hafa gerst þar sem engir voru til frásagnar, vegið, metið og lært. Það kom svip- ur á menn þegar þess var minnst að björgunarbátunum var sleppt og sérstaka aðdáun vöktu einurð og þrek meistarans við að sjóða davíðurnar af. Þessir menn voru hetjur. Það ljómaði um nöfn þeirra. Enn er eftir að reisa þeim minnisvarða, en þessi bók Einars Kárasonar er skjöldur á þann varða. Þessir menn urðu mikilvægar fyrir- myndir. Flotinn þekkti auðvitað vél- stjórana, snillingana sem allt gátu og kunnu, og kallana, skipstjórana sem aldrei virtust þurfa svefn. Ljóðelskur og hrjúfur bátsmaðurinn með krumluna og rakspírann, stýrimennirnir, loft- skeytamaðurinn með bókmennt- irnar, netamennirnir, lestarmenn- irnir og hinir hásetarnir, kokkarnir; – svo fáorðar og skarpar sem lýs- ingar Einars eru stíga þessir menn fram eins og gamlir kunningjar. Og ekki gleyma þessu: kaffið, neftób- akið, sígarettan, brennivínið... Og eins og Færeyingarnir á flotanum sögðu: Ófullur Íslendingur er alltaf lokaður inni í brynju. Þessa bók eiga allir uppvaxandi Íslendingar að lesa – og fá orða- skýringar með enda eru hér stór- fróðlegar lýsingar á aðstöðu, vinnu- brögðum og veiðarfærum. Hvar væri þjóðin ef ekki væri skips- skrúfan, botnvarpan og rafmagnið? Stormfuglar Einars Kárasonar er hrífandi skáldskapur í knappasta og harðneskjulegasta móti. Hér eru leifturmyndir sem sýna hugsunar- hátt, seiglu, mennsku, harðneskju á ytra borði, orðfæri og viðmót. Hér er slegið ljósi á viðbrögðin og á vandann við að ná sér aftur eftir á... Hugmyndin um áfallahjálp var ekki til. Þessir menn hefðu bölvað öllu slíku. Sögumaður kveðst vera nafni togarans. Sagan er samþjöppuð endurminning hans. Að nokkru blandast vitund hans í frásögunni við yngsta manninn um borð, sem nefndur er Lárus. Föður Lárusar er lýst og örstutt vikið að móður hans og öðrum konum í landi. Auk Lárusar stígur bátsmaðurinn sterk- ast fram, hetjudáð hans, ævikjör og örlög í viðjum sem honum eru sett. Sögumaðurinn lýkur verkinu með þessum orðum: „enn sé ég á nótt- um sjálfan mig koma þannig upp með þeim hinum í trollinu“. Erfiðir draumar og martraðir fylgja því að þessi reynsla losar aldrei takið. Sagan er kafli í þroska- og mót- unarsögu ungs manns og heillar þjóðar. Hún á sterkt erindi við okk- ur, nú þegar langt er liðið frá og allar lífsaðstæður eru breyttar. Það er hægt að hugleiða ýmsar sam- svaranir við þetta verk. En það stendur alveg eitt undir sér. Hér er geisli sem skellur inn í kvikuna. Í ískaldri andrá bregður Einar Kára- son upp myndinni af Íslending- unum. Þessi bók er sönn – hún er ekta. Sönn – ekta Eftir Jón Sigurðsson » Stormfuglar Einars Kárasonar er gríp- andi skáldverk, dregið snilldartaki úr söltum veruleikanum. Þessa bók eiga allir uppvax- andi Íslendingar að lesa. Jón Sigurðsson Höfundur er fv. skólastjóri. jsi@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Dag einn verður kominn tími á Miele. Meðhöndlaðu leirtauið þitt á besta mögulega hátt sem völ er á. Treystu Miele uppþvottavélum, sem innihalda upprunalegu 3D hnífaparaskúffuna, til verksins. Fyrir allt sem þér þykir virkilega vænt um. Miele. Immer Besser. Frítt þvottaefni í 1 ár* * Eirvík gefur frítt þvottaefni í töfluformi, 15x20 Miele UltraTabs Multi. Gildir frá 01.05.2018 – 30.04.2019 og er ársnotkun miðuð við 300 þvotta á ári. miele.com atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.