Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sól- skinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu. „Júnímánuðir þessarar aldar hafa að jafnaði verið mun hlýrri en almennt var áður,“ segir Trausti. Eftir 2002 er meðalhitinn í júní í Reykjavík 10,4 stig en næstu 16 ár á undan var meðalhitinn ekki nema 9,0 stig. Á hlýskeiðinu 1931 til 1960 var meðalhitinn meira að segja lægri en meðalhitinn eftir 2002, eða 9,6 stig. Eftir árið 2001 hefur meðal- hitinn í júní alltaf verið meiri en 9,0 stig. Lægri meðalhiti en síðustu ár „Þetta ástand er orðið svo lang- vinnt að farið er að reikna með því sem eðlilegu,“ segir Trausti. Meðal- hitinn suðvestanlands fyrstu átta vikur sumars er 1,3 stigum minni en meðalhitinn síðustu tíu ár, sam- kvæmt blogginu. Eitthvað hefur verið um hafís við vesturströnd Íslands þennan júní- mánuðinn, en samkvæmt grein Trausta á vefnum Vedur.is, „Hafís við Ísland og Austur-Grænland“, hefur hafís áhrif á hitafar á Íslandi. „Mjög líklegt er að minnkun hans frá 19. öld skýri að minnsta kosti hluta af hlýnuninni síðan,“ segir í grein- inni. Því er möguleiki að hafís við strendur Íslands sé ein af orsökum lágs meðalhita í höfuðborginni nú í byrjun sumars. Fyrir helgi benti Veðurstofa Ís- lands á að stöku ísjakar væru á ut- anverðum Húnaflóa en megnið af ísnum væri nú horfið. Mesta úrkoman í 130 ár Úrkoma í Reykjavík hefur einnig verið óvenju mikil þessar fyrstu átta vikur sumars og ekki verið meiri síð- ustu 130 ár. Úrkoman var líka mjög mikil í fyrra en úrkomumagnið er al- mennt mjög breytilegt á milli ára og nokkuð tilviljanakennt, samkvæmt bloggi Trausta. Fáar sólarstundir og mikil úrkoma  Hafís gæti haft áhrif á meðalhitann Trausti Jónsson Haukadalsvöllur við Geysi verður ekki opinn í sumar til golfleiks. Mikið tjón varð á stórum svæðum vallarins sem kom óvenju illa und- an hörðum vetri. Eigendur og stjórn Golfklúbbsins Geysis tóku af þeim sökum þá ákvörðun að opna völlinn ekki í ár. Að sögn Ágústu Þórisdóttur, umsjónar- manns vallarins, er einsdæmi hversu illa völlurinn kom undan vetri: „Þetta var harður vetur og frostið sat í lengi, svo það bara kól. Alltaf hafa komið frostblettir yfir veturna en þetta eru svo rosalega stór svæði sem frusu.“ Völlurinn, sem var opnaður 2006, er nærri hverasvæðinu í Hauka- dal og því vel staðsettur hvað varðar komu erlendra ferða- manna, að sögn Ágústu: „Við höf- um séð mikla aukningu meðal er- lendra ferðamanna. Svo vorum við komin með samstarf við ansi marga vinavelli og komin með slatta af bókunum fyrir sumarið. Þetta urðum við allt að afbóka. Völlurinn er ekki boðlegur í spil, í bili.“ Framundan er vinna við að koma honum aftur í stand, að sögn Ágústu og vona þau að hann verði kominn í gagnið aftur næsta sumar. Golfvelli í Haukadal lokað  Haukadalsvöllur er lokaður í sumar vegna kals í túnum Í gær sæmdi forseti Íslands 14 Ís- lendinga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum: Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpskona hlaut ridd- arakross fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist; þjóðfræðingurinn Árni Björnsson hlaut riddarakross fyrir störf á vett- vangi íslenskra þjóðfræða og menn- ingar; Edda Björgvinsdóttir leik- kona var sæmd riddarakrossi fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar; Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur hlaut riddarakross fyrir sitt framlag á sviði upplýsingatækni; myndlistar- konan Kristín G. Gunnlaugsdóttir hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar; rithöfund- urinn Nanna V. Rögnvaldardóttir var sæmd riddarakrossi fyrir rit- störf á sviði matarmenningar; Sig- urður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra, var sæmdur riddara- krossi fyrir framlag sitt til land- helgisgæslu og björgunarstarfa; leikarinn Stefán Karl Stefánsson hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og samfélags; Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til sagnaritunar og blaðamennsku; skólastjórinn Valgerður Jónsdóttir hlaut riddarakross fyrir störf á vett- vangi tónlistarkennslu fatlaðra. Einnig hlutu riddarakross þau Aðal- björg Jónsdóttir, Erna Magnúsdótt- ir, Hilmar Örn Hilmarsson og Sævar Pétursson. Fjórtán voru sæmd fálkaorðu  Sjö konur og sjö karlar heiðruð á þjóðhátíðardaginn Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.