Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 20.07.2018, Síða 36
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Haraldur á sama skori og … 2. Segja Judd hafa gert … 3. Andlát: Áslaug Ragnars 4. Samþykktu tilboðið í jörðina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin Innipúkinn, sem haldin er innan dyra, eins og nafnið ber með sér, fer fram um verslunar- mannahelgina og hefur nú verið til- kynnt um nokkra listamenn og hljóm- sveitir sem koma fram á hátíðinni, til viðbótar þeim sem áður hefur verið tilynnt um. Heildardagskrá hátíðar- innar liggur nú fyrir og segja að- standendur að dagskráin hafi sjaldan eða aldrei verið jafnfjölbreytt. Meðal þeirra sem bætast í hópinn eru Aron Can, Ateria (sigursveit Músíktilrauna í ár), Auður, Cell7, ClubDub, Sísí Ey, hljómsveitin Valdi- mar og Prins Póló. Innipúkinn hefst 3. ágúst og fer fram á Húrra og Gauknum en einnig verður boðið upp á götuhátíð meðan á hátíðinni stend- ur. Af öðrum sem koma fram á Inni- púkanum má nefna JóaPé og Króla, Svölu Björgvins og Mugison. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innipúkinn fitnar enn  Sumartónleikar Jazzklúbbsins Múl- ans fara fram bæði á miðvikudags- og föstudagskvöldum og í kvöld er það Múlakvintettinn sem kemur fram á Björtuloftum í Hörpu, ásamt góðum gestum. Kvintettinn mun leika fjöl- breytt verk sem áður hafa verið á dagskrá hljómsveitarinnar. Meðlimir kvintettsins eru saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson, píanóleikarinn Agnar Már Magn- ússon, Þorgrímur Jónsson sem leikur á bassa og trommu- leikarinn Scott McLe- more. Sérstakir gest- ir verða bassa- leikararnir Myles Sloniker og Sig- mar Þór Matt- híasson. Múlakvintettinn djassar á Múlanum Á laugardag Suðvestlæg átt, víða 3-8 m/s, en norðlægari á Vest- fjörðum. Víða dálítil væta, en þurrt eystra. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SA- og A-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fer að rigna með morgninum, hvassast við V-ströndina, en þurrt A-til fram á kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. VEÐUR Stjarnan fer í stutta ferð til Kaupmannahafnar en FH- ingar leggja land undir fót og fara til Ísraels. Það er niðurstaðan eftir að liðin komust bæði í 2. umferð Evrópudeildar UEFA í fót- bolta í gærkvöld. Stjarnan sló út Nömme Kalje frá Eist- landi og FH sló út Lahti frá Finnlandi. Nú bíða íslensku liðanna mjög öflugir and- stæðingar. »1-3 Stjarnan og FH fá erfiða mótherja Haraldur Franklín Magnús var sjálf- um sér og Íslendingum til sóma þeg- ar hann keppti á sögufrægasta golf- móti heims, The Open Championship, fyrstur Íslendinga á Carnoustie á austurströnd Skotlands í gær. Har- aldur lék á 72 höggum, eða höggi yfir pari vallarins. Sýndi hann mikla keppnishörku og fékk fimm fugla á seinni hluta hringsins eftir að hafa verið í nokkrum erfiðleikum á fyrri níu holunum. Að loknum fyrsta degi á Haraldur ágæta möguleika á því að ná í gegnum niðurskurð. »1 Haraldur á ágæta mögu- leika í Skotlandi „Það er mjög jákvætt að sjá hversu margar ungar stelpur hafa fengið tækifæri í deildinni í sumar. Stelp- urnar sem eru að koma upp í meist- araflokkana eru alltaf að verða betri og betri, sem er frábær þróun fyrir ís- lenskan kvennafótbolta,“ segir Hildur Antonsdóttir, knattspyrnukona úr HK/Víkingi, sem lék mjög vel í 10. umferð deildarinnar. »4 Stelpurnar verða alltaf betri og betri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fimm íslenskir framhalds- skólanemar verða meðal þátttak- enda á Ólympíuleikunum í eðlis- fræði í Lissabon í Portúgal. Mótið verður formlega sett á sunnudag en hópurinn heldur út í fyrra- málið. Ingibjörg Haraldsdóttir, annar fararstjóra hópsins, segir að mótið sé eitt það stærsta sinn- ar tegundar í heiminum. „Það vilja margir fá að taka þátt í þessu enda er þetta gríðar- lega góð reynsla fyrir krakkana. Við sáum það bersýnilega á því hversu margir sóttust eftir því að komast í hópinn,“ segir Ingibjörg. Til að velja hópinn var haldin forkeppni í um fimmtán fram- haldsskólum á landinu í febrúar. Að henni lokinni var haldin loka- keppni í mars þar sem endanlegur hópur var valinn. Í hópnum í ár eru fjórir nemendur úr Mennta- skólanum í Reykjavík og einn úr Verslunarskóla Íslands. Undan- farinn mánuð hafa nemendurnir undirbúið sig af krafti fyrir Ólympíuleikana. Ekki eintóm verkefnavinna „Það var ekki hægt að hefja æf- ingar á fullu fyrr en 17. júní vegna prófa hjá krökkunum. Frá þeim tíma hafa þau verið alla daga frá 8-16 í Háskóla Íslands að læra. Þess utan eyddu þau einni viku í Háskólanum í Reykjavík þar sem háskólakennarar leið- beindu þeim,“ segir Ingibjörg og bætir við að verkefnin sem lögð verði fyrir nemendurna á Ólympíuleikunum séu afar erfið. „Þetta er auðvitað svakalega erfið keppni. Verkefnin sem þau þurfa að leysa eru talsvert erfiðari en þau eiga að venjast hér heima,“ segir Ingibjörg, en að hennar sögn er ferðin út þó ekki eintóm verkefnavinna enda gefst nægur frítími á milli prófa. „Það verður annars vegar prófað úr fræðilega hlutanum á mánudag og hins veg- ar úr verklega hlutanum á mið- vikudag. Þess á milli fara þau í alls kyns ferðir og fá að kynnast öðrum keppendum á mótinu,“ segir Ingibjörg. Spurð hvert hennar hlutverk í mótinu sé segir Ingibjörg það vera margvíslegt. „Við byrjum strax þegar við komum að þýða verkefnin á íslensku. Að prófunum loknum förum við yfir auk þess sem við reynum að berjast fyrir því að okkar krakkar fái sem flest stig fyrir sín svör,“ segir Ingi- björg enn fremur. Fimm ungir Ólympíufarar  Keppa í eðlis- fræði fyrir hönd Íslands í Portúgal Morgunblaðið/Hari Ólympíufarar Fimm íslenskir framhaldsskólanemar verða meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Lissabon í Portúgal, en mótið verður formlega sett á sunnudag og heldur hópurinn út í fyrramálið. Á síðustu árum hafa nemendur frá Asíu oftast borið sigur úr býtum á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Spurð út í ástæðu þess segir Ingibjörg nemendur frá löndum í álfunni haga undir- búningi sínum með öðrum hætti. „Þeir eru oft að undirbúa sig í eitt eða jafnvel tvö ár fyrir keppnina. Undirbúningur er hins vegar tveir mánuðir hjá okkur. Það má því í raun segja að þetta séu atvinnumenn á móti áhuga- mönnum,“ segir Ingibjörg. Ísland hefur aldrei borið sigur úr býtum á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Ingibjörg segist ekki bjartsýn á að breyting verði á því í ár. „Þessar Asíuþjóðir eru í sér- flokki. Bara það að taka þátt opnar samt ýmsa möguleika fyr- ir okkar nemendur,“ segir Ingi- björg. Nemendur frá Asíu í sérflokki LÍTILL MÖGULEIKI Á ÞVÍ AÐ ÍSLAND SIGRI Á LEIKUNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.