Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 3
Kaupskil og fjárfestingafélag í stýringu Attestor Capital LLP hyggjast selja hluti í Arion banka í alþjóðlegu útboði.
Markmið útboðsins er að gera Arion banka kleift að uppfylla skilyrði Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm um
dreifingu hlutafjár, að auka við breidd hluthafahópsins og að félagið verði ákjósanlegur fjárfestingarkostur á
eftirmarkaði auk þess sem seljendur horfa til þess að selja eign sína á sem hagstæðustu verði.
Grunnstærð útboðsins er að lágmarki 452.500.000 en að hámarki 724.000.000 hlutir (hlutafé eða
heimildarskírteini) eða sem nemur 25,0–40,0% af útistandandi hlutafé í bankanum. Seljendur geta tekið
ákvörðun um að selja 67.875.000–108.600.000 hluti til viðbótar til að mæta mögulegri umframeftirspurn
sem þýðir að heildar söluandvirði yrði að lágmarki 35,4–41,1 milljarðar króna.
Útboðið nær til áður útgefinna hlutabréfa, hvort sem þau eru í formi hlutafjár eða heimildarskírteina,
og skiptist í þrennt:
1. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta
2. Almennt útboð til sænskra fjárfesta
3. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum
Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður á bilinu 68–79 kr. á hlut. Seljendur munu
taka einhliða ákvörðun um úthlutun en gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðs verði birtar opinberlega
15. júní 2018.
Helstu skilmálar almenns útboðs á Íslandi
• Hver áskrift að andvirði 150.000–15.000.000 kr.
• Tekið við áskriftum á vef Arion banka frá 31. maí 2018 kl. 12.00 til 13. júní 2018 kl. 15.00
• Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á útboðstímabilinu
• Aðstoð vegna almenna útboðsins má nálgast hjá verðbréfaráðgjöf Arion banka í síma 444 7000
og á tölvupóstfanginu arion-utbod@arionbanki.is.
Útboðið er með fyrirvara um að hlutir í bankanum verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland
og hlutir í formi heimildarskírteina á Nasdaq Stockholm en báðar kauphallir hafa samþykkt skráninguna með
fyrirvara um að kröfum um dreifingu hlutafjár verði náð. Gert er ráð fyrir að kauphallirnar birti opinberlega
endanlegt samþykki sitt þann 15. júní 2018. Eindagi kaupverðs í almenna útboðinu er áætlaður 18. júní 2018
og er gert ráð fyrir að skilyrt viðskipti geti hafist 15. júní 2018. Með skilyrtum viðskiptum er átt við viðskipti
sem eru háð þeim fyrirvara að hlutirnir (hvort sem þeir eru í formi hluta eða heimildarskírteina) verði teknir
til viðskipta.
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er bindandi við lok
útboðstímabilsins. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um Arion banka og skilmála
útboðsins í lýsingu bankans dagsettri 31. maí 2018 og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti.
Fjárfestingabankasvið Arion banka ásamt Carnegie, Citigroup og Morgan Stanley hafa umsjón með
útboðinu en Deutsche Bank, Goldman Sachs International, Handelsbanken Capital Markets, Íslandsbanki,
Landsbankinn og Fossar eru einnig söluaðilar í útboðinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um Arion banka, hlutabréf bankans og skilmála útboðsins má finna í lýsingu bankans sem
dagsett er 31. maí 2018 og birt er á arionbanki.is/IPO. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði. Innbundin
eintök af lýsingunni má nálgast hjá Arion banka í Borgartúni 19, Reykjavík.
Heildarfjöldi útgefinna hluta í Arion banka er 2.000.000.000 og á bankinn 190.000.000 hluti.
Hver hlutur er 1 króna að nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti með
hlutina verða í íslenskum krónum í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu ARION (ISIN: IS0000028157)
en viðskipti með heimildarskírteini verða í sænskum krónum í kerfum Nasdaq Stockholm undir auðkenninu
ARIONs (ISIN: SE0010413567).
arionbanki.is
Alþjóðlegt útboð á
hlutabréfum íArion banka
Almennu útboði lýkur í dag kl. 15.00