Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 25 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir í síma  Morgunblaðið óskar eftir   blaðbera     Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Víðilundur 18, Akureyri, fnr. 215-1729 , þingl. eig. Eggert Maríuson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 24. júlí nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 19. júlí 2018 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við í Árskógum 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl. 14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11 og Sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vitatorg sími: 411-9450 Gjábakki Kl. 20 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, bridge kl. 13, bíómyndin Mamma mia! kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, boccia kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, síðdegis- kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í Hæðar- garði 31 eða í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, föstudagsspjall kl. 14 ganga m.starfsmanni kl. 14. Uppl í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, spilað í króknum kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Ýmislegt Glæsilegar eignarlóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og skógi vaxið land. Útsýni með því fallegasta sem gerist. Mikil veður- sæld. Aðeins 100 km frá Reykjavík og 60 km frá Selfossi. Uppl í s 8935046. Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu í MK í Kópavogi 24 ágúst nk. Uppl. kaldasel@islandia.is og 8201071 Bílar Toyota Corolla til sölu Árg. ‘98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863 7656. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum, Kahlil Gibran) Gleðigjafans verður sárt saknað. Við kynntumst fyrir hálfri öld, fjórar æskuvinkonur af Ægisíð- unni og tvær aðkomustelpur og stofnuðum með okkur „sauma- klúbb“. Þá var Sossa á sínu 1. ári í Versló og höfum við oft tal- að um að árin sem komu í kjöl- farið hafi verið ein skemmtileg- ustu ár ævi okkar. Á milli okkar mynduðust sterk vináttubönd sem aldrei hafa rofnað og þá kynntumst við mörgum vina okkar sem við enn eigum besta. Klúbburinn okkar hefur hald- ist þéttur öll þessi ár með mjög reglulegum fundahöldum yfir veturinn, matarboðum, afmælis- og fermingarveislum, giftingum og partíum. Ráð fengin og ráð gefin um allt mögulegt og ómögulegt, barnauppeldi, matar- uppskriftir, handavinnu, tísku, blóma- og grænmetisrækt svo ekki sé minnst á sultugerðina. Oftar en ekki ræddum við sam- félagsmál, bókmenntir, ljóð, list- ir og pólitík og þá stundum með hávaða. Ræddum það hvernig tilfinning það væri að verða mömmur eða ömmur og ef á Soffía Magnúsdóttir ✝ Soffía Magn-úsdóttir fædd- ist 19. apríl 1952. Hún lést 30. júní 2018. Útför hennar fór fram 16. júlí 2018. Vegna mistaka við birtingu á greinum um Soffíu í blaðinu í gær eru þessar greinar birt- ar aftur. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. bjátaði hjá ein- hverri okkar var sest niður, málin rædd og reynt að finna lausnir. Við fylgdumst vel með fjölskyldulífi og at- vinnuframgöngu okkar og hlustuðum hugfangnar þegar Sossa sagði okkur ljómandi af ástríðu og áhuga frá nem- endum sínum í Versló, þar sem hún kenndi íslensku lengst af. Þeir voru allir svo klárir, vel gefnir og skemmtilegir. Hún naut þess alla tíð að vera innan um unga fólkið sem bjó sig undir lífið, enda jákvæð, uppbyggjandi og hvetjandi í eðli sínu og skap- gerð. Sossa átti mörg áhugamál sem hún stundaði af kostgæfni og eignaðist þar fjölda vina með sinni glaðlegu, ljúfu og háttvísu framkomu enda lýsti af henni hvert sem hún fór. En það var þó alltaf heimilið og fjölskyldan sem stóðu henni næst, af þeim var hún stoltust. Saumaklúbburinn kom stund- um einnig saman á sumrin þegar sumarbústaðir komust í eigu félagsmanna og fundum við það hversu notalegt það var að geta setið fram eftir á kvöldin og rætt málin, vaknað svo næsta morgun og strax haldið áfram frá því sem frá var horfið. Eftir fertugt fórum við að ferðast saman til útlanda. Fertugar fórum við til Parísar og fimmtugar til Rómar. Þetta tókst svo vel hjá okkur að styttra varð á milli ferðanna og hafa margar ógleymanlegar ferðir verið farnar til fleiri spennandi borga, náttúrufegurð- ar notið, lista og góðs matar. Alltaf var það gleðin yfir lífinu og væntumþykjan milli okkar sem var í fyrsta sæti, Sossa sá til þess. Hún var alltaf kát með skemmtilegar hugmyndir, oft æringi með hnyttin tilsvör, en alltaf fyrst til að bjóða aðstoð sína þegar á þurfti að halda. Hún var sannur vinur, hennar verður sárt saknað. Síðustu rúmlega þrjú árin hafa verið erfið eftir að Sossa veiktist en nú er komið að kveðjustund. Við vinkonurnar viljum senda Kidda, Heiðu, Kidda og allri fjölskyldunni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um gleðigjaf- ann Sossu verða ykkur styrkur í sorg ykkar. Anna, Björg, Kristbjörg, Sigríður Svana, Vigdís. Þegar við kveðjum okkar kæru vinkonu sem hefur leikið með okkur golf í rúman áratug, er þakklæti og hlýja efst í huga. Sossa hafði ljúfa og þægilega nærveru, var alltaf hress og kát og náði vel til allra í hópnum. Golfhópurinn hittist vikulega yf- ir sumarið til að spila golf og eiga frábærar samverustundir í kjölfarið. Þá höfum við einnig farið í nokkrar golfferðir til út- landa sem allar hafa verið stór- kostlegar og ýmislegt gerst. Það sem er þó minnisstæðast er að í einni af ferðum okkar til Spánar kom Sossa með gamlan pútter frá St. Andrews sem hún gaf hópnum. Þetta reyndist vera forláta gripur og til margs nyt- samlegur. Augljóslega er hægt að pútta með honum en það sem vakti mesta lukku er leynihólf sem inniheldur lítinn viskípela. Síðast en ekki síst má nota hann sem göngustaf ef sjússarnir verða of margir. Hún kom því á að halda púttmót einu sinni á sumri og sigurvegari þess fengi St. Andrews pútterinn til varð- veislu í eitt ár. Við höfum haldið nokkur mót og kallað þau „Sossu pútterinn“ og munum við halda áfram að keppa um pút- terinn í minningu hennar. Við þökkum samfylgdina og sendum Kidda og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku Sossa, þín verður sárt saknað Fyrir hönd golfhópsins Nalúk, Sigrún. ✝ Gunnar HelgiHauksson var fæddur á Húsavík 5. nóvember 1955. Hann lést á Líknar- deild Landspítalans 12. júlí 2018. Móðir Gunnars er Hlaðgerður Gunnarsdóttir (Gerða), fædd 27. október 1936, bú- sett á Húsavík. Eig- inmaður hennar og uppeldisfaðir Gunnars var Gunnar Emil Hall- dórsson, fæddur 18. maí 1930, dá- inn 20. nóvember 1996. Systkini Gunnars sammæðra eru Smári og Heiðar, báðir búsettir á Húsa- vík og Íris, búsett í Reykjavík. úar 1988, búsettur í Reykjavík. Eiginmaður Söru er Ethan Clarke. Dóttir þeirra er Gréta Guðrún Clarke, fædd 21. ágúst 2017. Sambýliskona Arnars er Súsanna Sif Jónsdóttir. Gunnar ólst upp á Eskifirði hjá móður sinni og uppeldisföður. Um fermingu fluttust þau til Húsavíkur þar sem hann lauk grunnskólanámi. Hann útskrif- aðist frá Vélskólanum í Reykja- vík vorið 1977. Fyrir námið í Vélskólanum og meðan á námi stóð var Gunnar til sjós en eftir námið starfaði Gunn- ar sem vélstjóri á farskipum í nokkur ár. Frá árinu 1982 hefur Gunnar starfað hjá Vélsmiðjunni Héðni. Hann starfaði þar aðallega sem sölustjóri véltæknibúnaðar skipa en tók einnig þátt í þróun og upp- byggingu innan fyrirtækisins. Útför Gunnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstu- daginn 20. júlí 2018, kl. 13. Faðir Gunnars var Haukur Kristjánsson, fædd- ur 7. apríl 1935, dá- inn 26. mars 2008. Eftirlifandi eig- inkona Gunnars er Guðrún Björg Ein- arsdóttir, fædd 15. janúar 1956 í Hafn- arfirði. Þau hófu búskap á Húsavík en fluttust síðan til Hafnarfjarðar og hafa verið bú- sett þar síðan. Börn Gunnars og Guðrúnar eru Rakel, fædd 10. mars 1980, búsett í Reykjavík, Sara, fædd 20. janúar 1982, búsett í New York og Arnar, fæddur 6. febr- Gunnar Hauksson, vinur okkar og félagi, er allur eftir erfið veik- indi. Gunnar lærði vélvirkjun í Héðni og eftir nokkur ár til sjós kom hann aftur til starfa og hefur verið með okkur æ síðan. Frá upphafi var ljóst að mikill dugur var í manninum. Hvar sem hann fór var hann atkvæðamikill og fylginn sér og varð það enda til þess að hann tók að sér ábyrgðar- og leiðtogastörf af ýmsu tagi fyrir Héðin. Eftir stuttan tíma sem verkstjóri tók hann að sér viða- mikil verkefni við sölu og þjón- ustu Brattvaag spilkerfa og elju- semi og áræðni sem einkenndi Gunnar alla tíð leiddi til árangurs sem lengi verður í minnum hafð- ur. Þegar frá leið þróuðust mál á þann veg að spilkerfin enduðu innanbúðar hjá Rolls-Royce sem hluti heilstæðra vélbúnaðar- lausna í skip. Aftur tók Gunnar áskoruninni og tók að sér að vera fulltrúi Héðins í samstarfi við stórfyrirtækið. Það reyndist af- drifaríkt og kom fljótt í ljós að með mikilli vinnu og þrautseigju náðist árangur sem Gunnar á sinn stóra þátt í. Lokaáhlaup Gunnars í Héðni var tengt fiskimjöli. Þróunar- vinna okkar manna hafði skilað markverðum árangri en mark- aðssetning og kynning var á byrj- unarreit. Enn og aftur reis Gunn- ar upp, einarður og uppfullur af hugmyndum og bauð fram krafta sína með árangri sem eftir var tekið. Það er margs að minnast og margar ánægjustundir höfum við átt saman. Skemmtileg ferðalög, þvælingur upphafsáranna með tilheyrandi uppákomum og fjöl- margar gleðistundir í hópi sam- starfsmanna og fjölskyldna. Þetta hafa verið ómetanleg kynni. Gunnar Hauksson var maður sem tók áskorun og vílaði ekki fyrir sér að takast á við ný og krefjandi verkefni og því sem hann tók að sér var fylgt eftir af fullri einurð. Það einkenndi hann gagnrýnin hugsun og hæfileiki til að skilja hismið frá kjarnanum þegar unnið var að úrlausn flók- inna mála. Þetta var uppskriftin að þeim árangri sem Gunnar Hauksson skilur eftir sig á þess- um tímapunkti. Við Héðinsmenn sendum fjöl- skyldu Gunnars samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum og þökk- um fyrir áratuga góðan vinskap og framúrskarandi samstarf. Guðmundur S. Sveinsson. Gunnar Helgi Hauksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.