Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 29

Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig. Þú ert út um allar trissur þessar vikurnar og finnst það ekki leiðinlegt. Batnandi manni er best að lifa. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert full/ur sjálfstrausts og tilbúin/n til þess að láta í þér heyra. Ein- hver sendir þér skilaboð sem hrista upp í þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að vera innan um fólk sem trú- ir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt. Það stefnir allt í óefni með heilsu- farið ef þú tekur þér ekki tak fljótlega. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki til neins að stinga höfðinu í sandinn. Ræddu málin því alltaf má eitthvað læra af öðrum. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er mjög mikilvægt að þú hagir þér rétt í öllum viðskiptum við fólk. Láttu hendur standa fram úr ermum. Taugar þínar eru þandar vegna tilboðs sem þú gerðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einstaka upphlaup bjargar engu, þegar allt fellur í dúnalogn inn á milli. Ekki troða öðrum um tær. Símtal sem þú færð breytir öllu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfum/sjálfri þér í dag. Finndu þér hlut sem getur orðið til þess að fegra heimili þitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt rekast á einhver ummæli, sem hafa mikil áhrif á þig. Njóttu góðra stunda með öðrum og þiggðu öll boð sem þér berast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem skiptir mestu máli. Sýndu vígtennurnar í deilumáli. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu óhrædd/ur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu. Gamall vinur leitar á náðir þínar um hjálp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki sóa kröftum í vonlaust samband. 19. feb. - 20. mars Fiskar Rósrauðu gleraugun eru föst á nefinu á þér núna. Njóttu hamingjunnar. Þú gengur í gegnum súrt og sætt með ættingja. Laugardaginn 7. júlí sagði kött-urinn Jósefína Meulengracht Dietrich frá því á fésbókarsíðu sinni að hún hefði ákveðið að gefa út mat- reiðslubók og væri búin að yrkja fyrstu uppskriftina eins og lesa mátti hér í Vísnahorni á fimmtudag. Ekki er úr vegi að rifja þá vísu upp: Ef úr potti færi fiskinn finnst mér vera alveg kjörið að hita tólg á hálfan diskinn og hella floti yfir smjörið. Á þriðjudaginn hélt Jósefína áfram með sinn gríðarlega vinsæla matreiðsluþátt, – annar kapítuli: Í eftirmat er allra best að eiga lyktarmikinn kost og þau sem viskan veitist mest velja jafnan góðan ost. Næsta dag hélt Jósefína áfram: „Þriðji kaflinn í matreiðslubók minni snertir viðkvæman streng í hjörtum allra sem láta sér annt um blessaða lífsbjörgina“: Hafðu bæði haus og sporð, hugsa um ræðu mína, sjóddu fisk og settu á borð segir Jósefína. Hér setti Unnur Guttormsdóttir inn mynd af fallegum ketti þar sem hann sat uppi í bókahillu með þess- ari skýringu: „Þetta er ljóðalæðan mín, hún Dúfa litla Dalalæða. Hún sendir þér kveðju af himnum ofan, Jósefína mín.“ Björgvin Rúnar Leifsson Eftirfarandi myndi ég aldrei voga mér að setja inn á síðu JMD: Ósköp finnst mér læðan löt (leyfist mér að grína?): Vill hún ekki eta kjöt elsku Jósefína? Ármann Þorgrímsson yrkir og kallar „Úr gönguferð á Horn- ströndum“: Stundum veldur straumþung á í stórrigningu miklum skaða, en okkar manni ekki brá áður hefur þurft að vaða. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka orti: Davíð gat af guðs náð hitt Golíat með steini akkúrat í ennið mitt og það sat í beini. Magnús Halldórsson Íhaldssamir Bretar supu hveljur þegar þeir sáu Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna: Supu hveljur sárhneykslaðir Bretar, sumir íhaldsmenn þá grétu, þegar hann Donald frakkur fetar og fyrir álpast gömlu Betu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Matreiðslubók kattarins Í klípu „ÞESSI ER FULLKOMIN. HÚN ER MEÐ FINGRAFÖRIN ÞÍN Á SÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VAR VISS UM AÐ ÞÚ VÆRIR UTANBÆJARMAÐUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ráðgáta vafin inn í leyndardóm! MAAAL ÉG VAR AÐ HUGSA UM PYLSULEIFAR Í GÁMI FYRIR AFTAN KJÖTMARKAÐINN ERTU AÐ HUGSA UM MIG? MAAAAL! ALLS EKKI NEI? ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ SKÍNANDI BRYNJAN ÞÍN LAÐI DÖMURNAR AÐ ÞÉR! SVO SANNARLEGA! ÞÆR NOTA HANA TIL ÞESS AÐ ATHUGA VARALITINN SINN! BYSSUR Sú vinsæla iðja, að fjargviðrast út afveðurfari, var lengi vel að mati Vík- verja merki um að elli væri að færast yf- ir fólk. Hver nennir annars að spá í metra á sekúndu, hægar eða breytilegar áttir og stöku skúrir aðrir en ellilífeyris- þegar með ótakmarkaðan frítíma? En nú er Víkverji kominn á kaf í alls- konar veðurumræður þar sem grátur og gnístran tanna vegna sólarleysis suð- vestanlands kveður við. x x x Kannski er aldurinn farinn að færastmeira yfir Víkverja en hann vill vera láta! x x x Að glugga í gömul Morgunblöð er góðskemmtun. Þann 20. júlí 1918, fyrir sléttum 100 árum, var þessi veðurfrétt á forsíðu blaðsins: „Hita-tíð hefir verið hér undanfarna daga, en norðanátt og gæftaleysi um Vesturland og Norður- land.“ Víkverji hefur aldrei áður heyrt orðið gæftaleysi og fletti því upp á vefsíðunni málið.is. Þar sagði að gæftaleysi væri litlir möguleikar til að fara til fiskveiða vegna veðurs. Það má nærri geta hvort það hafi ekki haft mikil áhrif á afkomu fólks fyrir 100 árum að geta ekki stundað fisk- veiðar. Einni öld síðar er helsta um- kvörtunarefnið það að ekki viðri nógu vel til þess að sitja fáklæddur úti og sötra kælt hvítvín. Sveiattan! x x x Í þessum 100 ára gamla Mogga er ann-ars margt áhugavert aflestrar. Til dæmis fréttin þar sem segir að Gísli Sveinsson hafi farið héðan alfarinn í gærmorgun austur til sýslu sinnar. Hvar þetta „héðan“ var sem Gísli yf- irgaf og hvar á Austurlandi sýsla Gísla var er ekki útskýrt nánar. En hugs- anlega var það á almannavitorði. x x x Í þessu téða Morgunblaði er einnigsagt frá því að eimskipið Skjöldur hafi komið frá Borgarnesi daginn áður. Meðal farþega voru Einar M. Jónasson með frú, Kristján Jónasson með frú og svo fröken Guðrún Arnardóttir. Þarna var ekkert verið að eyða dálksenti- metrum í að gera grein fyrir giftum konum! vikverji@mbl.is Víkverji Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku, kostaðu öllu til að afla þér hygg- inda. (Orðskviðirnir 4.7) Allt um sjávarútveg /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.