Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
20. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.97 107.49 107.23
Sterlingspund 139.0 139.68 139.34
Kanadadalur 80.78 81.26 81.02
Dönsk króna 16.642 16.74 16.691
Norsk króna 12.949 13.025 12.987
Sænsk króna 11.966 12.036 12.001
Svissn. franki 106.7 107.3 107.0
Japanskt jen 0.9462 0.9518 0.949
SDR 149.48 150.38 149.93
Evra 124.05 124.75 124.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9401
Hrávöruverð
Gull 1223.45 ($/únsa)
Ál 2038.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.74 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gildi lífeyris-
sjóður leggur til að
stjórn HB Granda
verði falið að und-
irbúa að koma á fót
tilnefningarnefnd
innan félagsins í
samræmi við leið-
beiningar um
stjórnarhætti
fyrirtækja, sem
gefnar hafa verið
út af Viðskiptaráði, SA og Kauphöllinni.
Mun Gildi leggja fram tillögu til álykt-
unar þessa efnis á hluthafafundi HB
Granda, sem boðað hefur verið til
föstudaginn 27. júlí næstkomandi í því
skyni að kjósa tvo nýja stjórnarmenn.
„Yrði slík tillaga samþykkt væri
heppilegt að tilurð og vinna tilnefning-
arnefndar myndi nýtast hluthöfum við
stjórnarkjör á aðalfundi félagsins á
árinu 2019,“ segir í bréfi til hluthafa
undirrituðu af Árna Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra Gildis.
Gildi leggur til tilnefn-
ingarnefnd í HB Granda
Gildi Tillaga um
tilnefningarnefnd.
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Samherji keypti í gær 25,3% hlut í
Eimskip af stærsta eiganda síðar-
nefnda félagins, bandaríska fjárfest-
ingarfélaginu The Yucaipa Compan-
ies, á liðlega 11 milljarða króna.
Hinn 21. nóvember tilkynnti
Yucaipa að skoðuð yrði möguleg sala á
hlutum félagsins í Eimskip. Á þeim
tíma var gengi hlutabréfa í Eimskip
272 krónur hluturinn. Síðan þá hafa
bréf félagins fallið í sögulegar lægðir,
en gengi hlutabréfanna fóru í fyrsta
skipti undir 200 krónur í maí síðast-
liðnum. Gengi bréfanna hefur engu að
síður rétt aðeins úr kútnum og stóð í
201 krónu hluturinn þegar tilkynning
barst um sölu Yucaipa. Gengið í við-
skiptunum var 220 krónur hluturinn
og nam kaupverðið því 11,1 milljarði
króna. Gengi hlutabréfa í Eimskip
hækkaði um tæplega 16% í Kauphöll-
inni í gær eftir að tilkynnt hafði verið
um viðskiptin og var komið í 233 krón-
ur hluturinn í dagslok.
Þorsteinn Már ekki í stjórn
Baldvin Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar Sam-
herja, segir að félagið hafi fylgst með
Eimskip í gegnum árin, þar sem félög-
in starfa á svipuðum svæðum. „Þetta
er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í
mörgum löndum og hefur veitt við-
skiptavinum sínum góða þjónustu
sem byggir á rekstri öflugs skipaflota
í Norður-Atlantshafi. Við höfum
áhuga á þessum rekstri enda þekkjum
við vel til reksturs skipa og mikilvægi
flutninga í alþjóðlegu umhverfi.“
Spurður hvernig brugðist verði við
hagsmunaárekstrum við kaupin segir
Baldvin að Samherji hafi meðal ann-
ars flutt afurðir sínar með Eimskip í
gegnum árin en armslengdarsjónar-
mið verði höfð að leiðarljósi í viðskipt-
um félaganna.
Hann segir það ekki verða mark-
mið Samherja að eignarhlutur í Eim-
skip virki ákvæði um yfirtökuskyldu, í
svari við spurningu um hvort Eimskip
ætli sér að taka yfir félagið á næst-
unni.
„Viðskiptin áttu sér ekki langan að-
draganda og er markmiðið að eiga í
góðu samstarfi við aðra hluthafa um
áframhaldandi uppbyggingu á starf-
semi félagsins,“ segir hann.
Við spurningu Morgunblaðsins um
hvort Samherji muni óska eftir
stjórnarkjöri og hvort forstjóri
félagsins hyggist sækjast eftir sæti í
stjórn Eimskips segir Baldvin að ekki
sé tímabært að ræða hvernig Sam-
herji muni beita sér á hluthafafundi.
„Þó liggur fyrir að Þorsteinn Már
Baldvinsson, forstjóri Samherja, mun
ekki sækjast eftir að taka sæti í stjórn
Eimskips.“
Ágætis arðsemi Yucaipa
Miðað við söluverð Yucaipa, 11,1
milljarður króna, má áætla að félagið
hafi hagnast í kringum 7 milljarða
króna frá því að það fjárfesti í Eim-
skip árið 2009.
Sumarið 2009 reis upp nýtt Eim-
skipafélag úr ösku þess gamla, sem
hafði farið illa í bankahruninu. Eim-
skip var þá að fullu í eigu lánardrottna
félagsins. The Yucaipa Companies
var einn þeirra með 32% hlut, en það
breytti útistandandi veðtryggðum
kröfum í hlutafé og fjárfesti samhliða
fyrir 15 milljónir evra í félaginu.
Meðal eigenda Eimskips á þessum
tíma var Landsbankinn með 40%
hlut.
Í nóvember 2012 var Eimskip
skráð á Aðalmarkað Kauphallar
Íslands, en var á þeim tíma þriðja
félagið til þess að skrá bréf sín á
markað eftir hrun.
Samherji keypti fjórðungs-
hlut Yucaipa í Eimskip
Hlutabréfaverð Eimskips frá nóvember 2012
360
340
320
300
280
260
240
220
200
180
160
2013 2014 2015 2016 2017 2018
21. nóv 2017
Yucaipa
tilkynnir að
það vilji selja
Gengi: 272 kr.
18. Júlí 2018
Gengi: 201 kr.
Söluverð Yucaipa til
Samherja: 220 kr.
Bréfin hækkuðu um 16% í gær Þorsteinn Már sækist ekki eftir stjórnarsæti
Fallið hefur verið frá einkaviðræðum
Tryggingamiðstöðvarinnar og
Klakka um kaup á eignaleigufyrir-
tækinu Lykli, áður Lýsingu. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem TM
sendi frá sér í gær.
Hinn 22. júní sendi TM frá sér til-
kynningu þess efnis að félagið hefði
lagt fram skuldbindandi kauptilboð í
alla hluti Lykils fjármögnunar hf.
Seljandi hlutanna er Klakki, sem áð-
ur hét Exista. Í tilkynningunni kom
fram að fjárfestum hefði staðið til
boða að skila inn óskuldbindandi til-
boðum í allt hlutafé félagins 6. apríl
síðastliðinn. Í framhaldi af því var
tilteknum fjárfestum boðið að taka
þátt í öðrum hluta söluferlisins, en
skilafrestur fyrir skuldbindandi til-
boð rann út 22. júní.
TM sendi frá sér aðra tilkynningu
stuttu seinna, hinn 6. júlí, þar sem
fram kom að félagið hefði hafið
einkaviðræður við Klakka um kaup á
Lykli. Þar kom fram að kauptilboðið
hefði numið 10,6 milljörðum króna
og væri háð ýmsum fyrirvörum, svo
sem áreiðanleikakönnun og niður-
stöðu hennar, samþykki FME og
Samkeppniseftirlitsins.
Tæpri viku síðar sendi TM frá sér
afkomuviðvörun, en í ljós kom að
afkoma TM á öðrum ársfjórðungi
yrði umtalsvert verri en rekstrarspá
félagsins gerði ráð fyrir.
Magnús Scheving Thorsteinsson,
forstjóri Klakka, vildi ekki tjá sig
umfram tilkynninguna sem send var
út í gær, né skýra hvers vegna við-
ræðum var slitið þegar eftir því var
leitað. Ekki náðist í Sigurð Viðars-
son, forstjóra TM, við vinnslu frétt-
arinnar. steingrimur@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór
Engin kaup TM og Klakki hafa hætt
einkaviðræðum um kaup á Lykli.
TM mun ekki
kaupa Lykil
Viðræðum við
Klakka slitið og
fallið frá kaupum
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili