Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
og vonast Marit til þess að vegna þess
verði lítill uppskerubrestur á því.
„Mjólkurkýrnar þurfa mikið gras,
sem þær fá ekki þessa dagana í Nor-
egi og ef við fáum ekkert gras þurfum
við að slátra mörgum þeirra. Ég finn
til sérstakrar ábyrgðar, þar sem ég
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Marit Fougner, norskur bóndi, er
stödd hér á landi ásamt kollega sín-
um, Per Tore Teksum, til að kaupa
hey af íslenskum bændum.
„Við erum að reyna að finna bænd-
ur sem eru fúsir til að selja norskum
bændum hey sem þurfa alvarlega á
því að halda. Það er vegna þess að við
eigum ekki nóg hey fyrir gripina okk-
ar og alls ekki nóg til að það geti enst
okkur út næsta vetur,“ segir Marit. Í
gær fundaði hún ásamt Per með Mat-
vælastofnun og vonast þau eftir já-
kvæðum viðbrögðum frá stofnuninni
til þess að fá að flytja heyið úr landi.
Þau hafa einnig fundað með norska
sendiráðinu á Íslandi.
Rann blóðið til skyldunnar
Alvarlegur fóðurskortur er í Nor-
egi vegna mikilla þurrka. Marit segir
að hún hafi ákveðið að koma til lands-
ins, þar sem henni hafi runnið blóðið
til skyldunnar. „Ég er sjálf bóndi og
ég finn til ábyrgðar til að hjálpa koll-
egum mínum. Ástandið í Noregi er
mjög slæmt og þar ríkir í raun hættu-
ástand. Ég er bóndi nálægt Lille-
hammer og í því umdæmi eru margar
mjólkurkýr. Það tekur þrjú til fjögur
ár að rækta góða mjólkurkú svo það
er afar sorglegt að þurfa að slátra
þeim vegna fæðisskorts,“ segir Marit,
sem er sjálf svína- og geitabóndi.
Þurfa að slátra gripum
Marit ræktar bygg á sínum ökrum í
Noregi. Byggið er nokkuð harðgert
rækta bygg. Ég bauð einhverjum ná-
granna minna upp á að fá hjá mér
bygg áður en uppskera yrði, þar sem
ég vildi gefa þeim möguleika á að upp-
skera eitthvað. Svo vona ég bara að
það rigni svo að einhver uppskera
verði,“ segir hún.
Marit las um það í dagblaði að
norska ríkisstjórnin hygðist ræða við
Íslendinga um hugsanlega sölu á heyi
og ákvað því að koma til landsins. „Ég
þekki eitthvað af fólki hér svo að ég
ákvað að láta slag standa. Ísland er
mjög hreint land, sérstaklega í
samanburði við önnur lönd í Evrópu,
og ég tel að það væri mjög gott að fá
héðan hey. Hér hefur mikið rignt og
ég er viss um að einhver getur selt
okkur hey,“ segir hún.
Íslenskt hey fýsilegt
Mbl.is greindi frá því fyrr í vikunni
að fulltrúar norskra yfirvalda hefðu
fundað á mánudag með fulltrúum
Matvælastofnunar í þeim tilgangi að
skoða kosti þess að hey yrði flutt frá
Íslandi til Noregs. Í samtali við blaða-
mann sagði formaður Norsku bænda-
samtakanna að það væri undir inn-
flutningsaðila komið að sjá til þess að
hey stæðist norskar kröfur um heil-
næmi. Íslenskt hey telst þá góður
kostur enda strangar kröfur gerðar
hér á landi til matvælaframleiðslu.
Kom til Íslands af brýnni nauðsyn
Vonast til að geta keypt hey af íslenskum bændum og flutt það heim vegna mikilla þurrka í Noregi
Finnst hún ábyrg fyrir því að aðstoða kollega sína sem eiga mjólkurkýr og óttast um þær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bændur Marit og Per eru stödd hérlendis til að freista þess að flytja út hey vegna skorts á því í Noregi.
Miklir þurrkar
» Norsk yfirvöld hafa gripið
til aðgerða vegna fóðurskorts
sem einfalda innflutning á
heyi.
» Norðmenn geta ekki fengið
hey frá öðrum löndum í
Skandinavíu, þar sem miklir
þurrkar hafa einnig plagað
Danmörku, Svíþjóð og
Finnland.
» Reglur um matvælafram-
leiðslu eru mjög strangar
bæði á Íslandi og í Noregi.
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
RenaultKADJAR&CAPTUR
Sparneytnir sportjeppar
Eigumnokkur eintök af Kadjar
og Captur á hagstæðuverði.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
9
0
3
1
Kíktu á kjarabilar.is460.000 kr.
ALLT AÐ
SPARNAÐUR