Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ORIGO -1,46% 20,25 EIM +6,08% 200,5 S&P 500 NASDAQ +1,30% 7744,788 +0,39% 2789,91 +0,29% 7703,71 FTSE 100 NIKKEI 225 21.12.‘17 21.12.‘1713.6.‘18 13.6.‘18 1.800 802.600 2148,00 2276,00 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 75 +1,20% 22966,38 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 64,9 Einar Logi Vignisson, auglýs- ingastjóri RÚV, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að verðið á hverri sekúndu í auglýsingatímum í kringum leik Íslands og Argentínu á heims- meistaramótinu í fótbolta á laug- ardaginn sé 18.000 krónur, og sé það hæsta frá upphafi að nafnvirði. Það sé þó svipað verð og hafi verið á auglýs- ingatímum annarra stórviðburða í sjónvarpi, eins og úrslitum Söngva- keppninnar, Evróvisjón og Áramóta- skaupsins. Til samanburðar kostaði hver sekúnda í auglýsingatímanum á undan Skaupinu 2017 frá 15.000 til 16.500 krónum, allt eftir staðsetningu í auglýsingatímanum. Miðað við þetta verð myndi ein birt- ing á nýrri 100 sekúndna HM auglýs- ingu Coca-Cola á Íslandi kosta 1,8 milljónir króna. „Það sem er áhuga- vert fyrir þetta mót núna er að það hafa aldrei jafn margir aðilar frum- gert langar sjónvarpsauglýsingar fyr- ir nokkurn sjónvarpsviðburð,“ segir Einar Logi, en á móti komi að minna sé af styttri auglýsingum. Hann segir að auglýsingamagnið í umferð í heild sé þó ekkert óskaplega mikið. „Þó að fyrirtækin búi til langar og dýrar auglýsingar er ekki endilega verið að birta þær mjög oft.“ Aðspurður segir hann að enn sé nægt framboð á auglýsingatímum á HM og allir ættu því að geta komið sínum skilaboðum til þjóðarinnar. Auglýsingatímar í hálfleik í leikjum Íslands eru þar þó undanskildir. Þeir eru uppseldir, að sögn Einars. Lærðu af EM 2016 Annað sem er nýtt núna miðað við önnur stórmót í fótbolta, að sögn Ein- ars, er að nú hverfist allt um lið Ís- lands. „Menn eru nánast ekkert að spá í aðra leiki, eins og leiki enska landsliðsins, sem oft er mikil eftir- spurn eftir. Öll athyglin er á leiki Ís- lands og svo aðra leiki í riðlinum sem Ísland leikur í.“ Einar segir að auglýsendur hafi lært af Evrópukeppninni í knatt- spyrnu árið 2016 þegar karlalands- liðið náði góðum árangri. „Þá voru vissulega gerðar frumgerðar auglýs- ingar en menn voru ekki jafn viðbúnir og nú er. Menn sáu ekki fyrir hvað það varð mikið æði í kringum þetta hjá þjóðinni, og gerðu ekki ráð fyrir því í sínum áætlunum. Nú vita menn hvaða áhrif EM 2016 hafði, og það sést í allri auglýsingagerð. Flestir byrjuðu að leggja línurnar fyrir síð- ustu áramót, eða um leið og ljóst var að liðið væri komið á HM.“ Einar segir að auglýsingarnar núna séu líka fjölbreyttari en þá var. „Það eru ekki allir að afrita þessar tilfinn- ingaþrungnu auglýsingar sem hverfð- ust um landsliðið. Menn eru sjálfstæð- ari, og ekki bara að elta stóru auglýsendurna, eins og var áberandi fyrir tveimur árum.“ Einar segir að margir auglýsendur hyggist frumsýna frumgerðar auglýs- ingar í kringum Ísland-Argentínu leikinn. 142 milljarða áhrif í Englandi Einar bendir á innspýtinguna sem stórmót eins og HM er fyrir hag- kerfið. „Í Bretlandi reiknuðu menn út að samanlögð hagræn áhrif konung- lega brúðkaupsins á dögunum, HM í fótbolta og veðursins í Bretlandi væru áætluð einn milljarður sterlings- punda, eða jafnvirði 142 milljarða ís- lenskra króna. Allt sem lyftir fólki upp og örvar það hefur áhrif á kaup- hegðunina.“ Meiri sala á gosi, snakki, bjór, grill- kjöti, sjónvörpum og sófum er dæmi þar um að hans sögn. Spurður að því hvort auglýsendur hafi gert ráð fyrir þeim möguleika að Ísland komist áfram í 16 liða úrslit og undanúrslit segir Einar svo vera. „Já, þeir sem eru að panta auglýsingar í mótið hafa forpantað alla leið. Það vill enginn missa af því tækifæri.“ Dýrustu sekúndur Íslandssögunnar Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sekúndan í auglýsingahléi á RÚV í leik Íslands og Argentínu á laugardaginn er sú dýrasta frá upphafi að nafnvirði. Aldrei hafa fleiri frumgerðar auglýs- ingar verið framleiddar fyrir einn viðburð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Uppselt er í öll auglýsingahlé í hálfleik í leikjum íslenska landsliðsins í riðla- keppninni á HM í Rússlandi. Búist er við sögulegu áhorfi á fyrsta leikinn. Í dag er síðasti dagur fyrir fagfjár- festa til að leggja inn tilboð í frum- útboði á hlutabréfum Arion banka. Bankinn verður tekinn til skrán- ingar á markaði hér á landi og í Sví- þjóð í lok vikunnar. Í gær lauk til- boðsfresti til handa almennum fjárfestum. Í gær sendi Arion banki frá sér tilkynningu í tengslum við útboðið þar sem bent var á að seljendur, Kaupskil og Attestor Capital LLP, hefðu ákveðið að þrengja það verðbil sem gefið var í tengslum við við- skiptin. Þannig gerir útgefið verðbil ráð fyrir því að útboðsverðið verði á bilinu 73 til 75 krónur á hvern seldan hlut. Í upphaflegri lýsingu útboðsins var verðbilið mun breiðara eða frá 68 og upp í 79 krónur á hlut. Með til- kynningunni er bjóðendum m.a. gert kleift að aðlaga áður framlögð tilboð að útgefnu verðbili, en það er þeim heimilt samkvæmt útboðsreglum. Miðað við hið nýútgefna verðbil virðist markaðurinn vera að verð- meta Arion banka á 132-136 millj- arða króna. Eigið fé bankans nam ríflega 204 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Miðað við fyrr- nefnt verðbil má því gera ráð fyrir að hlutir í bankanum muni skipta um hendur á margfaldaranum 0,65 til 0,67 af bókfærðu eigin fé. Það er allt að 19% lægri verðlagning, sé miðað við eigið fé, en lagt var upp með í viðræðum íslenskra lífeyr- issjóða við Kaupskil þegar til stóð að sjóðirnir leystu til sín stóran hlut í bankanum. Í fyrrnefndri tilkynn- ingu kemur fram að Attestor íhugi að selja 3% hluta í félaginu í útboð- inu. Attestor á 12,44% af útistand- andi hlutafé í bankanum sem stend- ur. Sé mið tekið af lágmarksstærð útboðsins bendir því margt til þess að Kaupskil muni losa um að minnsta kosti 22% hlut í bankanum á föstudag. Félagið á nú 55,57% í bankanum. Búið að fylla grunnstærðina Í tilkynningu sem bankinn sendi svo frá sér um miðjan dag í gær kom fram að áskriftir hafi borist fyrir öll- um þeim hlutum sem í boði eru skv. grunnstærð útboðsins auk stækk- unarheimildar sem innbyggð er í því. Það þýðir að áskriftir hafi borist fyrir sem nemur að minnsta kosti 520,4 milljónum hluta. Í útboðinu var gert ráð fyrir að seljendur gætu losað um allt að 832,6 milljónir hluta í bankanum. Þrengja verðbilið í útboði Arion banka Morgunblaðið/Eggert Allt stefnir í að 25% hlutafjár í Arion banka muni skipta um hendur í vikulok. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tilboð þau sem borist hafa í yfirstandandi útboði á hlutum í Arion banka sýna að fjárfestar meta bankann á 132-136 milljarða króna. PENINGAMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands tilkynnti í gærmorgun að vextir bankans skyldu haldast óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, haldast því í 4,25%. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku þá spáðu greiningar- deildir viðskiptabankanna þriggja fyrir um að stýrivextir myndu haldast óbreyttir að þessu sinni. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er bent á að í þjóðhagsreikningum sem Hagstofa Íslands birti nýlega var hag- vöxtur 6,6% á fyrsta ársfjórðungi, sem er meiri vöxtur en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í maí síðastliðnum og meiri vöxtur en mældist á seinni hluta síð- asta árs. Fram kemur í yfirlýsingunni að horfur séu á að það muni draga úr hagvexti á árinu með hægari vexti út- flutnings og innlendrar eftirspurnar. Þróun íbúðaverðs og vísbendingar á vinnumarkaði bendi einnig til þess. Nefndir bendir á að verðbólga hjaðnaði niður í 2% í maí og að und- anfarna mánuði hafi bæði mæld og undirliggjandi verðbólga verið nálægt 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans. Í yfirlýsingunni kemur fram að dregið hafi úr árshækkun húsnæð- isverðs undanfarið en að gagnstæð áhrif gengisbreytinga krónunnar á verðbólguna hafi dvínað og líklegt sé að það haldi áfram. Verðbólguvænt- ingar séu í heildina litið í ágætu sam- ræmi við verðbólgumarkmið Seðla- bankans. Peningastefnunefnd telur horfur á að það dragi úr spennu í þjóðar- búskapnum, en að áfram sé þörf fyrir peningalegt aðhald sökum þess hve mikill vöxtur sé í innlendri eftirspurn og undirliggjandi spennu á vinnu- markaði. steingrimur@mbl.is Óbreyttir stýrivextir eins og spáð var Morgunblaðið/Hari Peningastefnunefnd segir undir- liggjandi spennu á vinnumarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.