Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.07.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Myndarinnar Mamma Mia 2: Here We Go Again hefur verið beðið með óþreyju víða um heim. Myndin hefur vakið jafnt gleði sem ógleði hjá dönskum gagnrýn- endum sem gefa myndinni eina til fjórar stjörnur. Allir eru þeir þó sammála um að myndin valdi von- brigðum miðað við þá fyrri. Gagnrýnandi Jyllands-Posten segir myndina „geta gert hvaða hugsandi mannveru sem er van- sæla“ og gefur henni eina stjörnu. Segir hann sjálfan Elton John líta út sem skandinavískan mínimalista í samanburði við myndina. Allir tala þeir um lapþunnt hand- rit og sögu og flestum þeirra þykja lögin frábær en eru þó missammála um hve miklu þau fái bjargað. Sum- um þykja söngatriðin óþolandi yfir- gengileg en öðrum finnst þetta allt saman komið í hring og orðið dásamlegt. Kátar Leikkonurnar Lily James og Amanda Seyfried á frumsýningu Mamma Mia! Here We Go Again, sem þær leika í. Danir mishrifnir af Mamma Mia 2 AFP Kvikmyndin Hearts Beat Loud, sem fékk góðar viðtökur á Sundance- kvikmyndahátíðinni, verður frum- sýnd í Bíó Paradís í dag. Þar segir frá feðginum sem taka upp lag saman sem slær svo í gegn á netinu, en faðirinn rekur sjálf- stæða plötubúð og þykir tónlistin í myndinni mjög góð. Nick Offerman leikur pabbann og söngkonan Kiersey Clemons leikur dótturina og hefur fengið mikið lof fyrir. Einnig má sjá Ted Danson og áströlsku stórstjörnuna Toni Collette. Hjartnæm Stilla úr kvikmyndinni Hearts Beat Loud sem verður frumsýnd í dag. Feðgin slá í gegn Að láta gera sér bilt við ergóð skemmtun. Það eru tilmargar hryllingsmyndirsem leggja allt sitt púður í að láta áhorfendum bregða frekar en að vanda innihaldið og það er í sjálfu sér ekkert að því. Mynd á borð við The Conjuring verður seint hampað fyrir frábært handrit eða fram- úrskarandi leikara en er samt sem áður stórskemmtileg fyrir það eitt að hræða úr manni líftóruna. Þessi rússíbanabragur hefur þó sett ákveðinn B-mynda stimpil á hroll- vekjugeirann. Það krefst annars konar og mun meiri hæfni að hræða áhorfendur með ríku innihaldi og umgjörð án þess að gera þeim sífellt bilt við. Slíkar myndir koma ekki í bíó á hverjum degi eða jafnvel ári. Hryllingsmyndaiðnaðurinn hefur verið í endurreisn á síðustu árum. Eftir að hafa umborið illa tilhöfð og ófrumleg stúlkubörn í náttkjólum í meira en áratug þá geta hryllings- aðdáendur andað léttar þar sem meiri metnaður virðist vera að leggj- ast yfir geirann. Myndir eins og Get Out og The VVitch hafa fengið lof fyrir ríka áherslu á spennuþrungið andrúmsloft og erfiðar aðstæður sem valda áhorfendum sívarandi óþægindum og magna upp hápunkt- ana. Þetta á einnig við um Heredit- ary sem reiðir sig heldur á sálarang- ist og vandaða umgjörð til að hrella áhorfendur en beinagrindur sem stökkva skröltandi út úr kústaskáp. Það er best að vita sem allra minnst um myndina áður en horft er á hana en án þess að gefa of mikið upp hefst myndin á því að ættmóðir fjölskyldu deyr og hefur andlát hennar misjöfn áhrif á meðlimi fjöl- skyldunnar sem eiga fyrir í stirðum samskiptum. Átakanlegur harmur og stopul geðheilsa eru viðvarandi stef í myndinni og uppbygging myndarinnar er hæg en bítandi. Kvikmyndin byrjar sem átakanlegt fjölskyldudrama en þróast hægt og bítandi út í allt aðra sálma. Lengi vel er ómögulegt að segja til um hvaða stefnu hún mun taka og þessi óvissa magnar upp óþægindin hjá áhorf- endum. Margir gagnrýnendur hafa þess vegna líkt þessari hrollvekju við Don’t Look Now og Rosemary’s Baby. Aðalleikarar Hereditary standa sig allir með prýði í erfiðum hlut- verkum en stjarna myndarinnar er Toni Collette sem á frábæran leik sem fjölskyldumóðirin Annie. Hún býr yfir ótrúlegum hæfileikum þeg- ar kemur að því að skipta á milli andstæðra tilfinninga á sannfærandi hátt sem á stóran þátt í að skapa óværðina sem einkennir myndina. Það kæmi ekki á óvart ef hún sópaði til sín einhverjum verðlaunum eða í það minnsta tilnefningum næsta vet- ur. Leikkonan Milly Shapiro á einn- ig lof skilið fyrir fyrsta aðalhlutverk sitt á hvíta tjaldinu en hún er aðeins 16 ára gömul og verður áhugavert að sjá hvernig ferill hennar þróast. Myndatakan einkennist af löngum skotum sem byggja sum upp eftir- væntingu um hvenær verði klippt en önnur fá áhorfandann til að rýna í skjáinn og sjá hvort þar séu mikil- væg smáatriði. Oft og tíðum tók sal- urinn andköf yfir einhverju sem var kyrrt í bakgrunni, en eftirvæntingin yfir því hvað gæti hent er oft verri en það sem gerist að lokum. Leik- stjórinn Ari Aster fær þar hrós í hattinn. Myndin er þó ekki fullkomin, en helst má setja út á lengd hennar. Þrátt fyrir að uppbyggingin fyrir lokakaflann sé áhrifarík þá dregst myndin svolítið á langinn fyrir miðju og hefði auðveldlega verið hægt að stytta eða klippa nokkur atriði út. Án þess að ljóstra upp hvernig myndin endar þá kemur einræða í blálokin sem minnir einna helst á greinargerð því hún útskýrir í þaula allt sem átti sér stað. Það hefði verið betra að leyfa áhorfandanum að melta það sem gerðist frekar en að troða því ofan í hann því myndin er sneisafull af fíngerðum smáatriðum sem gætu jafnvel bætt við reynsluna við annað áhorf. Það er ekki hægt að lasta myndina sjálfa fyrir að hafa hlé á miðri sýningu, en það kom sannar- lega niður á bíóupplifuninni. Kvik- myndahús landsins mega endilega taka sér Háskólabíó til fyrirmyndar hvað þetta varðar, en þar er ekki lengur hlé á miðjum sýningum. Á heildina litið er myndin einstak- lega vel heppnuð og skilur mikið eft- ir sig. Ef álit kvikmyndaiðnaðarins á hryllingsmyndum vex á komandi ár- um þá er óhætt að ætla að Heredit- ary hafi átt þar þátt. Geðshræring Toni Collette lýsir geðshræringu bíógesta þegar hlé klippti skyndilega á uppbyggingu kvikmyndarinnar. Sambíóin Akureyri, Álfabakka, Egilshöll og Keflavík. Hereditary bbbbn Leikstjórn og handrit: Ari Aster. Aðal- leikarar: Toni Collette, Milly Shapiro, Alex Wolff og Gabriel Byrne. 127 mín- útur. Bandaríkin, 2018. ARNAR TÓMAS VALGEIRSSON KVIKMYNDIR Hrollvekja fyrir sælkera Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.