Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Malbikunarverkefni sumarsins ganga vel þrátt fyrir vætutíð, segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerð- inni. Skilyrði til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið með besta móti og því hafa stór verkefni setið nokkuð á hak- anum það sem af er sumri. „Okkur er að takast þetta þótt ótrúlegt megi virðast og erum lang- leiðina komnir með það sem við ætl- uðum að gera. Þeir sem eru með klæðningarnar úti á landi eru með beina línu við sérstaka veðurfræð- inga og þeir fara með flokkana á þau svæði þar sem er tryggt veður,“ segir Óskar. Malbikun tekst þrátt fyrir vætu Uppsteypa gólfs nýrrar göngu- brúar yfir Breiðholtsbraut, á milli Selja- og Fellahverfis, hefst kl. 7:30 í fyrramálið, laugardaginn 21. júlí. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki kl. 14:30 sama dag og á meðan þær standa yfir verður Breiðholts- braut lokuð á milli gatnamóta Seljaskóga og Jaðarsels. Einnig verður aðgangur frá Norðurfelli lokaður. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg og Vegagerðinni er vegfar- endum bent á hjáleið um Seljabraut og að fylgjast með vegmerkingum. Breiðholtsbraut lokuð á morgun „Við erum byrjuð á gamla hress- ingarhælinu, það er búið að end- urgera húsið að utan, en eigum enn nokkuð í land með að klára fram- kvæmdir innandyra,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, spurður hvernig gangi að gera upp Hressingarhælið, sem var teiknað af Guðjóni Sam- úelssyni, og gamla Kópavogsbæinn sem var byggður árin 1902-1904. Báðar byggingarnar eru friðaðar og standa á hinni sögufrægu jörð Kópavogi. „Framkvæmdir eru enn ekki hafnar við gamla Kópa- vogsbæinn, viðræður standa yfir um samstarf við Lionsklúbb Kópa- vogs, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin, þetta er á við- ræðustigi,“ segir Birkir Jón, en ný bæjarstjórn eigi eftir að ákvarða frekar um notkun bygginganna og hraða viðgerða og viðhalds á þeim. Mikill áhugi sé hjá bæjarbúum fyrir vegsemd og varðveislu húsanna. ernayr@mbl.is Hressingarhælið fær loks andlistlyftingu Morgunblaðið/Hari Kennileiti Gamli Kópavogsbærinn var byggður á ár- unum 1902 til 1904 og þekkja margir til hússins. Morgunblaðið/Hari Sögulegt Hressingarhælið var teiknað af Guðjóni Sam- úelssyni og þykir mörgum það reisulegt og fallegt. Kringlunni 4c – Sími 568 4900 ÚTSALA 40% afsláttur af öllum vörum SUMARauka­ afsláttur af allri útsöluvöru Str. 36­56 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur, kjólar, toppar, jakkar, bolir Undirbúningur fyrir einn stærsta tónleikaviðburð íslenskrar sögu er nú í fullum gangi í Laugardal. Rokk- hljómsveitin Guns n’ Roses mun leika fyrir þúsundir manna á þriðju- daginn kemur, en um 160 manns vinna nú að uppsetningu sviðsins. Jón Bjarni Steinsson, skipuleggj- andi tónleikanna, segir allt hafa gengið mjög vel hingað til, en undir- búningur í dalnum hefur nú staðið yfir síðan á föstudag og uppsetning sjálfs sviðsins síðan á mánudag. Spurður hvort Guns n’ Roses sé spiluð í græjunum meðan unnið er svarar Jón: „Við heyrum allavega mikið í þeim úr spinningsölunum hjá World Class hérna hinum megin við götuna.“ Spurður hvort vinnufólk verði fyrir vikið orðið þreytt á hljómsveit- inni þegar að tónleikunum kemur svarar Jón Bjarni: „Það eru engar líkur á því!“ teitur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátt í 200 manns vinna við sviðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.