Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leifsstöð Gjaldtaka hefur verið stöðvuð á rútustæðum vallarins. Fjöldi rútufyrirtækja sem selt hafa rútuferðir í Leifsstöð mun lækka verðskrá sína á nýjan leik eftir að gjaldtaka á ytri rútustæðum við flugstöðina var stöðvuð tímabund- ið. Samkeppniseftirlitið tók bráða- birgðaákvörðun í fyrradag þar sem Isavia var gert að stöðva gjaldtöku á ytri rútustæðum. Gjaldtakan tók upphaflega gildi 1. mars sl. í fram- haldi af útboði og samningum um nýtingu tveggja hópferðafyrir- tækja á nærstæðum flugstöðvar- byggingarinnar. Innheimtar voru 7.900 kr. fyrir minni bíla og 12.900 kr. fyrir stærri bíla, en ráðgert var að verðið myndi hækka í 19.900 kr. 1. september nk. Ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins um stöðvun gjaldtökunnar gildir út árið, en heimild er til að framlengja hana. Fyrirtæki munu lækka verð Hallgrímur Lárusson, eigandi rútufyrirtækisins Snæland Tra- vel, segir að fyrirtækið muni lækka verð á ferðum í Leifsstöð í kjölfar aðgerða Samkeppniseftir- litsins. „Við hækkuðum verðið á ákveðnum ferðum eftir að gjald- takan hófst. Við munum hins veg- ar lækka það fljótlega en um leið taka áhættuna á því að gjaldtakan byrji aftur,“ segir Hallgrímur og bætir við að erfitt sé fyrir að rútufyrirtæki að breyta verði, enda séu samningar gerðir til langs tíma. „Við erum að semja langt fram í tímann þannig að við gátum ekkert hækkað verð til allra þegar þessi gjaldtaka hófst. Nú verður verðið því annaðhvort óbreytt eða mun lækka,“ segir Hallgrímur. Svipað er uppi á teningnum hjá rútufyrirtækinu Gray Line, en þar hefði verið hætt með rútuferðir til Keflavíkurflugvallar hefði gjald- takan ekki verið stöðvuð. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir að nær öll sam- keppni hefði lagst af ef Samkeppn- iseftirlitið hefði ekki gripið inn í. „Þetta er fyrst og fremst sigur fyr- ir samkeppnina enda getur ekkert fyrirtæki staðið undir þessu gjaldi. Við hefðum til dæmis hætt ferðum út á flugvöll,“ segir Þórir. Spurður hvort fyrirtækið muni lækka verðskrá sína í kjölfar stöðvunar á gjaldtökunni segir Þórir það ólík- legt en í skoðun.„Við vorum ekki enn búnir að setja þetta út í verð- lagið að ráði en það hefði enginn getað staðið undir þessu gjaldi,“ segir Þórir. Önnur rútufyrirtæki sem blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við sögðu hins vegar öll að lækkanir á verðskrá vegna úrskurðarins væru í bígerð. aronthordur@mbl.is Verðskrá rútufyrirtækja lækkar  Úrskurður Samkeppniseftirlitsins um stöðvun gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð sigur fyrir mörg rútufyrirtæki  Gray Line hefði hætt með ferðir á Keflavíkurflugvöll hefði gjaldtaka ekki verið stöðvuð ardegi. Þá voru haldnar hátíðir í öll- um sveitum landsins. Ég var þá formaður ungmenna- félagsins í minni sveit og við héldum náttúrulega heilmikla veislu.“ Anna er fædd 12. júní 1918. „Ég er nýorðin hundrað ára. Þessi dagur er alveg dýrlegur,“ segir Anna. Lárus man vel eftir lýðveldishátíðinni 1944. „Lýðveldishátíðin var haldin á dýrð- Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Ís- lands var blásið til veglegrar veislu á Hrafnistu í gær, en hátíðin var sér- staklega haldin til heiðurs svo- nefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem fæddir eru 1918 eða fyrr. Alls boðuðu um tuttugu fullveldisbörn komu sína í veisluna. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði var húsfyllir í sal Hrafn- istu. Ýmis skemmtiatriði fóru fram í anda fullveldisins og Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, flutti ávarp. Að dagskrá lokinni var boðið upp á fullveldisköku sem landslið bak- ara átti hugmyndina að í samvinnu við stjórn Landssambands bakarameist- ara. Er kakan byggð á vinsælum upp- skriftum frá fullveldisárinu 1918. Morgunblaðið náði tali af tveimur fullveldisbörnum, systkinunum Lár- usi Sigfússyni og Önnu Sigfúsdóttur, ættuðum frá Strandasýslu. Lárus er fæddur 5. febrúar 1915. „Þessi dagur er búinn að vera draumadagur. Full- veldisdagurinn var reyndar 1. desem- ber. Ég man fyrst eftir mér veturinn 1918, snemma vetrar eftir nýárið. Á þrettándanum 1918 kom hafísinn inn að Hrútarfirði og fyllti alla firði norð- ur eftir öllu landi, en svo seinna á árinu kom mikil óáran inn í landið. Drepsóttir, harðindi, eldgos og hvað- eina. Það gekk mikið á seinni hluta ársins,“ segir hann. Morgunblaðið/Valli Prúðbúnar Íslendingar, 100 ára og eldri, fjölmenntu á hátíðina á Hrafnistu. Fullveldishátíð haldin hátíðleg á Hrafnistu  Veislan var tileinkuð þeim sem fæddir eru 1918 og fyrr Norska skipið Kings Bay kom til Akureyrar í gærdag, en skipið er smíðað árið 2014 og er eitt af nýj- ustu fiskveiðiskipum Norðmanna. Um borð eru 10 skipverjar auk 7 manna rannsóknateymis, en sam- kvæmt upplýsingum frá Birni Sævile skipstjóra er hópurinn í makrílleit fyrir austan land og í norðurkantinum. Skipt verður um áhöfn á Akureyri áður en haldið verður til Grænlands. Norskur makrílleiðangur við Ísland Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þorsteinn Ingólfs- son, fyrrverandi sendiherra og ráðu- neytisstjóri, lést í gær, 73 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 9.desem- ber 1944 og ólst þar upp. Foreldrar Þor- steins voru Ingólfur Þorsteinsson, yf- irlögregluþjónn hjá rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík, og Helga Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja. Á sínum yngri árum stundaði Þorsteinn sund af kappi og hlaut verðlaun fyrir. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan árið 1965. Þá útskrifaðist hann sem Cand.- juris frá Háskóla Íslands vorið 1971 með fyrstu einkunn. Á námsárum sínum starfaði hann sem fulltrúi hjá Almenna bókafélaginu og sem stundakenn- ari við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði og við Verzlunarskóla Ís- lands. Eftir útskrift hóf hann störf sem fulltrúi í utanríkisráðuneytinu en starfaði síðar m.a. sem sendi- ráðsritari í Washington D.C., varafastafulltrúi Íslands hjá EFTA og alþjóðastofnunum í Genf og sem ráðuneytis- stjóri utanríkis- ráðuneytisins. Þá var hann aðal- fulltrúi og yfir- maður skrifstofu Norðurlanda- og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóða- bankans í Wash- ington á milli 2003 og 2006 og var fulltrúi Íslands í embættis- mannanefnd Norð- urskautsráðsins. Hann gaf sig nokkuð að félagsstörfum og var m.a. fulltrúi stúdenta í Háskóla- ráði 1969-1970, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Ís- landi 1972-1973 og ritari utan- ríkismálanefndar Alþingis 1990- 1991. Þorsteinn skilur eftir sig eigin- konu, Hólmfríði Kofoed Hansen, en þau giftust þann 21. apríl 1994 eftir nokkurra ára sambúð og hefðu átt silfurbrúðkaupsafmæli um næstu páska. Þá skilur Þorsteinn eftir sig tvö börn úr fyrra hjónabandi, en hann var giftur Guðrúnu Valdísi Ragn- arsdóttur á árabilinu 1967-1986. Börn þeirra eru Ingólfur, tölv- unarfræðingur, og Hanna Valdís, viðskiptafræðingur. Andlát Þorsteinn Ingólfsson, fyrrverandi sendiherra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.