Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Meira til skiptanna Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Undanfarnar sex vikur hafa um 2.000 börn verið skilin frá fjölskyld- um sínum er þau hafa reynt að kom- ast frá Mexíkó yfir landamærin til Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur gert breytingu á meðhöndlun ólög- legra innflytjenda til Bandaríkjanna og lætur nú setja þá sem fara yfir landamærin án leyfis í gæsluvarð- hald svo hægt sé að rétta yfir þeim. Ef börn eru í för með þeim eru þau skilin frá fjölskyldum sínum og sett í umsjá bandaríska heilbrigðisráðu- neytisins. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur svarað gagn- rýni á meðferð ólöglegra innflytj- enda með þeim hætti að ekki sé hægt að leyfa fólki að nota börn sem afsökun fyrir því að brjóta lög. Ses- sions vitnaði einnig í Biblíuna til réttlætingar aðgerðunum, nánar til- tekið í 13. kafla bréfs Páls postula til Rómverja, þar sem sagt er að „ekki [sé] neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til [séu], þau [séu] skip- uð af Guði. Sá sem [veiti] yfirvöld- unum mótstöðu, hann [veiti] Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem [veiti] mótstöðu [muni] fá dóm sinn“. Gagnrýnendur stjórnvalda benda á að sama vers hafi áður verið notað til að réttlæta lögmæti þrælahalds. Paul Ryan, forseti efri deildar Bandaríkjaþings, sagðist ekki vera samþykkur aðferðum ríkisstjórnar- innar. Repúblikanar á þingi hafa lagt drög að frumvarpi sem myndi gera stjórnvöldum kleift að setja fjölskyldurnar saman í varðhald en Trump forseti sagði á föstudaginn að hann myndi ekki skrifa undir þau. 2.000 börn skilin frá foreldrum sínum  Vísað í Biblíuna til réttlætingar AFP Börn Landamæraverðir ásamt flóttafjölskyldum í Texas. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is 629 flóttamenn hafa stigið á land í höfninni í València á Spáni eftir að hafa verið á sjó í sjö daga. Frá þessu er greint á fréttavefjum Guardian og AFP. Björgunarskipið Aquarius, sem er í eigu góðgerðarfélaganna SOS Méditerranée og Lækna án landamæra, bjargaði flóttamönnun- um á floti undan strönd Líbíu fyrir viku en skipinu var í kjölfarið neitað um hafnarleyfi á Möltu og Ítalíu. Pedro Sánchez, nýr forsætisráð- herra Spánar, leyfði flóttafólkinu að stíga á land á Spáni síðastliðinn mánudag. Fólkinu var skipt á milli Aquarius og tveggja ítalskra land- gæsluskipa, Dattilos og Oriones, á leiðinni til Spánar. Að sögn Joseps Borrells, utanrík- isráðherra Spánar, ákváðu Spán- verjar að taka við flóttafólkinu til þess að hvetja ríkisstjórnir Evrópu til að finna „sameiginlega lausn á sameiginlegum vanda“. Eftir að Ítal- ir neituðu að leyfa Aquarius að leggj- ast að höfn í Róm fundaði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, með Emmanuel Macron, forseta Frakk- lands, sem hafði áður gagnrýnt Ítali fyrir óábyrga hegðun í málinu. Macron og Conte kölluðu eftir að Evrópusambandið setti á fót flótta- mannabúðir á norðurströnd Afríku til þess að koma í veg fyrir frekari „feigðarsiglingar“. Meðal flóttafólksins voru um 450 karlmenn og 80 konur (að minnsta kosti sjö þeirra óléttar), 89 unglingar og 11 börn yngri en þrettán ára. Flóttafólkið er frá 26 löndum, aðal- lega Afríkulöndum en einnig frá Afg- anistan, Bangladess og Afganistan. Aloys Vimard, starfsmaður Lækna án landamæra um borð í Aquarius, segir síðustu dagana hafa verið erf- iða því skipið sé ekki byggt fyrir langferðir með fjölda fólks innan- borðs heldur sé það einungis ætlað sem leitar- og björgunarskip. Þröng hafi verið á þingi vegna plássleysis og margir orðið sjóveikir. Flóttamenn stíga á land á Spáni  Skipin Aquarius, Dattilo og Orione skiluðu af sér 629 flóttamönnum í València  Ríkisstjórnir Spán- ar, Frakklands og Ítalíu kalla eftir samhæfðum aðgerðum til að taka á flóttamannavandanum AFP Orione Ítalska herskipið Orione kemur til hafnar í València með flóttamenn um borð. Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka við þeim á mánudaginn. Slökkviliðsmenn unnu við að slökkva eld í Listaháskólanum í Glasgow á laugardag. Eld- urinn kviknaði aðfaranótt laugardags meðan uppbyggingarframkvæmdir stóðu yfir vegna annars eldsvoða sem varð fyrir fjórum árum. Frá þessu er sagt á fréttasíðu BBC. Nicola Stur- geon, æðsti ráðherra Skotlands, sagðist harmi lostin yfir brunanum og vottaði nemendum og starfsmönnum skólans samúð sína. AFP Listaháskóli Glasgowborgar brennur í eldsvoða Þrír eru enn á sjúkrahúsi eftir að leigubíll ók á hóp vegfarenda stutt frá Rauða torginu í Moskvu á laug- ardag. Frá þessu er greint á vef AFP. Lögreglan í Moskvu gaf út myndband af bílstjóranum, kirg- ískum manni að nafni Anarbek Chingiz, þar sem hann segist ekki hafa ætlað sér að meiða neinn. Hann hafi ætlað að bremsa en þess í stað stigið á bensíngjöfina fyrir mistök. Rússneska lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk sé að ræða. Fjöl- margir útlendingar eru staddir í Moskvu um þessar mundir til að fylgjast með heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu og margir þeirra hafa fjölmennt á Rauða torgið til að taka myndir. Meðal annars urðu tvær mexíkóskar konur fyrir bílnum og úkraínskur maður slasaðist lít- illega. Þrír enn á sjúkrahúsi í Moskvu  Ekki um hryðju- verk að ræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.