Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í frétt semHjörtur J.
Guðmundsson
blaðamaður skrif-
aði á mbl.is í gær
er fjallað um þá
„ákvörðun stjórn-
valda“ og Alþingis
að fallast á fram-
sal framkvæmda-
valds og dómsvalds til stofn-
ana ESB með samþykkt
persónuverndarlöggjafar
sambandsins í gegnum EES-
samninginn í síðustu viku.
Stefán Már Stefánsson
veitti stjórnvöldum ráðgjöf
vegna innleiðingar löggjaf-
arinnar. Hann hafði bent á að
þetta væri afleidd aðgerð.
Hins vegar sagði hann að
ekki væri hægt að fullyrða á
heildina litið að málið stang-
aðist á við stjórnarskrána. Sú
afstaða Stefáns
var túlkuð þannig
í greinargerð með
þingsályktun ut-
anríkisráðherra
um samþykkt lög-
gjafarinnar að
hann hefði talið
umrædda leið
standast stjórn-
arskrána.
Aðspurður segir Stefán
Már að þarna sé nokkuð
frjálslega farið með. Bæði
Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt
við lagadeild Háskóla Íslands,
og laganefnd Lögmannafélags
Íslands hafa lýst því yfir að
málið kunni að fara gegn
stjórnarskránni. Morgun-
blaðið telur lítinn vafa á
þeirri niðurstöðu. Hér er því
mikið alvörumál á ferð sem
óhjákvæmilegt sé að falla frá.
Bókunarskortur í
ríkisstjórn er tæpast
Landsdómsmál. En
vísvitandi atlaga að
stjórnarskrá er það
örugglega}
Ósvífin meðferð á stjórnarskrá
Við erum óð-um að náokkur niður
eftir leikinn í
Moskvu á laug-
ardag.
Don’t cry for me,
Argentina var víða
sungið fram undir
morgun í bland við
Ég er kominn heim
og klapp víkinganna sem orðið
er alræmt um allar álfur.
Sagt var frá því í fréttum í
gær að þrjár milljónir manna
hefðu horft á fótboltaleikinn
fræga í sjónvarpi Fox í Banda-
ríkjunum og hefði ekki, enn
sem komið er, verið horft
meira á nokkurn leik.
Og það verður ekki nægur
tími til að ná okkur fyllilega
niður því að frá og með morg-
undeginum byrjum við að
„tjúna“ okkur upp aftur. Þetta
fótboltaævintýri okkar er enn
ekki úti. En okkur er þó hollast
að minna okkur sjálf á, að hvað
sem gerist í framhaldinu dreg-
ur það ekki með nokkrum hætti
úr ágæti þess sem þegar er
orðið. Fréttmiðlar heimsins
þreytast ekki á að nefna þá
staðreynd að aldrei áður hafi
svo fámenn þjóð öðlast rétt til
að keppa á Heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu. Það er
ekki sagt, en það liggur
kannski undir, að þetta á ekki
að geta gerst. En í þetta sinn
verður þó ekki sagt með sann-
girni að á ferðinni sé aðeins
undantekningin sem sanni allar
reglur. Því að sama land (og ör-
lítið fámennara þá) og meira
eða minna sama landslið komst
ekki aðeins inn á Evrópumeist-
armótið í knattspyrnu. Það
komst upp úr riðlakeppninni og
lagði eitt mesta knattspyrn-
ustórveldi veraldar að velli,
England.
Það fór ekki á
milli mála að lið
Argentínu var öfl-
ugt og gott og einn
mesti knattspyrnu-
snillingur heims
sýndi iðulega þá
meistaratakta sem
hann er frægur
fyrir. Samt hafðist
jafntefli, sem
margur leggur út sem íslensk-
an sigur. En það stenst ekki að
sletta í góm og segja að að-
göngumiðinn að heimsmeist-
aramótinu og jafnteflið við
Argentínu hafi verið einstök
heppni undirmálsliðs eða að
dómarinn, sem var um margt
ágætur, hafi lagst með Íslend-
ingum. Ef eitthvað var þá virt-
ist hann örlítið veikur fyrir
hinu heimsfræga liði. Og það
þarf ekki að koma svo mjög á
óvart. Það segir ekki aðeins
sagan úr Evrópukeppninni
heldur einnig undankeppnin að
Heimsmeistaramótinu. Í þeirri
keppni vissu allir andstæðingar
íslenska landsliðsins að það
yrðu þeir að taka alvarlega og
undirbjuggu sig vel og tóku á
því. Aðgöngumiðinn sá var
fjarri því að vera ókeypis held-
ur fyllilega verðskuldaður.
Við skulum áfram velgja með
okkur vonina um að þessi sig-
urför sé rétt að byrja. Það er í
anda þessa alls að halda því
striki og senda kaldri rök-
hugsun langt nef.
En hvernig sem fer í næsta
leik og þeim næsta þar á eftir
þá liggur þegar fyrir að okkar
frábæra lið mun snúa heim til
Íslands sem sigurvegari. Héð-
an af getur það ekki tapað.
Og það er heldur ekki úti-
lokað að það geti unnið enn
meiri sigra. Við gerum ekki svo
ósanngjarna kröfu.
En það væri eftir því.
Árangur landsliðs-
ins okkar hefur verið
verðskuldaður fram
til þessa, en það
verðskuldar þó ekki
óraunsæjar kröfur
um árangur}
Það væri eftir því
Á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní, vor-
um við minnt á að enn notum við
gömlu dönsku stjórnarskrána
sem ætluð var til bráðabirgða.
Stjórnarskrá sem okkur hefur
verið kennt að Kristján IX hafi afhent okkur
enda stytta af afhendingunni beinlínis fyrir
framan stjórnarráðið. En það var ekkert
Kristján IX sem afhenti okkur plaggið, því
hún barst víst ekkert fyrr en síðar, en dönsk
var hún, einhliða gefin af konungi sem hafði
víst lítinn áhuga á sjálfstæðisbaráttu okkar.
Frá 1874-1942 voru lögð fram 36 mál á þingi
til breytinga á stjórnarskránni. Fjórum sinn-
um náðu breytingar fram að ganga, þar á
meðal þegar stofna átti lýðveldið Ísland. Þing-
mannanefnd skyldi smíða tillögur til breyt-
inga á stjórnarskránni en skýrt var tekið fram
að óheimilt væri að gera nokkrar aðrar breytingar en
þær sem beinlínis leiddu af sambandsslitum við Dan-
mörku og lýðveldisstofnun.
Mikilvæg forsenda þeirrar samstöðu sem ríkti við af-
greiðslu breytinganna 1944 var að þær náðu bara til af-
markaðra þátta stjórnskipunarinnar en í áliti sagði að
nefndin skyldi áfram undirbúa aðrar breytingar á stjórn-
skipulaginu. Felld voru út ákvæði um konung og innleidd
ákvæði um forseta. Hlutverk forseta var að flestu leyti
mjög sambærilegt við hlutverk konungs áður. Að öðru
leyti stóð stjórnarskráin óbreytt en frekari breytingar
áætlaðar. 12 manna nefnd var skipuð til ráðgjafar eldri
nefnd og enn var skipuð nefnd, tveimur árum síðar, enda
hafði fyrri nefnd lognast út af. Á árunum
1944-2005 komu ítrekað fram tillögur um
skipan nefnda til heildarendurskoðunar á
stjórnarskrá án nokkurs árangurs. Einstaka
breytingar hafa þó verið gerðar, aðallega
varðandi þingið sjálft, varðandi kjördæma-
skipan og afnám deildaskiptingar. Í tilefni af
50 ára afmæli lýðveldis var svo samþykkt
breyting á mannréttindakaflanum. Þetta
virðast stjórnmálaflokkarnir geta sammælst
um en þegar kemur að grundvallaratriðum
við stjórnskipun og sameiginlegar auðlindir
virðist samstaðan hverfa.
Sú heildarendurskoðun stjórnar-
skrárinnar, sem fara átti fram eftir að lýð-
veldisstjórnarskráin var sett, fór loksins af
stað með skipun stjórnlagaráðs 25 ein-
staklinga úr ýmsum áttum. Nýja stjórn-
arskráin var borin undir þjóðina með þjóðaratkvæða-
greiðslu 20. október 2012 hvar 73% kjósenda samþykktu
að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þjóðarviljinn var virtur
að vettugi, enn bíðum við.
Þegar rætt er um lítið traust á stjórnmálum tel ég full-
víst að þessi vanvirðing við þjóðarvilja eigi þar stærstan
þátt. Það er ekki í boði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
og fylgja ekki niðurstöðunni. Klárum málið og gefum
þjóðinni nýja stjórnarskrá í fullveldisafmælisgjöf. Hún á
það skilið. Helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Við eigum nýja stjórnarskrá
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
með fyrirmælum um jafnari skipan
stjórna en við finnum fyrir því í dag
hversu stutt löggjafinn var tilbúinn
að ganga til þess að framfylgja þeim
markmiðum. Konur eru nú aðeins
að jafnaði um þriðjungur stjórnar-
manna í fyrirtækjum með 50 laun-
þega eða fleiri. Má því segja að það
sé ríkjandi offramboð á karlkyns-
stjórnendum um leið og eftirspurn-
inni er vissu leyti viðhaldið af karl-
kynsstjórnum fyrirtækja,“ segir
Tryggvi.
Í niðurlagi skýrslu OECD kem-
ur fram að mælt sé með leið Íslend-
inga með upptöku jafnlaunavott-
unar á vinnustöðum, en vottunin
hefur verið talsvert umdeild hér-
lendis. Það er hins vegar mat
OECD að með sambærilegri vottun
sé hægt að afmá hluta ójafnréttis
sem ríkir meðal kynja á vinnumark-
aði. Þá segir ennfremur í skýrslunni
að það muni taka tíma að brjóta nið-
ur kynjavenjur sem koma í veg fyr-
ir að konur nái markmiðum sínum.
Stór skref hafi þó verið stigin und-
anfarin ár og ekki muni líða á löngu
þar til konur og karlar hafi með öllu
jafna möguleika.
Tryggvi segir að með jafn-
launavottun hafi Ísland skapað sér
orðspor á alþjóðavettvangi. Þrátt
fyrir það sé enn talsvert í land en að
sögn Tryggva er afar mikilvægt að
halda áfram að vinna gegn stað-
almyndum og á sama tíma reyna að
skapa jafnvægi á vinnumarkaði.
Mikið áunnist þó allt-
af megi gera betur
Ljósmynd/Inspirally
Jafnrétti Stór skref hafa verið stigin í átt að auknu jafnrétti á Norð-
urlöndum undanfarin ár. Jafnrétti þar er einna mest í heiminum.
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Norðurlönd hafa náð meiriárangri en önnurOECD-lönd þegar kem-ur að jafnrétti kynjanna
og er jafnrétti þar einna mest í
heiminum. Launamunur kynjanna
verður helst til þegar barneignir
hefjast en þá missa nýbakaðar
mæður almennt meira úr vinnu en
feður. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í nýrri skýrslu Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, um jafnrétti kynjanna.
Tryggvi Hallgrímsson, sér-
fræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir
að jafnréttisbarátta á Norður-
löndum sé komin lengra en í öðrum
OECD- löndum. Þar spili inn í löng
saga skipulegs jafnréttisstarfs auk
samspils félags- og menningarlegra
aðstæðna sem auðveldi stjórnmála-
mönnum að tengja ákvarðanir við
markmið jafnréttismála. „Þess utan
hefur átt sér stað mikil vitundar-
vakning meðal stjórnmálafólks á Ís-
landi sem vegna kraftmikillar um-
ræðu sér að jafnréttismál eru
nátengd málefnum lífsgæða bæði
karla og kvenna,“ segir Tryggvi og
bætir við að hérlendis hafi verið
stigin skref sem miða að auknu
jafnrétti og þar hafi að mörgu leyti
vel tekist til, alltaf megi þó gera
betur.
Of fáar konur stjórnendur
Í skýrslu OECD kemur fram
að frá árinu 1960 hefur þátttaka
kvenna á atvinnumarkaði á Norð-
urlöndum aukist um 20-25%. Aukn-
ingin hefur skilað sér í því að jafn-
rétti í löndunum er með því hærra
sem þekkist. Þó eru enn hópar sem
eiga á brattann að sækja en þar á
meðal eru konur af erlendu bergi
brotnar og konur sem sækjast eftir
stjórnunarstöðum. Samkvæmt
skýrslu OECD eru einungis 33,3%
kvenna hér á landi í stjórnunar-
stöðum fyrirtækja sem eru með 50
starfsmenn eða fleiri, sem er aðeins
yfir meðaltali OECD-ríkjanna sem
er 32,3%. Tryggvi segir að ástæðu
þess að ekki sé að finna fleiri konur
í stjórnunarstöðum fyrirtækja megi
rekja til viðhorfs löggjafans og aðila
á markaði. „Margt hefur áunnist
Íslenskir og sænskir feður
nýta sér að meðaltali um
þriðjung fæðingarorlofs, en
þetta kemur fram í skýrslu
OECD. Þá taka mæður
stærstan hluta orlofsins og
missa af þeim sökum tals-
vert meira úr vinnu en karl-
menn. Í skriflegu svari frá
Jafnréttisstofu við spurn-
ingu Morgunblaðsins um
hvort lengd fæðingarorlofs
geti haft áhrif á launamun
kynjanna, segir að það geti
haft veruleg áhrif. Að
mörgu leyti megi líta á það
þannig að konur séu dæmd-
ar út af vinnumarkaði.
Áhrifin geti komið fram í
því að laun þeirra séu
lægri, en þess utan getur
það hamlað starfsframa
kvenna.
Í svari Jafnréttisstofu
kemur einnig fram að
tryggja þurfi jafnari þátt-
töku karla í umönnun
barna.
Konur taka
lengra orlof
HAMLAR STARFSFRAMA