Morgunblaðið - 20.07.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Á morgun, laugardaginn 21. júlí,
verður þess minnst að fimm ár eru
liðin frá því að Fischersetrið á Sel-
fossi var stofnað. Af því tilefni verður
efnt til samkomu sem hefst í Laug-
ardælakirkju, skammt frá Selfossi,
kl. 15:30. Í garði hennar er skák-
meistarinn Bobby Fischer jarð-
settur, en hann
lést 17. janúar
2008. Séra Krist-
inn Ágúst Frið-
finnsson, fyrrver-
andi sóknar-
prestur Selfoss-
prestakalls, sér
þar um minning-
arathöfn og Davíð
Oddsson, ritstjóri
Morgunblaðsins
og fyrrverandi
forsætisráðherra, flytur ávarp. Þar
mun Davíð segja frá aðdraganda
þess að Alþingi ákvað að að veita
skákmeistaranum ríkisborgararétt
en því fylgdu margvísleg átök að
tjaldabaki þó að sjálf afgreiðsla máls-
ins á Alþingi tæki aðeins 12 mínútur.
Að athöfn lokinni verður boðið upp
á kaffi í Fischersetri á Selfossi þar
sem Guðmundur G. Þórarinsson,
fyrrverandi forseti Skáksambands
Íslands, mun flytja ávarp. Hann var í
sendinefndinni sem fór til Japan árið
2005 og sótti Fischer þangað úr fang-
elsi. Þá var Guðmundur forseti Skák-
sambands Íslands þegar heimsmeist-
araeinvígið í skák var haldið í
Reykjavík, þar sem Bobby Fischer
sigraði Boris Spassky. Séra Kristinn
Ágúst Friðfinnsson tengist málum
Fischers svo að hann var prestur við
Laugardælakirkju en vissi ekki um
útför Fischers við kirkjuna fyrr en
hún var afstaðin. Átti þó eftir að ann-
ast síðustu útför eftir að hann var
grafinn upp til að ná úr honum lífsýni.
Allir eru velkomnir til athafnar-
innar á Selfossi. Fischersetrið er í
gamla Landsbankahúsinu, Austur-
vegi 21 á Selfossi. Þar eru varðveittir
ýmsir gripir sem tengjast heims-
meistaraeinvíginu árið 1972 – svo og
munir sem voru í eigu Fischers. Á
staðnum er einnig aðstaða fyrir skák-
fólk og er hún ágætlega nýtt.
sbs@mbl.is
Fischers minnst
í Laugardælum
Davíð segir frá
veitingu ríkis-
borgararéttarins
Morgunblaðið/RAX
Laugadælakirkja Hér hefst sam-
koman kl. 15:30 á morgun.
Bobby
Fischer
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
,,Köld böð hafa ekki svokölluð bólgu-
eyðandi áhrif. Áhrifin eru meira
verkjastillandi og fyrirbyggja frekari
eymsli og verki sem kunna að koma
eftir æfingu.“ Þetta segir Hjörtur
Ragnarsson sjúkraþjálfari.
Köld böð hafa
notið vaxandi vin-
sælda á Íslandi
undanfarin ár.
Skiptar skoðanir
eru á því hvort
þau hafi jákvæð
áhrif á heilsuna.
Íþróttamenn nýta
sér þau gjarnan
eftir strangar æf-
ingar, þar sem
þau eru talin
draga úr bólgu og harðsperrum. Böð-
in eru einnig sögð bæta andlega líðan.
Erfitt að meta ávinning
Hjörtur Ragnarsson sjúkraþjálfari
segir að rannsóknir á áhrif þess að
sitja í einhvern tíma í köldu vatni séu
stutt á veg komnar. ,,Ef viðkomandi
finnst það virka, þá er það ljómandi
gott.“ Hann segir sviðið vera tiltölu-
lega nýtt og því erfitt að meta hvort
böðin beri árangur almennt.
Hjörtur segir að áhrif baðanna á
líkamann séu ekki mikil en þó komi
þau fram í vissum tilfellum. ,,Kalda
baðið hjálpar líkamanum að jafna sig
eftir stranga þolþjálfun. Tíu mínútna
seta í 8 gráðu köldu baði eykur aðlög-
unarhæfni í vefjum og hefur því góð
áhrif á endurheimt.“
Hins vegar hefur ekki verið sýnt
fram á sömu áhrif kaldra baða eftir
annars konar þjálfun, t.d. styrktar-
þjálfun. Um leið og líkaminn er undir
miklu álagi verður bólguástand í
vöðvavefjum. Þá geta böðin haft góð
áhrif á tilkomandi vöðvaverki og
eymsli, t.d. harðsperrur.
„En eftir styrktarþjálfun eða lyft-
ingar þar sem markmiðið er að
stækka vöðvana getur kalt bað haft
engin eða jafnvel neikvæð áhrif á
vöðvastækkun,“ segir Hjörtur.
Hann tekur fram að efnið sé ekki
þaulrannsakað og að líkamleg áhrif
kælingarinnar séu ekki mikil. Hins
vegar hafi lengi verið vitað að kæling
sé verkjastillandi.
Varasamt er fyrir þá sem hafa
hjarta- og æðasjúkdóma að fara í
köld böð. ,,Við viljum ekki bylta
taugakerfinu hjá veikum einstakling-
um. Þeir sem eru með hjarta- og æða-
sjúkdóma ættu að fara varlega í
köldu böðin.“
Kaldir pottar eru aðgengilegir í öll-
um sundlaugum Reykjavíkur nema
Árbæjar- og Breiðholtslaug. Stein-
þór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR,
segir að verkið sé í vinnslu. ,,Pott-
arnir eru í hönnun. Svo þarf að bjóða
út verkið en við búumst við því að
þeir verði komnir í vetur.“
Köld böð hafa verkja-
stillandi áhrif á líkamann
Kaldir pottar
njóta vaxandi vin-
sælda á Íslandi
Morgunblaðið/Valli
Ískalt Margir hætta sér í ískalt vatnið. Köld böð eru talin bera árangur eftir
strangar þolæfingar en rannsóknum á þeim er þó ábótavant.
Hjörtur
Ragnarsson