Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 12

Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Bandaríkin Í Görðum í Norður-Dakóta þar sem Stephan G. Stephansson bjó. Í Íslendingaferðum um þessar slóðir er hér gjarnan höfð viðkoma. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagfirðingur Á Arnarstapa og minnisvarðinn um skáldið í baksýn. „Auðvitað var oft talað um Stephan G. þegar ég var strákur að alast upp í Valadal, sem er hér nálægt,“ segir Jón Gissurarson. Víðimýrarsel Fyrsti bær á hægri hönd þegar komið er yfir Vatnsskarð nið- ur í Skagafjörð. Mektarbýli þar sem Jón Gissurarson hefur setið frá 1972. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stephan G. hefur alltaf veriðnálægur mér. Ég þarf ekkiannað en líta út um eld-húsgluggann, þá blasa við minnisvarðinn og fjörðurinn,“ segir Jón Gissurarson, bóndi í Víðimýr- arseli í Skagafirði. Bærinn er skammt fyrir ofan Varmahlíð og er sá fyrsti á hægri hönd þegar komið er í Skagafjörðinn yfir Vatnsskarð. Við hringveginn og afleggjarann heim að Seli, eins og bærinn er stundum kallaður, er minnisvarði um þjóðskáldið Stephan G. Steph- ansson sem þarna átti heima á ung- lingsárum með foreldrum sínum. Varðinn var reistur árið 1953 þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins, sem tvítugur hélt til Vesturheims og bjó þar æ síðan. Hlið Skagafjarðar Minnisvarðinn stendur á mel- hól sem kallaður er Arnarstapi. Þetta er vinsæll viðkomustaður ferðafólks, enda er Jón áhugasamur um að aðstaðan þar verði bætt. „Það er varla sá dagur á árinu að ekki stoppi einhver við minn- ismerkið. Raunar er umferðin alltaf að aukast,“ segir Jón. „Vegagerðin breikkaði bíla- planið á Arnarstapa fyrir nokkrum árum eftir að ég hafði hlutast til um að slíkt yrði gert. Ég hefði hins vegar viljað að planið yrði stærra, en það kom ekki til mála. Einnig hef ég talað fyrir þessu við fulltrúa sveitarfélagsins en það hefur engan árangur borið. Ég er tilbúinn vegna þessa til að gefa eftir svolitla land- spildu sunnan við planið hjá Arn- arstapa, hvar mættu vera bílastæði og svo þarf líka að koma hér upp einhverri aðstöðu og þjónustu, því hér er í raun hliðið eða glugginn inn í Skagafjörð þegar komið er að sunnan.“ Stefán Guðmundur Guðmunds- son hét skáldið upp á íslenskra vísu. Hann var í Skagafirði til fimmtán ára aldurs, en flutti þá í Bárðardal með fjölskyldu sinni. Það fólk hélt svo árið 1873 til Vest- urheims með fyrsta stóra íslenskra hópnum. Á þessum tíma var land- nám Íslendinga í hinni fjarlægu álfu að hefjast og á næstu áratug- um fluttu þangað um 16 þúsund manns, að stórum hluta fólk af Norður- og Austurlandi. Ástæða flutninganna var að stórum hluta sú að aðstæður til búskapar og framfærslu voru erfiðar, það er landþröng og óblíð náttúruöfl. Fólkinu var því að sumu leyti nauð- ugur einn kostur að flytja og marg- ir litu áfram til Íslands með ákveðnum trega og sáu landið í hill- ingum, eins og Stephan G. gerði og varð fyrir vikið íslenskt þjóðskáld. Má í því sambandi nefna ljóðið Úr Íslendingadagsræðu 1904 og upp- hafslínurnar sem margir kunna: „Þó þú langförull legðir /sérhvert land undir fót. /Bera hugur og hjarta / samt þíns heimalands mót.“ Til Alberta-fylkis Vestanhafs bjó Stephan með fjölskyldu sinni í fimm ár í Wis- consin í Bandaríkjunum og síðan í tíu ár í Görðum í Norður-Dakóta. Árið 1889 fluttist hann síðan til Markerville í Alberta-fylki í Kan- ada og og átti þar heima til dán- ardags, árið 1927. „Auðvitað var oft talað um Stephan G. þegar ég var strákur að alast upp í Valadal, sem er hér ná- lægt Víðimýrarseli. Á bænum Brekku hér skammt frá var Bólu- Hjálmar raunar líka sína síðustu daga og dó í beitarhúsunum, þar sem hann hélt til. Þessir tveir menn, sögur af þeim og skáld- skapur þeirra var aldrei langt und- an. Ég lærði vísurnar þeirra fljótt,“ segir Jón sem tvívegis hefur farið á slóðir Vestur-Íslendinga í Ameríku. „Í fyrra skiptið var ég utanveltu- gemlingur með Karlakórnum Heimi sem fór um Íslendingaslóðirnar vestra árið 1996. Þá hafði ég meðal annars uppi á frændfólki mínu, sem býr í Manitoba-fylki. Það fólk hefur svo aftur komið hingað í Skaga- fjörðinn og ég heimsótti það aftur seinna. Tengslin eru til staðar og styrkjast. “ „Lögfræðingur, prestur“ Jón Gissurarson hefur búið með fjölskyldu sinni í Víðimýrarseli frá árinu 1972. Stundað þar búskap og séð um skólaakstur frá nálægum bæjum í Varmahlíðarskóla um ára- raðir og fram á þetta ár. Þá er Jón líka góður hagyrðingur. Og þannig er þetta líka víða í sveitum á Ís- landi; fólk getur brugðið sér í ýmis hlutverk og bjargar sér í ótrúleg- ustu aðstæðum, sem endurómar í vísunni frægu eftir Stephan G.: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Minnisvarð- inn og bónd- inn í Seli Margir stoppa hjá styttunni af Stephani G. Hér lifa ljóð og andi skáldsins sem Jón Gissurarson bóndi segir standa sér nærri. Hann vill koma upp betri aðstöðu á Arnarstapa. Yfir héðan ennþá sé, allan Skagafjörðinn. Þar sem stytta Stephans G. stendur um hann vörðinn. Styttan mæta stendur vel strauma þaðan kenni. Oft mig vermir að ég tel andagift frá henni. Vísur eftir Jón Gissurarson bónda í Víðimýrarseli um stytt- una á Arnarstapa. Andagift og straumar SKÁLDSKAPUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.