Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Við stofnendur Víðis ehf., sem rek- ið hefur 5 matvöruverslanir á höfuð- borgarsvæðinu undir sama nafni, höfum frá og með deginum í dag hætt rekstri þeirra,“ segja Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir í yfirlýsingu sem barst Morgun- blaðinu í gærkvöldi. Þau segja að því miður hafi rekstur verslananna ekki gengið sem skyldi, „enda erfitt að keppa við aðila sem hafa mark- aðsráðandi stöðu á grundvelli stærðar og stuðnings frá helstu líf- eyrissjóðum landsins,“ eins og þau orða það. Þá segja þau einnig að mikið ójafnvægi ríki í rekstrar- og innkaupaumhverfi stórra og smárra fyrirtækja. Ekki kemur fram í yfir- lýsingunni hvort fyrirtækið hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum eins og sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um síðan fyrir helgi. „Við fengum upplýsingar frá starfsmanni Víðis sem leitaði til okkar í gær. Starfsmenn höfðu fengið tölvupóst seint í fyrrakvöld frá forsvarsmönnum Víðis um að búið væri að loka fyrirtækinu, sem væri á leið í gjaldþrot, og þeim ráð- lagt að leita til VR,“ segir Þorsteinn Skúli Sveinsson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn Skúli vill þó taka fram að upplýsingarnar séu óstaðfestar þar sem VR hafði enn ekki fengið umræddan tölvupóst í hendur. Eigendur Víðis hætta rekstri 5 matvöruverslana  Fyrirtækið á leið í gjaldþrot, segir í pósti til starfsmanna Morgunblaðið/Kristinn Víðir Matvöruverslanirnar hafa verið lokaðar frá því í síðustu viku. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Birgir Ármannsson, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, veitti leyfi fyrir myndatöku í þingflokks- herbergi Sjálfstæðisflokksins af ber- brjósta konum í tilefni af listgjörn- ingnum Demoncrazy á Listahátíð Reykjavíkur. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, for- seta Alþingis, við fyrirspurn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Spurði Sig- mundur einnig hver hefði veitt leyfi fyrir því að konurnar gengju „hálf- naktar“ út úr Alþingishúsinu með svipuðum hætti og þingmenn gera við þingsetningu. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþing- is og er það sömuleiðis athuga- semdalaust af hálfu forseta,“ segir í svari Steingríms, sem setti einnig listgjörninginn í samhengi. „Rétt er að minna á í þessu sambandi að list- viðburður þessi og gjörningur er í beinu samhengi við þá vakningu sem konur víða um heim, og einnig á Ís- landi, hafa hrundið af stað undir for- merkjunum „Ég líka“ og hefur m.a. leitt til þess að Alþingi hefur nú breytt siðareglum sínum og einnig haldið rakarastofuviðburð, hvort tveggja í því skyni að vinna gegn hvers kyns kynbundnu áreiti, kyn- bundnu ofbeldi, einelti og annarri óá- sættanlegri hegðun.“ Sigmundur vildi einnig vita hvort aðrir hópar mættu vænta þess að geta fengið leyfi fyrir sams konar viðburðum óháð því hvort forseti Al- þingis væri fylgjandi málstað þeirra eða ekki. Sagði Steingrímur hann enga afstöðu taka til boðskapar lista- mannanna heldur réðu almenn sjónarmið um það hvort Alþingi ætti að leggja atburði sem þessum lið sitt. „Væntanlega yrðu sömu viðhorf uppi ef eftir einhverju sambærilegu yrði leitað í framtíðinni og aðstæður að öðru leyti sambærilegar. Vonandi verður aldrei farið inn á þá braut að láta einhvers konar listpólitíska íhlutun eða afstöðu ráða för heldur almenn sjónarmið.“ Engin áhrif á klæðaburð Sigmundur vildi vita hvort þetta myndi hafa áhrif á reglur um klæða- burð alþingismanna og svaraði Steingrímur því neitandi. „Þessi list- viðburður er rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína á þingstað óviðkom- andi með öllu.“ „Hálfnöktu“ konurnar höfðu leyfi  Þingflokksformaður, forseti og skrifstofustjóri Alþingis leyfðu listgjörninginn Í ályktun sem bæjarstjórn Akra- ness samþykkti í gær er skorað á Reykjavíkurborg og ríkið að hefja án tafar undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem bæti umferð til og frá höfuðborginni og auki um- ferðar- og almannaöryggi. „Að- gerðaleysi og umkenningaleikur Reykjavíkurborgar og ríkisins hef- ur staðið of lengi og tími er kom- inn á aðgerðir með hagsmuni borg- arbúa og Íslendinga allra að leiðar- ljósi,“ segir í ályktuninni. Bæjarstjórnin segir að í mál- efnasamningi Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, sem birtur var í gær, komi fram að nýr meirihluti spanni breitt pólitískt litróf með fjölbreytta sýn og ólíkar áherslur en sameinist um hags- muni og lífsgæði borgarbúa og skynsamlega uppbyggingu Reykja- víkur til framtíðar. „Bæjarstjórn Akraness vill minna borgarfulltrúa á að í Reykjavíkurborg er miðstöð opinberrar stjórnsýslu, helstu stofnana á sviði menntunar og heil- brigðisþjónustu á Íslandi og þar er einnig helsta inn- og útflutnings- gátt landsins. Reykjavík er höfuð- borg Íslands og því ber borgar- fulltrúum að hugsa um og taka tillit til hagsmuna og lífsgæða allra landsmanna.“ Gríðarlegt hagsmunamál Þá segir bæjarstjórnin að sam- göngur til og frá höfuðborginni séu gríðarlegt hagsmunamál þeirra sem sækja vinnu, nám og þjónustu til höfuðborgarinnar og því séu það mikil vonbrigði að ekki skuli vikið einu orði að lagningu Sundabraut- ar í málefnasamningi nýs meiri- hluta í Reykjavík. Það hafi legið fyrir um langt skeið að núverandi vegtenging að norðan og vestan inn í borgina sé algerlega ófull- nægjandi og undanfarin 20 ár hafi verið umræða um og unnið að til- lögum um lagningu Sundabrautar án þess að málið hafi þokast áfram. Í annarri ályktun bæjarstjórnar Akraness í gær er hvatt til þess að auknum fjármunum sé varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðar- öryggi og greiða för. Núverandi ástand vegarins sé með öllu óá- sættanlegt og öryggi vegfarenda sé teflt í tvísýnu. Skagamenn gagnrýna borgarstjórn  Sakna Sunda- brautar í nýjum mál- efnasamningi Þó að borgarbúar sjái ekki mikið til sólar þessa dagana þá nýtur fólk engu að síður útiveru í þokkalegu sumarveðri. Þessar tvær mannverur mættust á hjólum sínum við Reykjavíkurtjörn í miðbænum þar sem dulúðlegt mistur sveipaði umhverfið ævintýralegum blæ. Allt er orðið grænt og gróið í borginni en margir orðnir lang- eygir eftir þeiri gulu, blessaðri sólinni, sem flest- ir þrá að láta verma sig fáklædda utandyra. Hjólafákar liðkaðir í mistrinu við Reykjavíkurtjörn Ljósmynd/Ómar Óskarsson Útiveru notið þó að lítið sé um sólskin í borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.