Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson hlaut í gær styrk úr minningarsjóði Krist- jáns Eldjárns gítarleikara við verð- launaathöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Um er að ræða sjóð sem stofnaður var af ættingjum Kristjáns eftir ótímabært andlát hans þann 22. apríl 2002. „Allir á mínum aldri muna eftir Kristjáni Eldjárn og hvílík ótrúleg sorg það var að missa hann,“ segir Páll, „þannig að auðvitað var það ótrú- lega fallegt framtak hjá fjölskyldunni að minnast hans svona. Ég held að það þyki öllum svo vænt um Eldjárnsfjöl- skylduna. Svo mörg þeirra hafa getið sér gott orð á sínum sviðum, og ég held að það sé mikill hlýhugur til þeirra og þar af leiðandi sjóðsins.“ Páll Ragnar Pálsson útskrifaðist með doktorsgráðu úr eistnesku tón- listarakademíunni í Tallinn. Það er óhætt að segja að þetta sé gott ár fyr- ir Pál Ragnar því hann vann önnur verðlaun, aðalverðlaun Alþjóðlega tónskáldaþingsins, fyrr í mánuðinum. Næstu helgi mun hann svo halda upp á brúðkaup sitt og unnustu sinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úthlutað úr minningar- sjóði Kristjáns Eldjárns Tónskáld Páll Ragnar Pálsson. smásögu Alexanders Púshkíns. Háskaleg kynni er hins vegar eftir Cathy Marston og byggist á öðru verki; samnefndri bók frá 18. öld sem síðan varð að vinsælu leikriti og loks frægri kvikmynd sem m.a. skartaði Glenn Close og John Malkovich í aðalhlutverkum,“ út- skýrir Jón Axel. Oft í hlutverki vonda karlsins Í Háskalegum kynnum er Jón Ax- el í hlutverki óþokkans Valmonts, þess sama og John Malkovich lék í kvikmyndinni, en í Spaðadrottning- unni er hann ástsjúkur saklaus liðs- foringi. Jón Axel virðist njóta sín einkar vel í hlutverkum sem reyna bæði á dans- og leiklistarhæfileik- ana, og þá sérstaklega sem „vondi karlinn“ á sviðinu. „Ég hef tekið að mér mjög fjölbreytt verkefni en til- hneigingin virðist vera að velja mig í hlutverk illmennisins, og í þeim hlut- verkum sem ég fæ oftast bestu um- sagnirnar.“ Óhætt er að segja að Jón Axel hafi fengið að vinna fyrir Reumert- verðlaununum. Dansferillinn hófst þegar hann var aðeins átta ára gam- all og hóf nám við Konunglega danska ballettskólann. „Um er að ræða skóla sem er í sama húsi og ballettflokkurinn og börnin þar taka þátt í sýningum flokksins. Að grunn- skólastiginu loknu tekur við samn- ingur sem lærlingur (d. aspirant) sem snýst um fátt annað en ballett- æfingar frá morgni til kvölds og sýn- ingar þar á eftir. Ríkar kröfur eru gerðar til nemenda og álagið svo mikið að þeir ýmist gefast upp eða blómstra sem dansarar.“ Jón Axel flutti til Danmerkur þriggja ára með móður sinni og syst- ur. „Ástæðan var að mömmu langaði að læra tryggingastærðfræði. Síðan komum við okkur einfaldlega svo vel fyrir, mér gekk vel í ballettinum og systir mín var ánægð með vini sína þannig að við fluttum ekki til baka.“ Skelfingu lostinn á sviðinu Jón Axel hafði ekki verið lengi í ballettskólanum þegar hann upp- götvaði að dansinn ætti vel við hann. Fyrsta skiptið á sviðinu gekk samt ekki þrautalaust fyrir sig. „Ég þurfti að fara inn á frumsýningu fyrir ann- an strák sem hafði handleggs- brotnað og ég átti ekki að gera ann- að en að ganga yfir sviðið og sitja í stiga, sveiflandi ljósi. Ég var átta ára og þetta var mánuði eftir að ég byrj- aði í dansskólanum. Ég man hvað ég var lafhræddur og hafði ekki hug- mynd um til hvers var ætlast af mér. Þegar upp var staðið fannst mér þetta samt afskaplega gaman. Ég var nærri búinn að pissa á mig af hræðslu en samt bitinn af ballett- bakteríunni og fljótlega var ég far- inn að fá mikið út úr því að fá að lifa mig inn í ólík hlutverk og stíga inn í ævintýraheim á sviðinu.“ Síðan komst Jón Axel í gegnum hverja grisjunina á fætur annarri. „Skólinn hélt próf á hverju ári og fækkaði í hópnum ef fólk var ekki nógu duglegt eða kroppurinn ekki í lagi. Undir lokin var skóladagurinn orðinn alveg eins og hjá atvinnu- dönsurum; æfingar frá 10 að morgni til 16 síðdegis og oft sýningar á kvöldin.“ Leitun að betra starfi Vinnuvikan er þannig að Jón Axel hefur varla tíma fyrir nokkuð annað en dansinn, en hann kvartar ekki og vill hvergi annars staðar vera en á sviðinu. „Þetta virkar allt ósköp venjulegt á mig því ég þekki ekkert annað. Stífar æfingar byrja kl. 10 og oftar en ekki er vinnudeginum ekki lokið fyrr en að ganga ellefu eða tólf um kvöld þegar sýning kvöldsins er að baki,“ segir hann. „Það sem verð- ur sérstaklega að gæta að er að halda álagsmeiðslum í skefjum, og einn kennarinn minn orðaði það þannig að það væri ávísun á góðan dag að verkja bara á tveimur stöð- um. Það er samt óhjákvæmilegt að verða fyrir meiðslum af og til og verður þá að finna á því lausn til að geta samt haldið áfram.“ Streðið truflar Jón Axel ekki, þótt Dansandi frá morgni til kvölds  Þrátt fyrir langan og strembinn vinnudag, og litla möguleika á að fá frí í kringum jól og áramót, getur Jón Ax- el Fransson ekki hugsað sér neitt betra en að dansa með Konunglega danska balletthópnum í Kaupmannahöfn Ljósmynd/Costin Radu Ljósmynd/Klaus Vedfeldt Innlifun Jón Axel Fransson dansandi hlutverk Abderam í Raymondu. Drama Jón Axel í balletinum Háska- leg kynni. Hann hlaut Reumert verðlaunin m.a. vegna túlkunar sinnar á Valmont. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kynnirinn tilkynnti gestum í aðalsal Konunglega danska leik- hússins í Kaupmannahöfn að Jón Axel Fransson hefði hlotið Reumert- verðlaunin var þessi ungi íslenski dansari fjarri góðu gamni. Jón Axel var þó ekki langt undan, því hann var í miðri gala-sýningu á gamla sviði leikhússins ásamt mörgum fremstu ballettdönsurum heims. „Drottningin og aðrir góðir gestir fylgdust með, svo ég gat ekki sleppt því,“ segir Jón Axel glettinn. Reumert-verðlaunin eru æðstu verðlaun danska sviðslistaheimsins og var Jón Axel valinn dansari árs- ins. Hann hafði áður verið tilnefndur til verðlaunanna árið 2015, þá fyrir túlkun sína á hlutverki galdrakarls- ins Rothbarts í Svanavatninu, og hlaut líka sérstaka viðurkenningu, Reumert talentpris, árið 2011. Það var frammistaða Jóns Axels í verkunum Spar Dame (ísl. Spaða- drottningin) og Farlige For- bindelser (e. Dangerous Liaisons, ísl. Háskaleg kynni) sem tryggði honum verðlaunin en um er að ræða nokkuð drungaleg og dramatísk verk. „Spaðadrottningin er eftir Li- am Scarlett og byggist á samnefndri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.