Morgunblaðið - 19.06.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Tómas Eiríksson, yfirmaður lögfræðisviðs, fjárstýringar og fjár-festatengsla hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, á 40 ára afmæli ídag.
„Össur hefur vaxið ört síðan fyrirtækið var skráð á markað árið
1999. Við erum með yfir 3.000 starfsmenn í 25 löndum og salan nemur
um 62 milljörðum króna á ári.“ Tómas hóf störf hjá Össuri árið 2009
sem fyrirtækjalögfræðingur, en var svo gerður að yfirlögfræðingi í
lok árs 2012 þegar lögfræðideildir fyrirtækisins voru sameinaðar í
eitt alþjóðlegt svið. Fyrir tæpum tveimur árum bættust fjárstýringin
og fjárfestatengslin við. „Þá var ég í mjög krefjandi Global Executive
MBA-námi við IE Business School í Madrid. Ég vildi hins vegar ekki
gefa frá mér þetta frábæra tækifæri til að breikka starfið á áhuga-
verðum sviðum og allt gekk þetta upp með mikilli og góðri hjálp frá
fólkinu í kringum mig.“
Eiginkona Tómasar er Gréta Bentsdóttir, sem vinnur í markaðs-
deild Arion banka. Börn þeirra eru Ólöf Hildur, f. 2003, Eva María, f.
2006, og Eiríkur, f. 2012.
„Börnin eru öll í fótbolta og mikill tími fer í að fylgjast með þeim,“
segir Tómas spurður hvað hann geri í frítímanum. „En mér leiðist það
alls ekki því ég er mikill fótboltaáhugamaður, spila sjálfur fótbolta
þrisvar í viku og hef mjög gaman af því. Ég fylgist síðan vel með mín-
um mönnum í Liverpool og nú er HM í fullum gangi. Ég styð auðvitað
strákana okkar og bind vonir við að Ísland komist langt í mótinu.“
Tómas er ekki viss um hvernig afmælisdagurinn verður. „Konan
mín ráðlagði mér eindregið að taka frí frá vinnunni í tilefni dagsins
þannig að mig grunar að hún sé búin að skipuleggja eitthvað. Það
eina sem ég veit fyrir víst er að ég fer út að borða með stórfjölskyld-
unni í kvöld. Óvissan plagar mig samt ekki neitt því ég treysti kon-
unni minni fullkomlega til að skipuleggja skemmtilegan dag.“
Ljósmynd/Harpa Hrund
Fjölskyldan Tómas, Gréta og börn stödd í Elliðaárdalnum í fyrra.
Óvissuferð á afmælinu
Tómas Eiríksson er fertugur í dag
B
jörn Pálsson fæddist á
Ísafirði 19.6. 1933 og
átti þar heima til 1946
en þá um vorið flutti
fjölskyldan til Reykja-
víkur. Björn kom hins vegar suður
um haustið en hann hafði verið í sveit
á Ingjaldssandi þar sem hann dvaldi
í tvö sumur.
Björn var í Barnaskóla Ísafjarðar,
einn vetur í Austurbæjarskólanum,
fór í Ingimarsskólann í Reykjavík og
lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið
1949.
Björn stundaði sjómennsku og var
þá háseti og bátsmaður í farmennsku
hjá Eimskip, frá 1951-57, en þá kom
hann í land í kjölfar vinnuslyss. Hann
lærði ljósmyndun og hefur starfað
við ljósmyndun alla tíð síðan: „Hann-
es bróðir minn hafði lært ljósmyndun
og þar sem ég hafði slasast illa fannst
mér tilvalið að læra þetta fag.“
Björn Pálsson ljósmyndari – 85 ára
Heima í garði Björn og Sigurlaug með börnunum sínum, Páli og Guðfinnu, ásamt tengdabörnum og barnabörnum.
Hefur tekið ljósmyndir
í 60 ár og er enn að
Langt og farsælt hjónaband Björn og Sigurlaug hafa verið gift í 57 ár.
Reykjavík Mohammed
Elías Laagaili fæddist 29.
ágúst 2017 kl. 2.09. Hann
vó 4.365 g og var 51 cm
langur. Foreldrar hans
eru Gyða Dröfn Laagaili
Hannesdóttir og Nabil
Laagaili.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is