Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 ✝ Guðrún ErlaSigurðardóttir hárgreiðslumeist- ari fæddist á Gránufélagsgötu 22, Akureyri, 27. mars 1944. Hún lést á Krabbameins- lækningadeild Landspítalans 14. júlí 2018. Foreldrar Erlu voru Guðrún Tóm- asdóttir húsfreyja, f. 21.1. 1926, d. 20.10. 2016, og Sigurður Hólm Þórðarson vélsmíðameist- ari, f. 22.7. 1923, d. 31.7. 2014. Systkini: Sóley, f. 17.2. 1954. Árið 1967 eignaðist Erla dótt- urina Ynju Sigrúnu Íseyju Páls- dóttur, f. 13.8. 1967. Barnsfaðir Páll Bragi Kristjónsson, fyrrv. forstjóri, f. 7.2. 1944. Maki Ynju er Ingi Pétur Ingimundarson, f. 2.2. 1965. Þann 24. ágúst 1968 gekk Erla að eiga Kolbein Þor- steinsson garðyrkjufræðing, f. 9.2. 1932, d. 10.11. 2013 frá Biskupstungum, son Þorsteins Sigurðssonar, bónda á Vatns- leysu, f. 2.12. 1893, d. 11.10. 1974 og Ágústu Jónsdóttir, hús- móður á Vatnsleysu, f. 28.8. 1900, d. 25.9. 1986. Erla og Kol- víkur þar sem hún bjó eftir- leiðis. Erla lauk grunnskóla- prófi í Réttarholtsskóla og fór svo út á vinnumarkaðinn þar sem hún vann m.a. í Plastverk- smiðjunni Orra, Jónskjöri, fór á vertíð, vann í fiski o.fl. Hún trú- lofaðist sjómanninum Sigurði Jónssyni 17 ára gömul og keypti með honum íbúð en tæplega 3 árum síðar slitu þau samvistum. Skráði hún sig þá í hárgreiðsl- unám í Iðnskólanum í Reykjavík og vann sem nemi hjá Hár- greiðslustofunni Sólheimum 1 sem síðar fluttist á Hótel Sögu. Starfaði Erla þar eftir útskrift, þar sem hún fann ástina í blóma- skreytingamanninum Kolbeini en hann rak blómabúðina Mímósu á Hótel Sögu. Erla minnkaði síðar við sig hárgreiðslustörfin og réð sig til Bifreiða og landbúnaðarvéla. Hún tók svo til starfa við skrif- stofustörf hjá Vélsmiðju Sig- urðar H. Þórðarsonar eftir að hafa bætt við sig menntun til þess. Vélsmiðjan sameinaðist svo Marel á tíunda áratugnum og vann hún þar við starfs- mannahald og samsetningar. Hún starfaði hjá Marel allt þar til hún hætti að vinna 2005. Bjó Erla í Asparfelli frá 1990 og allt til æviloka en hún sat í stjórn húsfélags Asparfells 2–12 í á annan áratug þar sem hún gegndi ritarastörfum. Útför Erlu fer fram í dag, föstudaginn 20. júlí, kl. 15 frá Grafarvogskirkju í Reykjavík. beinn slitu sam- vistum árið 2000. Þau eignuðust sam- an börnin Ágústu Hörpu, f. 14.3. 1969, maki Gísli Friðrik Hauksson, f. 8.3. 1965, Sigurð Heimi, f. 12.5. 1974 og Þorstein Örn, f. 13.11. 1975, maki Hallfríður G. Beck, f. 3.10. 1981. Ömmubörnin eru: Ottó Marinó Ingason, f. 27.1. 1988, Harpa Rún Helgadóttir, f. 6.6. 1990, Sólon Kolbeinn Ingason, f. 15.3. 1995, Árni Elvar Árnason, f. 18.11. 1996, Jasmín Erla Inga- dóttir, f. 12.8. 1998, Kristall Máni Ingason, f. 18.1. 2002, Díana Sól Sigurðardóttir, f. 27.8. 2002, Sigurður Eysteinn Sigurðarson, f. 26.11. 2009 og Elín Perla Sigurðardóttir, f. 24.6. 2011. Langömmubörnin eru: Kristófer Jón Ægisson, f. 22.7. 2010, Marinó Leví Ott- ósson, f. 23.4. 2011, Fannar Breki Ægisson, f. 21.5. 2015 og Rafael Ingi Ottósson, f. 5.12. 2017. Erla ólst upp á Akureyri fyrstu ár ævi sinnar og flutti svo með foreldrum sínum til Reykja- Við erum stödd í Byko fyrir örfáum misserum, þar sem mamma bað mig um að keyra sig þangað, í sínu heilsuleysi. Mark- miðið: að kaupa örfáar jólagjafir. Niðurstaðan: troðfull kerra af englum! Öll börnin og barna- börnin áttu auðvitað að fá eintak, enda harðbannað að gera upp á milli afsprengjanna í hennar bókum. Auðvitað voru þessir englar líka engar hefðbundnar styttur, heldur gerðar úr gegn- sæju plasti og batterídrifnar, þannig að þegar kveikt var á þeim glitraði innan í þeim, svona álíka og með glersnjókúlur sem maður hristir og það fer að snjóa innan í þeim. Voðalega hátíðlegt og notalegt. Svona var mamma, gjafmild og gefin fyrir glingur. Hún gaf iðulega mjög mikið af gjöfum og oft fleiri pakka en einn til hvers aðila. Hún gaf meira að segja litla frænda konunnar minnar, sem hún sá að ég held bara einu sinni, en kom og gisti hjá okkur hjúunum af og til. Ekki mátti skilja neinn útundan, þrátt fyrir litla fjármuni. Enda voru gjaf- irnar oftast nær frekar ódýrar og svo ég segi það nú bara (fyr- irgefðu mamma), stundum ótta- legt drasl. Haha. Ekki englarnir þó. Þeir voru æðislegir! Já, mamma var sannkallaður stuðbolti og gleðipinni. Hún og pabbi æfðu dans á sínum tíma og tóku þátt í fjölmörgum dans- keppnum. Þau hvöttu okkur börnin einnig til að hreyfa okkur og þá sérstaklega dans auðvitað, þó svo að mömmu hafi nú ekki tekist að koma okkur bræðrun- um í annan dans en breikdans (sem reyndist svo bara vera jazz- ballett í dulargervi, haha). Mamma var okkur börnunum gríðarlega mikil fyrirmynd. Hún var með stórt heimili og alls ekki í einhverjum hálaunastörfum og þurfti því að vinna jafnvel 2-3 vinnur til að ná saman endum svo vel væri. Alger nagli og gríð- arlegt hraustmenni sem kvartaði ekki eða kveinkaði sér, þrátt fyr- ir mikið álag. Að sama skapi var ekki mikill tími eftir til að mæta á íþróttakappleiki eða danssýn- ingar okkar barnanna. Eftir að ég komst til vits og ára sjálfur fór ég svo að sinna tónleikahaldi æ meira, þar sem ég var að bjóða upp á erlendar þungarokks- hljómsveitir. Ekki beint tónlist sem var mömmu að skapi á nokkurn hátt, en þó lét hún sig hafa það að mæta á þungarokks- tónleika hjá mér. E.t.v. ekki mik- ið í frásögur færandi, en hafði gríðarleg áhrif á mig, því það var í fyrsta sinn sem hún mætti á einhvern viðburð sem ég stóð fyrir og það þegar hún var kom- inn á gamalsaldur. Gott ef ég vöknaði ekki alveg duglega um augun þá af gleði. Takk mamma! Það voru svo líklega síðustu 3 mánuðir lífs hennar sem voru hvað minnisstæðastir. Hún veiktist alvarlega og var mátt- farin og þurfti mikla hjúkrun. Hún vildi vera heimavið, frekar en á sjúkrastofnun og við systk- inin eyddum miklum tíma með henni. Þetta var erfiður en jafn- framt mjög gefandi tími og hef ég líklega sjaldan fundið fyrir eins mikilli nánd við mömmu og þá. Og talandi um hraustmenni og fyrirmynd: Mitt í veikindum hennar voru sveitarstjórnar- kosningar og þá kom ekki annað til greina en að mæta á kjörstað, öll stríluð upp og í sínu fínasta pússi. Vertu sæl, elsku mamma mín, og takk fyrir allar minningarnar og lexíurnar. Þorsteinn. Mamma, þú ert hetjan mín, þú fegrar og þú fræðir, þú gefur mér og græðir. Er finn ég þessa ást, þá þurrkar þú tárin sem meg’ ekki sjást. Mamma, ég sakna þín. Mamma, þú ert hetjan mín, þú elskar og þú nærir, þú kyssir mig og klæðir. Ef brotin er ég, þú gerir allt. Með brosi þú sorg minni bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Elsku mamma, nú ertu farin á vit feðranna í sumarlandinu. Ég þykist vita að þú liggir í blóma- brekkunni og njótir enda varstu mikill náttúruunnandi. Það var alltaf sama tilhlökkunin að fara um verslunarmannahelgina í Galtalækjarskóg sem krakki eða fullorðin, alltaf voru smá fiðrildi í maganum. Enda var þetta fimm daga veisla í misgóðu veðri en það skipti engu máli þar sem hústjaldið þitt var alltaf hlýtt og notalegt. Öllu var til tjaldað til að allir nytu sín í útilegunni og allir voru velkomnir, þannig varst þú. Eins þegar ég fékk heilablóðfall- ið forðum og Harpa Rún mín var einungis sex mánaða á fullri brjóstagjöf, þá tókst þú til þinna ráða ásamt systkinum mínum og öllu var reddað þessa tvo mánuði sem ég lá á Borgarspítalanum. Sama staða kom aftur upp að kvöldi 13. apríl síðastliðins þegar ég fann þig í baðkarinu heima hjá þér þar sem þú varst búin að vera í heilan sólarhring vegna vanmáttar til að komast upp úr. En hress varstu að vanda, enda einstaklega mikill nagli (stund- um aðeins of mikill) og vel skapi farin. Þarna tók ég völdin og hringdi í Steina bróður og saman hjálpuðum við þér upp úr og hringdum á sjúkrabíl þrátt fyrir að þú vildir það ekki. Þarna lögð- umst við systkinin öll fjögur á eitt til að gera lokasprettinn þinn hér á jörð sem ánægjulegastan. Yndið mitt, þú varst orðin svo veik en tókst öllu með æðruleysi og hugrekki. Mamma, þú ert ein- stök. Takk fyrir allt og skilaðu kveðju til pabba og ég veit að saman munuð þið stíga dans- sporin aftur og svífa um sumar- landið eins og ykkur einum var lagið. Góða ferð og sjáumst síðar hinum megin. Ást. Flogin er á vit feðranna móðir mín kær, laus úr ánauð verkjanna, móðir mín sæl. Ágústa. Sjálfstæðishetjan og lýðveld- isbarnið sem fæddist á því herr- ans ári 1944, Erla móðir mín, er nú flogin með sínum vernd- arenglum. Við mamma vorum meira eins og systur en mæðgur, kannski vegna þess að hún varðveitti krakkann í sér en ég fæddist sem gömul. Svona getur lífið ver- ið öfugsnúið. Erla Sigurðardóttir var eitthvað svo stórfengleg og mikil í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Dansaði mikið, tal- aði mikið, vann mikið, hló mikið, elskaði mikið og grét mikið yfir bíómyndum en svaf lítið. Hún hafði engan tíma til þess því lífs- gleðin var í hverri frumu og sér- staklega þegar tónlistin var spil- uð í botni og dillingur í hverju spori á meðan hún vann sín verk. Lífið með henni var oft á tíðum eins og sjokkstöðin. Til dæmis datt henni það snjallræði í hug, þá á sjötugsaldri, að dobla ná- granna sinn sem bjó beint fyrir ofan hana á áttundu hæð til að binda á sig kaðal og láta sig síga frá svölunum hans niður á sínar svalir sem voru á sjöundu hæð, þar sem skvísan hafði læst sig úti. Það var töfrum líkast að vera með mömmu og pabba því að það skipti ekki máli hvort þau voru gift eða fráskilin. Þau kepptu í samkvæmisdönsum og auðvitað vann mútta einstaklingsdans- keppni á Gran Canary, eini Ís- lendingurinn í keppninni. Erla var einstaklega hjálpsöm við náungann og fór hún ófáar ferðir til vina og vandamanna í vanda, hlustaði, huggaði og gaf ráð þegar einhverjum leið illa en aldrei man ég eftir að hún tæki það neitt inná sig. Hún bar í brjósti sér alltaf svo mikla sam- hygð og fannst alveg sjálfsagt að bregðast við hvaða símtali sem barst. Hún fyrirleit aumingja- skap og var sú allra besta í að stappa stálinu í þá sem henni þótti vænt. Ég gæti best trúað því að vinalínan í þá daga hafi verið símanúmerið heima hjá okkur. Mamma lagði mikið upp- úr því að lifa með Jesú í hjarta og var mjög trúuð. Hún hafði ung að árum kynnst þremur góð- um konum hjá Hjálpræðishern- um á Akureyri sem komu henni oft til bjargar þegar hún lagði leið sína ein á báti um bæinn. Það var þá sem hún fékk við- urnefnið Erlaperla. Á þriðja ári spásseraði litla vinan eins og ekkert væri eðlilegra og fann vinnustað föður síns. Gekk þar inn og sagði „Er Siggi við?“ Ég á henni svo margt að þakka. Hún er frelsishetjan mín og kenndi mér að trúa á almætt- ið og mig sjálfa í einu og öllu. „Ekki lifa í myrkri, lifðu í ljósi“ sagði hún og rétti mér vasaljós að gjöf. Vá, hvað ég á eftir að sakna þín, elsku mamma mín, en ég lof- aði að eyða ekki miklum tíma í það heldur njóta lífsins enda eins og þú hefur oft sagt þá er lífið fyndið þegar öllu er á botninn hvolft, bara að komast í gegnum áskoranirnar. Það gerðir þú ætíð og í þínum veikindum sem höfðu varað miklu lengur en nokkurn grunaði. Það er Guðsgjöf að eiga móður og vinkonu að sem græt- ur og fagnar með manni eða sparkar í rassinn þegar þarf. Hjartans þakkir fyrir umhyggju, bænir, ást og stuð. Ég er svo endalaust stolt af dugnaði og æðruleysinu sem þú bjóst yfir og sáðir í kringum þig. Elska þig mest. Sjáumst heilar, fagra heilladís. Þín dóttir, Ynja Sigrún Ísey. Kæra Erla. Þú sagðir mér oft að þú værir búin að fá nóg og værir tilbúin að halda áfram yfir í sumarlandið. Hugmyndir okkar um hvað bíður okkar þegar jarðvist okkar lýkur eru eins misjafnar og við erum mörg en flest höllumst við lík- lega að því að eftir okkur bíði ýmislegt spennandi, skemmti- legt, ljúft og/eða rólegt, hvar svo sem það er. Ég er glöð fyrir þína hönd að þessum erfiða kafla sé lokið, en tár mín bera vott um hversu mikið ég mun sakna þín. Ég var kannski ekki með þér síðustu stundirnar en hugur minn var hjá þér og ég held fast í allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Mér fannst það alltaf svolítið skondið þegar þú hringd- ir til okkar til að benda okkur á eitthvað sniðugt sem var að byrja í sjónvarpinu. Eða samtöl okkar, sem gjarnan snérust um hluti eins og fjölskylduna, pólitík eða raunar hvað sem var. Þú varst sannarlega alltaf með putt- ann á púlsinum og lést skoðanir þínar í ljós án þess að hika. Við vorum kannski ekki alltaf sam- mála en það kom ekki í veg fyrir að við gætum rætt saman um allt og ekkert. Ég held ég þekki enga aðra persónu með sterkari skoðanir. Kannski finnst ein- hverjum það undarlegt, en mér datt oft í hug lagið „Ég á gamla frænku“ þegar ég var með þér einhvers staðar. Þú með allar fínu slæðurnar, hattana og vesk- in sem þú barst í þeim sam- kvæmum, verslunarferðum og bíltúrum sem við hittumst í. Glæsilega, skrautlega Erla. Glæsileiki þinn þegar þú hafðir þig til var ólýsanlegur. Þú varst svo sannarlega einstök. Nú hef ég fengið þann heiður að fá að bera einn af þínum svo yndislegu og frábæru höttum sem þú barst með stæl. Nú geng ég út í rigninguna í átt að vinnu með lag Bítlavina- félagsins „ég er frjáls“, „húsið og ég“ með Grafík og „það styttir alltaf upp“ með Ragga Bjarna í endurtekningu, hækkað í botn í eyrunum. Það verður lagalistinn minn í dag. Hvíldu í friði. Þín tengdadóttir, Hallfríður Beck. Elsku hjartans amma mín. Það var engin eins og þú. Það var alltaf gaman að koma til þín, sem lítið barn man ég alltaf eftir því hvað það var gaman að fá að gista hjá þér því með þér fékk maður að vaka fram eftir og svo þegar maður vaknaði daginn eft- ir þá varst þú löngu vöknuð og horfðir á barnatímann með manni. Þegar ég eignaðist svo sjálf börn þá báðu þeir um að fá að fara til þín því þú elskaðir allt dót með hljóði og látum og hjá þér mátti sko allt. Æpandi há- vaði úr öllum áttum úr öllu dótinu sem þú varst búin að sanka að þér. Þeir elskuðu að koma til þín, elsku amma, svo yndisleg og hlý. Þú varst mesta hörkutól sem ég þekki og þú kvartaðir aldrei, enda hafðir þú ekki farið til læknis í um 10 ár þegar það kom upp atvik þar sem þú fékkst engu ráðið. Krabbinn hafði hel- tekið þig og þú sagðist reyndar hafa vitað það fyrir löngu en ekkert verið að segja frá því, því þú vildir enga vorkunn og síst af öllu vildir þú einhverskonar með- ferð við krabbanum, það væri nú bara eigingirni að fara að þiggja það og láta fjölskylduna þurfa að hugsa um þig í veikindum lengur en við þyrftum. Þú varst einstök, það verður ekki af þér tekið. Alltaf svo fín og flott með hatta og eyrnalokka í stíl við dressin. Ég var vön að fá símtöl frá þér mjög reglulega og undir lok- in töluðum við saman eða hitt- umst á hverjum degi, mikið sem ég á eftir að sakna þess að heyra röddina þína og spjalla við þig um daginn og veginn og um allt sem var að gerast í sjónvarpinu hjá þér og heiminum öllum þann daginn, þú varst með allt á hreinu, alltaf. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar okkar í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu 3 mánuði þegar við vissum að þú ættir stutt eftir, þvílíkt æðru- leysi hef ég aldrei séð, þegar þér var boðið að fara á líknardeild stuttu eftir að þú greindist, ég vissi ekki hvert þú ætlaðir, þú varst sko ekki á leiðinni þangað strax því fyrst þyrftirðu að kenna okkur hinum á dauðann og að vera ekki hrædd við hann. Takk fyrir að hugsa alltaf um okkur hin fyrst, amma, og takk fyrir að bíða eftir mér eins og þú sagðist ætla að gera þegar ég sagðist vera að spá í hvort ég ætti að vera að fara í utanlands- ferðina sem ég átti pantaða, „jú þú ferð, ég ætla að lifa af heims- meistaramótið,“ sagðir þú og þér tókst það næstum, amma, Frakkar urðu heimsmeistarar ég var búin að lofa að láta þig vita. Sem betur fer, þökk sé tækninni í dag, gat ég talað við þig og séð þig meðan ég var úti og notið svo síðustu daganna þinna með þér eftir að ég kom heim. Augnablikið sem við áttum saman uppi á spítala mun ylja mér um hjartað alla tíð. Það er svo sárt að sjá á eftir þér og ég sakna þín strax svo mikið, ég hefði viljað hafa þig hjá mér svo miklu lengur en þú vast tilbúin að fara fyrir löngu og það huggar mig. Nú finnurðu ekki til lengur, elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína og takk fyrir alla gleðina og hláturinn sem þú færðir inn í líf okkar, þú verður alltaf geymd í hjörtum okkar. Elska þig alltaf. Harpa Rún Helgadóttir. Elsku amma, Erla Perla eins og þú sjálf kaust að kalla þig, sem passaði svo vel við þig því þú varst einstök perla. Litríkari manneskju hef ég ekki kynnst, þú varst bæði litrík að innan sem utan. Þrjóskupúki og gleðipinni á sama tíma, þú varst gull að konu. Ég sakna þess sárt að geta ekki komið til þín þar sem þú sýnir mér nýja dótið sem þú varst að kaupa sem blikkar í allskonar lit- um, talandi dótahund eða jafnvel músina sem þú veiddir inni hjá þér. Ég man þegar ég var yngri þá fannst mér ekkert skemmti- legra en að koma í heimsókn til þín og fara í hárgreiðsluleik og borða nóg af sætindum. Jóla- pakkarnir frá þér voru líka alltaf í miklu uppáhaldi, maður fékk alltaf mikið af allskonar dóti sem var auðvitað með blikkandi litum eða eitthvað álíka sniðugt. Ég er endalaust þakklát fyrir þær stundir sem ég fékk með þér. Það eru sannkölluð forréttindi og heiður að heita í höfuðið á drottningu eins og þér. Ég elska og sakna þín elsku amma mín. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Jasmín Erla Ingadóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku besta langamma okkar, mikið sem við eigum eftir að sakna þín, það var svo gaman að koma til þín og leika með allt dótið með ljósunum og hávað- anum sem þú vast búin að kaupa fyrir okkur. Þú varst alltaf tilbú- in að leika og hafa gaman. Við elskum þig. Þínir langömmustrákar, Kristófer Jón, Marinó Leví, Fannar Breki og Rafael Ingi. Guðrún Erla Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín, þrátt fyrir óteljandi ógleyman- legar minningar þá sitja lexíur þínar efstar í huga mínum. Þú sameinaðir á einstakan hátt ósvikinn kærleika, hræðsluleysi og hreinskilni sem ég mun ávallt reyna að hafa að leið- arljósi, þökk sé þér. Þú ert stjarnan og fyrirmyndin mín. Sólon Kolbeinn Ingason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.