Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Tónlistarkonan María Magnúsdóttir starfar undir listamannsnafninu MIMRA og er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi í sumar til að kynna nýútkomna plötu sína, Sinking Island. Ásamt MIMRU leik- ur Sylvía Hlynsdóttir á trompet og Jara Holdert spilar á gítar og syng- ur. Útilega og tónleikahald Enn eru þrennir tónleikar eftir af tónleikaröðinni: í kvöld leika þær á Brúarási Geo Center í Borgarfirði, annað kvöld í Dularfullu búðinni á Akranesi og fimmtudagsdagskvöld á Húrra í Reykjavík, og hefjast allir tónleikarnir kl. 21. „Í dag er frídagur hjá okkur og við notum hann til að keyra héðan af Vestfjörðunum þar sem við höfum verið að spila,“ segir MIMRA. Hún segir tónleikaferðalagið hafa gengið mjög vel, verið skemmtileg blanda af útilegu og tónleikahaldi. „Við erum búnar að fá alls konar fólk til okkar á tónleikana. Við dreifðum auglýsingum á tjaldstæð- unum og það gaf vel af sér. Nokkrir ferðamenn fylgdu okkur meira að segja á milli bæja. Heildstætt verk Þetta er þriðja platan sem ég gef út. Árið 2009 gaf ég út plötuna „Not Your Housewife“ sem María og árið 2015 stuttskífu ásamt hljómsveitinni Early Late Twenties sem ég var í. MIMRA er nýtt verkefni,“ útskýrir tónlistarkonan sem leikur alter- native-popptónlist á stórum skala. Platan Sinking Island var útskrift- arverkefni hennar frá Goldsmiths University of London og sá MIMRA um upptökustjórn og hljóðhönnun, auk þess að semja lög og texta. „Það eru alls konar lög á plötunni en ég lít á hana sem heildstætt verk þar sem ég tekst á við sambandsslit sem ég gekk í gegnum. Verkið er því á vissan hátt sorglegt, en fjallar um leið um nýtt upphaf, og titillagið „Sinking Island“ lýsir þessu best,“ segir MIMRA. Semur og útsetur fyrir stærri sveitir Ólíkt þessu tónleikaferðalagi er MIMRA vön að koma bara ein fram þar sem hún leikur á hljómborð, tölvu og lúppur og röddin stýrir tón- listinni mikið. „Það gerðist að ég flutti ein til London og þar þekkti ég ekki neitt tónlistarfólk. Ég sá þá tækifæri í því að haga því þannig að ég gæti komið ein fram. Ég hafði áður búið og lært í Hollandi þar sem ég var mikið að semja og útsetja orchestral popp fyrir stærri hljómsveitir, og var þar að auki í electro-popphljómsveit. Þegar ég flutti til London sá ég mér færi á að setja lögin í smærri búning til að flytja þau ein á sviði á meðan ég tók upp plötuna á þeim stærri skala sem ég sá alltaf fyrir mér. Það tókst þar sem ég kynntist síðan flottu tónlistarfólki auk þess sem vinir hér og þar tóku upp parta og sendu mér, svona millilanda- samvinna. Núna er ég hins vegar að leika með Jöru og Sylvíu, sem sá einmitt um upptökur á brassinu á plötunni, og við flytjum lögin í okkar útsetn- ingum. Jara Holdert er hollensk söngkona, gítarleikari og söngva- skáld og hefur líka verið að hita upp á tónleikunum og gert það með glæsibrag. Platan hennar er núna uppseld á Íslandi.“ Myndband á leiðinni Eftir að tónleikaferðlaginu lýkur er margt skemmtilegt fram undan hjá MIMRU, enda er hún fjölhæf tónlistarkona sem tekst á við fjöl- breytt verkefni. „Eftir nokkra daga kemur út nýtt myndband með mér við titillag plöt- unnar. Það er teymið í Andvari Pro- ductions sem gerir myndbandið, en það eru ungar konur sem standa að því, þær Guðný Rós og Birta Rán, sem hafa nú þegar fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir myndbönd sín og stuttmyndir. Myndbandið má sjá á öllum netmiðlum á næstu vikum,“ segir MIMRA spennt að lokum og bendir á að fylgjast megi með tón- leikaferðalaginu á samfélagsmiðlum og tónleikamiða megi kaupa á tix.is. Plata um sambands- slit og nýtt upphaf  Tónlistarkonan MIMRA lýkur tón- leikaferðalagi á fimmtudaginn Ljósmynd/MIMRA Fjölhæf MIMRA hefur gefið út plötuna Sinking Island þar sem hún semur lög og texta auk þess að sjá um alla upptökustjórn og hljóðhönnun. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tónlistarfólkið Kristjana Stefáns- dóttir og Svavar Knútur fagna 10 ára samstarfi með tónleikaferðalagi í sumar. Sumartúrinn verður í hollum, bæði í júní og júlí, og hefst fyrri hlut- inn 21. júní í Borgarnesi. „Við ætlum að bjóða upp á bland í poka af því sem við höfum verið að gera í gegnum árin ásamt frumsömdum lögum og nýjum ábreiðum. Það gæti jafnvel verið að eitthvert efni yrði frumflutt,“ segir Kristjana. Gamansögur og ljóð Á tónleikunum mun ekki einungis heyrast tónlist heldur er fastur liður hjá teyminu að lesa upp gamansögur og ljóð. „Það skapar svona baðstofu- stemningu, notalegheit og samkennd. Svavar stakk upp á þessu á sínum tíma og fólk er mjög ánægt með þetta. Við lesum gjarnan upp úr bók- um Aðalsteins Ásbergs, sem er útgef- andinn okkar,“ segir Kristjana. Það var einmitt Aðalsteinn sem kynnti Kristjönu og Svavar. „Aðalsteinn var útgefandinn okkar beggja og hann stakk upp á því að við Svavar myndum vinna saman. Það kom í ljós að það voru afar margir sameiginlegir þættir sem við gátum unnið með. Við ætluðum bara að vinna saman þarna einu sinni en þetta gekk vel og við störfum enn saman í dag.“ Samskonar tónlistarsmekkur Hvað varðar tónlistarsmekk þá seg- ir Kristjana þau Svavar eiga auðvelt með að sammælast um lagaval. „Við eigum skondnar „guilty pleasures“ sem skarast mjög fallega. Við erum bæði miklir aðdáendur Dolly Parton, Abba, Prúðuleikaranna og íslenskra sönglaga. Við erum samt með þá reglu að ef annað okkar kemur með uppá- stungu að lagi sem hitt fílar ekki þá höfum við neitunarvald. Við tökum bara lög sem við erum bæði hrifin af.“ Mæting á tónleikana hefur verið góð í gegnum árin, að sögn Kristjönu. „Það hefur verið mjög góð mæting á Akureyri og í Reykjavík og fínn slæð- ingur annars staðar, stundum alveg troðfullt. Listamenn verða þó alltaf að taka mið af því hvort eitthvað annað sé að gerast í bæjarfélaginu þegar við ætlum að halda tónleika því það hefur mikil áhrif á mætingu ef eitthvað er um að vera.“ Kristjana segir skemmtilegt að halda tónleika á nýj- um stöðum. „Svavar hefur dregið mig á ýmsa staði sem ég hef aldrei komið á og við höfum oft endað á sérkenni- legum tónleikastöðum, sem er mjög skemmtilegt.“ Fyrstu tónleikar ferðalagsins verða í Borgarnesi á fimmtudag kl. 20, daginn eftir verða þau í Hvalfirði og síðan taka við tón- leikar á Stokkseyri, í Stykkishólmi, Hólmavík og á Akureyri, en ferðalag- inu lýkur 28. júlí í Reykjavík. Nánar á tix.is. Aðdáendur Abba og Prúðuleikara  Hafa unnið saman í 10 ár  Hefja tónleikaferðalag á fimmtudaginn Morgunblaðið/Valli Samstarfsfélagar Kristjana og Svavar vinna vel saman og eru hrifin af sömu tónlist. Stundum þurfa þau þó að hafna lagavali hvort annars. Það má þakka útgefandanum þeirra, Aðalsteini Ásberg, fyrir að hafa leitt þau saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.