Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 ✝ Helgi AnnasNielsen fæddist í Reykjavík 16. maí 1950. Hann varð bráðkvaddur 1. júní 2018. Hann var sonur hjónanna Hans Nielsen, f. 1921 og Bryndísar Annasdóttur, f. 1928, d. 1982. Systkini Helga eru Eggert, f. 1947, d. 2017 og Ragnheiður f. 1959. Eft- irlifandi eiginkona hans er Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir f. 1957. Þau eignuðust tvo syni. Al- exander Annas f. 1988 og Gylfa Björn f. 1992. Sambýliskona Al- exanders er Þórunn Sif Þórar- insdóttir f. 1992. Helgi eignaðist tvo syni með 1977, þegar hann hóf störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Þar starf- aði hann í tæpa þrjá áratugi. Hann starfaði um nokkurra missera skeið hjá Vinnueftirliti ríkisins og flutti sig síðar til Fjársýslu ríkisins þar sem hann vann þar til síðasta haust, er hann fór á eftirlaun. Helgi naut þess alltaf að verja tíma með sínum nánustu. Hann spilaði golf sér til mikillar ánægju og veiddi á stöng. Hann spilaði brids öll sín fullorðinsár og tók mikinn þátt í félags- störfum. Stjórnmál voru áber- andi á þeim vettvangi á yngri árum hans en síðustu áratugina beindi hann kröftum sínum í meira mæli að íþróttum og var mjög virkur í starfi innan Knatt- spyrnufélagsins Þróttar. Útför Helga fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 18. júní, kl 13. fyrri eiginkonu sinni, Eyrúnu Ingi- marsdóttur f. 1953. Ingimar Karl f. 1974 og Brynjar Hans f. 1978. Barnabörn Helga eru Hrafntinna Rán, f. 2009, og Unnsteinn Dýri, f. 2010, Ingimars- og Elvubörn og Elena Eir Brynjarsdóttir, f. 2007. Helgi ólst upp í Reykjavík, fyrst í Balbo Kamp, síðan í Vogahverfi og gekk í Langholts- og Vogaskóla. Hann varði mörg- um sumrum í sveit á Stöpum á Vatnsnesi. Hann lauk prófi frá Kennaraskólanum árið 1971 og starfaði við kennslu til ársins Fallinn er frá góður drengur, Helgi Nielsen, vinnufélagi og vin- ur okkar um árabil, og verður hans sárt saknað. Hann var góður maður með sterka réttlætis- kennd og þó ekki væru allir alltaf sammála honum báru allir virð- ingu fyrir skoðunum hans eins og hann okkar, voru umræður á kaffistofu oft fljótar að snúast upp í galsa enda stutt í húmorinn hjá Helga og gat hann verið meinfyndinn og fljótur að nýta húmorinn ef tækifæri gafst. Það var gott að leita til Helga því hann var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Helgi var nýlega farinn á eft- irlaun fullur tilhlökkunar að sinna fjölskyldu, áhugamálum og nýj- um verkefnum. Helgi var vinur vina sinna, bæði í leik og starfi, heill og hlýr. Að honum föllnum skilur maður að lífið er brothætt en um leið hve mikilvægt er að lifa hvern dag til fulls í samfylgd vina og fjöl- skyldu. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Við samstarfsfólk á Þróunar- og Þjónustusviði FJS sendum fjölskyldu Helga innilegar sam- úðarkveðjur. Bergþór, Guðbrandur, Thelma, Stefán, Gunnar, Björn, Þorkell, Jóhann, Styrkár og Hans. Helgi var einn af þessum mönnum sem maður tók strax eftir og leit til með virðingu. Hann náði því bæði í starfi og í samskiptum að halda í sín prin- sipp og á sama tíma að láta hlut- ina ganga. Aldrei var maður í nokkrum vafa um hans skoðanir, bæði í starfi og leik. Þótt hann væri fastur á sínum skoðunum þá kom það aldrei í veg fyrir að hann sinnti sínu starfi af kostgæfni eða sínum félögum. Ég byrjaði að vinna með Helga árið 1982 og við vorum samstarfs- menn nánast óslitið þar til hann fór á eftirlaun seint á síðasta ári. Fyrst unnum við saman hjá Skýrr og vorum í sitt hvorri deild en síðan unnum við saman hjá Fjársýslu ríkisins Þegar Helgi byrjaði að vinna hjá FJS þá kynntist ég nýrri hlið á honum sem var hvað hann var félagslega sterkur og varð hann mjög fljótur að verða potturinn og pannan í félagslífinu og tók virkan þátt í flestu. Oftar en ekki vorum við Helgi á öndverðri skoðun en aldrei hafði það áhrif á samstarfið, held- ur þvert á móti. Ég man t.d. eftir því fyrir mörgum árum að við vorum að ræða um s.k. launa- leynd og vorum að sjálfsögðu ósammála. Þá sagði Helgi setn- ingu sem ég hef aldrei gleymt. „Ef þú getur ekki réttlætt laun hjá einhverjum starfsmanni þá ertu að gera eitthvað rangt.“ Þarna eins og oft hitti hann naglann á höfuðið og setti sína skoðun fram á hnitmiðaðan hátt. Það er mikil eftirsjá að Helga Stefán Kjærnested. Félagi minn í ABBA, Helgi Nielsen, er fallinn frá, mjög óvænt og alltof snemma. Helgi var nýkominn á eftirlaun og far- inn að njóta lífsins eins og best verður á kosið. Golf 2-3 sinnum í viku, brids, veiði, allt áhugamál sem Helgi stundaði af kappi og hafði mikið gaman af og hlakkaði til að gera næstu árin. Ótrúlega ósanngjarnt að þessi nýi tími í lífi Helga skyldi ekki verða lengri. Kynni okkar Helga hófust 2. janúar 1980 er undirritaður hóf störf sem tölvari hjá Skýrr. Var það upphafið að löngu samstarfi og vináttu sem ég er mjög þakk- látur fyrir. Árið 1986 stofnuðum við nokkrir samstarfsfélagar hjá Skýrr getraunaklúbbinn ABBA sem hefur tippað í hverri einustu viku síðan. Árangurinn í krónum er misjafn eins og gengur, en sú gleði og ánægja sem félagsskap- urinn hefur gefið okkur verður ekki mæld í krónum og aurum og er það ekki síst Helga að þakka. Alltaf tilbúinn með litlar skemmtilegar athugasemdir og jákvæða gagnrýni sem féll vel í kramið hjá félögunum, ekki síst ef slíkt beindist að störfum For- setans. Sem Forseti klúbbsins síðan 1987, eftir yfirburða kosn- ingasigur (fékk eina greidda at- kvæðið eins og Helgi var óþreytt- ur að minna mig á), var Helgi í forustu í stjórnarandstöðunni og veitti Forsetanum nauðsynlegt aðhald. Það voru tveir Forsetar í ABBA – aðal og svo einnig ald- ursforsetinn, Helgi Nielsen. Smátt og smátt breyttist þessi hópur líka í golfhóp þar sem flest- ir voru komnir í golfið. Eru þær ófáar gleðistundirnar bæði innan lands og utan sem við félagarnir höfum átt saman í golfinu, með og án maka. Er það þyngra en tárum tekur að nefna að Helgi var ein- mitt búinn að skipuleggja næsta ABBA-golfmót sem halda átti 8. júní og allir búnir að tilkynna þátttöku. En leiðir okkar Helga lágu saman víðar. Fyrir fjórum árum bauðst undirrituðum fyrir orð Helga að ganga í Krummaklúbb- inn (sem er 54 ára bridsklúbbur fyrir karla) og hafa leiðir okkar því líka legið saman þar flest fimmtudagskvöld á veturna. Verð ég honum alltaf þakklátur fyrir það, því þar er gaman að vera. Helgi var sósíalisti, trúði á jafnrétti og félagslegan jöfnuð og ræddum við þau mál stundum og vorum ekki alltaf sammála um leiðir að markmiðunum. Það er mér enn í fersku í minni þegar Helgi sagði mér frá 3 A kenning- unni. Hún gengur út á það er ekki hægt að gera ALLT fyrir ALLA, ALLS STAÐAR þótt maður gjarnan vildi. Þess vegna væri hann jafnaðarmaður, en ekki kommi. Kemur þessi kenning hans oft upp í hugann þegar mað- ur skömmu fyrir kosningar les dagblöð og hlustar á stjórnmála- menn sem eru með langa loforða- lista. Helgi var húmoristi og eitt gott dæmi um það er að hann sagðist hafa flutt í Kópavoginn til að fella meiri hlutann þar og kannski mundi hann svo á efri árum flytja í Garðabæ til að fella hann þar líka. Ekki vannst honum tími til þess. En þó söknuður okkar félaga í ABBA sé mikill er áfallið fyrir Habbý og drengina fjóra og barnabörnin enn meira. Ég sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. – Minningin um góðan félaga mun lifa. Forseti ABBA, Gunnlaugur Guðjónsson. Ég starfaði með Helga Nielsen í Fjársýslu ríkisins um árabil. Nýhættur störfum sté hann glað- beittur á iðagrænan Ódáinsakur efri áranna. Hann gekk til leiks þrunginn gleði og tilhlökkun. Í dag er hann hniginn að velli. Helgi var bæði vel lesinn og fróður og þeirri gáfu gæddur að nýta fróðleik og þekkingu í rök- ræðum. En aldrei gleymdum við því að dýrkeyptust allrar heimsku er að trúa heitt og innilega því sem augljóslega er ekki satt. Helgi kunni samræðulistina og bar virðingu fyrir henni. Hann talaði aldrei á menn (einræða) en kaus að ræða málin, hlustaði á röksemdir og dispúteraði (sam- ræða). Helgi virti skoðanir and- mælandans en áskildi sér and- mælarétt í anda Voltairs. Hann var alla tíð málsvari mannúðar, réttlætis, sanngirni, vel menntaður og víðlesinn húm- anisti. Veraldarsýnin byggðist á skynsemi, siðfræði og réttlæti. Helgi taldi sig jafnaðarmann og barðist fyrir samfélagslegum jöfnuði en féll aldrei í gildru stétt- arstjórnmála. Hann trúði á ein- staklinginn og vildi tryggja hon- um tækifæri til brautargengis. Illa ígrundaðar skoðanir og al- hæfingar viðmælenda urðu stundum til þess að Helgi gjörðist brúnaþungur og svipúðugur. Helgi var hófsamur gleðimað- ur, knálegur, andlitsdrættir sterkir, brúnamikill, brosið breitt, hláturmildur, spaugsam- ur, orðheppinn, þar að auki laun- fyndinn og fljótur að grípa tæki- færin þegar þau gáfust. Í borgarstjórnartíð Vilhjálms J. Vilhjálmssonar gengum við Helgi upp Arnarhólinn til vinnu eftir heimsókn í Bókabúðina. Þetta var í október. Helgi tók eft- ir því að peru vantaði í eina ljósa- stikuna meðfram gangstígnum og varð að orði að þessi pera kæmi ekki fyrr en á næsta ári. Fyrir jól, svaraði Blöndal. Helgi veðjaði 500 krónum og það hand- salað. En í febrúar næsta ár arkaði ég á fund borgarstjóra og sagði farir mínar eigi sléttar. Hann hafði gaman af og bauðst til að bæta mér skaðann úr eigin vasa en ekki vildi ég það. Ég spurði Helga hvers vegna hann hefði ekki veðjað fimm þúsund krón- um, en þá brosti hann og svaraði: „Ég féfletti ekki vini mína, Har- aldur.“ Þessi saga er aðeins ein perla úr minningasafni okkar frá sam- verustundum með Helga Nielsen. Fágætur er góður vinur. Þeir eru ríkir, sem eiga vini. Helgi var góður, traustur og einlægur vin- ur. Samstarfsmenn Fjársýslunn- ar senda samúðar- og saknaðar- kveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál, 76. vísa) Haraldur G. Blöndal. Kær félagi og vinur er fallinn frá. Við vorum báðir úr Voga- hverfinu og ólumst jafnframt saman upp hjá SKÝRR í gamla daga . Áhugamál okkar voru svip- uð og húmorinn líka. Helgi nálg- aðist lífið með hæfilegum létt- leika í bland við alvarleika lífsins. Hann var ákaflega orðheppinn og gat beitt því vopni þegar honum hentaði. Hann var líka mikill prinsippmaður. Gott dæmi um slíkt er þegar vinnuhópurinn fór saman á matsölustað og þegar kom að því að panta drykki bað Helgi um pepsí. Þjónustustúlkan tjáði honum að staðurinn væri að- eins með kók, þá sagðist Helgi bara ætla að fá vatn. Mörgum þótti þetta undarlegt hjá honum, það væri jú ekki mikill munur á kók og pepsí. Jú, sagði Helgi, starfsmenn pepsí fá að vera í stéttarfélagi. Samskipti okkar hin síðari ár hafa mest verið tengd ABBA félagsskapnum sem á rætur sínar að rekja til Skýrr. Getraunir og golf hafa haldið okkur gangandi síðustu árin. Margir hafa strítt okkur á því hve erfiðlega okkur hefur gengið að ná í stóra vinn- inginn. Við félagarnir höfum fyrir löngu síðan áttað okkur á því að það er félagsskapurinn sem er stóri vinningurinn og það er ekki síst Helga að þakka. Við vorum 10 í þessum hóp og nú hefur ald- ursforseti vor fallið frá. Söknuður okkar er mikill. Ég votta Habbý og fjölskyldu Helga innilegustu samúðarkveðj- ur. Helgi, þú skilar kveðju. Halldór (Dóri Gunn). Skarð er höggvið í vinahópinn með skyndilegu fráfalli Helga. Við höfum verið svo lánsöm að hafa átt margar góðar og skemmtilegar stundir í gegnum matar-, golf-, spila-, veiði –, tipp- og skemmtihópinn HAGL með gleðina að leiðarljósi. Helga kynntumst við þegar hann vann hjá Skýrr og auðvitað kynntumst við Habbý í framhaldi af því enda voru þau hjónin oftar en ekki saman við leik. Vinskapurinn varð nánari þegar við stofnuðum vinahópinn HAGL árið 2000 og höfum við hist mörgum sinnum á ári síðan þá. Golfferðirnar til út- landa eru orðnar nokkrar og var Helgi þar oftar en ekki í farar- broddi og dró upp flóknar keppn- isreglur sem ekki voru alltaf allir sammála um en þá var lítið mál að rökræða það við Helga sem tók tillögum að breytingum alltaf vel enda vildi hann hafa alla sátta. Matarklúbbar síðustu ára enduðu oftar en ekki í að spila borðspil þar sem strákar spiluðu á móti stelpum. Þá var kappið oft mikið en ávallt var þó stutt í hláturinn og gleðina. Helgi fór með okkur í allmargar veiðiferðir en leyfði yf- irleitt Habbý að eyða meiri tíma en hann í ánni en þó sá maður veiðimanninn í honum þegar hann náði í risafiska og er okkur minnisstæð ein veiðiferð í Elliða- árnar þar sem Helgi fékk um 20 punda lax og var greinilegt að spenningurinn kom frá hjartanu þegar hann lýsti tökunni fyrir okkur. Natni Helga og Habbýjar við strákana sína var mikil og fylgdu þau þeim í gegnum íþrótt- ir hjá Þrótti enda miklir Þrótt- arar. Árlega héldum við golf- keppnina KR-Þróttur milli okkar hjóna þar sem ekkert var til spar- að í búningum og skotum milli liða. Síðustu árin spiluðum við golf saman á fimmtudagseftir- miðdögum yfir sumartímann. Fimmtudaginn 31. maí spiluðum við 18 holur í Grafarholtinu, eftir hringinn ræddum við um það hver ætti að bóka næsta hring og kvöddumst síðan. Ekki óraði okk- ur fyrir því að þetta væri hinsta kveðjustund en nokkrum klukku- stundum síðar var Helgi látinn. Heilsteyptur og góður drengur fallinn frá alltof snemma. Helgi með sitt glettna bros og ljúfu framkomu mun lifa í huga og hjörtum okkar um ókomna fram- tíð. Við sendum Habbý og strák- unum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Arnheiður og Björgvin. Krummaklúbburinn var stofn- aður árið 1964 og lifir enn í dag góðu lífi. Þar hittast 60 –70 fé- lagar nær vikulega yfir veturinn til þess að keppa í brids og eiga saman góðar stundir. Stundir, sem ekki verða metnar til fjár en eru einstaklega gefandi í frábær- um félagsskap og ávallt tilhlökk- unarefni. Fyrir um það bil 6 – 7 árum höguðu atvikin því svo, að Helgi A. Nielsen, sem kvaddur er hér í dag, gekk til liðs við klúbbinn ásamt félögum sínum. Helgi var snjall bridsspilari og féll strax vel inn í hópinn enda einnig skemmtilegur félagi og ævinlega var gaman að takast á við hann og félaga hans „við græna borðið“. Sjálfur hafði ég kynnst Helga nokkuð löngu fyrr þar sem hann var bekkjarbróðir konu minnar úr Kennaraskólanum og á einum „hittingi“ á þeim vettvangi kom Krummaklúbburinn til tals í tengslum við bridsáhuga hans og framhaldið þekkjum við. Það verður skarð fyrir skildi að hausti þegar Krummar koma saman og hefja leik. Góðar minn- ingar um góðan dreng munu svífa yfir vötnum þegar Krummar rifja upp skemmtilegar stundir með Helga A. Nielsen. Hrafnhildi konu hans og fjöl- skyldunni allri sendum við Krummar okkar einlægustu sam- úðarkveðjur og vonum, að góðar minningar megi létta þeim byrð- ar morgundagsins. Kveðja frá Krummaklúbbnum, Guðmundur Jóelsson. Hugurinn hvarflar hartnær hálfa öld aftur í tímann, inn í skólastofu Kennaraskólans, þar sem nokkrir tilvonandi karlkenn- arar sitja niðursokknir í spila- mennsku, milli kennslustunda. Ein og ein verðandi kennslu- kona tínist inn ásamt kennaran- um sem skimar í kringum sig, þykir vanta í hópinn og hefur orð á óstundvísi uppfræðara framtíð- arinnar: „Þetta gengur bara ekki lengur, að mæta svona seint í tíma.“ Þá laumar einn spila- manna ofurhljóðlega út úr sér þessum óborganlegu orðum: „Í þessu tilfelli held ég það hafi verið kennarinn sem kom of snemma.“ Slíkt tilsvar gat aðeins komið frá einum bekkjarfélaga C-bekkj- arins; Helga A. Nielsen, sem við nú kveðjum, og fór allt of snemma. Helgi var með eindæmum skemmtilegur félagi, það ískraði í honum kátínan yfir spaugilegum atvikum eða hugdettum og orð- heppni hans og tilsvör voru með ólíkindum. Ekki urðum við bekkjarsystk- inin neinir heimagangar hvert hjá öðru, er leiðir skildi, en einhver silfurþráður spunninn á þessum skólaárum hefur aldrei alveg slitnað, þrátt fyrir það. Helgi lét sig ekki vanta þegar hóað var til fagnaða og ferðalaga útskriftarhópsins frá árinu 1971, og skipti þá engu hvenær síðast var hist; „það var eins og gerst hafi í gær,“ grínið og græskulaus gleðin á sínum stað. Ekki varð kennslustarfið lifi- brauð okkar allra í C-bekknum nema að mismiklu leyti, en Helgi starfaði m.a. í einhvern tíma við Helgi A. Nielsen ✝ Magnús Guð-jónsson fæddist í Hafnarfirði 9. júlí 1935. Hann lést á Landakotsspítala 1. júni 2018. Foreldrar hans voru Guðjón Arn- grímsson, bygg- ingameistari í Hafnarfirði, f. 13. október 1894, d. 6. nóv. 1972, og Jónea Elín Ágústa Sigurðardóttir, f, 5. ágúst 1893, d. 4. júlí 1947. Systk- ini Magnúsar voru Guðríður, f. 8. feb. 1925, d. 18. sept. 2008, Valdís, f. 15. apríl, d. 5. maí 2015, Arngrímur, f. 30. júlí 1927, d. 13. nóv. 2002, og Sigurður, f. 15. apr- íl 1929, d. 19. apríl 2015. Eiginkona Magnúsar er Þór- unn Haraldsdóttir, f. 1. maí 1934, og eiga þau eina dótt- ur, Bylgju Magn- úsdóttur, f. 11. júní 1961, og á hún eina dóttur, Þórunni Maggý Jónsdóttur, f. 13. jan. 1978, og eru dætur hennar tvær, Birta Sól Utley, f. 15. apríl 2001, og Rebekka Huld Utley, f. 21. feb. 2003. Útför Magnúsar fór fram 12. júní 2018. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Haukum Um þessar mundir minnast menn 150 ára ártíðar séra Frið- riks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og Hauka, og við Haukafélagar kveðjum í dag mikinn KFUM mann og góðan félaga, Magnús Guðjónsson. Hann kom ungur til starfa fyrir félagið, var formaður hand- knattleiksdeildar 1965 til 1968 sem voru mikil uppgangsár hjá deildinni og er síðan kosinn í aðalstjórn félagsins 1969 og sit- ur þar til 1974, varaformaður 1973 til 1974. Á þessum árum voru hús- næðismál erfið félaginu, bæði hvað varðar æfingar og fé- lagsstarf sem Magnús lét sig mjög varða. Um nokkurra ára skeið átti félagið athvarf fyrir fundi og félagsstarf í húsnæði fyrirtækis Magnúsar við Skóla- braut. Hann var trúr og tryggur fé- laginu til síðasta dags og studdi á ýmsan hátt, t.d. færði hann félaginu veglegt útilistaverk á 80 ára afmæli þess sem prýðir nú Inngarðinn hér á Ásvöllum. Nú að leiðarlokum þakkar félagið mikil og góð störf í þess þágu og sendir eiginkonu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. F.h. aðalstjórnar Hauka, Bjarni Hafsteinn Geirsson Magnús Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.