Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 19
Guðjón sambýlismaður hennar síðustu árin þurfti nánast að venja hana af því að vera alltaf að snúast í kringum hann, hann gæti þetta alveg sjálfur. Það var henni, hon- um og okkur öllum mikil gæfa að þau kynntust, þau voru eins og ástfangnir unglingar og það skein af þeim hamingjan. Þau höfðu bæði misst maka sinn en fundu aftur ástina, það var dásamlegt að sjá. Hvíl í friði og ró, elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Sigurást Heiða Sigurðardóttir. Elsku yndislega og besta amma Heiða okkar. Hjartahlýja, um- hyggjusama og dásamlega amma. Það er ósanngjarnt að hugsa til þess að við höfum ekki lengri tíma með þér en sá tími sem við höfðum er okkur minnisstæður og við munum halda í þær minningar í hjörtum okkar alla tíð. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og minningarnar sem við geymum eru ótal margar. Það var ekkert betra en að koma í heim- sókn til þín og alltaf var svarið já þegar grislingarnir vildu gista hjá ömmu og afa, þótt það væri hverja helgi. Þar var okkur tekið fagn- andi og dekrað við okkur enda- laust. Þú varst alltaf reiðubúin með spil á hendi og það var ekkert skemmtilegra en að spila við þig og notast við þínar reglur, þar sem við barnabörnin fengum oftast að vinna. Allur tíminn saman í ferða- lögum, í Þverárhlíð í sumarbú- staðnum eða bara hvar sem er, það var alltaf svo notalegt að vera í kringum þig. Nærvera þín skap- aði svo mikið öryggi og okkur leið alltaf svo vel hjá þér, þú tókst okk- ur alltaf opnum örmum og gafst okkur alla þína athygli. Það sem við erum einna helst þakklát fyrir er fyrst og fremst allt knúsið sem við fengum frá þér, alltaf varstu svo glöð að sjá okkur og síðar meir litlu englana þína Söru Björk og Óliver Aron. Þá ljómaðir þú öll við að sjá litlu gull- in þín og við munum passa að þau fái að heyra fullt af Búbbulínusög- um. Við erum þakklát fyrir þol- inmæðina og ástina sem þú gafst okkur allar stundir, þrátt fyrir að deilur gætu átt sér stað hjá okkur systkinunum, eða hjá Snuðru og Tuðru. Við erum þakklát fyrir all- ar stundirnar með þér, afa og Guðjóni og erum þakklát fyrir að þér líði betur núna. Vonandi eruð þið afi komin með spilastokkinn í hendurnar þar sem þið eruð ábyggilega bæði farin að svindla. Við söknum þín svo mikið, elsku amma, og elskum þig. Ingvar Örn og Birna Marín. Heiða var alltaf kletturinn. Hún var stóra systirin í Hausthúsum, mamman og amman með enda- laust hús- og hjartarými, vinkon- an og stéttvísa fiskverkunarkonan á Sandi, síðustu áratugina uppal- andi og kennari unglinga og barna sem þurftu á sérstökum kletti að halda til að ná tökum á tilverunni. Haustið 1958 kom 17 ára sveita- stelpan á mölina. Vinna beið henn- ar í glænýjum söluturninum við Hálogaland – Teitssjoppu. Hún bjó hjá okkur foreldrum mínum í Álfheimunum og um vorið tók hún mig með sér í sveitina. Ég varð sjö ára um sumarið, sem var hið fyrsta af mörgum í Hausthúsum, þar sem ég eignaðist mitt annað heimili. Heiða var miðpunkturinn, hún stjórnaði okkur yngra fólkinu af röggsemi með frumkvæðið og hlutina á hreinu. Hún hélt því allt- af fram að þátttaka hennar í upp- eldi okkar Öldu, yngstu systurinn- ar, hefði skipt sköpum fyrir velgengni okkar síðar á lífsleið- inni. Heiða stjórnaði dansæfing- um á eldhúsgólfinu þegar útvarpið bauð upp á réttu tónlistina. Hún kenndi tjúttið og kunni öll helstu dægurlögin og textana. Það var fjör í kringum Heiðu. Hún fór í húsmæðraskóla og allt í einu birt- ist svo töffari frá Sandi og hrein- lega stal Heiðu frá okkur. Þau Friðgeir giftu sig heima í Haust- húsum á níu ára afmælisdaginn minn, það var ógleymanlegur afmælisdagur. Í september fædd- ist Auðbjörg og Heiða var flutt út á Sand, sem virtist óralangt í burtu á þessum árum. Heiða og Friðgeir fluttu til Reykjavíkur árið 1984. Nokkrum árum síðar var starf húsmóður í Einholtsskóla laust. Ég fékk þá frábæru hugmynd að Heiða væri rétta manneskjan í starfið. Eigin- leikar hennar áttu eftir að njóta sín í starfi með unglingunum, sem þurftu fyrst og fremst öryggi, traust og virðingu. Hún hafði ein- stakt lag á að setja mörk og leið- beina krökkunum á uppbyggileg- an hátt. Sem húsmóðir skólans stjórnaði hún því að allir tækju þátt í að halda umhverfinu hreinu og snyrtilegu og allir fengju góðan og næringarríkan hádegismat. Borðhaldið sem hófst með síðasta laginu fyrir fréttir skipti miklu máli. Unglingarnir voru fljótir að tileinka sér góða borðsiði undir leiðsögn Heiðu. Heiða kenndi ung- lingunum heimilisfræði. Að morgni settust tveir nemendur niður með henni og skipulögðu há- degismatinn. Síðan var farið í búð- ina og keypt inn, eldað, lagt á borð og heimilisfræðimorgni lauk þeg- ar búið var að ganga frá eftir mat- inn. Þetta voru vinsælir morgnar hjá unglingunum. Eldhúsið var góður staður, þar var pláss fyrir tilfinningar, spjall og spila- mennsku. Heiða var einstaklega hrein og bein og hún lá ekki á skoðunum sínum ef henni fannst þær eiga er- indi. Hún gat leyst úr erfiðum málum með unglingunum og sam- starfsmönnum án þess að hafa mörg orð um hlutina. Minningin um sterka og góða konu mun lifa með okkur sem þótti vænt um hana. Það var ómet- anlegt að fá að hitta Heiðu og Guð- jón, sambýlismann hennar, á fal- legu heimili þeirra 17. maí sl. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar frá mér og börnum mínum. Guðlaug Teitsdóttir. „Þar skeit músin sem ekkert hafði rassgatið.“ Þessum fleyga frasa skaut hún Heiða okkar út í loftið (og á fólk) við hin ýmsu tækifæri í samstarfi okkar í Einholts- og/eða Brúar- skóla yfir margra ára tímabil. Heiða var heimilisfræðikennari skólanna og matráður. Hún var einnig lofuð „kaffikona“ því betra meðlæti var ekki hægt að óska sér á löngum og ströngum kennara- fundum (sem hún bæði sat og veitti). Heiða hafði einstakt lag á nemendunum og þá sérstaklega unglingunum, sem dýrkuðu hana, hlýddu henni og lærðu óteljandi verk í hennar umsjón. Þeir lærðu að gera pítsur, pasta, baka kræs- ingar og að „hlusta“ á köku til að athuga hvort hún væri tilbúin. Heiða kenndi þeim líka margt annað, eins og til dæmis að spila Ólsen og hlæja saman, en fyrst og fremst kenndi hún þeim manna- siði, þá ekki upp úr bók heldur með brjóstvitið og innsæið að leið- arljósi. Nemendur spurðu oft okk- ur hina kennarana „hvað meinar hún eiginlega“ þegar hún skaut á þá áður nefndum frasa. Heiða var í senn trúnaðarmað- ur (bæði nemenda og starfsfólks), amma, stuðningsfulltrúi og upp- alandi nemenda sinna fyrir utan að sinna hefðbundinni kennslu. Hún sá alltaf bestu hliðar á öllum málum og var ekkert að flækja hlutina. Hún var mannþekkjari mikill og fljót að sjá kjarnann í fólki. Heiða var afskaplega jákvæð og glaðlynd, með húmorinn á réttum stað og gat hlegið að sjálfri sér og öðrum. Heimurinn væri betri ef til væru fleiri Heiður. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast Heiðu, henni gleymir maður aldrei. Vottum fjölskyldu og aðstand- endum Heiðu dýpstu samúð. Ásta, Bella og Eiríkur. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 ✝ Ástbjörg Ög-mundsdóttir fæddist í Tungu á Vatnsnesi 4. maí 1932. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Hvammstanga 9. júní sl. Foreldrar henn- ar voru Ögmundur Kristinn Sigur- geirsson bóndi og verkamaður f. 3.6. 1901, d. 11.4 1969 og Anna Gunnlaugsdóttir húsmóðir f. 31.6 1900, d. 13.12. 1993. Systkini Ástbjargar eru tvíburar, annar dó í fæðingu, hinn var Sigurgeir Jóhannes f. 30.6. 1939, d. 16.12. 1991, og Þuríður Bergþóra f. 30.4. 1941. Ástbjörg giftist 20.12. 1953 Jóni Sigurðssyni f. 20.12. 1930, d. 27.3. 2008. Foreldrar hans voru Sigurður Davíðsson kaup- maður á Hvammstanga, f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978 og Ósk Jóns- dóttir, húsmóðir, f. 10.7. 1893, d. 21.2.1964. Börn Ástbjargar og Jóns eru þrjú: 1) Sigurður Birgir, f. 11.8. 1953, búsettur á Hvammstanga. Birgir kvæntist Ernu Ingibjörgu Helgadóttur, f. 15.12. 1951, þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru a) Erla Birna, f. 1976, gift Magnúsi Erni Jóhannssyni, f. 1975, börn Reykjavík, gift Magnúsi Smára Kristinssyni, f. 24.6. 1959. Börn þeirra eru a) Elmar, f. 1984, bú- settur í Hafnarfirði. b) Ernir, f. 1993, sambýliskona hans er Helga Rúnarsdóttir, f. 1993, búsett í Mosfellsbæ c) Salka Arney, f. 1997. d) Kolka Máney, f. 1997. Búa í foreldrahúsum. Ásta fæddist í Tungu á Vatnsnesi 4. maí 1932. Flutti 6 ára gömul að Geitafelli, og til Hvammstanga vorið 1946. Fjöl- skyldan settist að í húsinu Bjarmalandi. Ásta bjó í for- eldrahúsum þar til hún flutti í eigið húsnæði, Hlíðargerði, sem síðar varð Lækjargata 4. Þangað flutti hún með eig- inmanni sínum Jóni Sigurðs- syni og tveimur börnum árið 1956. Skólaganga Ástu var hefðbundin farskólaganga eins og tíðkaðist til sveita. 1951 fór hún í Kvennaskólann á Blöndu- ósi þar sem hún naut sín vel. Ásta starfaði sem tal- símavörður þar til slíkt starf var aflagt á Hvammstanga, þá vann hún á pósthúsinu til starfsloka. Ekki skal vanmeta húsmóðurstörf sem hún ann- aðist af natni. Hún hafði gaman af að ferðast um landið og fóru þau hjón margar ferðir innan- lands og tóku þá oft barnabörn með, voru Húsafellsferðir mjög vinsælar um tíma. Á síðari ár- um tóku Kanaríferðir við, og þar var hennar paradís í hit- anum og sólinni. Útför Ástu fer fram frá Hvammstangakirkju mánudag- inn 18. júní 2018, kl. 14. þeirra eru Jóhann Örn, f. 1998, Arn- rún Ósk, f. 2005, Ásdís Birna, f. 2008, Birgir Örn, f. 2012. Búsett í Mos- fellsbæ. b) Jón Helgi, f.1981, kvæntur Dönu Jó- hannsdóttur, f. 1983, börn þeirra eru Sebastian Daníel, f. 1999, Tara Líf, f. 2004, Tiffany Lind, f. 2005 og Steinunn Lily, f. 2011. Búsett í Svíþjóð. c) Ást- mar Yngvi, f. 1989. Búsettur í Reykjavík. Eiginkona Birgis er Jónína Ögn Jóhannesdóttir, f. 1950. 2) Anna Kristín, f. 5.3. 1956. Búsett í Noregi, giftist Arne Braaten, f. 27.11. 1954, d. 2014. Synir þeirra eru a) Reid- ar Freyr, f. 1979. Kvæntur Hege Braaten, f. 1979, börn þeirra eru Ymer, f. 2003 og Tinna, f. 2009. þau eru búsett í Noregi b) Ásgeir, f. 1981, sam- býliskona Camilla Slangsvold, f .1990 þeirra börn eru Vilje, f. 2011 og Vegard, f. 2014. Búsett í Noregi c) Jón Sindre, f. 1986, sambýliskona Hilde A. Bjørke- voll, börn þeirra eru Kasander f. 2008, Martine f. 2010 og Sig- urd, f. 2012. Búsett í Noregi. 3) Ósk, f. 16.3. 1959, búsett í Í dag ert þú, elsku mamma mín, lögð til hinstu hvíldar eftir stutta en snarpa viðureign við manninn með ljáinn. Mikið hefði ég viljað hafa þig lengur hjá okk- ur það var svo margt sem við átt- um eftir að gera saman og tala um, en okkur er úthlutað ákveðnu verkefni hér á jörðu og þú hefur verið búin með þín. Það eru ekki allir svo heppnir að ná að verða 86 ára eins og þú varðst og ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Það getur engin tekið góðu minningarnar frá okkur og hinum sópum við bara undir teppið. Að leiðarlokum þakka ég þér fyrir að vera mamma mín og amma barnanna minna sem sjá á eftir ömmu sinni allt of fljótt. Minning þín er ljós í lífi okkar. Ósk. Amma var ekki bara amma, hún var einstök persóna sem kenndi mér svo ótal margt sem ég mun aldrei gleyma, hún á stóran part í því hvernig persónuleikinn minn mótaðist til dagsins í dag. Amma var alltaf til staðar og elsk- aði hún að passa mig og tvíbura- systur mína þegar við vorum litl- ar þrátt fyrir hversu miklir prakkarar við vorum. Amma stóð alltaf við eldhúsgluggann og beið eftir því að við kæmum í heim- sókn svo þegar við fórum stóð hún alltaf og vinkaði okkur þar til við hurfum alveg úr augnsýn. Það er svo mikið af svona litlum augna- blikum sem eru svo einstök. Ég er svo þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér, elsku amma mín, þótt hann hafi verið allt of stuttur. Þú áttir allt gott skilið og stóðst þig eins og hetja. Takk fyrir að vera amma mín. Ég kveð þig hér með bæn sem þú kenndir mér og fórst með fyrir mig öll kvöld þegar ég var lítil. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Kolka. Af minningum er gnægt, en orðin fá. Sú minning er ég vil deila er af síðustu skiptum er ég hitti þig. Ég átti leið norður á Mývatn, á leiðinni norður stoppaði ég hjá þér, við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, þetta var dýr- mæt stund, auðvelt var að gleyma hve líkaminn var orðin lúinn því hugurinn virðist ekki eldast þó gloppóttur sé orðinn. Ég lofaði að koma við á leiðinni til baka. Nú líður helgin og ég legg af stað suður, renni inn á Hvammstanga rúmlega 21.30, þótti fullseinn á ferðinni en loforð hafði ég gefið og hélt rakleiðis á þinn fund, þessu mundir þú svo sannarlega eftir, það var eins og þú myndir og vissir allt það var svo gaman. Þú sagðir öllum sem hlusta vildu að von væri á gestum þó svo að því hefðu ekki allir trú- að. Um þessa helgina prjónað- irðu tvö pör af sokkum til að gefa mér. Síðan ég man eftir mér hef- ur þú haft áhyggjur af því að okk- ur barnabörnunum yrði kalt á tánum. Aldrei skildi ég þessar áhyggjur fyrr en nú, því nú er kalt, nístir inn að beini. Elmar Magnússon. Nú hefur elsku Ásta amma mín kvatt okkur. Ég var fyrsta barnabarn ömmu og afa og eina stelpan í 21 ár og þar til Jón bróðir fæddist, þegar ég var 5 ára, þá bjó ég ein að þeim. Ég og bræður mínir alla tíð þannig séð, þar sem hin barnabörnin bjuggu því miður í Reykjavík og Noregi. Ég bjó fyrstu 6 mánuði ævi minnar með foreldrum mínum á háaloftinu hjá ömmu og afa. Ég hef heyrt því fleygt að Jón afi hafi ekki heyrt mig gráta fyrstu mánuðina, því ef heyrðist í ung- barninu þá hefði amma verið rok- in til til að hugga, en hvort það er satt eða logið veit ég ekki, en sag- an er góð. Amma kallaði mig „lambið sitt“ og guð hvað mér fannst hall- ærislegt að vera kölluð lamb, en síðustu ár hef ég hugsað til þessa með væntumþykju. Amma mín var talsímavörður hjá Landssímanum á Hvamms- tanga og ég man hversu merki- legt mér fannst það að hún tengdi saman fólk og kunni á all- ar þessar snúrur og það havarí sem þessu fylgdi. Eitt sinn spurði ég hana hvort hún hefði aldrei hlerað símtöl. Svipurinn sem ég fékk var þannig að mér kom aldrei til hugar að spyrja hana aftur. Jón afi og amma byggðu sér hús í Lækjargötu 4 og var það málað í tveimur fjólubláum litum. Liturinn fór misvel í fólk og í grein í Lesbók Morgunblaðsins þann 8. júní 1975 var húsið kallað „hús hryllingsins hroðalega“ og var grein þessari svarað í les- andabréfi frá bæjarbúa nokkrum dögum síðar. Mér fannst húsið alltaf ótrúlega flott og þess má geta að afgangurinn af málning- unni endaði á gólfinu í húsinu sem ég er alin upp í. Ég byrjaði ung að fara með ömmu og afa í bústað í Húsafelli á sumrin. Minningarnar þaðan eru margar og ást mín á Húsafelli mikil og vann ég þar í 3 sumur og margt rifjaðist upp á þeim tíma. Að ferðast með þeim var einka- landafræðitími og minnist ég þess brosandi þegar búið var að troð- fylla Fíatinn og toppgrindina líka og lagt var af stað. Amma átti allt- af rjómakúlur og Dracula í hanskahólfinu og setti þvotta- klemmu á öryggisbeltið við öxl svo það þrengdi ekki að henni. Ég man vel eftir Önnu lang- ömmu, en sterkasta minningin tengist því hversu mjúk handar- bökin hennar voru. Við sátum hjá þér þegar þú varst að skilja við og ég ákvað að halda ekki í höndina á þér, heldur sat ég og strauk upp- handlegginn á þér og hélt um oln- bogabótina, þar var þinn mjúki staður og þar ætla ég að halda í minninguna. Minningin um þessa stund mun fylgja mér og þykir mér undurvænt um hana. Ég vona að þér líði vel, hvar sem þú ert, og þú sért búin að finna fólkið þitt og afa Jón. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir mig, bið að heilsa. Þar til við sjáumst aftur, Erla Birna. Mér þykir það mjög sárt að kveðja þig, amma, mín en ég veit að þú ert komin á betri stað núna, ég vildi bara þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og fyrir að vera yndisleg amma. Ég man eftir góðu stundunum þegar við röltum í sund og góða matnum sem þú varst svo flink að elda, alltaf þegar við komum í heimsókn gafstu okkur smurt brauð með gúrku, tómötum og eggjum. Hjá þér fékk ég alltaf hlýtt knús. Ég minnist þín á hverjum degi með bæninni sem þú kenndir okkur systrunum og fer ég með hana á hverju kvöldi þegar ég leggst í rekkju. Þú verð- ur ávallt með okkur í anda og lifir ennþá í hjörtum okkar. Salka. Ástbjörg Ögmundsdóttir Við systkinin höfum átt því láni að fagna í lífinu að eiga góða frændur og frænkur. Einn þeirra er Ólafur Ásbjörn Jóns- son, bróður mömmu okkar, eða Óli frændi eins og við kölluðum hann alltaf. Þegar hann nú hef- ur kvatt þetta líf, eftir stutt veikindi, streyma minningarnar fram í hugann. Allt góðar minn- ingar tengdar samverustundum liðinna ára. Óli frændi ólst upp í barn- margri fjölskyldu, þar sem svo sannarlega þurfti að hafa fyrir hlutunum. Alla tíð voru „Bubbu börn“ eins og þau systkinin voru jafnan nefnd í Keflavík, samrýnd og samheldin. Dugn- aður, glaðværð, heiðarleiki og fjölskyldurækni hefur ávallt verið aðalsmerki þeirra systk- ina. Samgangur fjölskyldu okkar hefur ætíð verið mikill við Óla frænda, Emmu og börnin þeirra Ólafur Ásbjörn Jónsson ✝ Ólafur ÁsbjörnJónsson fædd- ist 4. janúar 1937. Hann lést 9. maí 2018. Útför Ólafs fór fram 22. maí 2018. þau Einar, Ólafíu og Jón. Einstök vinátta sem hefur haldist í gegnum árin hjá okkur systkinabörnunum. Alltaf var gott að koma á Baugholtið og tekið á móti manni með flottum veitingum, enda Óli frændi annálaður sælkeri og lumaði alltaf á gosi og sætindum. Óli frændi sem við kveðjum nú var mikill áhugamaður um íþróttir og gaman var að þrasa við hann um þær, sérstaklega þegar ekki voru allir sem héldu með sama liðinu. En Óli frændi var mikill Keflvíkingur, Man. Utd-maður og ekki síst einstak- ur fjölskyldumaður sem hélt vel utan um sína. Eftir að faðir okkar féll frá stóð Óli frændi, ásamt Emmu, þétt við bakið á móður okkar og fáum við það aldrei fullþakkað. Missir ykkar er mikill, kæra Emma, Einar, Ólafía, Jón og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Minningin um góðan frænda lifir í hjörtum okkar. Vigdís, Stefán og Ólafur Thordersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.