Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Öllum Víðisverslunum lokað Starfaði með Bill Gates og Steve … Dæmdur til að greiða 119 milljónir 200 milljónir ógreiddar vegna … Vefpressan gjaldþrota Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur verið í samstarfi við erlenda háskóla að undanförnu, sem sent hafa hing- að til lands MBA-nema til þess að vinna að verkefnum með íslenskum frumkvöðlafyrirtækjum. Í síðustu viku voru 70 MBA- nemendur frá írska viðskiptaskól- anum Michael Smurfit School of Business hér á landi að vinna með fjórtán mismunandi fyrirtækjum. Í samtali við ViðskiptaMoggann segir Fjalar Sigurðarson, markaðs- stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, þetta vera óvenju stóran hóp sem hafi komið í þetta skiptið með dýrmæta reynslu inn í íslensk fyrirtæki. „Allt eru þetta fyrirtæki sem hugsa út fyrir íslenska markaðinn og herja á markhópa erlendis. Nemendurnir unnu mjög náið með þessum fyrir- tækjum í fimm daga og úr því kom gífurlega verðmæt vinna í mörgum tilfellum.“ Viðar Garðarsson, markaðsstjóri Taramar, segir verkefnið hafa geng- ið vonum framar. „Við fengum fjóra nemendur sem koma víðs vegar að úr atvinnulífinu og með mjög fjöl- breytta reynslu til að vinna verkefni sem tengist vöruþróun okkar. Við fengum afskaplega vandaða og góða vinnu frá þeim og þessi þjónusta reyndist afar dýrmæt fyrir okkar fyrirtæki, en svona vinna hefði kost- að töluverðan pening úti á mark- aðnum. Þetta var bara jákvætt í alla staði og eitthvað sem íslenskir há- skólar mega taka sér til fyrir- myndar, að tengjast atvinnulífinu betri böndum. Þetta var lærdóms- ríkt ferli þar sem allir standa uppi mun ríkari á eftir.“ Ljósmynd/Nýsköpunarmiðstöð Viðar Garðarsson hjá Taramar (lengst til vinstri) segir að erlendu MBA-nem- endurnir hafi staðið sig með prýði og skilað dýrmætri vinnu fyrir fyrirtækið. Erlendir nemar hjá 14 fyrirtækjum Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Um 70 MBA nemendur frá írskum háskóla voru hér á landi á vegum Nýsköp- unarmiðstöðvar að vinna að verkefnum hjá 14 mis- munandi fyrirtækjum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Morgunblaðið hefur á síðustu vik-um margítrekað leitað svara hjá Fjármálaeftirlitinu um hvort stofnunin hafi tekið hæfi þriggja stjórnarmanna í skráðum fjármálafyr- irtækjum til skoðunar. Ástæðan er einföld. Stjórnarmennirnir hafa rétt- arstöðu sakbornings í umfangsmiklu máli sem héraðssaksóknari hefur til rannsóknar. Tveir þeirra hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn- ina og sá þriðji var kallaður til skýrslu- töku. Ljóst er af lögum að það er hlutverkstofnunarinnar að gæta að þessu hæfi og getur af þeim sökum „hvenær sem er“ tekið það til skoðunar. En Fjármálaeftirlitið neitar að upplýsa hvort skoðun á hæfi þessara stjórn- armanna hafi yfirhöfuð farið fram. Þess í stað ákveður stofnunin að svara fjölmiðlum og senda frá sér yfirlýs- ingu um að það sé fyrst og síðast skylda eftirlitsskyldu aðilanna sjálfra, fyrirtækjanna sem fyrrnefndir stjórn- armenn tengjast, að meta hæfið! Það sjá allir að þessi viðbrögð FMEeru endaleysa enda hefur stofnun sem „hvenær sem er“ getur lagt mat á hæfi stjórnarmanna hið endanlega úr- skurðarvald í þessum efnum. Fram- koma stofnunarinnar gagnvart al- menningi, sem á rétt á upplýsingum um hvort stofnunin hafi risið undir hlutverki sínu í fyrrnefndu máli, er til skammar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppákoma af þessu tagi verður. Og fátt bendir til þess að þetta verði í síðasta sinn heldur. Oftast fátt um svörÍslenska þjóðin er fámenn ogsjaldnast er hér pláss fyrir meira en eitt mál í einu í opinberri umræðu. Við sveiflumst öll í sömu átt, upp eða niður, fram og til baka eins og pendúll. Einhverjir gætu kallað það hjarðhegðun. Nú kemst fátt að annað enþátttaka íslenska karlalands- liðsins í fótbolta á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu í Rússlandi, enda er þátttakan jú í meira lagi fréttnæm. Umræðan um landsliðið hefur verið mjög jákvæð og menn trúa því margir í raun og veru að Ísland geti náð góðum úrslitum í leikjunum þremur í riðlakeppninni og komist þannig áfram í 16 liða úrslit. Úrtöluraddir og neikvæðni eru ekki í tísku um þessar mundir. Óvíst er þó hversu lengi það end- ist. Okkur hefur lengi þótt gaman að bölsótast út í hvaðeina. En þrátt fyrir þetta æði semgripið hefur þjóðina má ekki gleyma því að til er fólk sem ekki hefur áhuga á fótbolta, og jafnvel eru til aðilar sem vita ekki að Ís- land á fótboltalið á heimsmæli- kvarða, jafn ótrúlega og það kann að hljóma. Því til sönnunar þá hefur heyrstaf viðburðum í samfélaginu sem auglýstir voru á sama tíma og hinn margumtalaði fyrsti leikur Íslands í mótinu á móti Argentínu á laugardaginn. Þannig fréttist af því til dæmis að grandalausir menn ætla að opna myndlistarsýn- ingu á sama tíma og annað bjart- sýnisfólk hugðist halda styrktar- mót í golfi á meðan hinn sögulegi leikur fer fram. Benda þarf þess- um villuráfandi sauðum vinsam- legast á að hafa sín forgangsatriði á hreinu. Eitt mál í einu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lífið er fótbolti um þessar mundir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað OPEC- samtökin um að hafa keyrt upp olíuverð. Segir OPEC keyra upp verð 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.