Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
Bergþóra Valgeirsdóttir, bóndi á Lindarbrekku í Berufirði, á 40ára afmæli í dag. Hún rekur búið ásamt manni sínum ogtengdaforeldrum.
Á bænum eru 500 rollur, 50 naut, 6 geitur og fullt af hundum, eins
og Bergþóra segir. „Við erum einnig með ferðaþjónustu og erum með
þrjú húsnæði fyrir gistingu, tvo sumarbústaði og breyttan bílskúr.“
Bergþóra er frá Akranesi og hafði alfarið búið þar þangað til hún
fluttist austur á Lindarbrekku fyrir átta árum. „Svona gerist þegar
maður er heillaður upp úr skónum, en það er yndislegt að búa í sveit-
inni og vera í nánd við náttúruna.“
Auk þess að sinna bústörfum þá er Bergþóra starfsmaður á leik-
skóla á Djúpavogi yfir vetrartímann og sinnir hreindýraverkun á
sumrin. Hreindýratímabilið byrjar 15. júlí og stendur til 20. sept-
ember en eiginmaður Bergþóru og tengdafaðir leiðsegja hreindýra-
veiðimönnum og eru dýrin síðan verkuð á Lindarbrekku.
Bergþóra ætlar að halda grillpartí í kvöld í tilefni afmælisins. „Við
verðum með partítjald og svaka veislu þótt það sé virkur dagur. Þeg-
ar maður er bóndi þá skiptir ekki máli hvort það er virkur dagur því í
sveitinni er ekki hefðbundin 8-5 vinna.
Eiginmaður Bergþóru er Eiður Gísli Guðmundsson og börn þeirra
eru Elísabet Ósk, f. 1998, Aðalheiður Ýr, f. 2011, og Valborg Gyða, f.
2014.
Á Lindarbrekku Kósístund hjá fjölskyldunni að morgni aðfangadags.
Slær upp partítjaldi
í tilefni afmælisins
Bergþóra Valgeirsdóttir er fertug í dag
S
vanhildur fæddist á Dalvík
18.6. 1948 og ólst þar upp.
Hún lauk landsprófi frá
Grunnskóla Dalvíkur
1963 en þá varð hlé á
hennar skólagöngu vegna barn-
eigna. Hún hóf síðan nám við Iðn-
skólann á Akureyri, lærði hár-
greiðslu, lauk sveinsprófi í þeirri
grein 1973 og öðlaðist síðar meist-
araréttindi.
Svanhildur starfrækti eigin hár-
greiðslustofu á Dalvík á annan ára-
tug, fyrst í Mörk en síðan að Öldu-
götu 1. Hún varð sveitarstjórnar-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
Dalvík 1986, sat í bæjarstjórn og
bæjarráði og var forseti bæjar-
stjórnar á annan áratug. Auk þess
gegndi hún ýmsum nefndar- og
trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið.
Þá var hún í þriðja sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins til alþing-
iskosninga í Norðurlandskjördæmi
eystra 1991 og var varaþingmaður í
sjö ár. Jafnframt hinum pólitísku
störfum var Svanhildur gjaldkeri í
Sparisjóði Svarfdæla til haustsins
1997 og vann síðar í Dalvíkurskóla
til vorsins 2007. Hún reri auk þess
með Vigfúsi, manni sínum, á bátnum
Árna G. EA, á árunum 2001-2004, í
sóknardagakerfi smábáta, og fisk-
uðu þau afburðavel eða um og yfir 50
tonn á færum hvert sumar.
Svanhildur hefur starfað í Stúk-
unni, Leikfélagi Dalvíkur, Kirkjukór
Dalvíkur, Samkór Svarfdæla, Skíða-
félagi Dalvíkur og síðast en ekki síst
sundfélagi Dalvíkur en hún syndir
daglega í sundlauginni og ræðir þar
við vinkonur sínar um pólitík og
landsins gagn og nauðsynjar.
Svanhildi finnst fátt skemmtilegra
en að vera með vinum og fjölskyldu
og tekur oft í gítarinn eða sest við
pínóið er gesti ber að garði, er söng-
elsk og fjörug með eindæmum og
Svanhildur Árnadóttir, fv. forseti bæjarstjórnar á Dalvík – 70 ára
Stórfjölskyldan Svanhildur og Vigfús Reynir (Ninni) með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum.
Hefur róið til fiskjar
og á hin pólitísku mið
Heima er best Svanhildur og Ninni
fyrir framan heimili sitt á Dalvík.
Hvanneyri Héðinn
Fannar Markússon
fæddist 29. desember
2017 á Landspítalanum.
Hann vó 4.276 g og var
52 cm langur.
Foreldrar hans heita
Markús Ingi Jóhanns-
son og Kara Lau
Eyjólfsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón