Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 13SJÓNARHÓLL
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.
BÓKIN
Richard Brooks beinir kastljósinu að
þeirri merkilegu staðreynd hvað
fjögur stærstu endurskoðunarfyrir-
tæki heims, PwC,
Deloitte, EY og
KPMG, eru orðin
áhrifarík í alþjóða-
hagkerfinu. Í sjálfu
sér ætti starf endur-
skoðandans að vera
frekar óspennandi
og ekki svo flókið,
en þeir sem starfa
nálægt toppnum hjá
endurskoðunar-
risunum eru valda-
mikið fólk sem fær
mjög rausnarlega
greitt fyrir vinnu
sína. Það er á marg-
an hátt betra hlut-
skipti í lífinu að vera
flinkur og hátt settur endurskoð-
andi, en að vera knattspyrnuhetja í
bresku úrvalsdeildinni.
Brooks er höfundur bókarinnar
Bean Counters: The Triump of the
Accountants and How They Broke
Capitalism.
Eins og titillinn gefur til kynna er
Brooks ekki svo viss um að áhrif
endurskoðunarfyrirtækjanna hafi
verið jákvæð. Og gott ef stétt endur-
skoðenda á ekki enn eftir að horfast
almennilega í augu við það hlutverk
sem endurskoð-
endur léku t.d. í
aðdragaganda
síðasta fjár-
málahruns.
Rót vandans,
að mati höf-
undar, virðist
vera að til þess
að gera rekst-
urinn sífellt
ábatasamari
hafa endur-
skoðunar-
risarnir útvíkk-
að starfsemi
sína jafnt og
þétt, og þar
með orðið enn
meira háðir viðskiptavinum sínum.
Með því skapast hættan á að einhver
freistist til þess, einn góðan veður-
dag, að vanda sig ekki eins og hann
ætti við endurskoðunarvinnuna til
að missa t.d. ekki frá sér dýrmætan
ráðgjafarþjónustusamning. ai@m-
bl.is
Endurskoðendur
settir undir smásjá
Það er kallað sjálfsfjármögnun þegar hlutafélagveitir lán til að fjármagna kaup á hlutum í fé-laginu sjálfu eða móðurfélagi þess eða leggur
fram fé eða setur tryggingu í tengslum við slík kaup.
Slíkt er óheimilt samkvæmt 2. mgr. 79. gr. laga um
einkahlutafélög og 2. mgr. 104. gr. laga um hlutafélög.
Þær röksemdir sem meðal annars búa að baki banninu
eru að ekki þykir eðlilegt að hlutafélag fjármagni sjálft
kaup annarra á hlutum í félaginu, enda slíkt almennt
ekki talið til framdráttar fyrir starfsemi félagsins
heldur fyrir þann sem kaupir.
Þannig getur lántaki í slíkum til-
vikum notið óréttmæts hagnaðar
á kostnað félagsins auk þess sem
slíkt kann að rýra eignir félagsins
sem annars væru til reiðu fyrir
kröfuhafa. Markmið reglnanna er
því að standa vörð um fjármuni
félagsins og þar með tryggja
hagsmuni kröfuhafa og hluthafa.
Þetta þýðir með öðrum orðum
að kaupandi hlutafjár getur ekki
tekið lán hjá hlutafélaginu sem
hann hyggst kaupa til að fjár-
magna viðskiptin, né heldur get-
ur hann boðið fram tryggingar í
eignum félagsins fyrir lánum sem
hann hyggst taka hjá þriðja aðila
í tengslum við slík viðskipti. Nú
kann að vakna sú spurning hvort
ekki sé eðlilegt að sá sem lánar fé til slíkra kaupa eigi
ekki rétt á að fá tryggingar í hinu keypta til skilvísrar
greiðslu skuldara enda er slíkt fyrirkomulag
alvanalegt, t.a.m. þegar um er að ræða viðskipti með
fasteignir. Framangreindar reglur hlutafélagalöggjaf-
arinnar standa ekki í vegi fyrir að kaupandinn bjóði
fram tryggingu í því sem verið er að kaupa, þ.e. hlutafé
félagsins sjálfs. Slíkt hlutafé verður enda eign kaup-
anda við kaupin og honum því heimilt að ráðstafa því
að vild, svo fremi sem samþykktir hins keypta félags
og eftir atvikum ákvæði hluthafasamkomulags sem
kann að vera til staðar standi ekki í vegi fyrir slíkri
veðsetningu. Aftur á móti koma framangreindar reglur
í veg fyrir að kaupandi geti nýtt eignir hins keypta fé-
lags í þessum tilgangi líkt og að framan greinir.
Grundvallarforsenda þess að ábyrgð hluthafa er tak-
mörkuð við innborgað hlutafé er einmitt sú að fjár-
hagur félagsins er aðskilinn frá hluthöfum þess og um
það gilda ákveðnar reglur með hvaða hætti hægt er að
ráðstafa eignum eða fjármunum félagsins til hluthaf-
anna.
Afleiðingar þess hafi lán verið veitt eða trygging
sett í andstöðu við framangreind ákvæði eru almennt
þær að slíkar ráðstafanir eru ógildar. Ber þannig að
endurgreiða með dráttarvöxtum það fé sem félagið
hefur innt af hendi vegna slíkra
lánveitinga. Hvað veittar trygg-
ingar varðar skulu þær almennt
afturkallaðar en eru þó bind-
andi fyrir félagið nema viðsemj-
andi hafi vitað eða mátt vita að
tryggingin hafi verið sett and-
stætt ákvæðunum. Ef ekki er
unnt að endurgreiða féð eða aft-
urkalla tryggingar sem settar
hafa verið í tengslum við slík
viðskipti, t.a.m. sökum granda-
leysis viðsemjanda, eru þeir
sem gerðu eða framkvæmdu
slíkar ráðstafanir ábyrgir fyrir
tapi félagsins sem af þessu kann
að leiða. Það getur því komið til
persónulegrar ábyrgðar þeirra
einstaklinga sem standa að slík-
um ráðstöfunum fyrir hönd fé-
lagsins. Þar sem slíkar ráðstafanir koma eðli máls
samkvæmt yfirleitt til áður en formleg eigendaskipti
hafa farið fram getur því verið um að ræða ábyrgð frá-
farandi stjórnar, þ.e. þeirrar stjórnar sem situr í um-
boði seljenda. Er því mikilvægt fyrir seljendur hluta-
fjár að gæta vel að framangreindum ákvæðum.
Þrátt fyrir framangreint er hlutafélögum engu að
síður heimilt að veita lán í tengslum við kaup starfs-
manna á hlutum í félaginu en slíkt getur t.a.m. verið
nauðsynlegt í tengslum við kaupréttaráætlanir o.þ.h.
Þá eiga þær reglur sem hér eru til umfjöllunar ekki við
um lán og framlag til móðurfélags og tryggingu fyrir
skuldbindingum móðurfélags. Þannig getur vissulega
verið um að ræða tilvik þar sem slík lán teljast vera til
framdráttar fyrir starfsemi félagsins.
Sjálfsfjármögnun hlutafélaga
LÖGFRÆÐI
Garðar Víðir Gunnarsson
héraðsdómslögmaður á LEX
”
Kaupandi hlutafjár
getur ekki tekið lán hjá
hlutafélaginu sem hann
hyggst kaupa til að
fjármagna viðskiptin,
né heldur getur hann
boðið fram tryggingar
í eignum félagsins fyrir
lánum sem hann
hyggst taka hjá þriðja
aðila í tengslum við slík
viðskipti.