Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 HLUTHAFAFUNDUR Framboð til stjórnar Hluthöfum er bent á að samkvæmt 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm sólarhringum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu HB Granda, Norðurgarði 1 eða á netfangið hluthafafundur@hbgrandi.is. fyrir kl. 15:00 sunnudaginn 22. júlí 2018. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir hluthafafundinn. Önnurmál Tillaga Gildis lífeyrissjóðs til ályktunar vegna tilnefningarnefndar. Aðrar upplýsingar Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) Veitt öðrum skriflegt umboð. b) Greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 88 94 6 07 /1 8 Dagskrá 1. Kjör tveggja stjórnarmanna 2. Önnurmál a. Tillaga Gildis lífeyrissjóðs til ályktunar vegna tilnefningarnefndar. Hluthafafundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 27. júlí 2018 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 15:00. Fundurinn fer fram á íslensku. Tugir gróðurelda loguðu enn í Svíþjóð í gær og talið var að fleiri eldar kviknuðu vegna langvinnra þurrka. Eldarnir ógnuðu nokkrum bæjum í sýslunum Jämtland, Gävleborg og Västerbotten og í Dölunum, héraði í mið- hluta landsins. Íbúum svæða í sveitarfélögunum Ljus- dal í Gävleborg, Gällö og Bräcke í Jämtland og Nord- maling í Västerbotten var sagt að forða sér af heimilum sínum vegna eldanna. Tvær ítalskar flugvélar aðstoða við slökkvistarfið og tvær flugvélar eru væntanlegar frá Frakklandi eftir að sænsk yfirvöld óskuðu eftir að- stoð Evrópusambandsins. Sex þyrlur frá Noregi taka einnig þátt í slökkvistarfinu. AFP Eldar ógna sænskum bæjum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hef- ur áréttað hótun sína um að leggja verndartolla á innflutta bíla þrátt fyr- ir mikla og vaxandi andstöðu við hana á meðal þingmanna og hagsmuna- samtaka í landinu, að sögn The Wall Street Journal. Samtök bandarískra og erlendra bíla- og bílapartaframleiðenda og bílasala hafa birt bréf þar sem þau hvetja Trump til að falla frá hótun- inni. Stjórn hans hefur hótað 20-25% tollum á innflutta bíla til að knýja fram tilslakanir af hálfu Evrópusam- bandsins, Mexíkó og Kanada í við- ræðum sem Trump segir miða að því að vernda störf í Bandaríkjunum. Viðskiptaráðuneyti landsins hefur hafið rannsókn á því hvort hægt sé að leggja verndartolla á bíla á grundvelli laga sem heimila þá ef innflutningur- inn telst stofna þjóðaröryggi í hættu. „Hækkun tolla á bíla og bílaparta yrði stórfelld skattlagning á neytend- ur,“ sagði í opnu bréfi hagsmunasam- takanna til forsetans. Bandaríska bílafyrirtækið General Motors hefur sagt að verndartollarnir myndu auka kostnað bílaframleið- enda í Bandaríkjunum, minnka sam- keppnishæfni þeirra í heiminum og stofna bandarískum störfum í hættu. 149 þingmenn úr röðum repúblik- ana og demókrata í fulltrúadeild þingsins hafa sent forsetanum bréf þar sem þeir segjast ekki telja að inn- flutningur á bílum og bílapörtum stefni þjóðaröryggi landsins í hættu. „Þvert á móti teljum við að viðskipta- hindranir á þessar vörur gætu grafið undan efnahagsöryggi okkar.“ Vaxandi andstaða er einnig við hót- un Trumps í öldungadeildinni, að sögn The Wall Street Journal. „Þess- ir tollar eru hættulegir. Þeir kosta okkur störf og minnka tekjur fjöl- skyldna okkar,“ hefur blaðið eftir Lamar Alexander, repúblikana í öld- ungadeildinni. Samtök starfsmanna GM, Ford og Fiat Chrysler hafa fagnað rannsókn viðskiptaráðuneytisins á því hvort innflutningurinn stofni þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu. Samtökin hafa yfirleitt stutt viðskiptastefnu Trumps en hafa þó ekki lýst yfir stuðningi við verndartolla. Þau hafa hvatt til annarra ráðstafana, m.a. til að stöðva fjárfestingar í verksmiðjum í Mexíkó sem framleiða bíla fyrir bandaríska markaðinn. Áður hafði Trump m.a. lagt verndartolla á innflutt stál og ál. Aukin andstaða við tolla Trumps  Sagðir stefna störfum í hættu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið í ljós efasemdir um 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt aðildarríkja þess jafngildi árás á þau öll. Efasemdirnar komu fram í viðtali í Fox News fyrr í vikunni. „Hvers vegna ætti sonur minn að fara til Svartfjallalands til að verja það gegn árás?“ spurði Tucker Carlson, einn þáttastjórnenda sjónvarpsins. „Ég skil það sem þú segir og hef spurt sjálfan mig sömu spurningar,“ svaraði forseti Bandaríkjanna. „Svartfjallaland er örlítið land með sterka þjóð … Þeir eru mjög árásargjarnir menn. Þeir gætu orð- ið árásargjarnir og til hamingju – við fáum þriðju heimsstyrjöldina.“ Svartfjallaland fékk aðild að NATO í fyrra, þrátt fyrir andstöðu Rússa, og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti hana með 97 atkvæðum gegn tveimur. Stjórnvöld í Svartfjallalandi sögðu í yfirlýsingu í gær að þau stunduðu friðsamlega pólitík, landið legði sitt „af mörkum til friðar og stöðugleika, ekki bara á meginlandi Evrópu, heldur í heiminum öllum“, þar á meðal í Afganistan við hlið bandarískra hermanna. Íbúar Svart- fjallands eru um 640.000 og her landsins er skipaður um 2.000 manns. Trump efast um 5. grein NATO HVÍ ÆTTU BANDARÍKIN AÐ VERJA SVARTFJALLALAND? Hæstiréttur Spánar ógilti í gær evr- ópska og alþjóðlega handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrr- verandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, og fleiri fyrrverandi forystumönnum hennar sem hafa flúið til Evrópu- landa. Hæstaréttar- dómarinn Pablo Llarena nam handtökuskipun- ina úr gildi vegna óvissu um hvort önnur Evrópulönd viðurkenndu saksókn á hendur Kata- lónunum á grundvelli umdeildra laga á Spáni um uppreisn gegn ríkinu. Þýskur dómstóll hafði hafnað fram- salsbeiðni spænskra yfirvalda á hend- ur Puigdemont á grundvelli ákæru fyrir uppreisn. Brot á spænsku lög- unum varða allt að 30 ára fangelsis- dómi en hliðstætt ákvæði er ekki að finna í þýskum lögum og dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að því væri ekki heimilt að framselja Puigdemont til Spánar á grundvelli þeirrar ákæru. Þýski dómstóllinn samþykkti hins vegar síðar beiðni um framsal á grundvelli ákæru fyrir misnotkun á opinberu fé í tengslum við þjóðarat- kvæði um sjálfstæði Katalóníu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsstjórn- arinnar í október síðastliðnum. Gildir enn á Spáni Úrskurður spænska dómarans þýðir að Carles Puigdemont og fimm aðrir forystumenn katalónskra sjálf- stæðissinna geta nú ferðast á milli landa án þess að eiga á hættu að verða handteknir og framseldir til Spánar. Puigdemont er í Þýskalandi en hinir í Skotlandi, Belgíu og Sviss. Handtökuskipunin er þó enn í gildi á Spáni og þeir eiga því á hættu að verða handteknir snúi þeir aftur til Katalóníu. Puigdemont fagnaði úrskurðinum í gær og sagði hann sýna að málatil- búnaður spænskra yfirvalda byggðist á mjög veikum lagagrunni. Níu sjálfstæðissinnar til viðbótar eru í haldi á Spáni og bíða þar sak- sóknar. Evrópsk hand- tökuskipun ógilt  Puigdemont fagnar úrskurði á Spáni Carles Puigdemont

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.