Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 8

Morgunblaðið - 24.07.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2018 Henry Kissinger lætur sig ennumheiminn varða þótt orðinn sé 95 ára gamall. Fyrr í sumar skrif- aði hann grein í tímaritið The Atl- antic þar sem hann fjallar um gervigreind og hefur nokkrar áhyggjur af framtíð- inni. Kissinger fór að velta fyrirbærinu fyrir sér þegar hann heyrði af því hvernig forrit hefði í krafti gervi- greindar tileinkað sér hið flókna spil Go og náð slíkri færni að færustu leikmenn með mannshugann einan að vopni áttu ekki möguleika. Kissinger fór að velta því fyrir sér hvaða áhrif vélar, sem lærðu upp á eigin spýtur, gætu haft á mannkyns- söguna og rifjar upp hvernig fór fyrir Inkunum þegar Spánverjar birtust með sína menningu, sem þeim var óskiljanleg. Hvað ef þær beittu þekk- ingunni í tilgangi handan mannlegs skilnings?    Í greininni talar Kissinger um að ásínum tíma hafi prentvélin valið byltingu og innleitt öld skynsem- innar. Þá hafi innsæi og vísindaleg vitneskja ráðið för og upplýsingar verið varðveittar og flokkaðar í bóka- söfnum og grunnur lagður að núver- andi skipan heimsmála.    Svo bætir hann við: „En sú skipaner nú í uppnámi í nýrri og jafnvel umfangsmeiri tæknibyltingu sem við höfum ekki enn áttað okkur á hvað munu hafa í för með sér og gæti náð hámarki í heimi, sem reiðir sig á gögn og algoritma og stjórnast hvorki af siðferðislegum né heim- spekilegum viðmiðum.“    Að endingu segir Kissinger að vís-indamenn sem sérhæfi sig í gervigreind og séu jafnreynslulausir í stjórnmálum og heimspeki og hann í tækni ættu að spyrja sig þeirra spurn- inga sem hann spyrji í greininni og láta svör sín koma fram í afrakstri verkfræðikunnáttu sinnar. Henry Kissinger Mannleg greind gegn gervigreind STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skúrir Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 16 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Ósló 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 24 léttskýjað Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 26 léttskýjað Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 28 léttskýjað Dublin 25 skýjað Glasgow 20 skýjað London 29 heiðskírt París 30 heiðskírt Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 27 léttskýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 18 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 29 léttskýjað Aþena 33 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 26 alskýjað New York 25 rigning Chicago 23 þoka Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:10 22:59 ÍSAFJÖRÐUR 3:47 23:33 SIGLUFJÖRÐUR 3:28 23:17 DJÚPIVOGUR 3:33 22:36 Frjósemi Íslendinga hefur farið minnk- andi á síðustu árum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Alls hafa fæðst 1.980 börn á fyrri hluta ársins en það er talsvert minna en á sama tíma fyrir átta árum síðan en þá fæddust 2.410 börn hér á landi. Á síðasta ári fæddust 4.060 börn á landinu og virðist því stefna í svipaðan fjölda í ár og í fyrra. Íslendingar orðnir 353 þúsund Á Íslandi í dag búa 353.070 manns en Hagstofan telur að Íslendingar verði orðnir 400 þúsund árið 2030. Á höf- uðborgarsvæðinu búa 225.210 manns en 127.860 manns búa utan þess. Þá búa 41.280 erlendir ríkisborgarar á Ís- landi en flestir þeirra sem hingað koma flytja á höfuðborgarsvæðið. Á fyrri hluta þessa árs fluttust 1.940 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 190 umfram brottflutta. Flestir fluttu til Danmerkur en Nor- egur og Svíþjóð fylgdu fast á hæla Dan- merkur. Danmörk var helsti áfanga- staður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en Noregur og Svíþjóð eru einnig vinsælir áfangastaðir. ms@mbl.is Fæðingum fækkar umtalsvert  21% færri fæðingar en fyrir átta árum Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar, kom í heimahöfn á Fáskrúðsfirði með 600 tonna makrílafla síðla kvölds á sunnudag eftir fyrsta mak- ríltúr skipsins á árinu. Aflinn fékkst í tveimur hollum út af Kötlugrunni, sagði Bergur Einarsson, skipstjóri Hoffells, á vef Loðnuvinnslunnar. Í grein Loðnuvinnslunnar um túr- inn segir einnig að Hoffell eigi 9.000 tonna kvóta af makríl og því er ver- tíðin rétt að fara af stað. Undir það tekur Kjartan Reynisson, útgerðar- stjóri Loðnuvinnslunnar, í samtali við Morgunblaðið um makríltúr Hof- fellsins. „Þeir voru ekki að lengi að fá þessi 600 tonn,“ segir Kjartan. Unnið var að löndun aflans í gær og áfram í dag. Stefnir Hoffellið beina leið aftur á miðin að löndun lokinni. „Þetta er bara fyrsti túr og fátt annað en gott um hann að segja,“ segir Kjartan aðspurður. Makríllinn er á pari við þann fisk sem önnur skip voru að draga fyrir helgi, á bilinu 420-440 g. Mörg skip voru við veiðar suður af Vestmannaeyjum í gær, þ. á m. Vil- helm Þorsteinsson EA, Venus NS, og Aðalsteinn Jónsson SU, skip Eskju. Annað skip Eskju, Jón Kjart- ansson SU, var við veiðar djúpt suð- austur af landinu. Þá mun makríl- vinnsla hefjast hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað næstu helgi, segir á vef Síldarvinnslunnar. axel@mbl.is 600 tonn í fyrsta makríltúr Hoffells  Fjöldi skipa á makrílveiðum sunnan Vestmannaeyja og djúpt suðaustan til Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskur Unnið að pökkun á makríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.