Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 15FÓLK
Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til hádegisverðar-
fundar um samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja fyrr í vikunni. Rætt
var um gengi krónunnar, áskoranir á vinnumarkaði, samkeppnismál og reglu-
verk, þróun skattbyrði fyrirtækja, menntastefnu fyrir atvinnulífið og leiðir til
að gera betur. Þá voru niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda
400 stærstu fyrirtækja landsins birtar á fundinum
Kastljósi beint að samkeppnisstöðu fyrirtækja
Fundurinn fór fram í Háteigi á Grand hótel Reykjavík.
Heiðrún Lind Mar-
teinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sam-
taka fyrirtækja í
sjávarútvegi, var
meðal þátttakenda.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahags-
ráðherra, í pontu.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, stýrði
pallborðsumræðum.
Ásdís Kristjánsdóttir,
forstöðumaður efna-
hagssviðs SA, var
meðal frummæl-
enda.
Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menn-
ingarmálaráðherra,
tók þátt í pallborðs-
umræðum.
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
Vantar fyrirtækið þitt gæða
prentefni? Við bjóðum fjöl-
breyttar lausnir hvort sem er í
offset eða stafrænt. Komdu við
í kaffisopa og við finnum leið
sem hentar best hverju sinni.
PRENTVERK