Morgunblaðið - 20.07.2018, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
✝ RagnheiðurStefánsdóttir
fæddist 27. apríl
1930 í Reykjavík og
lést 3. júlí 2018 á
Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þor-
gerður Árnadóttir
frá Borgarfirði
eystra, f. 3. júní
1887, d. 25. júní
1962, og Stefán Þórðarson frá
Eystri-Skógum undir Eyjafjöll-
um, f. 18. apríl 1886, d. 10. nóv-
ember 1967. Systkini Ragnheiðar
voru Árni Þórður, f. 1911, d.
1982, Þuríður Ingibjörg, f. 1913,
d. 2007, og Þórhallur Ragnar, f.
1915, d. 1988. Ragnheiður giftist
Ólafi Werner Nielsen, f. 14. apríl
1928, húsgagnasmið úr Reykja-
vík, 31. desember 1957. Börn
Ragnheiðar og Ólafs eru: 1) Guð-
rún, f. 29. júlí 1951, maki Vil-
mundur Guðnason, f. 1954, börn
þeirra eru: a) Davíð, f. 1981,
maki Arna Björk Þorkelsdóttir,
f. 1976, barn þeirra er: Elísabet
Guðrún, f. 2016. Sonur Örnu og
stjúpsonur Davíðs er Konráð
Pétur Konráðsson, f. 2008. b)
Guðni, f. 1982, maki Magnea
þeirra eru: Ágúst Bent, f. 2007,
Davíð Smári, f. 2008, Lilja Marie,
f. 2010, og Árni Stefán, f. 2016. c)
Ólafur Böðvar, f. 1984, maki
Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1989,
börn þeirra eru: Daníel Myrkvi, f.
2008, og Matthías Werner, f.
2010. d) Óskar Logi, f. 1994, unn-
usta Isabelle Bailey, f. 1998.
Fjölskylda Ragnheiðar flutti
til Reykjavíkur árið 1927 frá
Borgarfirði eystra. Á fæðing-
arári hennar 1930 bjó fjölskyldan
á Hverfisgötu 64a, seinna á
Njálsgötu 7 og síðast á Snorra-
braut 32. Ragnheiður útskrif-
aðist frá Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur árið 1947. Eftir það
lá leiðin til Danmerkur á Als
Husholdningsskole. Sem ung
stúlka starfaði Ragnheiður við
skrifstofustörf hjá Brunabóta-
félagi Íslands og á Lögmanns-
stofu Einars Ásmundssonar. Frá
1981 og í tæp 20 ár starfaði
Ragnheiður hjá Happdrætti DAS
í Reykjavík. Hún ferðaðist innan-
lands sem utan og var meðlimur í
Skíðadeild Ármanns. Ragnheið-
ur var afburðafær hannyrðakona
og eftir hana liggja margskonar
verk. Ragnheiður og Ólafur
bjuggu á Bergstaðastræti 29 og
frá árinu 1968 í Hjallabrekku 20,
Kópavogi, síðustu 5 árin dvaldi
Ragnheiður á Hrafnistu í Hafn-
arfirði þar sem hún lést.
Útför Ragnheiðar verður gerð
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
í dag,20. júlí 2018, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Brynja Magn-
úsdóttir, f. 1980,
börn þeirra eru:
Kristþór, f. 2008,
Margrét Guðrún, f.
2012, og Katrín
Rósa, f. 2016. c)
Ragnar Óli, f. 1987,
maki Jaclyn And-
erson, f. 1988, barn
þeirra er: Ragn-
heiður Flóra, f.
2017. 2) Ólafur
Karl, f. 21. nóvember 1954, maki
Björg Þorleifsdóttir, f. 1955.
Börn Ólafs og fyrri maka, Unnar
Egilsdóttur, f. 1956, eru: a) Ólaf-
ur Hrafn, f. 1977, maki Sigríður
Þorgeirsdóttir, f. 1973, börn
þeirra eru: a) Þórdís, f. 2007, og
Áróra, f. 2011. b) Sólveig, f. 1981,
maki Marteinn Teitur Krist-
jánsson, f. 1977, barn þeirra er:
Selma, f. 2016. c) María, f. 1989,
maki Stefán Finnbogason, f.
1992. Dóttir Bjargar og stjúp-
dóttir Ólafs er: Kristjana Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 1991. 3)
Þorgerður, f. 31. mars 1957,
maki Ágúst Böðvarsson, f. 1955,
börn þeirra eru: a) Stefán Jörg-
en, f. 1977, d. 2018. b) Ragna
Hjördís, f. 1983, maki Guðjón Þór
Sæmundsson, f. 1983, börn
Ef litið er til æskuáranna á
Bergstaðastrætinu var alltaf
sólskin og þannig var móðir
okkar, falleg, blíð og góð með
sitt jafnaðargeð. Ég held að hún
hafi varla skammað okkur
systkinin, en hvort við vorum
svona þæg börn held ég nú
varla. Við bjuggum í lítilli, nota-
legri kjallaraíbúð á númer 29 í
húsi ömmu og afa, þar hafði ver-
ið bakarí afa en pabbi breytti
því í íbúð þegar hann og mamma
byrjuðu að búa. Þau voru sam-
taka í svo mörgu, eins og að
gera heimilið sem best úr garði.
Hann mikill listasmiður, lærður
húsgagnasmiður, hún smekkleg
og flink í höndunum. Þau
hlustuðu mikið á tónlist, áttu
plötuspilara og spiluðu bæði
klassík og annað. Upp til afa og
ömmu Guðrúnar var alltaf farið í
kvöldkaffi, fór þá öll hersingin
og oft páfagaukur á öxl út í vetr-
armyrkrið eða bjarta sumar-
nóttina til að spjalla og bragða á
sætu kaffibrauðinu.
Ættingjar sem og vinir
mömmu og pabba komu oft í
heimsókn, munum við eftir að
spilað var á spil tímunum sam-
an. Mamma átti góðan og trygg-
an vinkvennahóp, þær hittust
reglulega í saumaklúbb og þá
eins og í svo mörgum sauma-
klúbbum var meira talað en
saumað. Mamma og pabbi voru
bæði í Skíðadeild Ármanns svo
að útivera og ferðalög til jökla,
fjalla og sveita voru reglulega á
dagskránni hjá þeim. Í einni
slíkri ferð á jökul vorum við
systkinin sett í pössun, Óli hjá
ömmu og afa á efri hæðinni,
Togga hjá Huldu og Árna Kjart-
ans í Selásnum og Guðrún hjá
Árna móðurbróður og Sigga á
Kársnesbrautinni. Amma Þor-
gerður og Stefán afi bjuggu á
Snorrabrautinni og komu gjarn-
an í heimsókn, einnig fórum við
mikið til þeirra. Inga systir
mömmu bjó inn í Kleppsholti,
mamma fór því með okkur
systkinin í strætó til að heim-
sækja hana. Munum við einnig
eftir mörgum ferðum til Halla
bróður mömmu niður á Lauf-
ásveg og upp á Njálsgötu 7 til
Guðfinnu fyrrverandi mágkonu
hennar. Innar á Njálsgötu bjó
besta vinkona mömmu, Guð-
björg, eða Lilla eins og hún er
ætíð kölluð. Til Lillu og Lýðs
manns hennar voru farnar
margar heimsóknirnar og eitt
sinn að sumri til fóru þær vin-
konur í vikudvöl að Ferjubakka
í Borgarfirði, mamma með okk-
ur þrjú og Lilla með Valgerði
dóttur sína, því borgarbörnin
þurftu að komast í sveit.
Mamma hafði sjálf verið send í
sveit til Ólafs Sigurðssonar og
fjölskyldu hans í Götu í Holtum.
Hún fór með okkur í heimsókn
til Óla þegar hann var orðinn
gamall maður.
Á uppvaxtarárum okkar var
mamma heimavinnandi, alltaf til
staðar og pabbi kom gangandi
heim úr vinnu í hádegismatinn.
Það voru ætíð gæludýr á heim-
ilinu, fuglar, kettir og fiskar.
Togga kattaaðdáandinn suðaði
eitt sinn í mömmu um að fá kött,
svarið var nei svo fór Togga til
pabba og þá var það samþykkt.
Á þurrklofti í húsinu á móti
hafði útigangsköttur eignast
kettlinga og tók Togga einn
þeirra með sér heim. Sá gjörn-
ingur leiddi til þess að katta-
mamma og allir kettlingarnir
fylgdu á eftir, kisa bar þá yfir til
okkar einn af öðrum, hana hefur
sennilega grunað að þarna
byggi góð kona sem gæfi þeim
öllum að borða. Þetta voru
áhyggjulaus, heilbrigð og góð
uppvaxtarár sem þakka ber fyr-
ir.
Guðrún, Ólafur Karl og
Þorgerður Nielsen.
Komið er að kveðjustund.
Mágkona mín Ragnheiður,
eða Ragna eins og hún var alltaf
kölluð af okkur, er látin; 88 ára
að aldri.
Margra ára baráttu við alz-
heimerssjúkdóminn er lokið.
Það er erfitt að sjá og fylgjast
með hversu grátt þessi illvígi
sjúkdómur leikur fólk – smátt
og smátt hverfur það inn í tóm-
ið.
Ragna var glæsileg kona;
glöð, afskaplega hláturmild og
góð. Ég man þegar Óli bróðir
kom með hana heim til þess að
kynna hana fyrir okkur. Ég var
þrettán ára og man stundina
eins og hún hefði gerst í gær.
Ragna sat í djúpum stól inni í
stofu; svo falleg, með svo flott
hár, í glæsilegum ljósum síð-
jakka. Hún hvíldi annan hand-
legginn á stólarminum og brosti
við okkur.
Ragna og Óli byrjuðu að búa
á jarðhæðinni heima hjá
mömmu og pabba á Bergstaða-
stræti 29. Þar hafði áður verið
bakarí, sem breytt var í íbúð.
Ragna og Óli eignuðust þrjú
börn; Guðrúnu, Ólaf Karl og
Þorgerði.
Þá flutti fjölskyldan í Kópa-
voginn, að Hjallabrekku 20 í
glænýtt hús sem Óli bróðir
byggði sjálfur. Þar var haldið
upp á fermingu Ólafs Karls.
Þarna undi fjölskyldan vel sín-
um hag og oft var glatt á hjalla.
Ragna starfaði við ræstingar
hjá Ríkisendurskoðun í einhver
ár. Eftir að börnin voru flogin
úr hreiðrinu fór Ragna að vinna
hjá Happdrætti DAS.
Ragna var mér alltaf mjög
góð. Við fórum saman og lærð-
um að flosa myndir, sem var
„hæst móðins“ á sínum tíma –
við fórum saman í silfursmíði og
alltaf var hún reiðubúin að að-
stoða. Hún prjónaði óskaplega
fallegar lopapeysur og ótal
margt annað sem hún lagði
hönd á.
Elsku Ragna mín, ég minnist
stundanna sem ég átti með þér á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Á föstu-
dögum fórum við á ball og
skelltum okkur út á gólf þegar
hjólastólasyrpan kom. Svo hvíld-
um við okkur og horfðum á fólk-
ið dansa og hlustuðum á söng-
inn. Síðastliðið sumar var oft
farið út og setið í sólinni og veð-
urblíðunnar notið.
Ragna mín, þetta ár er búið
að vera þér erfitt. Eftir að þú
fékkst lungnabólgu í apríl fór
allt að gefa sig. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa haft tækifæri til
að sitja hjá þér, halda í höndina
þína og segja ýmislegt í fréttum.
Ég sá sjálf augnablikin þegar
allt í einu opnaðist hjá þér og þú
þekktir mig; stundum kom allt í
einu bros eða þú sagðir
„neihhh!“ og brostir – þessum
augnablikum mun ég ekki
gleyma.
Óli bróðir kom til þín á hverj-
um degi með eitthvert góðgæti
sem hann hafði sjálfur útbúið
handa þér og ég dáðist að því
hvað hann var duglegur, þó oft
ætti hann erfitt.
Elsku Ragna mín, nú hefur
þú fengið hvíldina og ert orðin
frjáls á ný. Ég veit að Stefán
Jörgen, barnabarnið þitt, hefur
tekið á móti þér og leitt þig inn í
ljósið; í nýjan heim ævintýra.
Ég kveð þig um stundarsakir
með þökk fyir vináttu þína,
elsku Ragna mín, en „hittumst
fyrir hinum megin“.
Elsku Óli bróðir, Guðrún, Óli
Karl, Togga og fjölskyldur; ég
veit að söknuðurinn er sár, en
nú hefur hún Ragna okkar feng-
ið hvíldina og er komin í ný
heimkynni sem eru yndisleg.
Innilegar samúðarkveðjur.
Þín mágkona,
Helga Nielsen (Lilla).
Í þau ár sem ég bjó í Hjalla-
brekkunni hjá Rögnu og Óla
minnist ég þess hversu gaman
var að koma til þeirra hjóna á
efri hæðinni í kaffi.
Ragna var yndisleg mann-
eskja, hlý og góð og með ein-
stakt jafnaðargeð. Þau hjón,
miklir manna- og dýravinir og
það var skemmtilegt að fylgjast
með þeim gefa fuglunum sem
komu til þeirra á hverjum degi í
mat við húsið. Krummarnir
fengu gjarnan bjúgu en smá-
fuglarnir ýmis konar matarleif-
ar og korn og heilu smjörstykk-
in hurfu á örskammri stundu
ofan í goggana á litlu gestunum.
Ég áttaði mig fljótt á því að
Stefán Jörgen væri mjög líkur
Rögnu og Óla í karakter og
samband þeirra þriggja var
mjög sterkt og fallegt.
Ég er mjög þakklát Rögnu og
Óla fyrir allar góðu stundirnar
og hlýjuna.
Blessuð sé minning Rögnu.
Óla og fjölskyldunni allri sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Sigurrós Svava Ólafsdóttir.
Ragnheiður
Stefánsdóttir
✝ Ása GuðlaugStefánsdóttir
fæddist á Mýrum í
Hrútafirði 7. júlí
1925. Hún andaðist
á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands á Hvamms-
tanga 9. júlí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán Ás-
mundsson frá
Snartartungu í
Bitru, f. 9. september 1884, d.
3. ágúst 1976, og Jónína Páls-
dóttir frá Þverá í Núpsdal, f.
13. maí 1888, d. 15. nóvember
1955. Stefán og Jónína hófu bú-
skap á Mýrum og áttu þau fjög-
ur börn til viðbótar við Ásu: 1)
Ingibjörg Ástríður, f. 24. apríl
1917, d. 25. febrúar 1998, fyrr-
barnlaus. II) Böðvar Sigvaldi
Böðvarsson, f. 1. desember
1964, maki hans Ólöf Þorsteins-
dóttir frá Laxárdal í Hrúta-
firði. Börn þeirra eru Ása
Berglind, Inga Rósa og Stefán
Páll.
Barnaskólaganga Ásu var í
farskóla, heima á Mýrum og í
Ásbyrgi. Eftir það var hún tvo
vetur í Reykjaskóla 1944-1946,
þar vann hún með náminu í
eldhúsi skólans. Síðar vann hún
á veturna á saumastofunni
Kápunni í Reykjavík en var
heima á sumrin. Árið 1953
stofnuðu þau Böðvar nýbýlið
Mýrar II úr hluta jarðarinnar
Mýra og byggðu þar upp sitt
bú. Ása vann við búskapinn
talsvert fram á níræðisaldurinn
og fylgdist síðan glöggt með af
hliðarlínunni eftir það. Eftir að
Stefán sonur hennar féll frá bjó
hún ein í sínu húsi allt þar til
tveimur dögum fyrir andlátið.
Útför hennar fer fram í dag
frá Melstaðarkirkju, föstudag-
inn 20. júlí 2018, klukkan 14.
um eiginmaður
hennar var Ásgeir
Þorleifsson og
eignuðust þau tvö
börn. 2) Páll, f. 6.
mars 1918, d. 25.
maí 2001, ókvænt-
ur og barnlaus. 3)
Helga Fanney, f.
11. júlí 1926, d. 16.
júní 2010, maki
hennar var Ólafur
Kárdal og áttu þau
tvær dætur. 4) Erla, f. 27. júní
1929, maki Guðmundur Karls-
son og áttu þau tvo syni.
Ása giftist 27. október 1956
Böðvari Sigvaldasyni frá
Brekkulæk í Miðfirði. Börn
þeirra: I) Stefán Einar Böðv-
arsson, f. 14. janúar 1958, d.
25. janúar 2015, ókvæntur og
Elsku amma. Þá hefur þú
fengið hvíldina góðu eftir að hafa
verið milli heims og helju. Það
var sem betur fer aðeins stutt
stund, alveg eins og þú hefðir vilj-
að hafa það. Þrátt fyrir að ég hafi
átt von á að geta eytt lengri tíma
með þér er margs að minnast.
Frá því ég var lítil skotta var
húsið hjá ömmu og afa eins og
mitt annað heimili. Það voru mik-
il forréttindi að hafa þau í nokk-
urra mínútna fjarlægð og ég
nýtti mér það til fulls. Stundum
komu tímabil þar sem ég kom á
hverjum degi en amma kippti sér
ekkert upp við það. Hún bauð
alltaf upp á eitthvað gott, oft
pönnukökur, ópal eða brjóstsyk-
ur.
Amma tók það líka að sér að
kenna mér að spila og í seinni tíð
kom ég sjaldnast í heimsókn án
þess að við tækjum nokkur spil.
Það var auðséð hvenær hún átti
góð spil og hvenær hún átti slæm.
Ef þau voru góð, sagði hún ekki
orð. En ef þau voru slæm talaði
hún um þessa bölvuðu hunda sem
ég hafði gefið henni. Hún var hins
vegar mjög heppin í spilum og
þegar hún fór á spilakvöld kom
hún gjarnan með vinninga heim.
Amma var líka harðákveðin í
því að ég ætti að læra að keyra.
Það væri ekki vit í öðru en að
vera með bílpróf. Sjálf tók hún
prófið um leið og hún fékk til þess
tækifæri og hætti ekki að keyra
fyrr en á tíræðisaldri. Hún ákvað
því að kenna mér. Við fórum ófáa
hringi á túnunum heima og hún
var þolinmóður kennari. Hún
hélt líka ró sinni jafnvel þótt ég
væri á leiðinni að keyra út í
skurð. Enda reyndust allar
áhyggjur óþarfar, því ekkert
kom fyrir í þessum æfingum okk-
ar.
Amma hafði líka mikinn áhuga
á ættfræði og var dugleg að
grúska í slíku. Hún sagði mér oft
hvernig hinn og þessi væri skyld-
ur okkur. Ég hefði eflaust getað
flett upp í henni eins og bók ef
mig hefði vantað að vita ein-
hverja tengingu. Ég er þess full-
viss að ef amma hefði lært á tölvu
hefði Íslendingabók verið einn
mest skoðaði vefurinn.
Amma hafði líka mikinn áhuga
á pólitíkinni. Við ræddum hana
oft en stundum urðum við að vera
sammála um að vera ósammála.
Það urðum við að gera, því ef hún
var búin að ákveða eitthvað var
engin leið að fá hana til að skipta
um skoðun. Amma kenndi mér
því á vissan hátt að virða skoð-
anir annarra og þann hæfileika
met ég mikils.
Elsku amma. Þú sem kvartað-
ir sjaldnast og þurftir alltaf hafa
eitthvað fyrir stafni. Fórst í fjósið
á níræðisaldri og bjóst heima
nánast til dauðadags. Mikið óska
ég þess að hafa sömu elju og
dugnað þegar ég kemst á þennan
aldur. Blessuð sé minning þín og
takk fyrir allt saman.
Þín nafna,
Ása Berglind.
Ása Guðlaug
Stefánsdóttir
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KOLBEINN JAKOBSSON,
málarameistari,
lést mánudaginn 2. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Innilegar þakkir fær séra Sigurður Grétar Helgason fyrir
umhyggju og hlýhug og Sigrún Óskarsdóttir hjá Útfararstofu
kirkjugarðanna.
Jakob Geir Kolbeinsson
Auður Kolbeinsdóttir
Kolbrún Kolbeinsdóttir Víðir Jónasson
Ása Hrönn Kolbeinsdóttir Stefán Hrafn Stefánsson
Sigurður Bjarki Kolbeinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Frændi okkar,
ÓTTAR JÓSEPSSON,
Breiðumýri,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Húsavík mánudaginn 16. júlí, verður
jarðsettur frá Einarsstaðakirkju
laugardaginn 21. júlí klukkan 14.
Systkinabörnin
Elskulegur sonur minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
RÚNAR ÞORKELL JÓHANNSSON,
Hásteinsvegi 50,
Vestmannaeyjum,
lést miðvikudaginn 18. júlí á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 21. júlí klukkan 15.
Freyja Kristófersdóttir
Fríða Rúnarsdóttir Hermann G. Hermannsson
Freyja K. Rúnarsdóttir Gunnar Geir Gústafsson
Jóhann Frímann Rúnarsson Axel Ingi Árnason
Páll Þórir Rúnarsson Mekkín Árnadóttir
og barnabörn