Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 27
námi í blaða- og fréttamennsku 2014.
Edda hóf fyrst störf á RÚV árið
2007, brá sér svo yfir á 365 miðla 2014-
2015 og var dagskrárgerðarmaður og
þáttastjórnandi í Íslandi í dag, en kom
svo til baka á RÚV árið 2015. Á RÚV
hefur Edda unnið sem íþróttafrétta-
maður og dagskrárgerðarmaður og
hefur verið þáttastjórnandi Íþróttalífs-
ins, Skólahreysti, Leiðarinnar á EM,
Draumsins um HM og fleiri þátta.
Núna er hún bæði íþróttafréttamaður
og dagskrárgerðarmaður í Land-
anum. „Þetta er fullkomin blanda. Í
íþróttafréttunum er þessi hraði og
spenna í beinum útsendingum en í
Landanum er maður meira að pæla í
hlutunum. Við ferðumst út um allt
land, sem hentar mér mjög vel í stað-
inn fyrir að sitja fyrir framan tölvu all-
an daginn.“
Edda fór fyrir hönd RÚV á Evrópu-
mót kvenna í fótbolta 2017 og heims-
meistaramót karla í fótbolta 2018. „Að
fara á HM með íslenska landsliðinu og
það í Rússlandi var algjört ævintýri og
það er fyrst núna sem ég er að átta
mig á að þetta hafi gerst því úti var ég
alveg á fullu að taka viðtöl og undirbúa
næsta leik.“
Edda hefur líka prófað ritmiðla því
hún kom að stofnun Nude Magazine,
fyrsta íslenska tískutímaritsins sem
eingöngu var aðgengilegt á netinu og
var gefið út mánaðarlega. Edda sat í
stjórn Hugins, félags ungra sjálfstæð-
ismanna í Garðabæ, 2007-2011. Hún
hlaut fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyr-
ir þættina Leiðin á EM þar sem fjallað
var um íslenska kvennalandsliðið í fót-
bolta í aðdraganda Evrópumótsins í
Hollandi 2017
„Tengingin við Vestmannaeyjar,
þaðan sem pabbi er, hefur alltaf verið
mikil og orðið sterkari með árunum.
Það er alið upp í mér að mæta á alla
leiki ÍBV í handbolta og fótbolta sem
ég mögulega get og fjölskyldan á íbúð
í Eyjum sem er mikið notuð. Fríhelg-
arnar eru yfirleitt nýttar þar eða í
dásamlegum bústað sem tengda-
fjölskyldan byggði sér í Grímsnesi. Ég
er sérstaklega heppin með vini og
finnst fátt skemmtilegra en að vera
með þeim.“
Fjölskylda
Maki Eddu Sifjar er Vilhjálmur Sig-
geirsson, f. 4.5. 1991, dagskrárgerðar-
maður. Foreldrar hans eru hjónin
Auður Þórhallsdóttir, f. 28.5. 1958,
sviðstjóri mannauðsmála hjá VIRK,
og Siggeir Siggeirsson, f. 30.9. 1959,
rafeindavirki. Þau eru búsett í Kópa-
vogi.
Hálfsystur Eddu samfeðra eru Eir
Pálsdóttir, hálfsystir samfeðra, f. 30.6.
1975, flugfreyja, búsett í Garðabæ, og
Hlín Pálsdóttir, hálfsystir samfeðra, f.
22.5. 1980, tanntæknir, búsett í
Hafnarfirði; albróðir Eddu er Páll
Magnús Pálsson, f. 12.12. 1995, laga-
nemi, búsettur í Garðabæ.
Foreldrar Eddu eru hjónin Páll
Magnússon, f. 17.6. 1954, alþingis-
maður, og Hildur Hilmarsdóttir, f.
28.10. 1964, flugfreyja. Þau eru búsett
í Garðabæ og Vestmannaeyjum.
Edda Sif Pálsdóttir
Hildur Eiríksdóttir
húsfreyja, f. í Þverárdal, A-Hún.
Snorri Dalmar
starfsm. Síldar- og tunnuverksmiðju
ríkisins á Sigluf., síðast bús. í Rvík
Edda Snorradóttir
fv. kennari í Hlíðaskóla
Hildur Hilmarsdóttir
flugfreyja, bús. í Garðabæ
Hrafnhildur Marta
Guðmundsdóttir
sellóleikari
ermann Magnússon póst- og símstöðvarstj. á Hvolsvelli
Helga Bryndís
Magnúsdóttir
píanóleikari
Hilmar Ingólfsson
fv. skólastjóri í Garðabæ
Sæbjörg Jónasdóttir
húsfreyja, f. í Seljateigs-
hjáleigu í Reyðarfirði
Ingólfur Pétursson
verkstjóri í Rvík,
faðir hans var Pétur
Zophoníasson ætt
fræðingur og fyrsti
Íslandsmeistari í skák
Adolf Ingi Erlingsson fv.
íþróttafréttam. á RÚV
Erling Aðalsteinsson
klæðskeri á Akureyri
Daði Laxdal hand-
boltamaður í Gróttu
Brynhildur Pétursdóttir
neytendafrömuður og fv. alþm.
Hildigunnur
Hilmarsdóttir
íþróttakennari,
bús. í Rvík
Pétur Ingólfsson verkfræðingur í Rvík
Árni Finnbjörnsson
frkvstj. Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna
Finnbjörn Hermanns-
son verslunarm. á
Ísafirði
Melkorka María Guð
mundsdóttir smiður
hjá Þaktækni
H
Helgi Hermanns-
son söngvari Loga
Ingveldur Ólína Hermannsdóttir
húsfreyja, frá Aðalvík
Björn Björnsson
verkstjóri á Ísafirði
Marta Björnsdóttir
húsfr. í Vestmannaeyjum og Rvík
Magnús H. Magnússon
alþm., ráðherra og bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum
Magnína Sveinsdóttir
húsfr., frá Engidal í Skutulsfirði
Magnús Helgason
gjaldkeri í Rvík
Úr frændgarði Eddu Sifjar Pálsdóttur
Páll Magnússon
alþm. og fv. sjónvarpsstjóri Mæðginin Edda og Fróði.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Sigurður Helgason fæddist 20.7.1921 í Reykjavík. Foreldrarhans voru Helgi Hallgrímsson,
f. 1891, d. 1979, fulltrúi og k.h. Ólöf Sig-
urjónsdóttir, f. 1890, d. 1970, kennari.
Sigurður lauk námi í viðskipta-
fræðum frá Columbia-háskóla í New
York árið 1947. Hann var fram-
kvæmdastjóri Orku hf. og Steypu-
stöðvarinnar 1948-61, varaformaður
stjórnar Loftleiða hf. 1953-74, fram-
kvæmdastjóri Loftleiða í New York
1961-74, framkvæmdastjóri Flugleiða
hf. 1974-79 og forstjóri Flugleiða hf.
1979-84. Hann var síðan stjórnar-
formaður Flugleiða til ársins 1991.
Hann sat í stjórn Cargolux í Lúxem-
borg 1977-86, þar af sem vara-
formaður árin 1980-86.
Sigurður sat í stjórn International
House í New York frá 1986, var með-
limur Wings Club í New York frá 1962
og sat í stjórn 1972-75. Hann var for-
maður Íslensk-ameríska félagsins
1975-87, í Rotaryklúbbi Reykjavíkur
frá 1978, í fulltrúaráði Landakotsspít-
ala 1979-90, í stjórn American Scand-
inavian Foundation í New York 1970-
75 og frá 1982, stjórnarformaður Ála-
foss hf. 1986-91, stjórnarmaður í
Verslunarráði Íslands 1982-91, í fram-
kvæmdastjórn VSÍ 1978-87, í lands-
nefnd Alþjóðaverslunarráðsins 1984-
91, í stjórnarnefnd Alþjóðasamtaka
flugfélaga (IATA) 1988-90 og Samtaka
Evrópuflugfélaga 1979-90 og sat í
stjórn The Mustique Company og for-
maður fjárhagsnefndar þess félags
1994-98. Hann sat einnig í stjórn
Stangveiðifélagsins Hofsár ehf. frá
árinu 1999.
Sigurður varð heiðursborgari
Winnipeg 1965, hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu 1972, Grand
Officier af Chène-orðuna í Lúxemborg
1986, gullmerki Flugmálafélags Ís-
lands 1986 og Harry Edmonds-
viðurkenningu International House
2007.
Eiginkona Sigurðar var Unnur Haf-
dís Einarsdóttir, f. 20.2. 1930, d. 1.10.
2005, húsmóðir. Börn þeirra eru Ólöf,
Edda Lína, Helgi og Sigurður Einar.
Sigurður lést 8. febrúar 2009.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Helgason
95 ára
Fjalarr Sigurjónsson
Ingibjörg Þorkelsdóttir
85 ára
Einar Örn Guðjónsson
Gestur Guðjónsson
Guðbjörg S. Petersen
Jón Hermannsson
Katrín Jónsdóttir
Pálmi Jónsson
80 ára
Guðrún Hjaltadóttir
Ljótunn Indriðadóttir
Ragna Pálsdóttir
Tómas Pálsson
Þórhallur Eiríksson
75 ára
Aðalheiður Sigvaldadóttir
Jóhann Ólafsson
Jón Hjörleifsson
Kristjana Kjartansdóttir
Rannveig Jónsdóttir
70 ára
Anna Steina Þorsteinsd.
Egill Þórðarson
Gunnar Rafn Jónsson
Hannes Einarsson
Helena Jónína Svavarsd.
Helga Kr. Bjarnason
Ingimundur G. Andrésson
Jón Marteinn Þengilsson
Rakel Ingvarsdóttir
Sæmundur Sigurlaugsson
60 ára
Ásdís Einarsdóttir
Bjarni Valtýsson
Elfa Schiöth Elfarsdóttir
Helgi Sigurður Gestsson
Páll Breiðfjörð Pálsson
Rafn Sigurðsson
Sigríður María Bragadóttir
Snorri Olsen
50 ára
Ásmundur Vilhelmsson
Borghildur Sverrisdóttir
Eygló Elíasdóttir
Gestur Gestsson
Guðmundur Sævar Jónss.
Guðrún Lára Hafsteinsd.
Helgi Björnsson
Hermann Þráinsson
Hugrún Ásta Halldórsdóttir
Jónas Haukur Jónbjörnss.
Kristín Þórðardóttir
Kulli Kuur
Margrét Svavarsdóttir
Sigurður Haukur Eiðsson
Steinunn Bára Þorgilsdóttir
Viðar Víkingsson
Þórunn Hólmfríður Jónsd.
Þórunn Jónsdóttir
40 ára
Andrea Jóhannsdóttir
Ágústa Berglind Hauksd.
Ellen Birna Loftsdóttir
Guðjón Ágúst Guðjónsson
Guðlaug Gísladóttir
Jónas Einar Thorlacius
Kinga Anna Rypinska
Sesselja Konráðsdóttir
Tinna Hlín Ásgeirsdóttir
30 ára
Anton Rúnarsson
Arnar Freyr Jakobsson
Auður Hallgrímsdóttir
Elvar Freyr Pálsson
Guðjón Ingi Sigurðarson
Helga Katrín Hjartardóttir
Helgi Þór Haraldsson
Hjalti Freyr Halldórsson
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Ingvar Kr. Guðmundsson
Julie Björk Gunnarsdóttir
Kristjana Björk Traustad.
Kristjana Pálsdóttir
Sædís Ösp Valdemarsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Guðmundur er
Akureyringur, er sjómaður
og vinnslustj. á Blæng NK
og er menntaður mat-
reiðslumaður.
Maki: Sigríður Jörundar-
dóttir, f. 1984, sjúkraliði á
öldrunarheimili.
Börn: Óliver Enok, f. 2002,
og Aron Ísak, f. 2003.
Foreldrar: Brynjar Jacob-
sen, f. 1957, sjóm., og
Anna Benjamínsdóttir, f.
1959, sjúkraliði, bús. á
Akureyri.
Guðmundur
Brynjarsson
40 ára Kristín Jóna er frá
Ólafsvík en býr í Hafnar-
firði. Hún er leikskóla-
kennari á Holtakoti á
Álftanesi.
Börn: Tinna, f. 1997,
Sigurjón Björn, f. 1999,
Rúnar, f. 2002, og Bjarki
Freyr, f. 2007.
Foreldrar: Sigurjón Val-
berg Jónsson, f. 1961,
vörubílstjóri, og Theódóra
Sigrún Haraldsdóttir, f.
1961, vinnur á Hrafnistu í
Reykjavík, bús. í Hafnarf.
Kristín Jóna
Sigurjónsdóttir
40 ára Ólafur er frá Þing-
eyri en býr á Egilsstöðum.
Hann er vélstjóri á Auði
Vésteins SU.
Maki: Sigrún Jóhanna
Þráinsdóttir, f. 1983,
frkvstj. 701 Hotels.
Börn: Ágúst Óli, f. 2001,
Óskar Ingi, f. 2005,
Daníela Líf, f. 2006, og
Árni Stefán, f. 2010.
Foreldrar: Mikael Ágúst
Guðmundsson, f. 1956,
og Steinunn Lilja Ólafs-
dóttir, f. 1959.
Ólafur Árni
Mikaelsson