Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018SJÁVARÚTVEGUR Nýleg rannsókn bendir til þess að samkeppnishæfni íslensks sjávar- útvegs sé með besta móti, ef miðað er við svokallaðan FPI-mælikvarða. „FPI, Fishery Performance Indica- tor, er mælitæki sem þróað var hjá Alþjóðabankanum af James L. Anderson sem í dag er prófessor við Flórídaháskóla. Um er að ræða n.k. samkeppnishæfnivísi sem met- ur árangur sjávarútvegs og hjálpar til við að koma auga á þau svið þar sem eru tækifæri til að gera bet- ur,“ segir Ögmundur H. Knútsson, dósent við viðskipta- og raunvís- indasvið Háskólans á Akureyri. Ögmundur var umsjónarmaður Róberts Inga Tómassonar sem lauk fyrir skemmstu BSc-námi í sjávar- útvegsfræði frá HA og skrifaði lokaritgerð um samkeppnishæfni íslensks þorsks skv. FPI-mælingu. Til að framkvæma FPI-greiningu þarf að skoða fjölmargar víddir í starfsemi sjávarútvegsins og hægt að afmarka við land eða landshluta, ákveðnar tegundir veiða eða til- teknar fisktegundir. Rannsókn Ró- berts Inga einblíndi á þorskveiðar, en Ögmundur segir hægt að nota niðurstöðurnar til að álykta al- mennt um veiðar á öðrum teg- undum. Margir mikilvægir þættir „Afla þarf gagna um fimm meginþætti sem síðan skiptast í marga undirþætti,“ útskýrir Ög- mundur. „Meginþættirnir eru þjóð- hagrænir þættir (e. macro factors), s.s. umhverfisáhrif og ábyrg stjórn- un fiskveiða; réttindi og skyldur (e. property rights and responsibility) sem skoðar með hvaða hætti út- gerðir geta nýtt sér tegundir og ráðstafað aflaheimildum; sam- félagsleg áhrif (e. co-management) sem metur t.d. samfélagslega stöðu fólks sem starfar í sjávarútvegi og möguleika greinarinnar til að hafa áhrif á stjórnun fiskveiða; stjórnun (e. management) mælir t.d. hversu vel stjórnkerfið safnar gögnum og sinnir vísindalegum rannsóknum; og loks er lífsviðurværi (e. post- harvest), þ.m.t. hve auðvelt er að afla tekna af sölu fiskafurða og hvort góðir innviðir séu til staðar sem veita aðgengi að verðmætari mörkuðum.“ Öllum undirþáttum meginþátt- anna fimm er gefin einkunn á bilinu frá 1 til 5 og eftir ákveðnum aðferðum er síðan reiknað út með- altal fyrir hvern meginþátt. „Af þessum gögnum má síðan leiða hver áhrif fiskveiðanna eru hvað snýr að umhverfis-, efnahags- og samfélagslegum þáttum, og leggja mat á t.d. hversu vel varan kemst á markaði sem skila sem bestum hagnaði, hve mikla áhættu greinin býr við og hvernig launþegar og samfélag njóta góðs af veiðunum.“ Vísbendingar sem byggja má á Ögmundur segir FPI ekki galla- laust mælitæki, en hafi samt fjöl- marga kosti. „Að mínu viti er þetta besta verkfærið sem komið hefur fram til þessa til að meta árangur sjávarútvegsins heilt yfir. Fram til þessa höfum við, þegar við mælum frammistöðu greinarinnar, einblínt á einstaka þætti, s.s. sjálfbæra nýt- ingu auðlindarinnar eða fjárhags- lega frammistöðu, en FPI gerir okkur fært að meta líka hvort veið- ar og vinnsla eru t.d. að skila sem flestum hagsmunaaðilum heilbrigð- um hagnaði, góðum lífskjörum og heilbrigðara samfélagi.“ Afraksturinn af vinnu Róberts Inga verður sendur til Andersons og félaga sem munu rýna í gögnin og að öllum líkindum bæta þeim við alþjóðlegan FPI-upplýsingagrunn. Bendir Ögmundur á að sumir hlut- ar mælingarinnar byggist á tölum sem fengnar eru beint frá opinber- um aðilum en aðrir hlutar byggist á huglægu mati og viðtölum við fólk í greininni. „Við reiknum með að teymi Andersons muni vilja fá nán- ari skýringar á ákveðnum atriðum, og tryggja að niðurstöðurnar séu áreiðanlegar og vandaðar áður en þær fara inn í þeirra gagnabanka,“ segir Ögmundur. Má gera betur á sumum sviðum Niðurstöðurnar benda til þess að sjávarútvegur hér á landi, eða all- tént veiðar á þorski, standist hæg- lega samanburð við þau lönd sem hafa komið best út úr þeim FPI- mælingum sem gerðar hafa verið til þessa. „Við fengum yfirlit yfir meðaltalseinkunnir tíu bestu þjóð- anna og meðaltal allra mældra landa og í samanburði við þessar tölur kemur Ísland mjög vel út,“ útskýrir Ögmundur. „Eru veikleik- arnir helst á sviði samfélagslegra þátta, þar sem m.a. dregur niður einkunn íslenskra þorskveiða að eignarhaldið í greininni skuli ekki vera í meira mæli í höndum heima- manna á hverjum stað; og á mark- aðshliðinni þar sem atriði á borð við fjölda kaupenda og gæði innviða hafa neikvæð áhrif.“ Ögmundur bætir við að að- ferðafræði FPI sé ekki óumdeil- anleg, og þó svo að um mjög gagn- legt tæki sé að ræða verði að meta sumt í niðurstöðum mælingarinnar með fyrirvara. „Á það t.d. við um þann hluta sem mælir stöðu kynjanna í greininni en þar væri eina leiðin til að skora 5 og fá fullt hús stiga ef einungis konur störf- uðu við veiðar og vinnslu – og það finnst okkur pínu ósanngjarnt.“ Samkeppnishæfnivísir getur sýnt hvar greinin stendur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is FPI-mæling leiðir í ljós veikleika sem snúa að samfélags- legum atriðum og markaðsmálum. Að öðru leyti fær samkeppnishæfni þorskveiða á Íslandi góða einkunn á flestum sviðum borið saman við önnur lönd. Samanburður á meðaltali allra, Íslands og efstu 10 fi skveiðistjórnunarkerfa innan FPI með hliðsjón af umhverfi s-, efnahags- og samfélagslegum þáttum FPI-Meðaltal Ísland FPI-Meðaltal efstu 10 FPI-Meðaltal allra Samkeppnishæfnivísir þorskveiða Heilbrigði stofna (Stock health) Skilvirkni veiða (Harvest Performance) Fjárhagslegur ávinningur veiða (Harvest Assets Performance) Áhætta (Risk) Viðskipti (Trade) Afurðaform (Product Form) Fjárhagsleg ávinningur eftir veiðar (Post-Harvest Asset Perfomance) Árangur stjórnunar (Managerial Returns) Árangur vinnuafl s (Labor Returns) Heilbrigðis- og hreinlætismál (Health and Sanitation) Samfélagsþjónusta (Community Services) Staðbundið eignarhald (Local Ownership) Staðbundið vinnuafl (Local Labor) Frami (Career) Róbert Ingi Tómasson Ögmundur Knútsson Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Aukið eignarhald heimamanna er meðal þess sem myndi bæta matið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.