Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 11FRÉTTIR
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
BÍLALYFTUR
Niðurgrafnar lyftur. Margir möguleika
á lyftiörmum og útfærslum á lyftum.
Tveggja pósta lyftur með 3 til 5 tonna lyftigetu.
3 til 7 tonna skæralyftur einfaldar eða
tvöfaldar, einnig fáanlegar galvaníseraðar.
Fjölbreytt úrval af lyfti örmum,
fyrir sportbíla og upphækkaðir
fyrir grindarbíla.Úrval af lyftum og fylgihlutum
fyrir allar gerðir bíla
f ¶ ù@QYTP
4, 6 og 8 pósta lyftur með 4 til 40 tonna
lyftigetu. Fjöldi auka og hjálpartækja svo sem
millitjakkar, hristarar og hjólaskoðunarplattar.
Af síðum
Þeir sem eru ekki vel að sér um rafmyntir
geta orðið hálfringlaðir eftir aðeins örstutt
spjall við þá sem eru vel inni í tækninni. Að
læra um vélbúnaðinn, hugbúnaðinn og þá
hugmyndafræði sem rafmyntavistkerfið
byggist á getur orðið til þess að það fari
fyrir fólki eins og Lísu í Undralandi, að
detta niður í kanínuholu í leit að kynjaverum. Innst í kjarna þessa neðan-
jarðarsamfélags eru rafmyntir búnar til, í svokölluðum námum, og kallar
það bæði á mikla reiknigetu og orku. Kostnaðurinn er orðinn svo hár að
nýr iðnaður er að verða til í kringum útvistun rafmyntanáma, svokallað
„myntnám í skýinu“ (e. cloud miners). Vinsældir þeirra gefa okkur hug-
mynd um hvernig hagnaður rafmyntamódelsins hefur farið minnkandi.
Argo Blockchain vill leggja sitt af mörkum með því að veita aðgang að
tölvuþjónum. Fyrirtækið hefur ekki úr miklum fjármunum að spila enn
sem komið er, og hyggst það sækja sér 20 milljónir punda til að verða
fyrsti skráði rafmyntaframleiðandinn í kauphöllinni í London. Fjárfesting-
arfyrirtækið U.S. Global Investors hefur bent á að á undanförnum árum
hefur markaðshlutdeild í rafmyntaframleiðslu skipst á milli æ færri aðila.
Þegar verð rafmynta rauk upp jókst samkeppnin. Það varð lífspursmál að
ná fram stærðarhagkvæmni og halda kostnaði í lágmarki. Að sögn Morg-
an Stanley hefur ávinningurinn af því að nota bitcoin-framleiðslubúnaðinn
Antminer S9 farið minnkandi á árinu 2018.
Þar sem rafmyntir eru ekki lengur bara afurð tæknisérfræðinga sem
hafa einsett sér að búa til betra peningakerfi, þá hlaut að koma að því að
stoðþjónusta á borð við myntnám í tölvuskýinu kæmi fram á sjónarsviðið.
Argo vonast til að gera fleirum fært að búa til rafmyntir, en mun hvorki
framleiða eigin myntir né bjóða upp á stafræn veski til að geyma rafmynt-
irnar. Það sem meira er, þá þurfa viðskiptavinirnir að borga fyrir þjón-
ustuna með hefðbundnum peningum. Ekki er tekið við greiðslum í formi
bitcoin.
Þetta fólk þarf jú að eiga eitthvað til þess að bíta og brenna og ekki
verða rafmyntir í askana látnar. Fáar verslanir taka við þeim og ekki hefur
lækkandi verð rafmynta hjálpað þar til. Á mánudag hafði verðið á bitcoin
ekki verið lægra í tvo mánuði. Fregnir herma að bandarísk stjórnvöld séu
að rannska hvort sýndarviðskipti hafi átt sér stað á rafmyntamarkaði. Þeir
sem hafa trú á rafmyntum líta svo á að núverandi ástand sé bara lognið á
undan storminum. Argo heldur því fram að meira en 50 þúsund við-
skiptavinir vilji nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Helsti keppinautur þeirra,
Genesis, er með tvær milljónir viðskiptavina og sex mánaða biðlista.
Jafnvel þó að kostnaðurinn fikrist upp á við og eftirlitsaðilar séu á
sveimi, þá er ólíklegt að dragi úr þeirri eldheitu frjálshyggjuhugsjón sem
knýr rafmyntaheiminn áfram. En ef ábatinn af rafmyntaframleiðsl-
unni minnkar skarpt, þá fyrst reynir rækilega á trúna.
LEX
AFP
Rafmyntir: Skýja-
borgir í kanínuholu
AT&T var á þriðjudag gefið grænt
ljós til að kaupa Time Warner á 80
milljarða dala, eftir að alríkisdómari í
Washington hafnaði þeim rökum
bandarískra stjórnvalda að kaupin
gætu haft samkeppnisskerðandi
áhrif. Úrskurðurinn greiðir því leið-
ina fyrir þennan risasamning sem
gæti gjörbreytt landslagi bandaríska
fjölmiðla.
Dómarinn í málinu, Richard Leon,
úrskurðaði fjölmiðlarisunum tveimur
í hag í dómsmáli sem er það fyrsta í
marga áratugi sem bandaríska ríkið
höfðar vegna lóðrétts samruna. Hann
heimilaði kaupin án nokkurra skil-
yrða, og urðu tíðindin til þess að
gengi hlutabréfa í Time Warner tók
kipp.
Dómurinn áfall fyrir stjórnvöld
Úrskurðurinn er áfall fyrir Mak-
an Delrahim, yfirmann samkeppni-
smála hjá bandaríska dómsmála-
ráðuneytinu, en AT&T hefur vænt
hann um að vilja koma í veg fyrir
samrunann af pólitískum hvötum. Í
forsetakosningunum 2016 hét Do-
nald Trump því að hindra kaupin.
Dómarinn tók ekki hina pólitísku
hlið til greina, en úrskurðaði fyrir-
tækjunum engu að síður í hag með
afgerandi hætti.
Hann hafnaði þeim rökum stjórn-
valda að AT&T myndi valda neyt-
endum tjóni, svo sem með því að
hóta að útiloka efni Time Warner frá
öðrum dreifingarfyrirtækjum og
með því að hækka hjá sér verðið.
„Ef einhvern tímann hefur komið
upp samkeppnismál þar sem aðilar
leggja gjörólíkt mat á ástand þess
markaðar sem málið varðar, og hafa
ólíka grundvallarsýn á hver þróun
markaðarins mun verða í framtíð-
inni, þá er það þetta mál,“ sagði
dómarinn.
Hann benti á að Turner, ein af
deildum Time Warner, sem heldur
m.a. utan um rekstur sjónvarps-
stöðvanna TBS, TNT og CNN, hafi
aldrei gripið til þess ráðs að skrúfa
fyrir stöðvar sínar í samninga-
viðræðum við dreifingaraðila. Og
hann hafnaði þeim getgátum stjórn-
valda að AT&T muni koma í veg fyr-
ir að aðrir dreifingaraðilar noti efni
frá Time Warner í markaðsefni sínu.
„Ég er kannski að segja það sem
blasir við öllum, en þessar staðhæf-
ingar halda ekki vatni,“ sagði hann.
Frestun væri óréttlát
Dómarinn sagði jafnframt að það
væri „augljóslega óréttlátt“ ef stjórn-
völd freistuðu þess að fá málinu frest-
að, sem myndi þýða að úrskurður
dómstólsins tæki ekki gildi fyrr en
tímarammi yfirtökusamningsins
rennur út 21. júní.
Dómsúrskurðurinn er sigur fyrir
Randall Stephenson, forstjóra
AT&T, og Jeffrey Bewkes, starfs-
bróður hans hjá Time Warner, en
þeir héldu því fram að samruni fyrir-
tækjanna tveggja væri nauðsynlegur
til að geta keppt við fyrirtæki á borð
við Google og Netflix.
Á meðan félögin tvö hafa freistað
þess að ganga frá samrunanum und-
anfarin tvö ár hefur fjölmiðlalands-
lagið tekið örum breytingum. Nýir
aðilar á markaðinum hafa ausið fé í
framleiðslu á sjónvarpsefni og sam-
runabylgja hefur gengið yfir afþrey-
ingariðnaðinn.
Eftir úrskurðinn, á tröppunum fyr-
ir utan dómshúsið, sagði Daniel
Petrocelli, lögmaður fyrirtækjanna,
við blaðamenn að úrskurðurinn væri
„vel ígrunduð og rökrétt höfnun á öll-
um rökum stjórnvalda fyrir því að
hindra samrunann.“
Málinu hugsanlega áfrýjað
Delrahim sagði að dóms-
málaráðuneytið myndi „fara vand-
lega yfir“ úrskurðinn og athuga
hvort rétt sé að áfrýja málinu. Úr-
skurður dómstóla frá því í desember
veldur því að AT&T og Time War-
ner geta ekki gengið frá kaupunum
fyrr en 18. júní. Samrunasam-
komulagið mun renna út 21. júní og
dómsmálaráðuneytið gæti beðið um
lögbann á meðan áfrýjunarmál biði
afgreiðslu.
„Niðurstaða dómstólsins í dag
veldur okkur vonbrigðum,“ sagði
Delrahim. „Við erum enn á þeirri
skoðun að samruni AT&T og Time
Warner muni draga úr samkeppni
og nýsköpun á markaðinum fyrir
áskriftarsjónvarp.“
Gengi hlutabréfa Time Warner
hækkaði verulega undir lok við-
skiptadags á þriðjudag, fór upp um
4% og yfir 100 dali á hlut, en hluta-
bréf AT&T lækkuðu um 2% niður í
33,50 dali. AT&T segist ætla að
ljúka við samrunann í seinast lagi
20. júní.
„Það gleður okkur að eftir að hafa
gaumgæft atvik málsins með sann-
gjörnum og ítarlegum hætti, hafi
dómstóllinn hafnað með öllu mál-
sókn stjórnvalda sem átti að koma í
veg fyrir samruna okkar við Time
Warner,“ sagði David McAtee, aðal-
lögmaður AT&T.
Getur haft viðtæk áhrif
Dómsúrskurðurinn kann að leiða til
fleiri lóðréttra samruna, þar sem fyr-
irtæki á ólíkum stöðum í fram-
leiðslukeðjunni sameinast. Sér í lagi er
búist við að niðurstaðan gefi Comcast
sjálfstraustið til að gerast boðflenna í
viðræðum Walt Disney og Twenty-
First Century Fox, um að fyrrnenda
félagið kaupi eignir þess síðarnefnda
fyrir 66 milljarða dala.
Samruna- og yfirtökuráðgjafar og
æðstu stjórnendur vítt og breitt í
bandarísku atvinnulífi höfðu beðið úr-
skurðarins með eftirvæntingu. Höfðu
þeir varað við því að ef AT&T tapaði
málinu myndi það hægja mjög á hvers
kyns samruna- og yfirtöku-
þreifingum.
Dómstóll greiðir fyrir kaup-
um AT&T á Time Warner
Eftir Kadhim Shubber í Wash-
ington og Eric Platt í New York
Kaup AT&T á Time War-
ner, sem tilkynnt var um
haustið 2016, hafa ekki
verið vel séð af bandarísk-
um yfirvöldum en nú virð-
ist dómsúrskurður hafa
rutt hindrunum fyrir sam-
runa úr vegi.
AFP
Daniel Petrocelli, lögmaður AT&T og Time Warner, sagði úrskurðinn rök-
réttan og vel ígrundaða höfnun á rökum stjórnvalda í að hindra samrunann.