Morgunblaðið - 20.07.2018, Page 23

Morgunblaðið - 20.07.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 ✝ Elín fæddist áBallará, Klofn- ingshreppi, Dala- sýslu, 29. sept- ember 1941. Hún lést 10. júlí 2018. Elín var dóttir hjónanna Magn- úsar Jónssonar, f. 30. september 1897, d. 16. október 1981, og Elín- borgar Guðmunds- dóttur, f. 12. september 1910, d. 21. nóvember 1998. Systkini eru: Skúli Magnússon, f. 27. desem- ber 1934, d. 8. nóvember 1983, Guðríður S. Magnúsdóttir, f. 29. júlí 1937, Guðmundur Magn- ússon, f. 21. apríl 1939, d. 4. jan- úar 2014, Elís Jón (Manni), f. 14. september 1944, d. 29. nóv- ember 1946, Elísabet Magn- úsdóttir, f. 7. ágúst 1947, d. 25. nóvember 2012, Ólafía Magn- úsdóttir, f. 13. september 1949, d. 20. apríl 2015, Guðrún Magn- úsdóttir, f. 21. mars 1953. Þann 8. september 1961 gift- ist Elín Sverri Guðmundssyni frá Brekkuvöllum á Barða- strönd, f. 13. maí 1939, d. 15. nóvember 1977. Hann var sonur Guðmundar H. Sigurðssonar, f. 24. maí 1916, d. 1. janúar 2005, og Ólafíu S. Einarsdóttur, f. 29. ágúst 1919, d. 29. júlí 1997. Elín og Sverrir eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1. Magnús Elís Sverrisson, f. 5. ágúst 1961, kvæntur Dagbjörtu Rósu Valdi- marsdóttur. Þeirra synir eru: Valdimar Örn Magnússon, unn- usta Adda Rún Jóhannsdóttir, Daníel Már Magnússon, unnusta Thelma Sif Jósepsdóttir, Aron Þór Magnússon. 2. Ólafía Guðný Sverrisdóttir, f. 5. ágúst 1963, gift Torfa Guðmundi Sigurðs- syni. Þeirra börn eru: Sverrir Guðmundur Torfason, maki Janniche Sætrevik. Dóttir þeirra er Sabine Angelica Sverrisdóttir Sætrevik. Gísli Magnús Torfason, maki Elísabet Ásta Eyþórsdóttir. Dætur þeirra eru Eyrún Veronika og Eldþóra Anný Bríet. Árni Grétar Torfason, unnusta Pelagia Tserkonis, Guðný Lilja Torfa- dóttir. 3. Erla Björk Sverrisdóttir, f. 1. desember 1965. Dóttir hennar er Hallgerður Elín Pálsdóttir og sonur Erlu með Páli S. Pálssyni er Gunnar Már Pálsson. Stjúpsonur Erlu, sonur Páls er Páll Óskar Pálsson. 4. Þorvaldur Keran Sverrisson, f. 23. maí 1969, kvæntur Tracy Faustina Sverrisson. Dóttir þeirra er Julia Elín Ofure Sverr- isson. Stjúpsonur hans frá fyrra hjónabandi er Ebrima Ceesay, unnusta Raychael Louis Maher. Elín og Sverrir hófu búskap í Breiðuvík í Rauðasandshreppi árið 1960. 1962 fluttust þau að Aðalstræti 14, Patreksfirði, og bjuggu þar til ársins 1966 er þau fluttu í Háagerði 59 í Reykjavík. 1970 fluttu þau í Eyjabakka 14 og bjuggu þar fram í ágúst 1977 er flutt var í Stuðlasel 19. Elín fór í farskóla í Klofnings- hreppi og síðar stundaði hún nám við Húsmæðraskólann að Staðarfelli veturinn 1960. Vet- urinn 1959 vann Elín við umönn- un á Elliheimilinu Grund. Árið 1960 hóf Elín störf við Vistheim- ilið í Breiðuvík og vann þar til ársins 1962. 1970 hóf Elín störf sem dagmamma og vann við það allt til ársins 1983. 1977 sauma- kona fyrir Heildverslun Vil- bergs Skarphéðinssonar allt til ársins 1985. 1980 starfstúlka á Borgarspítalanum til ársins 2009 er hún lét af störfum. Elín prjónaði einnig lopapeys- ur og seldi frá árinu 1970 og vel fram yfir eftirlaunaaldurinn. Útför Elínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 20. júlí 2018, klukkan 13. Elín Magnúsdóttir frá Ballará lést þann 20. júlí. Elín tengdist inn í fjölskylduna okkar. Tengda- móðir Torfa, mamma hennar Lóu. Hjá Torfa og Lóu lágu leiðir okkar og Elínar oft saman. Hæg og hljóðlát kona með góða nær- veru. Við erum þakklát fyrir þau kynni sem við áttum við hana á lífsleiðinni. Enginn maður þekkir sjálfan sig og sorginni er jafnan þungt að hrinda. Ég bið Guð að gjalda fyrir mig og gleðja þá sem eiga um sárt að binda. (Elías Þórarinsson) Torfi, Lóa og þið öll. Sendum fjölskyldunni allri samúðarkveðj- ur á þessum tímamótum. Dagrún Sigurðardóttir og félagar, Fjarðargötu 14. Elín Magnúsdóttir ✝ Albert Guð-mundsson fæddist á Egils- stöðum í Vill- ingaholtshreppi 22. september 1922. Hann lést að heim- ili sínu 13. júlí 2018. Foreldrar hans voru Guðmundur Eiríksson bóndi, f. 1879, d. 1963, og Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 1883, d. 1965. Al- bert var næstyngstur í hópi tíu systkina. Systkini hans: Eiríkur, f. 1909, d. 2008, Guðmundur, f. 1910, d. 1981, Gísli, f. 1912, d. 2007, Kristjana, f. 1913, d. 1995, Guðjón, f. 1914, d. 2001, Helga, f. 1916, d. 1995, Regína, f. 1918, ar Jóhann, f. 2009, Ásbjörn Óm- ar, f. 2013, og Ásta Aðalheiður, f. 2017, börn þeirra eru 2) Ragn- hildur Eva, f. 1991, maki Jón- mundur Magnús, f. 1991, börn þeirra Skarphéðinn Jón, f. 2012, og Ellý Stefanía, f. 2014. 3) Guðjón Már, f. 1994, maki Þur- íður Lillý, f. 1995. 3) Kristín Alda Albertsdóttir, f. 1970, maki Jón Kristinn Sigurjónsson, f. 1966, börn þeirra Guðbjörg Ásta, f. 1991, maki Ingvar Örn, f. 1989, dóttir þeirra Steinunn Lea, f. 2018, Linda Rut, f. 1993, maki Sigurður Steinar, f. 1993, Sigurjón, f. 1997. Albert ólst upp í hópi systkina sinna á Egilsstöðum við almenn sveitastörf. Árið 1954 flutti Al- bert á Selfoss, vann í Kaupfélagi Árnesinga og við byggingu Mjólkurbús Flóamanna, svo hjá Selfosshreppi og síðar hjá Sel- fossbæ, m.a. á steypuhrærivél. Útför Alberts fer fram frá Selfosskirkju í dag, 20. júlí 2018, klukkan 14. Æsa Guðbjörg, f. 1920, og Gunnar, f. 1926 d. 1983. Albert kvæntist 23. desember 1962 Helgu Ástu Jóns- dóttur, f. 31.10. 1944. Þeirra börn 1) Guðbjörg Hulda Albertsdóttir, f. 1962, maki Eiríkur Sigurjónsson, f. 1963, börn þeirra Albert Freyr, f. 1994, maki Hrafnhildur Malen, f. 1995, Elv- ar Guðberg, f. 1997. 2) Jón Valdimar Albertsson, f. 1964, maki Guðný Ósk Pálmadóttir, f. 1967. Dóttir Jóns er 1) Ásthildur Eygló, f. 1983, maki Ingvar Helgi, f. 1984, börn þeirra Heið- Í dag er til grafar borinn ást- kær faðir minn sem hafði glettni, húmor og hlátur að leiðarljósi en gat verið ákveðinn og þrjóskur. Það er ekki sjálfgefið að hafa pabba hjá okkur til 95 ára aldurs með húmorinn í lagi til síðasta dags. Síðastliðið sumar fórum við fjölskyldan og pabbi og mamma á Akureyri, við leigðum íbúð, fórum í fermingarveislu, jólaland, keyrð- um til Siglufjarðar og skoðuðum bjórbaðið á Árskógssandi. Var þetta hin skemmtilegasta ferð sem fer í minningabankann. Alltaf spurði pabbi frétta af barnabörnum þegar ég kom í heimsókn, honum var umhugað um fjölskylduna og fylgdist vel með. Hann var hjá okkur á að- fangadagskvöld og verður eftirsjá að honum á næstu jólum en minn- ingar ylja. Pabbi upplifði miklar breyting- ar á sinni löngu ævi og fannst mér gaman að spyrja hann um þann tíma og hafði pabbi gaman af að segja frá. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt elsku pabbi, hvíl í friði. Þín dóttir, Guðbjörg Hulda Albertsdóttir. Elsku pabbi, nú erum við fjöl- skyldan uppi í sumarbústað og við tínum fram perlur minninganna um ástkæran og yndislegan föður og afa. Ég var hjá ykkur mömmu fyrir nokkrum dögum og þú komst inn í eldhús og settist í stól- inn þinn, við mamma að sýsla við eldhúsborðið og þú fylgdist með og spurðir um börnin. Dafnar ekki vel litla daman hjá Guð- björgu? Er Linda að vinna? Og er Sigurjón bara sáttur þar sem hann býr? Þetta er svo dæmigert fyrir þig, alltaf að spyrja um þína nánustu og athuga hvort það væri nú ekki örugglega allt í lagi hjá öllum. Ég man þegar Guðbjörg mín keypti sína fyrstu íbúð ein, þá spurðir þú oft, ætlar hún að búa þarna alein, þú hafðir pínu áhyggjur af því, hún yrði nú bara einmana svona alein, en það liðu ekki margir mánuðir þar til að hún hitti Ingvar sinn og hann flutti inn, þá varst þú sáttur, allt eins og það á að vera. Þau voru líka mörg ferðalögin sem við fór- um saman, í bústaði hér og þar um landið og þá komu stundum vísur frá þér. Ég man vel eftir ferðalagi sem við fórum saman árið 1991 í bústað austur í Lóni, þá kom þessi vísa sem ég skrifaði á súkku- laðirúsínukassa, en hann var það eina sem nothæft var við höndina. Komum hér að kvöldi til þótti öngum mikið. Kiddi ók í sumaryl alltaf yfir strikið. Yfirgefum sumarhús hér á austurlandi. Erum alltaf orðin dús á Breiðarmerkursandi Þetta sama ár var líka haldið eitt af nokkrum ættarmótum í Þjórsárveri þar sem svo stutt var í rætur þínar og þá kom þessi: Höldum mikið ættarmót hér í Þjórsárveri. Unglingar og eldra fólk halda uppi gleði. Ég man þegar Kiddi minn sagði mér frá því þegar hann spurði þig að gömlum sveitamannasið hvort hann ætti nú ekki að biðja um hönd dóttur þinnar og þú svaraðir um hæl „Höndina? Viltu hana ekki bara alla?“ Og svo var hlátur. Ein- mitt svo mikið þú, svo hnyttin svör og með góðan húmor. Ég man líka þegar við Kiddi minn keyptum okkar fyrstu íbúð, þá varst þú mættur með vinnuföt- in tilbúinn að mála og dytta að ýmsu sem þurfti að gera, alltaf varst þú fyrsti maður til að hjálpa til. Svo liðu árin og heilsan aðeins farin að segja til sín og þú hættur að geta hjálpað en samt alltaf að spyrja hvernig gengi og vildir fylgjast með og sjá breytingar. Þegar ég keypti mér bíl og kom í Hjarðarholtið til að sýna þér og bjóða í bíltúr var alltaf farinn sami hringurinn, Egilsstaðahringurinn, í gegnum Egilsstaðahverfið, farið í heimahagana að sjá ræturnar, það var uppáhalds. Það er svo gott að hugsa til baka, hláturinn, gleðin og söngur- inn. Við erum mikið búin að syngja Ólafía hvar er Vigga síð- ustu daga. Minningarnar geymum við sem dýrmætar perlur. Elsku pabbi, ég veit að nú er hlegið og gert að gamni í Sumar- landinu þegar þú hittir systkinin þín, þér líður vel núna, búinn að bíða svolítið eftir Gullvagninum sem kom á föstudaginn og þú kvaddir sáttur og sæll með þína lífdaga. Ég sendi kveðju í Sum- arlandið, elsku pabbi, takk fyrir allt og allt, ég hefði ekki getað fengið betri pabba. Bros mitt hlýjar inn hlátur kitlar hvert andartak með þér sem gullið ljós í hjartastað (Höf. ók.) Þín dóttir Kristín Alda. Við sitjum hér saman systkinin að rifja upp þær góðu minningar sem við eigum með afa, við minn- umst þess strax hvað afi var alltaf léttur í lund, jákvæður og bros- andi, hann var algjör fyrirmynd hvað það varðar. Afi var mikill söngfugl og raulaði lögin Ólafía hvar er Vigga? og Bíbí og blaka, með sinni eigin laglínu, alla daga en einnig söng hann manna hæst á mannamótum og kunni öll lögin reiprennandi, enda var hann mörg ár í karlakór Selfoss. Minningarnar sem við eigum með afa eru ótal margar en eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar, sem lýsir því best hvernig afi var. Margar af þessum minningum eru frá ferðalögum víðs vegar um landið þar sem amma og afi voru mjög dugleg að leiga sumarbústaði. Afi átti nokkra frasa eins og „það var og‘‘ og svo sagði hann oft „það er ekki til neins‘‘ þegar við vildum taka mynd af honum. En okkur þótti alltaf svo vænt um það þegar hann kallaði okkur „heillin mín“. Það var alltaf gott að koma í Hjarðarholtið þegar afi beið með heitar pönnukökur, afapönnsur voru þær allra bestu! Hjarðarholt- ið er afskaplega tómlegt núna án afa og skrýtið að heyra ekki söng- inn í honum, sjá hann leggja sig með gamla Dagskrá yfir andlitinu eða grínast eitthvað í okkur, enda algjör húmoristi. Afi hefur kennt okkur margt, eins og það er alltaf góður tími til að brosa, raula og leggja kapal sér til skemmtunar. Hér er ljóð til afa okkar sem Sigurjón samdi: Kátur kall Sitt á hvað Með brandara Ég spyr hann hvað hann hlær bara og raular lag rólega Og þótt þú þarft að bíða Sjáumst við síðar Þar til ég heyri mitt kall Lít ég upp til þín Og er kátur kall Við kveðjum afa með söknuði og minnumst hans með hlýhug. Við getum glaðst yfir öllum minn- ingunum og þeim góðu stundum sem við áttum saman með afa allt fram á síðustu stundu. Þín barnabörn, Guðbjörg Ásta, Linda Rut og Sigurjón. Nú er elsku afi fallinn frá, að gera honum skil í stuttu máli er ómögulegt. Afi tók sér margt fyrir hendur á lífsleiðinni og gekk í öll helstu störf, stoppa í sokka, sauma í eða taka til hendinni við bakstur og eldamennsku. Við barnabörnin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að verja miklum tíma með afa, þá sérstaklega á okkar yngri árum. Það var ávallt hægt að ganga að því vísu að afi væri heima við, hvort sem maður leit við eftir skóla eða á kvöldin. Það er sárt að sjá á eftir manni sem kenndi okkur svo margt og gaf svo mikið af sér. Hann var allt- af brosandi og mjög stutt í hlát- urinn. Þegar við rifjum upp minn- ingarnar sem við eigum með afa, er flatkökulyktin það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þegar hann sat og bakaði flatkökur útí bílskúr. Við fengum að hjálpa til, færa afa útflattar flatkökur í skúrinn og horfa á hann baka. Þá komum við inn í dyrnar og sáum afa varla í gegnum þykka reykinn, en þarna inni sat hann alltaf á sama koll- inum og bakaði kökurnar, oft á tíð- um raulaði hann lagstúf á meðan og ruggaði sér í takt. Alltaf var hann raulandi og söng marga lag- stúfa, sérstaklega þegar hann ruggaði sér í sófanum og lagði kapal inní stofu. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast hjá barna- börnunum og fylgdist vel með. Sérstaklega fundum við systkinin fyrir því þegar við hófum búskap, annað fyrir austan og hitt fyrir vestan. Þegar voraði spurði afi hvernig sauðburður gengi, hvað margar hafi verið tvílembdar, hversu mörg lömb hefðu fæðst og sagði svo sögu af því hvernig þetta var þegar hann var ungur. Hann hafði einnig áhuga á hey- skapnum og öðru tengdu sveit- inni. Við skiptumst á lýsingum hvernig þetta hefði gengið fyrir sig í þá tíma sem hann bjó í sveit- inni og hvernig þetta er gert í dag. Takk, elsku afi, fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir, við minn- umst þín með mikilli hlýju og þakklæti ofar öðru. Við munum ávallt geyma þig í hjörtum okkar, minningin lifir í hugsunum og frá- sögnum okkar. Leiðir skilja, afi minn, aldrei við munum þér gleyma. Við sjáumst ekki hér um sinn því guð þig mun nú geyma. Margs er að minnast af lífsins veg. Minningar munu hér lifa . Söngurinn og ljóðin svo yndisleg, í hjartað munum við skrifa. Þig einkenndi hlýjan og hláturinn jákvæði hugurinn góður. Með því þú bættir baksturinn flatkökur og pönnsur. Kveðjustund nú komin er Með kærleik í hug okkar streyma Farðu í friði elsku afi, Í faðmi og hjarta við munum þig geyma. Ragnhildur Eva og Guðjón Már. Albert Guðmundsson ✝ Kristján Ragn-arsson fæddist 21. apríl 1935 á Skagaströnd. Hann lést föstudaginn 13. júlí 2018. Foreldrar hans: Einar Ragnar Guð- mundsson, fæddur 6. mars 1906, látinn 19. nóvember 1984, og Eðvarðsína Kristjánsdóttir, fædd 29. janúar 1909, látin 27. apríl 1944. Börn Kristjáns eru: Hafrún, f. 17.2. 1954, María Lúísa, f. 14.4. 1955, Kristín, f. 7.7. 1956, Sig- urbjörg Guðlaug, f. 17.1. 1958, Sig- urbjörn, f. 11.10. 1959, Sigurlaug Ebba, f. 3.5. 1961, Karen Elín, f. 5.3. 1965. Kristján lauk námí í Skipstjóra- og stýrimannaskól- anum árið 1957. Ævistarf hans var sjómennska. Útför Kristjáns fer fram í dag frá Guðríðarkirkju, föstudaginn 20. júlí 2018, kl. 13. Með sorg í hjarta kveð ég elskulegan föður minn, Kristján Ragnarsson. Áfram lifir minning hans hjá mér sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Guð geymi þig, hvíldu í friði elsku pabbi minn. María Lúísa. Með þessu fallega kvæði vilj- um við kveðja þig, elskulegi afi okkar, Kristján Ragnarsson, og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért, og horfinn ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir) Góða ferð og hvíldu í friði elsku afi. Elín Guðrún, Svandís Jóna, Hjördís og Inga María. Kristján Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.