Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Viðhaldsfríir gluggar og hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Yfir 90 litir í boði! Indlandi s.s. hvað snýr að lyfjafram- leiðslu.“ Það má líka flytja inn ýmsar vörur frá Indlandi og nefnir Rajiv fyrst af öllu vefnaðarvöru af öllum mögu- legum toga sem landið er þekkt fyr- ir. „Með fyrirvara um hvaða inn- flutningsreglur gilda þýðir bein flugtenging að það gæti verið fýsi- legt að flytja einnig inn ávexti og aðrar landbúnaðarvörur.“ Á Rajiv jafnframt von á að spreng- ing verði í komum indverskra ferða- manna til Íslands, þó svo að það vaki einkum fyrir íslensku flugfélögunum að tengja Indland við áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. „Um þessar mundir nýtur Ísland mikilla vinsælda meðal Indverja og fær tölu- verðan sýnileika í fjölmiðlum. Munu margir vilja nota tækifærið og sækja landið heim núna þegar beint flug er í boði.“ íslenskan fisk út til Indlands og hugsa ég að ís- lenskur lax eigi erindi við þennan markað. Stjórn- völdum á Ind- landi er mjög í mun að tækni- væða borgir sínar og grunar mig að íslensk tækni- þekking og hugvit geti komið að gagni við það metnaðarfulla mark- mið yfirvalda að gera hundrað snjall- borgir á Indlandi.“ Rajiv segir Ísland líka í góðri að- stöðu til að flytja út þekkingu á virkj- un jarðhita en víða á Indlandi má finna jarðhitasvæði sem nota má til að framleiða hreina og náttúrulega orku. „Íslensk lyfjafyrirtæki ættu einnig að kynna sér möguleikana á Íslandi greidd leið að áhugaverðum markaði  Íslenskur lax gæti átt erindi við Indland og vert að skoða tækifæri á sviði virkjunar jarðhita, lyfjaframleiðslu og tækni  Regluverkið er núna mun einfaldara en það var áður AFP Dugnaður Kona í Chennai hugar að núðlum sem hengdar hafa verið til þerris. Indverski markaðurinn er risastór og tekur örum framförum. Rajiv Kumar Nagpal VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fráfarandi sendiherra Indlands á Íslandi vonast til þess að beint flug á milli landanna verði til þess íslensk fyrirtæki muni grípa þau verðmætu viðskiptatækifæri sem bíða þeirra austur á Indlandi. Rajiv Kumar Nagpal hefur verið sendiherra hér á landi frá árinu 2015 og segir hann að íslenskt atvinnulíf hafi ekki sýnt Ind- landi sama áhuga og t.d. Kína, og ýmsar ástæður sem liggi þar að baki. „Ein ástæðan er mikið skrifræði sem flækt hefur rekstrarumhverfið, en undanfarin ár hafa indversk stjórn- völd markað nýja stefnu og einfaldað lagarammann samhliða því að ein- falda skattlagningu til muna. Al- þjóðabankinn gerir mælingar á því hversu auðvelt er að stunda viðskipti víðsvegar um heim og þar hefur Ind- land hækkað úr 130. sæti árið 2000 upp í 100. sætið á þessu ári.“ Rajiv segir að þau íslensku fyrir- tæki sem stundað hafa viðskipti á Indlandi á undanförnum árum beri landinu yfirleitt mjög vel söguna og séu himinlifandi með þær breytingar sem orðið hafa á regluverkinu. „Vita- skuld má finna tilvik um viðskipti sem hafa ekki heppnast vel, og þeir sem hyggjast láta að sér kveða á Indlandi þurfa að vinna sína rann- sóknarvinnu og finna samstarfsaðila sem hægt er að treysta.“ Lax, lyf og tækni Tækifærin liggja á ýmsum sviðum og segir Rajiv að Indland sé í dag það hagkerfi heims sem vaxi hvað hraðast, hagur indverskra neytenda batni mjög hratt og landið búi að ungu og vel menntuðu vinnuafli. „Þó svo að Indland sé með mjög langa strandlengju held ég að það séu tví- mælalaust tækifæri fólgin í að flytja Könnun sem birt var á föstudag bendir til þess að 70% Kanada- manna hyggist ætla að reyna að sniðganga bandarískar vörur. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið Ipsos sem gerði könnunina um miðja síðustu viku og náði hún til 1.001 Kanadabúa og 1.005 Banda- ríkjamanna. Svörin þykja sýna hvernig við- skiptadeilur Bandaríkjanna og Kan- ada eru farnar að lita viðhorf al- mennra neytenda. Reuters greinir frá að meirihluti svarenda, bæði Kanada- og Bandaríkjamegin, styðji stefnu Justins Trudeaus, forsætis- ráðherra Kanada, og sé ekki hrifinn af því að Donald Trump Banda- ríkjaforseti skuli hafa skapað spennu á milli þjóðanna með því að vilja gera breytingar á NAFTA- samningnum frá árinu 1994. Sögðust 85% Kanadamanna og 72% Bandaríkjamanna fylgjandi að- ild að NAFTA og 44% svarenda hjá báðum þjóðum töldu að það yrði landi þeirra til hagsbóta að endur- skoða samninginn. ai@mbl.is AFP Kurr Átök Trumps og Trudeaus gera Kanadabúa afhuga bandarískum vörum. Kanadabúar breyta neyslu vegna deilna Hossein Kazempour Ardebili, fulltrúi Írans hjá OPEC, Samtökum olíuútflutningsríkja, segir að auk Írans muni Venesúela og Írak greiða atkvæði gegn hugmyndum Sádi-Arabíu og Rússlands um að auka olíuframleiðslu að nýju. Bloomberg greindi frá þessu um helgina en OPEC-ríkin munu funda í Vínarborg síðar í vikunni og m.a. ræða um hvort breyta skuli sam- komulagi OPEC og hóps annarra olíuframleiðslulanda frá því seint á árinu 2016 um að takmarka olíu- framleiðslu. Samkomulagið hefur gefið góða raun og bæði stuðlað að auknu jafnvægi á olíumörkuðum og hækkuðu verði á hráolíu en nú vilja Rússland og Sádi-Arabía – tveir stærstu olíuframleiðendur heims – byrja að slaka á þeim skorðum sem settar voru. Að gefa grænt ljós á aukna olíu- framleiðslu kæmi sér vel fyrir Rússland og Sádi-Arabíu, sem dæla töluvert minna magni af olíu úr jörðu en þau gætu, en sennilegt að Íran og Venesúela ættu í miklum erfiðleikum með að auka hjá sér ol- íuframleiðsluna jafnvel þó að kvóti þeirra væri aukinn, og hag þeirra því best borgið ef heildarfram- leiðsla helst óbreytt með tilheyr- andi hækkunaráhrifum á heims- markaðsverð. Eins og greint hefur verið frá er reiknað með að miklir erfiðleikar ríkisolíufélags Venesúela muni leiða til þess að olíuframleiðsla þar í landi dragist mikið saman á þessu ári. Þá munu viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna gegn Írönum lemstra olíugeira landsins. Alex- ander Novak, orkumálaráðherra Rússlands, sagði á fimmtudag að OPEC-ríkin myndu skoða að auka olíuframleiðslu um allt að 1,5 millj- ónir fata á dag en það myndi vega upp á móti samdrættinum hjá Venesúela og Íran, og gott betur. ai@mbl.is Óeining innan OPEC um að auka olíuframleiðslu AFP Deilt Khaled al-Faleh og Alexander Novak, orkumálaráðherrar Sádi- Arabíu og Rússlands á fundi OPEC í apríl. Þeir vilja skrúfa frá dælunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.